Morgunblaðið - 23.12.2001, Síða 56
SÍÐAN íbúar Latabæjar létu fyrst
á sér kræla árið 1995 hafa þeir átt
vísan stað í hjarta margra barna.
Þessi árangur
verður að teljast
góður því það er
langt í frá hlaupið
að því að skapa
heilan heim sem
nær að gæða
barnshjörtun
gleði og hamingju. Þetta hefur
Magnúsi Scheving, þolfimikappa
með meiru, tekizt með miklum
ágætum og persónur eins og Solla
stirða, Goggi mega og Maggi mjói
sem heimaalningar víðast hvar.
Á þessum sex árum hafa íbú-
arnir glaðlyndu lent í ýmsum æv-
intýrum; tekið þátt í ólympíuleik-
um og slegizt við Glanna glæp m.a.
Og nú eru það blessuð jólin sem
knýja dyra.
Fyrir mitt leyti hefur mér fund-
izt takast prýðilega til hér. Helzti
kosturinn er fjölbreytileikinn, lög
eru brotin upp með leikþáttum og
í enda disksins er boðið upp á ka-
raokeveislu.
Hljómur disksins er sprelllifandi
og fjörugur og áðurnefnd leikin at-
riði mjög séð viðbót, halda rennsl-
inu góðu og spennandi. Hvað lögin
varðar takast þessi gömlu góðu
bezt, t.a.m. „Jólin koma“, „Óskin
Tónlist
Latibær í
hátíðarskapi
Íbúar Latabæjar o.fl.
Jól í Latabæ
Latibær
Jól í Latabæ, hljómdiskur hvar íbúar Lata-
bæjar syngja og leika ásamt gestum.
Stjórn upptöku var í höndum Magnúsar
Scheving og Mána Svavarssonar. 74,52
mínútur.
Arnar Eggert Thoroddsen
um gleðileg jól“ (sem Páll Rós-
inkranz syngur af innblæstri og
tilfinningu), að ég tali nú ekki um
hina ómissandi jólalagasyrpu.
Ný lög Mána Svavars eru hins
vegar upp og ofan, eiga það til að
vera svolítið stirð.
Nýir gestir í Latabæ ná nærfellt
að stela senunni. Sjálfur Laddi
leikur jólasveininn og gerir það af
stakri snilld eins og við mátti bú-
ast. Ómar Ragnarsson á einnig
frábært innslag.
Hollur og góður boðskapur hef-
ur verið ein helzta stefna Lata-
bæjar í gegnum tíðina. Hér er
snert á efnum eins og almennri til-
tekt fyrir jólin og að sjálfsögðu
líka á friðarboðskapnum sem jól-
unum fylgir. Það mætti skipta
diskinum upp í tvennt að þessu
leytinu til. Fyrri hlutinn fjallar um
ys og þys sem jafnan fylgir und-
irbúningi jólanna en í seinni hlut-
anum færist meiri friður og spekt
yfir.
Ég verð þó að viðurkenna að í
fyrir hlutanum hefði mátt taka
gagnrýnni afstöðu til þeirrar óþol-
andi – og vaxandi – efnishyggju
sem fylgir þessari hátíð ljóss og
friðar. Í sumum textunum finnst
mér jafnvel eins og það sé verið að
styðja við glórulaus gjafakaup og
annan ómyndarlegan æðibunu-
gang.
Diskurinn er ríkulega mynd-
skreyttur og er það vel – þetta at-
riði vill of oft gleymast í viðlíka út-
gáfum.
Á heildina litið er pakkinn hinn
vænsti og vel til þess fallinn að
gleðja og gamna yfir hátíðirnar.
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ