Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 11 Mögnuð mynd með stórleikurunum Bruce Willis, Cate Blanchett og Billy Bob Thornton Sýnd kl. 12, 2, 4 og 6. Sýnd kl. 12, 2, 4 og 6. Missið ekki af nýjasta glæpaþriller Bruce Willis Sýnd kl. 8 og 10.20. Sýningartímar gilda fyrir 26. og 27. desember Sýnd kl. 8 og 10.15. B. i. 16.Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8, 10 og 11.30. Sýnd í Lúxussal kl. 2, 6 og 10. Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni Stórkostlegasta kvikmynd ársins í ótrúlegri leikstjórn Peters Jacksons með stjörnuliði leikara í aðalhlutverkum! Magnaður hugarheimur Tolkiens var bók 20. aldarinnar og verður nú kvikmynd 21. aldarinnar. Einstök upplifun!! Lokað í dag, Þorláksmessu Opið annan í jólum „Besta mynd ársins“ SV Mbl Frumsýning Ævintýrið lifnar við Powersynin g kl. 11.30. . Leyndarmálið er LONGCILEXTENDER! Sjálfstætt apótek með persónulega þjónustu er góður nágranni Apótek Ólafsvíkur Stykkishólms Apótek Ísafjarðar Apótek Apótek Blönduóss Siglufjarðar Apótek Dalvíkur Apótek Apótek Austurlands Apótek Vestmannaeyja Apótek Keflavíkur Árbæjar Apótek Borgarapótek Grafarvogs Apótek Hringbrautar Apótek Laugarnes Apótek Nesapótek Seltjarnarnesi Rima Apótek 40% lengri augnhár Þú getur fengið löng og falleg augnhár á augabragði með Longcilextender. Notað með uppáhalds maskaranum þínum eða með Longcilmatic maskaranum frá Longcils Boncza. Árangurinn er hreint ótrúlegur. Longcils Boncza Paris ÍSLENSKU krakka- hljómsveitinni Kiðlingunum hefur verið boðið að koma fram á dönsku sjónvarps- stöðinni TV2 á nýju ári. Að sögn Ómars Ósk- arssonar, sem semur stóran hluta laga sveitarinnar, er um að ræða boð um að koma fram í barnaþættinum vinsæla Bubber þar sem venjan er að ein hljómsveit taki lagið í hverjum þætti. Umræddur þáttur verður á dagskrá næsta vor og verð- ur Kiðlingunum boðið utan til upp- töku á tónlist sinni. Kiðlingana skipa þau Hrefna Þór- arinsdóttir, bræðurnir Ómar Örn og Óskar Steinn Ómarssynir og Þór- anna Þórarinsdóttir og voru að gefa út sína fyrstu stóru plötu nú fyrir jól- in sem ber sama nafn og sveitin. Platan hefur að geyma tólf hressileg lög. Kiðlingunum boðið í danska sjónvarpið Kiðlingarnir ÞAÐ VARÐ til tíðinda á árinuað útgáfa hljómsveitar neit-aði að gefa út nýja plötuhennar vegna þess að hún væri of einkennileg og ekki til þess fallin að hægt væri að selja hana í bíl- förmum. Víst eru það ekki tíðindi í sjálfu sér en menn sperrtu heldur en ekki eyrun í ljósi þess að um var að ræða Wilco, mikils metna sveit. Wilco leiðir Jeff Tweedy, sem áður var annar aðalmanna í Uncle Tupelo, sveitar sem er meðal annars minnst fyrir að hafa hrint úr vör nýjum tón- listarstíl er dró um tíma nafn af fyrstu plötu sveitarinnar, No De- pression, bræðingi af sveitatónlist, órafmögnuðum blús og síðpönki, og er í hámæli um þessar mundir. Sveit- in var tríó lengst af, skipað þeim Tweedy, Jay Farrar og Mike Hei- dorn, en aðrir liðsmenn komu og fóru. Tweedy þótti að sér þrengt innan sveitarinnar enda vildi Farrar ráða ferðinni og andæfði þegar breyta átti til og gera tilraunir. Á endanum skildu þeir með fullum fjandskap, eft- ir að hafa verið vinir að segja alla ævi, Farrar stofnaði hljómsveitina Son Volt en Tweedy Wilco. Einskonar framhald Önnur plata Wilco Being There kom út 1996, seldist bráðvel og var of- arlega á listum yfir bestu plötur árs- ins víða um heim. Það ár kom einnig út plata sem þeir Wilco-menn gerðu með breska trúbadúrnum Billy Bragg, Mermaid Avenue, sem á var safn laga við texta eftir Woody Guthrie. Á næstu Wilco-skífu, Sum- mer Teeth, var að finna tilraunakennt popp með myrkum textum. Henni var vel tekið en minna varð úr fram- haldi af Mermaid Avenue, Mermaid Avenue, Vol. 2, sem kom út í fyrra. Yankee Hotel Foxtrot Snemma í ár hóf sveitin síðan að vinna plötuna umdeildu sem ekki hef- ur enn komið út, Yankee Hotel Foxt- rot, en hún dregur nafn sitt af broti úr talstöðvarkalli stúlku sem heyrist í einu laginu. Upphaflega stóð til að platan kæmi út í sumar, í júlí síðast- liðnum, enda var búið að taka upp tuttugu lög til að velja úr í apríl. Upp- tökurnar, sem voru síðan hljóðbland- aðar af hinum kunna noise-stjóra Jim O’Rourke, gengu ekki þrautalaust fyrir sig því einn liðsmanna, trymbill- inn Ken Coomer, sem verið hafði í sveitinni frá upphafi, var rekinn og annar fenginn í hans stað, að því er Tweedy segir vegna þess að Coomer var of fastur í gamaldags takti til þess að geta fylgt sveitinni á nýjar slóðir. Ný stefna Wilco féll ekki í kramið hjá stjórum Warner/Reprise, sem gefið hafði sveitina út til þessa, og var útgáfunni frestað fram í september á meðan þess var freistað að fá sveitina til að breyta plötunni. Á endanum neituðu Reprise-menn að gefa plöt- una út. Gekk svo langt að einn yf- irmanna útgáfunnar lét þau orð falla að kæmi platan út væri ferli Tweedys sem tónlistarmanns, og Wilco þá líka, lokið fyrir fullt og allt; platan væri svo hræðileg. Á endanum slitu þeir því samstarfi wið Reprise/Warner, keyptu útgáfuréttinn að plötunni sjálfir og fóru í tónleikaferð að kynna hana. Fyrir skemmstu var það svo ákveðið að platan nýja yrði gefin út af Nonesuch, sem er reyndar angi af Warner, merkilegt nokk. Hún kemur út á næsta ári, eins og sveitin vildi að hún yrði. Varla er nema von að menn spyrji sig hvernig platan sé og því er fljót- svarað, hún er hreint fyrirtak eins og þeir geta kynnt sér sem hafa reynslu af að elta tónlist uppi á Netinu en sveitin bauð fólki upp á að sækja hana á vefsetri sínu um tíma og þar með var hún komin út um allt. Tilrauna- mennska þeirra félaga er skemmtileg nýbreytni og Tweedy syngur frábær- lega eins og alltaf en því hefur meðal annars verið fleygt að hann gæti fengið menn til að tárast þótt hann væri að syngja símaskrána. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Beðið eftir Wilco Það er oft ekki þrautalaust að koma út plötum. Árni Matthíasson segir frá vænt- anlegri skífu Wilco sem á sér sérstakan aðdraganda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.