Morgunblaðið - 30.12.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.12.2001, Blaðsíða 1
Við áramót velta fimm blaðamenn Morgunblaðsins fyrir sér straumum og stefnum á liðnu ári, hver á sínu sviði, og leitast við að skoða hvert stefni á nýja árinu. MORGUNBLAÐIÐ 30. DESEMBER 2001 301. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Við áramót ÞÚSUNDIR reiðra Argentínumanna efndu til götumótmæla í höfuðborg- inni Buenos Aires í gærmorgun vegna efnahagsóreiðunnar í landinu og kröfðust afsagnar embættis- manna. Kveikt var í sporvögnum og gengið í skrokk á lögreglumanni, síð- ar var ráðist inn í þinghúsið, kveikt þar í gluggatjöldum og húsgögn skemmd. Óeirðalögregla, sem var á verði við forsetahöllina, beitti tára- gasi, gúmmíkúlum og háþrýstivatns- byssum til að dreifa mannfjöldanum. Múgurinn réðst einnig inn í banka í grennd við miðborgina og McDon- alds-skyndibitastað. Nýr forseti, Adolfo Rodriguez Saa, tók við til bráðabirgða fyrir rúmri viku en for- setakosningar verða haldnar í mars. Einn af helstu ráðgjöfum Saa, Carlos Grosso, sagði af sér í gærmorgun eftir að mótmælendur fóru að safnast sam- an við forsetahöllina við Plaza del Mayo í miðborginni. En mannfjöldinn var ekki ánægður og vildi fleiri af- sagnir, sagði ráðamenn ekki hafa skil- ið hvers almenningur hefði verið að krefjast þegar fyrrverandi forseti landsins, Fernando de la Rua, var hrakinn frá. Efnahagur Argentínu er að hruni kominn vegna erlendrar skuldabyrði og fjárlagahalla sem ekk- ert hefur ráðist við. Búist er við fjöldagjaldþrotum á næstu vikum og mánuðum. „Skilaboðin voru að við vildum nýtt kerfi án spillingar og þá skipa þeir alla þessa spilltu stjórnmálamenn í nýju stjórnina,“ sagði einn mótmæl- enda í gær, Diego Fumagalli. Áður- nefndur Grosso var sakaður um spill- ingu er hann var á sínum tíma borgarstjóri Buenos Aires. Hörð mót- mæli í Argentínu Æstur múgur réðst inn í þinghúsið Buenos Aires. AP, AFP. VETURINN hefur minnt á sig víða um land undanfarna daga og vindar hafa blásið kröft- uglega við Kotstrandarkirkju sem og annars staðar. En sól er þegar tekin að hækka á lofti eftir vetrarsólstöður 21. desember, daginn sem birtan bar sigur úr býtum í baráttunni við myrkrið. Hún hefur þó ekki enn náð yfir- höndinni og nú, níu dögum eftir vetrar- sólstöður, hefur daginn aðeins lengt um 12 mínútur. Þegar sól fer að hækka á lofti eftir vetrarsólstöður og daginn að lengja er stund- um sagt að munurinn nemi hænufeti á dag. Maðurinn á myndinni gengur mót hækkandi sól, en þar sem hann fær hríðina í fangið fer hann aðeins hænufet í senn. Morgunblaðið/RAX Snjófok við sólarupprás Gleðilegt nýár! INDVERJAR segjast munu leggja sig fram um að komast hjá styrjöld við Pakistana en þeir séu reiðubúnir ef öll önnur ráð þrjóti. Mikill viðbún- aður er á landamærum ríkjanna og hafa Indverjar flutt um 20.000 óbreytta borgara, er búa við landa- mærin í Kasmír, á brott. Stjórnvöld í Indlandi saka Pakistana um að styðja hópa aðskilnaðarsinna sem berjast gegn yfirráðum Indverja í Kasmír en hóparnir hafa beitt hryðjuverkum í baráttu sinni. Ráða- menn annarra ríkja hafa miklar áhyggjur af ástandinu, ekki síst vegna þess að bæði Indverjar og Pakistanar eiga kjarnorkuvopn. Haldinn verður fundur leiðtoga Suður-Asíuríkja í Nepal í næstu viku en ekki er víst að takist að koma á fundi með fulltrúum Indverja og Pakistana á þeim vettvangi. Bæði ríkin hafa bannað flug gagnaðilans yfir sínu landi en Indverjar gerðu þó eina undantekningu: þeir hyggjast leyfa Pervez Musharraf, forseta Pak- istans, að fljúga yfir landið til Nepals. Vajpayee ávarpaði í gær fund flokks þjóðernissinnaðra hindúa (BJP) sem hann veitir forystu. „Á trú á réttmæti baráttu okkar,“ sagði hann. „Öllum ráðum verður beitt en við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að komast hjá stríði við Pakistan,“ sagði Vajpayee. Talið er að 19 indverskir hermenn hafi farist í sprengingu í sam- bandsríkinu Rajasthan á föstudag er þeir voru að leggja jarðsprengjur við landamærin. Liðsflutningar hafa verið miklir af beggja hálfu og ýmiss konar viðbúnaður í gangi, meðal ann- ars hyggjast Indverjar verja graf- hýsið fræga, Taj Mahal, fyrir loft- árásum með dúkum í felulitum. Indverjar segjast vilja komast hjá styrjöld Nýju-Delhí, Islamabad, Kalkútta. AP, AFP. Síðasta rútan frá Nýju-Delhí kemur til Pakistans í gær. þessari stundu hvet ég landa mína til að vera viðbúnir öllu og standa þétt saman, vera hugrakkir og hafa fulla AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.