Morgunblaðið - 30.12.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.12.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Eftirtalin samstarfsfyrirtæki Íslensku óperunnar kosta nýárstónleikana: laugardaginn 5. janúar 2002 kl. 16.00 NÝÁRSTÓNLEIKAR Davíð Ólafsson Tomislav Muzek Strauss Mozart Puccini Verdi Rossini Davíð Ólafsson bassi Tomislav Muzek tenór Ólafur Vignir Albertsson píanó Kynnir: Ólafur Kjartan Sigurðarson Veitingar í hléi Miðasala í Íslensku óperunni frá 27. desember. Opið kl. 15-19 alla daga nema sunnudaga, símasala kl. 10-19. Aðgangseyrir: 2.200 kr. Sími miðasölu: 511 4200 KARLINN Pétur og kötturinn Brandur eru barnabókaunnendum að góðu kunnir. Eldri bækur um þá félaga eru Veiðiferðin og Pönnu- kökutertan, svo dæmi séu tekin, og á dögunum var jafnframt frumsýnd talsett kvikmynd um ævintýri þeirra kumpána á gamlárskvöld í kvikmyndahúsum hérlendis. Pétur og Brandur nefnast Patt- son og Findus á frummálinu sænsku og hafa notið mikilla vinsælda í heimalandinu. Ekki að undra, þar sem bæði textinn og teikningarnar eru afar skemmtilegar. Í þessari nýjustu bók um þá vin- ina biður Brandur Pétur að segja sér eina „þegar ég var lítill“ sögu, klassískt viðfangsefni í sögustund foreldra og barna. Segðu mér söguna af því þegar ég týndist, sagði Brandur... Þegar ég var lítill, manstu! Þá það. En þú kannt hana utan að. Ég hef sagt þér hana svo oft. Segðu mér hana samt. (1) Í þessari frásögn fá lesendur og litlir áheyrendur að vita hvernig leiðir Péturs og Brands lágu saman í upphafi og hvernig þeim líður báð- um þegar sá síðarnefndi týnist. Meginþráðurinn í sögunni er tengsl þeirra lagsmanna og gleðin sem þeir veita hvor öðrum því áður en Brandur kom til sögunnar hafði Pétur engan félagsskap nema hæn- ur, sem eru svo „skelfing ruglaðar í kollinum“ og „rjúka í burtu í miðju samtali“ komi þær auga á maðk! Og þegar þær voru gengnar til náða „ríkti oft eyðileg þögn í litla húsinu“. Á slíkum stundum var eins og ekkert gæti framar orðið til gamans og gleði. (2) Þegar Brandur kemur til skjal- anna talar Pétur gamli meira en hann hefur „nokkru sinni gert, með- al annars um uppvaxtarár sín, kýr sem hann hafði kynnst á lífsleiðinni, hvernig kartöflur verða til, já allt sem honum flaug í hug“. Svo þegar Brandur litli byrjar líka að tala og fær grænar, rönd- óttar stuttbuxur og höfuðbúnað í stíl er óhætt að samsinna því að Pétur hafi eignast „þvílíkan kött“, og ekki þarf hann framar að kvíða einver- unni. Auk þess að njóta framvindunnar er mælt með því að teikningarnar séu gaumgæfðar vel, þar sem margt skemmtilegt ber fyrir augu í hvert sinn sem skoðað er. Svo sem fjöl- mörg athyglisverð portrett af kúm og hænum við ýmsa heimilislega iðju. Og síðast en ekki síst, eins og seg- ir í sögulok, lifðu þeir vinirnir svo vel og lengi. Alveg eins og vera ber. Saga um vin- áttu og „þvílík- an“ kött BÆKUR Börn Saga og myndir eftir Sven Nordqvist. Ís- lensk þýðing Þorsteinn frá Hamri. 23 blaðsíður. Mál og menning 2001. ÞEGAR BRANDUR LITLI TÝNDIST Helga Kr. Einarsdóttir STUNDUM geta auglýsinga- myndir (eða „treilerar“) kvikmynda verið einstaklega villandi. Zoolander er til dæmis kynnt með auglýsingu sem gefur fyrirheit um stór- skemmtilega gamanmynd, en þegar sú reynist ekki raunin, verður hún þeim mun leiðinlegri fyrir vikið, enda hefur þegar verið ljóstrað upp um bestu brandarana. Um er að ræða nokkurs konar gæluverkefni hins annars ágæta leikara Ben Stiller sem leikstýrir, meðframleiðir, á þátt í að skrifa handrit og leikur aðalhlutverk. Í myndinni segir frá óheyrilega heimskri karlfyrirsætu, Derek Zoo- lander að nafni. Sá hefur verið eftir- sóttasta fyrirsæta heims í nokkur ár, en finnur að brátt muni taka að halla undan fæti. Sú örvænting leið- ir Zoolander í undarleg ævintýri tengd illskeyttri alþjóðlegri tísku- mafíu. Sem fyrr segir eru nokkur mynd- skeið í þessari gamanmynd bráð- fyndin og sú hugmynd að setja leik- ara á borð við stubbinn Ben Stiller og hinn nefskakka Owen Wilson í hlutverk dáðra karlfyrirsætna er skemmtileg. Sérstaklega kemur Wilson vel út í sínu hlutverki, og ber hann af Stiller hvað fyndni varðar, en sá síðarnefndi er hreinlega of einhæfur, og ekki nógu sterkur í sínu hlutverki. Fáránlega spennufléttu atburða- rásarinnar mætti ef til vill afsaka með tilliti til þess að myndin er aug- ljóslega gerð í ýktum anda gam- anmynda á borð við „Dumb Dumb- er“. En í þessu tilfelli er skotið langt yfir markið. Það eru því eingöngu stöku atriði sem halda manni við efnið, en Zoolander er engan veginn þess virði að kaupa sig inn á. Langt yfir markið KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Sam-bíóin Álfabakka Leikstjóri: Ben Stiller. Handrit: Drake Sather, Ben Stiller og John Hamburg. Kvikmyndataka: Barry Peterson. Aðal- hlutverk: Ben Stiller, Owen Wilson, Christine Taylor. Sýningartími: 85 mín. Bandaríkin. Paramount Pictures, 2001. ZOOLANDER Heiða Jóhannsdóttir TÓLF tónleikar verða Saln- um í Kópavogi í janúar. M.a. verður flutt kammertónlist, söngtónlist, kínversk þjóð- lagatónlist og einleiksverk. Fyrst ber að nefna að tón- leikar í Tíbrár-röðinni, Kaldalónskvöld, eru end- urfluttir 4. janúar. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson flytja þekktustu söngperlur Sig- valda Kaldalóns við undir- leik Jónasar Ingimund- arsonar píanóleikara. Mánudaginn 7. janúar kl. 20 verða söngtónleikar. Þar kemur fram sönghópurinn Vocal group Ars Nova. 8. janúar kl. 20 verða flutt einleiks- og kammerverk fyrir víólu. Flytj- endur eru Jónína Hilmarsdóttir víóla, Steinunn Birna Ragn- arsdóttir píanó og Ásgerður Jún- íusdóttir, söngur. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Vieuxtemp, Hindemith, K Koscar, Brahms og Enescu. Rússnesk tónlist verður flutt af Kammerhópi Salarins 13. janúar kl. 16.30. Þeir eru í Tíbrá, röð 5. Þá mun Atli Heimir Sveinsson fjalla um Tschaikowsky í Tón- leikaspjalli. Hátíðartónleikar Mánudaginn 14. janúar kl. 20 verða söngtónleikar í Tíbrárröð 4. Þar koma fram Hanna Dóra Sturludóttir, sópran, Helga Bryn- dís Magnúsdóttir, píanó og Jónas Ingimundarson, píanó. Þriðjudag- inn 15. janúar kl. 20 munu sex meðlimir úr þjóðlagasveit Kvik- myndaversins í Peking flytja nýja og forna kínverska þjóðlaga- tónlist á gömul kínversk hljóðfæri. Einleiks- og kammerverk fyrir víólu verða á tónleikum 16. janúar kl. 20. Flytjendur eru Jónína Hilmarsdóttir víóla, Stein- unn Birna Ragnarsdóttir pí- anó og Ásgerður Júníusdótt- ir, söngur. Á efnisskránni eru verk eftir Karólínu Ei- ríksdóttur, Henri Vieux- temp, Paul Hindemith, Bach og Brahms. Söngkeppni fé- lagsmiðstöðva í Kópavogi verður 17. janúar kl. 20. Sérstakir hátíðartónleikar verða í Tíbrárröð 22. janúar kl. 20. Þar kemur fram pí- anóleikarinn og stjórnandi Vlad- imir Ashkenazy ásamt Kamm- ersveit Reykjavíkur. Á efnis- skránni eru verk eftir Mozart. Þjóðlög á Þorra er yfirskrift tónleika á Þúsundþjalakvöldi 25. janúar kl. 21. Flutt verða þjóðlög, þjóðvísur og kvæði í ýmsum bún- ingi. Síðustu tónleikar janúar- mánaðar verða 27. janúar kl. 20 þá leikur Miklós Dalmay píanó- leikari verk eftir Mozart, Kurtág og Moussorgsky. Salurinn, Tónlistarhús Kópavogs, í janúar Ashkenazy meðal gesta Vladimir Ashkenazy Hanna Dóra Sturludóttir SVEINN Björnsson 2002 listaverkadagatal er komið út. Með hverri mánaðarmynd dagatalsins fylgja skýring- artextar eins og áður og því má segja að hleypt hafi verið af stokkunum reglubundinni kynningu á list Sveins Björns- sonar í þessu dagatalsformi. Að þessu sinni eru myndir dagatals- ins sóttar í yfirlitssýninguna „Krýsu- víkin mín“, sem haldin var í febrúar og mars sl. í Hafnarborg. Þar gat að líta yfirlit yfir allan listferil Sveins Björns- sonar í tímaröð, en þó þannig að hann var takmarkaður við Krýsuvík- urmyndir hans. Við uppröðun mynda dagatalsins hefur verið haft í huga að þær féllu sem best að hverjum mánuði ársins. Eftir sem áður spanna þær allt þróunarsvið listar Sveins Björnssonar. Ensk þýðing megintextans getur fylgt með dagatalinu ef þess er óskað en stefnt er að erlendri útgáfu þess í framtíðinni. Útgefandi er Sveinssafn. Prentun fór fram hjá Prisma/Prentco, prent- smiðju Magnúsar Ólafssonar í Hafn- arfirði. Erlendur Sveinsson annaðist hönnun og textagerð en ljósmyndun var að mestu í höndum Árna Sæ- bergs. Verð: 2.615 kr. Listaverkadagatal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.