Morgunblaðið - 30.12.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.12.2001, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BREYTINGAR eru að verða áyfirstjórn rútu- og strætó-framleiðslu Renault í Frakk- landi því fyrir tveimur árum var stofnað móðurfyrirtækið Irisbus og undir það fellur smám saman fram- leiðsla Renault, Iveco á Ítalíu, Ikarus í Ungverjalandi og Karosa í Tékk- landi. Heiðar Sveinsson, sölustjóri Renault á Íslandi, segir að með sam- runa þessara framleiðenda undir sama hatti sé ætlunin að ná sterkari stöðu á þessum markaði í Evrópu. Heiðar segir að Irisbus muni geta boðið fjölbreytta framleiðslu og verði unnt að leggja áherslu á styrkleika hvers merkis um sig en framvegis undir heitinu Irisbus. Eftir sem áður starfar Renault V.I. áfram en það er sá hluti Renault-samsteypunnar sem framleitt hefur rútur og vörubíla og verður vörubílaframleiðslan áfram undir merkjum Renault V.I. Fulltrúar Irisbus, Frakkarnir Den- is Clerc og Jean-Claude Girot, og Heiðar upplýstu blaðamenn frá Ís- landi um helstu staðreyndir hjá þessu nýja fyrirtæki á bás þess á Kortrijk- rútu- og strætósýningunni í Belgíu sem haldin er árlega. Irisbus var stofnað í byrjun árs 1999 með sam- runa allrar rútu- og strætófram- leiðslu Renault og Iveco og átti hvor framleiðandinn helming fyrirtæk- isins. Jafnframt keypti Renault- samsteypan 20% í vörubílafram- leiðslu Volvo. Evrópusambandið gerði hins vegar athugasemd við þennan samruna og taldi fyrirtækið ná markaðsráðandi stöðu og því varð að breyta eignarhaldinu. Varð ofan á að selja meirihluta Renault í Irisbus til Iveco sem verður í lok árs 2002 að- aleigandi fyrirtækisins. Verksmiðjur Renault í Frakklandi munu eftir sem áður framleiða bílana en fyrirtækið skuldbindur sig til að fara ekki út í samkeppni í þessari framleiðslu næstu sjö árin. Þá mun áður en fjög- ur ár eru liðin Renault-merkið hverfa af bílunum og Irisbus koma þess í stað. Sama gildir um Iveco, Ikarus og Karosa. Heiðar segir að hérlendis muni þetta gerast smám saman að nafn Renault víki fyrir Irisbus en B&L er eitt fyrsta fyrirtækið sem skrifa mun undir umboðssamning við Irisbus. Framleiðslulínan er allt frá 12–20 manna smárútum upp í stærstu lúx- usrútur sem eru allt að 15 metra langar og með hvers kyns þægindum. Verksmiðjur Irisbus eru í Frakk- landi, Ítalíu, Spáni, Tékklandi og Ungverjalandi. Hátt í 30% markaðshlutdeild Vestur-Evrópa verður aðalmark- aðssvæði Irisbus og eru fimm stærstu markaðslöndin Frakkland, Ítalía, Spánn, Þýskaland og Bretland. Fyrirtækið hefur 27–29% markaðs- hlutdeild og er í öðru sæti á eftir sameinuðu fyrirtæki Setra-Mercedes sem heitir Evobus. Volvo kemur næst en Man og Neoplan eru að skjótast upp fyrir Volvo eftir sameiningu. Alls seljast kringum 25 þúsund stræt- isvagnar og rútur í Evrópu árlega. Markmiðið með samruna áð- urnefndra framleiðenda undir merkj- um Irisbus er að styrkja stöðuna á þessum markaði með því að geta hag- rætt í framleiðslunni og jafnframt að styrkja þróunar- og rannsóknastarf sem tekur æ meira fjármagn í þessari grein bílaframleiðslunnar. Þá sögðu fulltrúar Irisbus að ætlunin væri að sækja enn sterkar inn í lönd Austur- Evrópu og er það ekki síst markmiðið með því að taka Ikarus og Karosa með í fyrirtækið. Hafa þau merki ver- ið mjög sterk með strætisvagna sína á heimamarkaði og raunar víðar. Nefndu þeir dæmi um sölu skólabíla Ikarus til Frakklands. Af um 2.000 bíla framleiðslu seldust um 500 í Frakklandi á liðnu ári sem þeir segja til marks um gæði þeirra. Á stórum sýningarbás Irisbus í Kortrijk gat að líta allmargar gerðir af rútum og strætisvögnum. Axer er ætlaður til styttri ferða og er mitt á milli þess að vera rúta og stræt- isvagn. Hann er framleiddur í Tékk- landi og var kynntur samtímis þar, í Ungverjalandi, Frakklandi, Þýska- landi og Benelux-löndunum. Hann er 59 sæta, boðinn með 310 hestafla túrbóvél og fáanlegur með sjálfskipt- ingu. Framleiddir eru um 1.000 bílar árlega af þessari gerð. Agora er aðalsölubíllinn í flokki strætisvagna en hann er framleiddur í Frakklandi. Agora er lággólfsvagn og má einnig lækka hann enn frekar við biðstöð, er boðinn með 245 eða 290 hestafla og 7,8 lítra vélum og má einnig fá hann gasknúinn. Flaggskipið er lúxusrútan Iliade sem hefur verið á markaði í tvö ár og hafa Hópbílar í Hafnarfirði þegar tekið nokkrar slíkar í notkun hér- lendis. Þrjár megingerðir eru í boði, hábyggður vagn sem hefur gott far- angursrými, bíll í venjulegri útgáfu og eru þessar gerðir 12 m langar og síðan stutt útgáfa sem er 10,6 m löng. Vélarnar eru 313, 362 eða 431 hest- afla og fá má ýmist opin eða lokuð geymsluhólf ofan við sætin, salerni er í bílunum og svefnpláss fyrir bíl- stjóra, pláss fyrir kaffivélar og kæli- skáp og ýmis önnur þægindi sem menn kjósa á langferðum. Þá er unnt að hliðra sætunum út í ganginn, halla sætisbakinu og ofan við hvert sæti er lesljós og blástur. Undirvagnar frá Spáni Af öðrum bílum á bás Irisbus má nefna Midirider-undirvagnana sem smíðaðir eru í Barcelona á Spáni en þetta er upprunalega framleiðsla Iveco. Þetta eru 8,9 m langir vagnar og segir Heiðar þá að mörgu leyti henta í hópferðaakstur hérlendis með 38–40 sæta yfirbyggingu. Boðin er 5,8 lítra, sex strokka og 264 hestafla vél í þessa bíla. Einnig sýndi Irisbus smárúturnar Mascott sem eru 6,5, 7,2 eða 7,7 m langar og taka 16, 22 eða 27 farþega. Við hlið Irisbus mátti sjá rútu frá Ikarus en ákveðið var að Ikarus yrði með sérbás á sýningunni. Ikarus var einkavætt árið 1989 og tveimur árum síðar gekk það í samstarf við fyrir- tæki í Tyrklandi og árið 1999 gekk það einnig inn í Irisbus. Fjórir rútu- og strætisvagnaframleiðendur í Evrópu sameinast Morgunblaðið/jt Frakkarnir Jean-Claude Girot og Denis Clerc við eina rútu Irisbus ásamt Heiðari, sölustjóra hjá B&L (lengst til hægri). Renault heitir framvegis Irisbus ÁRSINS 2001 verður án efahelst minnst fyrir at-burðina sem áttu sér staðellefta september í New York í Bandaríkjunum og viðbragða borgarbúa við þeim hörmungum. Ungur íslenskur lögmaður í New York, Gunnlaugur Pétur Erlendsson, býr á neðri hluta Manhattan og lenti í hringiðu björgunarstarfsins. Sá hann turnana miklu hrynja og vann sem sjálfboðaliði með brunaliði New York borgar við að reyna að bjarga fólki úr rústum World Trade Center. Ellefti september Þennan örlagaríka þriðjudags- morgun stóð Gunnlaugur uppi á þaki og horfði á turnana falla. „Vinur minn hringdi og sagði mér að kveikja á sjónvarpinu því að flugvél hafði flogið inn í World Trade Center. Ég hljóp upp á þak samstundis og kom þangað rétt eftir að seinni flugvélin flaug á suðurturninn. Þar stóð ég með ná- grönnum mínum, flesta þeirra hafði ég aldrei séð áður, og horfði á at- burðina. Fólkið var í algjöru áfalli,“ segir Gunnlaugur. „Það var ólýsanleg sjón að sjá þessa miklu byggingar falla. Á sömu stundu fann maður fyrir hræðslu og reiði en gat lítið aðhafst.“ Gunnlaugur segir að erfitt hafi ver- ið að gera sér grein fyrir hvað hafði gerst, allt hefði verið svo fjarstæðu- kennt. Lögreglan setti upp vegar- tálma á suðurhluta Manhattan og hann var í raun fastur inni í hverfi sínu því reynt var að halda óbreyttum borgurum frá svæðinu. „Strax um kvöldið byrjaði fólk að hengja upp myndir af týndum ástvinum um alla borg. Það var átakanlegt að sjá þess- ar auglýsingar því þá sá maður andlit þeirra sem létust í turnunum. Næstu dagar voru stórfurðulegir fyrir þá sem búa í New York, allir vildu allt fyrir alla gera og borgin minnti frem- ur á vinalegan smábæ en hina grimmu New York sem flestir þekkja,“ segir Gunnlaugur. Björgunarstarf í biðstöðu Gunnlaugur hugsaði að eitthvað þyrfti hann að gera. Næsta dag bauð hann sig fram við aðalstöðvar hjálp- arstarfsins þar sem samhæfa átti leit og björgunaraðgerðir. „Ég stormaði þangað inn og spurði hvað ég gæti gert til að hjálpa til og lenti í að að- stoða við ýmis verk. Hitti ég þar Evu Jóhannesdóttur, íslenska vinkonu mína í New York, en hún var að vinna við að samhæfa tölvuskrárnar um þá sem týndir voru og taldir látnir,“ seg- ir Gunnlaugur. Fljótlega var farið að skipuleggja björgunarhóp til að fara niður á svæð- ið, og bauð Gunnlaugur sig fram í þann hóp. „Í björgunarhópnum var alls konar fólk og kom það alls staðar Ungur Íslendingur starfaði við björgunarstörf í World Trade Center Erfitt að gera sér grein fyrir hvað gerðist Gunnlaugur Pétur Erlendsson (t.h.) með Tony, brunaliðsmanni í New York, einum leiðtoganna við björgunarstörfin. að. Þetta voru flestir karlmenn, sumir nýkomnir úr fangelsum, bygginga- verkamenn og gamlir Víetnamher- menn ásamt læknum, viðskiptafræð- ingum og öðrum. Það ríkti mikil samkennd meðal okkar því við höfð- um allir sterka þrá til að hjálpa til og mikla trú á að finna lifandi fólk í rúst- unum. Okkur var alltaf sagt að við yrðum sendir niður á svæðið bráðlega en aldrei varð neitt úr því,“ segir Gunnlaugur. Um kvöldið tilkynnti herinn að loka ætti þessari bækistöð og flytja hana annað en Gunnlaugur bendir á að fyrstu dagana eftir ellefta september hafi verið nokkur spenna milli hers- ins, lögreglunnar og brunaliðsins um hver ætti að fá að ráða og standa í sviðsljósinu. „Loks seint um kvöldið var okkur sagt að við yrðum ekki sendir niður á Ground Zero fyrr en í fyrsta lagi á morgun þannig að við héldum heim. Næsta morgun bauð ég mig aftur fram til björgunarstarfa en sá dagur endaði líkt og sá fyrri og um kvöldið ákvað ég, eftir að hafa beðið í tvo heila daga án árangurs, að bjóða mig ekki fram aftur í þriðja sinn.“ Að sögn Gunnlaugs vaknaði hann næsta morgun og hugsaði með sér að hann yrði að fara uppeftir einu sinni enn og sjá hvort þörf væri á sjálfboða- liðum. Hann fór í gallann, hafði með- ferðis öndunargrímu, hjálm og annan útbúnað sem honum hafði verið feng- inn og tók neðanjarðarlestina. Segir Gunnlaugur að í lestinni hafi verið hópur manna sem augljóslega höfðu verið niðri á Ground Zero. „Leiðtogi Meðal sjálfboðaliða sem lögðu hönd á plóginn við björgunarstörf eftir árásina á World Trade Center í New York var Gunnlaugur Pétur Er- lendsson. Hann segir atburðinn hafa markað djúp spor í sál sína sem svo margra annarra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.