Morgunblaðið - 30.12.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Færri látnir
eftir umferðar-
slys en í fyrra
TVEIR létust í flugslysi á árinu og
sex banaslys urðu á sjó. Þá hafa 24
látið lífið í 19 umferðarslysum hér-
lendis það sem af er árinu. Við þennan
fjölda bætist maður sem lést af völd-
um vélhjólaslyss rúmum mánuði eftir
slysið. Samkvæmt skilgreiningu Al-
þjóða heilbrigðismálastofnunarinnar
telur Umferðarráð banaslys í umferð
ef andlát á sér stað innan mánaðar frá
slysi. Eitt dauðsfall hlaust af vinnu-
slysi. Banaslys í umferðinni það sem
af er árinu eru nokkru færri en á öllu
árinu 2000, þegar 35 létu lífið í um-
ferðarslysum, þar af tveir erlendis.
Alls urðu því 33 dauðsföll af völdum
slysa í ofangreindum flokkum en
heildarfjöldi banaslysa hefur ekki
verið tekinn saman af hálfu Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar eins og
undanfarin ár, og verður það ekki
gert. Því eru ótaldar drukknanir í
sundlaugum og önnur banaslys sem
ofangreindar stofnanir skrá ekki, s.s.
upplýsingar um fjölda Íslendinga sem
hafa farist erlendis. Hins vegar verða
settar fram upplýsingar um banaslys
á árinu 2001 á vegum Slysavarnaráðs
Íslands sem upplýsingar úr sam-
ræmdri slysaskrá.
Banaslys á sjó eru samkvæmt upp-
lýsingum frá rannsóknanefnd sjó-
slysa fleiri það sem af er árinu en árið
2000. Þá létust tveir í sjóslysum á
móti sex manns á þessu ári.
Manntjón vegna flugslysa var
meira á árinu 2000 en það sem af er
árinu, en í fyrra létust 4 í flugslysi í
Skerjafirði, hinn 7. ágúst 2000. Vert er
að geta þess, að rannsóknanefnd flug-
slysa skráir eingöngu sem látna þá
sem látast innan 30 daga frá flugslysi.
FLUGELDASALA hefur farið vel
af stað og eru flugeldasalar bjart-
sýnir á góða sölu en að venju
selst mest tvo síðustu daga ársins.
Valgeir Elíasson, upplýsinga-
fulltrúi Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, segir að salan hafi
byrjað mjög vel, en að þessu sinni
hafi félagið flutt inn um 350 tonn
af flugeldum og sé með um 80%
markaðshlutdeild. Hann segir að
félagið sé með 115 útsölustaði vítt
og breitt um landið og gera megi
því skóna að félagar björg-
unarsveitanna vinni um 15.000
klukkustundir í sjálfboðavinnu
við flugeldasöluna. „Við erum
mjög bjartsýn á góða sölu enda
hefur þessi siður að skjóta upp
flugeldum um áramót fest sig í
sessi,“ segir Valgeir Elíasson.
„Salan er auk þess lífsnauðsynleg
fyrir okkur en allur ágóði fer í
rekstur björgunarsveitanna.“
Lúðvík S. Georgsson, fram-
kvæmdastjóri KR-flugelda, segir
að flugeldasalan sé með hefð-
bundnum hætti. Hún aukist með
hverjum degi og nái jafnan há-
marki á gamlársdag. Hann segir
að í fyrra hafi innflutnings-
verðmæti allra flugelda til lands-
ins numið rúmlega 100 milljónum
króna og gera megi ráð fyrir að
það sé svipað í ár. „Krepputalið í
þjóðfélaginu hjaðnaði með þjóð-
arsáttinni og við erum bjartsýn-
ir,“ segir Lúðvík S. Georgsson.
Samband dýraverndarfélaga Ís-
lands beinir þeirri áskorun til
landsmanna að nota ekki skotelda
við gripahús eða nálægt beitar-
hólfum dýra og forðast lífsvæði
fugla og hreindýra, því hætta á
íkveikju í skógum, lyngmóum eða
viðkvæmum gróðri sé mikil og
skrælþurr gróðurinn geti auð-
veldlega fuðrað upp.
Bjartsýni í
flugeldasölunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Birgir Harðarson, starfsmaður KR-flugelda, við afgreiðslustörf í gær á einum af mörgum útsölustöðum á höfuðborgarsvæðinu.
HÓPUR kylfinga á meðal frímúrara
hyggst ganga í golfklúbb Bakkakots í
Mosfellsbæ og hefur stjórn klúbbsins
tekið vel í það enda gert ráð fyrir að
félagatalan tvöfaldist, en málið verður
afgreitt á aðalfundi í byrjun janúar.
Gylfi Gunnarsson, varaformaður
GOB, segir að kylfinga í röðum frí-
múrara vanti heimavöll og því hafi
þeir sýnt áhuga á að ganga í GOB.
Það sé mjög jákvætt fyrir golfklúbb-
inn því gera megi ráð fyrir að um sé
að ræða 100 til 150 manna hóp með
mökum og börnum, sem greiði þá fé-
lagsgjöld eins og aðrir og muni um
minna, en félagsmenn séu nú um 110.
„Með þessu tryggjum við okkur fé-
lagafjölda og fáum sterkan og góðan
hóp til liðs við okkur,“ segir Gylfi
Gunnarsson og bætir við að mikil-
vægt sé að styrkja fjárhagslega stöðu
klúbbsins með þessum hætti.
Rætt um sameiningu
Um nokkurra mánaða skeið hafa
forráðamenn golfklúbbsins Bakka-
kots og golfklúbbsins Kjalar í Mos-
fellsbæ rætt um hugsanlega samein-
ingu klúbbanna. Að sögn Gylfa
Gunnarssonar gengu viðræður vel en
á aðalfundi Kjalar fyrir skömmu hefði
verið ákveðið að fresta viðræðum í bili
vegna mismunandi skuldastöðu
klúbbanna um þessar mundir. Gylfi
Gunnarsson segir að vilji sé hjá báð-
um aðilum að sameinast.
Frímúrarar ganga í
Golfklúbb Bakkakots
Félaga-
talan
tvöfaldast
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tjón varð á rafmagnstöflu í Austurstræti 17 vegna vatnsleka í fyrrinótt.
TJÓN varð á rafmagnstöflu vegna
heitavatnsleka í sex hæða húsi, Aust-
urstræti 17, í Reykjavík í fyrrinótt.
Þar eru til húsa m.a. líkamsræktar-
stöð World Class og ferðaskrifstofan
Heimsklúbbur Ingólfs. Að sögn
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
lak vatn á efstu hæð hússins og niður
í kjallara en húsið er sex hæðir. Vatn
komst í rafmagnstöflu og sló raf-
magnið út í húsinu og í matvöru-
verslun 10-11, sem er í næsta húsi.
Tjón varð óverulegt.
Slökkvilið lauk störfum á svæðinu
rétt fyrir átta í gærmorgun en vinna
þurfti áfram í rafmagnstöflunni. Að
sögn slökkviliðs er talið að orsök lek-
ans sé sú að krani á handlaug hafi
verið opinn, hún hafi fyllst og vatn
lekið um húsið í kjölfarið.
Vatnstjón á
rafmagnstöflu
Hafíshrafl
á fjörum
Trékyllisvík. Morgunblaðið.
TALSVERT íshrafl er komið á
fjörur frá Gjögri og norður í Trékyll-
isvík og eru borgarísjakabrot komin
á móts við Byrgisvík.
Vegna slæms skyggnis í gær sást
lítið út til hafs. Reykjafjörðurinn var
auður en borgarísjakabrot voru um
átta km austur af Reykjaneshyrnu á
reki inn flóann. Tvö borgarísjaka-
brot voru út af Ávíkinni á reki inn á
Trékyllisvík en annað virtist reyndar
strandað í gær.
Ró og friður á
Hveravöllum
JÓLIN hafa einkennst af miklum
friði og ró hjá veðurathugunarfólk-
inu á Hveravöllum, hjónunum
Kristínu Björnsdóttur og Hafsteini
Eiríkssyni. Fáir ferðalangar hafa
lagt leið sína að Hveravöllum um
hátíðarnar, enda færð slæm og
skyggni afleitt. Fram að jólum var
nærri snjólaust en undanfarna
daga hefur verið átakaveður,
hvassir vindar og skafrenningur.
Þó kom hópur jeppafólks þangað í
gærmorgun en sagði færðina
slæma.
„Hingað kom einn gestur annan
í jólum, annars hefur verið lítið um
mannaferðir þangað til í dag,“
sagði Kristín er Morgunblaðið
spjallaði við hana í gær, en þá voru
nokkrir ferðamenn til viðbótar
væntanlegir seinni partinn. „Ein-
hverjir þeirra ætla að vera fram á
gamlársdag en enginn hefur enn
ákveðið að eyða hérna áramótun-
um.“ Í gærmorgun var veðrið að
mestu gengið niður og áramóta-
spáin þokkaleg.
Kristín lætur vel af dvölinni á
Hveravöllum og segir jólin hafa
verið yndisleg. „Við vorum ein þar
til annan í jólum, þá kom vinur okk-
ar í heimsókn og er hér enn. Svo
eru sonur okkar og kærastan hans
væntanleg núna og munu þau
verða hjá okkur yfir áramótin.“
Kristín segist ekki finna fyrir
einangrun þó að lítið hafi verið um
mannaferðir að undanförnu. „Ég
upplifi eingöngu virkilegan frið og
gleðileg jól. Hér er andrúmsloftið
gott og stórkostlegt að vera.“
Þetta eru önnur jólin sem Krist-
ín og Hafsteinn halda á Hveravöll-
um og segir Kristín að flestar jóla-
hefðirnar hafi þau flutt með sér á
staðinn. „Við skreytum mjög mikið
hjá okkur og með því finnst mér
jólin vera komin. Svo borðum við
hefðbundinn jólamat og njótum
þess að vera hér í ró og friði.“
Kristín segist ekki vera hrifin af
flugeldum og þess vegna verður lít-
ið skotið upp frá Hveravöllum er
nýja árið gengur í garð. En verði
skyggni gott og heiðskírt gerist
þess líka varla þörf, stjörnuher á
himni mun sjá um að lýsa upp ný-
ársnóttina.
RÚMLEGA 46% samdráttur varð í
sölu á nýjum fólksbílum á árinu sem
er að líða. Alls seldust 7.244 bílar, en
árið 2000 seldust 13.569 bílar.
Þetta er mun meiri sölusamdrátt-
ur en forsvarsmenn bifreiðaumboð-
anna höfðu spáð í upphafi árs 2001.
Rúmlega fjórði hver seldur fólksbíll
á árinu var af Toyota-gerð og hefur
Toyota yfirburðastöðu á íslenskum
fólksbílamarkaði.
46% samdráttur
í bílasölu
Bílasala/B54
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
TALIÐ er að farþegi hafi slasast al-
varlega þegar bifreið valt á Biskups-
tungnabraut skammt frá Kjóastöð-
um austan við Tungufljót í gærdag.
Atvikið átti sér stað um klukkan
hálf tvö og héldu lögregla og sjúkra-
lið þegar á slysstað frá Selfossi og
læknir frá Laugarási. Þyrla Land-
helgisgæslunnar var í ískönnunar-
flugi fyrir norðan en henni var þegar
snúið við vegna slyssins.
Samkvæmt fyrstu upplýsingum
lögreglunnar á Selfossi var einn far-
þegi í bílnum auk ökumanns, en nán-
ari upplýsingar var ekki að fá þegar
Morgunblaðið fór í prentun.
Alvarlegt
slys í bílveltu