Morgunblaðið - 30.12.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.12.2001, Blaðsíða 12
Viðskipti Guðrún Hálfdánardóttir fréttastjóri E FNAHAGSMÁLIN hafa verið í brenni- depli á árinu sem er að líða. Mikil lækkun krónunnar, háir vextir og meiri verðbólga en Ís- lendingar hafa átt að venjast undanfarin ár hafa sett mark sitt á stöðu fyrirtækja og hefur Seðlabankinn líkt og stjórn- völd verið undir miklum þrýstingi frá aðilum vinnumarkaðarins um aðgerðir til úrbóta. Sveiflur á gengi krónunnar und- anfarið ár hafa vakið upp spurn- ingar um hvort hennar tími sé lið- inn, hvort hún geti staðið sem sjálfstæður gjaldmiðill eða hvort taka eigi upp tengingu við aðra mynt. Hefur þar einkum verið horft til evrunnar og Bandaríkja- dals. Að tengja veikan gjaldmiðil við annan sterkari hefur í sumum tilvikum gengið upp en í öðrum ekki og slíka ákvörðun á ekki að taka nema að vel athuguðu máli. Ástandið í Argentínu sýnir okkur svart á hvítu að ekki á að stökkva til þrátt fyrir að á sínum tíma hafi ákvörðun um að binda argentínska pesósinn Bandaríkjadal árið 1991 talin vera sú eina rétta til þess að koma böndum á óðaverðbólguna sem ríkti í landinu. Nú hefur komið á daginn að tengingin hefur vænt- anlega haft mikið að segja í þeim vanda sem argentínska þjóðin glímir nú við. Nú um áramót verður evran áþreifanlegur gjaldmiðill í 12 aðild- arríkjum Evrópusambandsins. Við það munu margvísleg höft hverfa í innbyrðis viðskipum milli evruland- anna og viðskipti auðvelduð til muna. Líkt og bent hefur verið á er upptaka evrunnar á Íslandi ekki raunhæfur kostur nú. Í fyrsta lagi er Ísland ekki aðili að Evrópusam- bandinu og til þess að geta gengið inn í það þarf að breyta stjórn- arskránni og líkt og Davíð Oddsson forsætisráðherra benti á í viðtali við Morgunblaðið í júní sl. myndi slíkt varla gerast fyrr en árið 2007. Eins eru það einungis 12 lönd sem eru aðilar að myntbandalagi Evr- ópu en ríki eins og Bretland, Sví- þjóð og Danmörk hafa talið sig betur sett fyrir utan bandalagið. Eru þessi ríki meðal helstu við- skiptalanda Íslands. Er öldurnar að lægja? Nýlegt samkomulag ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, ásamt yf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar hefur vakið upp vonir í viðskiptalífinu um að draga muni hratt úr verðbólgu, krónan styrkjast og vextir lækka. Nú í desember hefur krónan styrkst í miklum viðskiptum á gjaldeyrismarkaði og væntingar eru um talsverðar vaxtalækkanir á næstu 12 mánuðum. Þetta eru metnaðarfull markmið og gangi þau eftir mun hagur ís- lenskra fyrirtækja vænkast eftir mikinn öldudal sem mörg þeirra hafa verið í undanfarið ár. Afkoma þeirra hefur í flestum tilvikum far- ið niður á við frá fyrra ári að teknu tilliti til fjármagnsliða. Þrátt fyrir að framlegð hafi aukist mjög í sjáv- arútvegi er atvinnugreinin mjög skuldsett sem skilar sér í nei- kvæðri afkomu vegna hárra fjár- magnsgjalda. Fyrir útflutningsfyr- irtækin sést þetta gengistap aðallega í afkomunni til skamms tíma en þegar fram í sækir mun lægri króna þýða hærra verðmæti í krónum og það ætti að gera meira en vega upp tapið sem stafar af hækkuðum lánum. Þær hremmingar sem íslenskt efnahags- og atvinnulíf hefur geng- ið í gegnum undanfarið ár hefur komið ýmsum á óvart og þá ekki síst þeim aðilum sem ekki hafa starfað lengi á fjármálamarkaði. Netbólan sem reis sem hæst árin á undan sprakk með hvelli, eitthvað sem kom mörgum á óvart. Stórlega hefur dregið úr áhættufjárfest- ingum og bankar og sparisjóðir hafa hægt á útlánum. Verð hluta- bréfa hefur leitað niður á við í all- flestum atvinnugreinum og for- svarsmenn gamalgróinna félaga sem og nýrra hafa staðið frammi fyrir lítilli þátttöku í hlutafjár- útboðum. Á sama tíma hefur dreg- ið úr nýskráningum félaga á Verð- bréfaþing Íslands en í ár hafa einungis þrjú ný félög verið skráð á VÞÍ samanborið við níu árið á undan líkt og árið 1999 og æ al- gengara er að fréttir berist af af- skráningu félaga af Verðbréfaþingi. Bráðum kemur betri tíð Fyrir einni og hálfri öld olli enski náttúrufræðingurinn Charles Darwin írafári þegar hann kynnti þróunarkenningu sína. Samkvæmt henni eru það hinir hæfustu sem munu lifa. Eflaust hefur þessi ályktun hans komið upp í huga margra nú í þeim þrengingum sem ekki er hægt að horfa fram hjá að mörg fyrirtæki eiga í. En þrátt fyr- ir erfiðleika undanfarin misseri má íslenskt atvinnulíf ekki gleyma því að það birtir upp um síðir. Þegar þrengir að þurfa forsvarsmenn ís- lensks viðskiptalífs að horfa fram á við og ígrunda vel allar ákvarðanir. Hvort heldur sem þær eru sárs- aukafullar eður ei. Skera þarf nið- ur óþarfa kostnað og leita leiða til þess að bæta rekstur fyrirtækja. Forsvarsmenn lánastofnana hafa brugðist við þessu með festu, dreg- ið úr útlánum og aukið færslur á afskriftarreikning útlána til þess að mæta þeim vanda sem steðjar að. Ísland hefur ekki farið varhluta af hnattvæðingunni sem einkennt hefur umræðuna undanfarin ár og þrátt fyrir að talað sé um að net- bólan sé sprungin þá má ekki gleyma því hverju hún skilaði. Ís- lenskt hugvit hefur vakið eftirtekt í hinum stóra heimi og horft er á ís- lenskan markað sem kjörinn til- raunamarkað fyrir nýjungar. Skipt- ir þar miklu hversu fljót þjóðin er að tileinka sér framfarir og nýj- ungar. Íslenskt hugvit í fremstu röð Íslensk fyrirtæki eins og Marel, Össur og Bakkavör Group, svo fá- ein séu nefnd, hafa sýnt það og sannað hvers við erum megnug. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guð- mundssynir byrjuðu starfsemi Bakkavarar í bílskúr en nú er fyr- irtæki þeirra orðið alþjóðlegt stór- fyrirtæki í matvælaiðnaði. Grunnurinn að Marel kemur frá þróunarstarfi innan Háskóla Ís- lands við að hanna vogir og upp úr því stofnar samvinnuhreyfingin Marel árið 1983. Árið 1997 keypti Marel danska fyrirtækið Carnitech og er í dag vel þekkt fyrir tækja- framleiðslu fyrir sjávarútveg sem og kjötiðnað. Össur hf. var stofnað árið 1971 í Reykjavík. Stofnendur voru Sjálfs- björg, Landssamband fatlaðra, SÍBS, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Styrktarfélag vangefinna og Össur Kristinsson stoðtækja- fræðingur. Fyrirtækið var í einka- eigu Össurar Kristinssonar og fjöl- skyldu hans frá árinu 1984 þar til í október 1999 er það var skráð á aðallista Verðbréfaþings Íslands. Nú er fyrirtækið með stærstu stoð- tækjafyrirtækjum í heimi og fram- leiðsla þess hefur vakið verðskuld- aða athygli. Hægt væri að telja upp mörg fleiri íslensk fyrirtæki sem hafa verið að gera góða hluti á alþjóð- legum markaði. Má þar nefna lyfja- fyrirtækin Pharmaco og Delta. Verslunarfyrirtækið Baug. Sölu- samtök eins og SH og SÍF og ís- lensk fjármálafyrirtæki sem hafa haslað sér völl víða bæði með kaup- um á erlendum fjármálastofnunum og stofnun skrifstofa erlendis. Fyrir þessi fyrirtæki sem og þau sem hugsa sér til hreyfings skiptir miklu það umhverfi sem þau búa við á heimamarkaði. Að þeim sé gert mögulegt að vera íslensk fyr- irtæki áfram. Nú eru framundan miklar breyt- ingar í þá átt. Til að mynda afnám verðbólgureikningsskila sem hafa verið við lýði frá þeim tíma er óða- verðbólga var viðvarandi á Íslandi. Því þrátt fyrir að slík reikningsskil gefi betri mynd af stöðu fyrirtækja þá eru þau ekki til staðar í þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við og skekkja því sam- keppnisstöðu okkar og gera allan samanburð rangan. Lækkun tekjuskatts fyrirtækja úr 30% í 18% getur haft mikla þýð- ingu fyrir fyrirtæki þegar kemur að skattlagningu hagnaðar þeirra og um leið verður Ísland vænlegur kostur fyrir fjárfestingar. Viðskiptahallinn, óstöðugleiki krónunnar og mikill vaxtamunur gagnvart útlöndum gerir fyr- irtækjum erfitt fyrir en eins og Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, benti nýverið á í viðtali við Morgunblaðið þá munu ókostirnir af þessu minnka mikið þegar fyrirtæki geti gert upp í erlendri mynt líkt og Össur og Marel hyggjast gera. Jafnframt er í athugun hjá við- skiptaráðuneytinu að breyta lögum þannig að unnt verði að hafa hlutafé íslenskra hlutafélaga í er- lendri mynt. Allar þessar breyt- ingar miða að því að auka erlendar fjárfestingar og samkeppnishæfi ís- lenskra fyrirtækja. Það hlýtur að vera kappsmál að stuðla að því þar sem ekki verður hlaupist undan þeirri staðreynd að heimurinn er að verða eitt markaðssvæði og Ís- lendingar geta ekki skorast undan því að taka þátt í þeirri breytingu. Án þess verður erfitt fyrir íslenskt atvinnulíf að vera í hópi þeirra hæfustu. Þeirra sem lifa. Efnahagsmálin í brennidepli Reuters Verð hlutabréfa hefur leitað niður á við í allflestum atvinnugreinum og hefur dregið verulega úr nýskráningum á Verðbréfaþing Íslands. Í ár hafa einungis þrjú ný félög verið skráð á VÞÍ en árið á undan voru þau níu talsins líkt og árið 1999. guna@mbl.is 12 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.