Morgunblaðið - 30.12.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.12.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/RAX ÞEIR VORU að kljást í kuldanum hestarnir undir Eyjafjöllum er ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Þegar bætir í vind og snjóinn tekur að skafa hleypur oft leikur í skepnurnar og þær ýmist hamast og glíma við vind- inn eða híma. Mjólkurhvítt fjallið veitir þeim eitthvert skjól fyrir Kára, en sá ljósi lætur rokið ekki á sig fá og vill fá félaga sína til leiks en eitthvað eru undirtekt- irnar dræmar hjá þeim blesótta. Klárarnir að kljást MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út fimmtudaginn 3. janúar. Yfir ára- mótin verður fréttaþjónusta á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is eða hringja í síma 861 7970. Fréttavakt á mbl.is yfir áramótin FÆRRI flugvélar og færri farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll á árinu en á síðasta ári. Í heild fækkaði far- þegum um 6–7% en þeir voru um 1.460.000 í fyrra, að sögn Höskuldar Ásgeirssonar, forstjóra Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar. Farþegum Flugleiða fækkaði um 4,2% fyrstu 11 mánuði ársins. Voru þeir 1.288.000 í ár en á sama tíma í fyrra 1.344.000. Nákvæmar tölur um uppgjör á farþegafjölda, verslunarrekstri og flugvélafjölda og tegundir munu liggja fyrir fljótlega upp úr áramót- um. Björn Ingi Knútsson flugvallar- stjóri segir færri flugvélar hafa farið um völlinn á árinu en í fyrra. Lend- ingartonnum hafi fækkað um 17 til 20%. Með því er átt við hámarks- flugtaksþunga flugvéla og eru lend- ingargjöld reiknuð út frá honum. Björn Ingi segir meðal skýringa þær að Cargolux hafi hætt viðkomu á Ís- landi, svo og flugfélagið Canada 3000, Flugfélagið Atlanta hafi farið færri ferðir á breiðþotum sínum en í fyrra fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og ferðum Flugleiðavéla hafi fækkað í vetraráætlun. Hlut Flugleiða í heildarlendingargjöldum segir hann hafa verið um 68%. Björn Ingi segir samdráttinn því bæði hafa orðið fyrir og í kjölfar atburðanna í Bandaríkj- unum 11. september. Þá segir hann það jákvætt á árinu að nýtt félag, Bláfugl, hafi hafið fraktflutninga og lággjaldaflugfélagið Go hafi fjölgað ferðum sínum til landsins. Höskuldur Ásgeirsson segir að farþegum sem fara um flugstöðina hafi farið fjölgandi allt frá árinu 1994. Hann bendir á að síðasta ár hafi verið metár og farþegafjöldinn í ár sé meiri en árið 1999. Þá segir hann verslun á fríhafnarsvæðinu vera mjög svipaða og í fyrra. Hún hafi þó dregist nokkuð saman í haust. Sé það einkum vegna færri skiptifarþega sem fara um stöðina og vegna minni ferðalaga Íslendinga. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir að fyrstu 8 mánuði ársins hafi farþegum Flug- leiða fjölgað um 1,7%, úr 990 þús- undum í rúmlega eina milljón. Eftir 11. september hafi þeim hins vegar fækkað, um 16,5% miðað við sept- ember 2000, um 20,2% í október og um 27,7% í nóvember miðað við sömu mánuði í fyrra. Segir Guðjón mesta fækkun vera í hópi þeirra sem fara um Ísland á leið sinni milli Bandaríkjanna og Evrópu eða kring- um 30% í október og nóvember. Milli 6 og 7% færri farþeg- ar um Keflavíkurflugvöll AUKNAR aflaheimildir munu skila nálægt sex milljörðum króna í auknum útflutningstekjum. Þá mun afgangur fjárlaga vegna þeirra aukast úr þremur milljörð- um í fimm milljarða króna á næsta ári eða um tvo milljarða króna. Þetta kemur fram í grein sem Davíð Oddsson forsætisráðherra ritar í blaðið í dag við áramót. Aukning aflaheimilda, sem Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra kynnti fyrir skömmu, nemur 33.000 þorskígildistonnum. Í greininni segir forsætisráðherra að útflutningsatvinnuvegirnir standi nú mun betur en var á fyrri hluta ársins og þau fyrirtæki skili miklum tekjum. Seðlabanki Ís- lands hafi lækkað vexti um sam- tals 1,2% frá því sem hæst var og segir forsætisráðherra að frekari vaxtalækkanir séu bersýnilega skammt undan. Davíð Oddsson segir í grein sinni að hinn mikli hagvöxtur sem varð á Íslandi á árunum 1995 til 2000 hafi skilað öllum almenningi umtalsverðum kaupmáttarauka. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi þannig aukist um 27% frá árinu 1994. Kaupmáttur þeirra sem lægst laun höfðu hafi hækkað mest og sé sú staðreynd til marks um að efnahagsbatinn hafi skilað sér best þangað sem hans var mest þörf. Áhrif aukinna aflaheimilda á næsta ári Afgangur fjárlaga eykst um tvo milljarða króna  Við áramót/18–19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.