Morgunblaðið - 03.02.2002, Page 3
verið sýningargrein á sumarleikum
1920 og Granites hafi orðið Ólymp-
íumeistari á fyrstu Vetrarleikunum,
en staðreyndin sé að Fálkaranir
hafi verið fyrstu Ólympíumeistar-
arnir í íshokkí og því verði ekki
breytt.
Brian Johannesson, sonur varn-
armannsins Konnie Johannesson,
ákvað fyrir skömmu að gefa keppn-
istreyju föður síns og aðra hluti í ís-
hokkífrægðarsetrið, The Hockey
Hall of Fame, í Toronto. Þangað
komi a.m.k. 100.000 manns á ári,
sem hafi aldrei heyrt um Fálkana,
en núkomist þeir ekki hjá því.
Þjóðaríþróttin
Íshokkí er þjóðaríþrótt Kanada
og fljótlega eftir komu Íslendinga
til Winnipeg seint á 19. öld urðu til
tvö íshokkífélög í íslenska sam-
félaginu í borginni, The Vikings eða
Víkingarnir í suðurhluta borgarinn-
ar og The Icelandic Athletic Club
eða Íslenska íþróttafélagið í norð-
urhluta vestur Winnipeg. Þau
mættust fyrst í leik 1896, mynduðu
síðan tveggja liða deild og kepptu
innbyrðis 1897 til 1902, en Víking-
arnir urðu meistarar öll árin. Marg-
ir frumherjarnir hættu eftir sjötta
tímabilið og áhuginn dvínaði en
keppnin hélt áfram næstu árin þar
til félögin sameinuðust í Fálkana
1909. Liðin í Winnipegdeildinni
vildu ekkert með innflytjendaliðið
gera og tímabilið 1910 til 1911
stofnuðu Fálkarnir, Monarchs,
Winnipegs, Kenora og Brandon
Sjálfstæðu Manitobadeildina, nokk-
urs konar 2. deild. Fálkarnir og
Monarchs urðu jöfn að stigum, en
Fálkunum til mikilla vonbrigða var
Monarchs hleypt í Winnipegdeild-
ina án þess að þurfa að leika um
sætið. Þeir létu samt engan bilbug
á sér finna, viðhéldu deildinni með
Portage la Praire, Selkirk og
Winnipeg A.A.A. með það að mark-
miði að komast í Winnipegdeildina.
Félagið var nánast gjaldþrota
eftir tímabilið 1911 til 1912, hóp-
urinn tvístraðist og fylla þurfti í
skörðin með yngri mönnum.
Frank Fredrickson byrjaði
snemma að fylgjast með eldri leik-
mönnum, reyndi að líkja eftir þeim
heima og sýndi fljótlega að hann
var fæddur sigurvegari. Fred Thor-
darson, einn af stofnendum Fálk-
anna og stjórnarmaður, segir í
grein sem dóttir hans, Shirley
Thordarson McCreedy undirbjó til
prentunar í The Icelandic Canadian
1996, að faðir Franks hafi útbúið
svell í bakgarði heimilis þeirra við
Dominion Street þar sem Frank og
félagar hans í nágrenninu hafi æft
sig. Það hafi verið sterkasta undir-
staðan í þjálfun leikmannsins, sem
átti eftir að slá í gegn í hópi áhuga-
manna og síðar atvinnumanna.
Þetta minnir óneitanlega á sögu
Wayne Gretzky, ókrýnds konungs
íþróttarinnar, sem nú er fram-
kvæmdastjóri Ólympíuliðs Kanada,
en glæstur ferill hans hófst í bak-
garðinum heima í Ontario.
Frank og Konnie Johannesson
bættust í hóp Fálkanna 1912 og ári
síðar komu bræðurnir Harvey og
Bobby Benson, en 1914 varð Wally
Byron markvörður Fálkanna. Það
tímabil var Frank Fredrickson
markakóngur liðsins, sem varð
deildameistari. Vegna fyrri heims-
styrjaldarinnar ákvað Íshokkísam-
band Manitoba að keppt yrði í
tveimur riðlum í sex liða deild í
fylkinu tímabilið 1915 til 1916 enda
ljóst að margir leikmenn yrðu fjar-
verandi vegna stríðsins í Evrópu.
Frank Fredrickson varð marka-
kóngur deildarinnar en Fálkarnir
urðu í öðru sæti.
Þegar 196. herdeild háskóla í
Vestur-Kanada var stofnuð gekk
Frank Frederickson í hana, en
skömmu síðar flutti hann sig yfir í
223. herdeildina, sem var skipuð
Kanadamönnum af skandinavískum
uppruna, þar á meðal liðsmönnum
Fálkanna. Herdeildin æfði í Port-
age la Praire og fyrrverandi leik-
menn Fálkanna náðu að vera með
hokkíæfingar samfara heræfingun-
um. Tímabilið 1916 til 1917 voru að-
eins þrjú lið í íshokkídeildinni í
Manitoba og þar á meðal lið 223.
herdeildarinnar, en leikirnir fóru
fram í Winnipeg, um 80 km frá
Portage la Praire. Herdeildin varð í
2. sæti og enn var Frank Fredrick-
son markakóngur deildarinnar, en
skömmu eftir að keppni lauk sigldi
herdeildin til Englands. Þaðan fóru
félagarnir Frank Fredricson og
Konnie Johannesson til Kaíró til að
starfa við flugskóla en hugurinn var
að hluta til heima í Manitoba. „Ég
vildi svo sannarlega vera í Winni-
peg vegna hokkísins en næstbesti
kosturinn er að vera í flughernum,“
skrifaði Frank Fredrickson í bréfi
heim.
Endurkoma Fálkanna
Drengir urðu að mönnum í stríð-
inu og sterkir og stæltir og reynsl-
unni ríkari sneru þeir heim að því
loknu. Þar hittu fyrrverandi leik-
menn Fálkanna fyrir pilta úr Félagi
ungra lútherskra manna, stráka eins
og Mike Goodman, Eddie Stephen-
son, Huck Woodman og Slim Hald-
erson, sem urðu unglingameistarar
Manitoba 1918 til 1919. Hópurinn
var efnilegur og gamli andi Fálk-
anna sveif yfir vötnum.
Félagsandinn var í hávegum
hafður, einn fyrir alla og allir fyrir
einn.
En einn hængur var á. Félagið
sótti um aðgang að Winnipegdeild-
inni, en umsókninni var stöðugt
hafnað þar sem forsvarsmenn
deildarinnar töldu liðið ekki nógu
gott til að vera í 1. deild. Málið
vakti mikla athygli í fjölmiðlum og
svo fór að fyrir tímabilið 1919 til
1920 var mynduð önnur 1. deild
með Fálkunum, Selkirk og Brand-
on.
Fálkarnir vissu hvað þeir gátu en
þeir voru jarðbundnir og mikluðust
ekki af afrekum sínum. Þrátt fyrir
örugga sigra töluðu þeir ekki um
meistaratitil, en Fred Thordarson
segir í fyrrnefndri grein að úrslita-
leikurinn við Selkirk standi öðrum
leikjum framar. Selkirk komst í 5-1,
en Fálkarnir náðu að jafna og unnu
í framlengingu.
Wayne Gretzky og dr. John Fredrickson í húsi þess síðarnefnda, sem Gretzky
vildi kaupa þegar hann lék með St. Louis Blues. Gretzky skoðaði ekki húsið
heldur verðlaunagripi Franks og ræddu þeir fyrst og fremst um Fálkana.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 B 3