Morgunblaðið - 03.02.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.02.2002, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fálkarnir mættu The Winnipegs í keppni um Manitobatitilinn og unnu örugglega, 5-0 og 10-1. Í und- anúrslitum um meistaratitilinn í Kanada unnu Fálkarnir Fort Willi- am frá Thunder Bay 7-2 og 9-1. Fálkarnir fóru því næst til Toronto og mættu liði Toronto-háskóla í keppni um kanadíska meistaratit- ilinn, Allan-bikarinn og farseðilinn á Ólympíuleikana. Fyrri leikurinn vannst auðveldlega 8-3 en úrslitin í þeim seinni urðu 3-2 fyrir Fálkana. „Þau stórtíðindi gerðust í íþrótta- heiminum á mánudagskvöldið að Fálkarnir unnu konungdóm skauta- íþróttarinnar í Canada, með því að sigra „Varsity“ skautaflokkinn í Toronto,“ sagði Heimskringla, en borgarráðið í Winnipeg sendi liðinu 500 dollara að launum og Gray borgarstjóri sendi hópnum heilla- óskaskeyti í nafni borgarbúa. „Tor- onto-blöðin hæla íslenzku skauta- köppunum mjög mikið og segja að aldrei hafi annar slíkur flokkur til Toronto komið, og aðrir eins snill- ingar og Frank Frederickson og Magnús Goodman séu vandfundnir. Allir gátu Falcons sér góðan orðstír – hver einn og einasti; allir voru kappar og hreystimenn.“ Sigurför Ekki gafst tími til að fara til Winnipeg áður en siglt var til Evr- ópu en Ólympíuleikarnir í Antwerp- en voru samfelld sigurganga Fálk- anna og í títtnefndri grein Freds Thordarsons kemur fram að þegar Svíar skoruðu eina mark sitt á móti þeim – sem var reyndar eina mark- ið sem Fálkarnir fengu á sig á Ól- ympíuleikunum – þustu allir leik- menn Svíþjóðar að leikmönnum Fálkanna og þökkuðu þeim fyrir að leyfa sér að skora. Mótherjarnir fylgdust með Fálk- unum á æfingum og báðu leikmenn- ina um að kenna sér, sem og þeir gerðu þó tíminn væri naumur. J.W. Chave segir í grein í Winnipeg Free Press 1964 að Konnie Johanneson hafi látið draum Svía um að fagna marki verða að veruleika þegar hann stýrði pökknum með öðrum skautanum í eigið mark. Í grein í sögutímaritinu The Beaver 1999 er vitnað í orð Frank Fredrickson og haft eftir honum að Svíum hafi ver- ið gefið markið. „Svíarnir hreinlega trylltust. Þeir kölluðu og öskruðu og tókust í hendur og tóku í hend- urnar á okkur. Þetta var frábært.“ Sagt er að Fálkarnir hafi selt Sví- um skautapar, sem þeir sögðu að væri með innbyggðri vél, fyrir 100 dollara. Audrey Fridfinnson, Múgur og margmenni fylgdist með þegar nýkrýndir Ólympíumeistarar komu til Winnipeg og óku um í opnum bílum. Ljósmynd/Úr íslenska bókasafninu við Manitobaháskóla. Dætur þriggja leikmanna Fálkanna voru sæmdar Íþróttaheiðursnafnbót Manitoba fyrir skömmu. Frá vinstri: Beverly Doyle, dóttir Wally Byron, Connie Appleby, dóttir Connie Johannesson, og Viola Perkins, dóttir Slim Halderson. Ljósmynd/Lögberg-Heimskringla Sigurdur Franklin (Frank) Frederickson (Fredrickson) Fyrirliðinn og miðherjinn Frank Fredrickson fæddist í Winnipeg 11. júlí 1895. Foreldrar hans voru Jón Vídalín Friðriksson Davíðssonar frá Hvarfi í Víðidal og Guðlaug S. Sigurðardóttir Guðlaugssonar frá Stapaseli í Stafholt- stungum. Hann gekk í herinn 1916 og fór með honum til Englands 1917. Var sendur þaðan í flugnám til Egypta- lands og varð síðan flugkennari í Skotlandi, þar sem hann slasaðist. Kom aftur til Kanada í maí 1919 og ári síðar var hann talinn fljótasti, skynsamasti og besti mið- herjinn í íshokkíi í Vestur-Kanada auk þess sem hann þótti góður söngvari og fiðluleikari. Frank átti glæstan feril sem atvinnumaður með Victoria Cougars, Detroit og Boston og seldi síðar tryggingar í Vancouver. Hann var tekinn inn í Íþróttafrægðarsetur Manitoba og Íþróttafrægðarsetur Kanada. Jacob Walter Byron Markvörðurinn fæddist í Winnipeg 2. september 1894 og hét Jacob Valdimar Björnsson. Foreldrar hans voru Björn Björnsson (Byron) frá Þórormstungu í Víðidal í Húnavatnssýslu og Margrét Kristmannsdóttir frá Bjargi í Miðfirði. Hann gekk í 223. herdeildina 1916 og sigldi með henni til Evrópu ári síðar en hann tók þátt í orr- ustum við Amiens, Arras og Cambrai. Kom aftur til Kanada í maí 1919 og vakti athygli fyrir frábæra markvörslu, þar sem stöðugleiki var helsta ein- kennið, en hann var talinn einn af bestu markvörðum í hópi áhugamanna í Kanada. Hann starfaði lengi fyrir olíufyrirtæki í Brandon. Allan Huck Woodman Eini leikmaður Fálkanna sem var ekki af íslenskum uppruna en hann var af enskum ættum. Aukinheldur átti hann ekki heima í vesturbæ Winnipeg held- ur á River Avenue, sunnan við Assiniboine-á. Huck Woodman var öflugur framherji og góður skotmaður. Halli (Slim) Halderson Hægri kantmaðurinn Halldór Halldórsson fæddist 6. janúar 1899. Foreldrar hans voru Halldór Stefán Halldórsson frá Miklaholti og Jórunn Chrisolina Jónsdóttir frá Hjarðarfelli. Slim Halderson var alhliða leikmaður og eftirlæti áhorfenda, ekki síst kvenna, sem sagt er að hafi nær snúið sig úr hálsliðnum við það að fylgjast með þessum glæsilega manni í leik. Í sigurhringnum í Winnipeg eftir Ólympíuleikana varð honum starsýnt á unga konu í mannfjöld- anum á gangstéttinni. Félagar hans komu í veg fyrir að hann stykki af bílnum en hann gleymdi ekki konunni og eftir þrjá daga fann hann hana. Hún hét Olive McKay og gengu þau í hjónaband nokkrum árum síðar. Magnús (Mike) Goodman Vinstri kantmaðurinn Mike Goodman var sonur Gísla Guðmundssonar Good- man og Ólafar Björnsdóttur Halldórssonar frá Úlfsstöðum í Loðmundarfirði. Hann var kallaður skýstrókur liðsins og sagt að hann skautaði hraðar aftur á bak en nokkur annar komst áfram. Mike varð Manitobameistari í skauta- hlaupi 1920, þriðja árið í röð, og gerðist atvinnumaður í greininni, þar sem hann keppti einkum í New York, en varð síðar starfsmaður póstþjónustunnar í Flórída. Hann var heiðraður á Vetrarólympíuleikunum í Calgary 1988. Konráð (Konnie) Jónasson Jóhannesson Varnarmaðurinn Konnie Johannesson fæddist í Argyle 10. ágúst 1896. For- eldrar hans voru Jónas Jóhannesson frá Geiteyjarströnd í Mývatnssveit og Rósa Einarsdóttir frá Húsavík. Konnie gekk í herinn 1916 og sigldi ári síðar til Englands. Þaðan var hann sendur til Egyptalands til að starfa við flugskóla en kom aftur til Kanada 1919. Konnie var fæddur varnarmaður og áttu mótherj- ar í mestu erfiðleikum með að komast fram hjá honum og Bobby Benson. Seinna starfrækti Konnie flugskóla í Winnipeg og á meðal nemenda hans voru íslenskir flugmenn, þ.á.m. stofnendur Loftleiða. Róbert John „Bobby“ Benson Varnarmaðurinn Bobby Benson fæddist í Regina í Saskatchewan 1894. For- eldrar hans voru Benedikt Jóhannesson frá Naustavík í Köldukinn í Þingeyj- arsýslu og Rósa Guðmundsdóttir frá Vatnakoti í Eyjafjarðarsýslu. Bobby gekk í 223. herdeildina 1916 og var á vígvellinum í Frakklandi frá 1917 til stríðsloka. Bobby var ekki hár í loftinu en hann óttaðist engan, gaf sig allan í leikinn hverju sinni og áhorfendur kunnu vel að meta ákafann. Hann var kall- aður „Jumping Jack“ með vísan til þess að hann stökk á hvern einasta mót- herja, sama hvað hann var stór. Chris (Kristján) Rosant Friðfinnson Chris Friðfinnson fæddist á Brú í Manitoba 14. júní 1898. Foreldrar hans voru Jón Friðfinnsson frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal og Anna Sigríður Jónsdóttir frá Þverá í Eyjafirði. Chris var ekki í byrjunarliðinu en þekktur sem „the useful sub“ vegna þess að hann skoraði gjarnan þegar hann fékk tækifæri. Thorvaldur Harvey Benson Thorvaldur Harvey Benson fæddist í Regina 1893 og var varnarmaðurinn Bobby Benson bróðir hans. Harvey gekk í 223. kanadísku herdeildina 1916, fór með henni til Englands árið eftir og var á vígvellinum með bróður sínum til stríðsloka. Hann kom aftur til Kanada 1919 og fór með Fálkunum til Ant- werpen en lék ekki með liðinu á Ólympíuleikunum. Herbert (Hebbie) Axford Hebbie Axford, forseti félagsins, fæddist í Glenboro í Manitoba 24. ágúst 1894. Foreldrar hans voru Árni Árnason frá Skógum í Axarfirði og Guðbjörg Jónsdóttir frá Ljótsstöðum í Vopnafirði. Herbert gekk í herinn 1916 og var í flugdeild í Frakklandi og Belgíu þar sem hann ávann sér sæmdarmerkið „Distinguished Flying Cross“ og kafteinsnafnbót fyrir frækilega framgöngu í loftorrustum. Hebbie var maðurinn sem kom Fálkunum áfram á réttan stað sem gerði þeim kleift að gera það sem þeir gerðu. Vilhjálmur (Bill) Friðfinnson Bill Friðfinnson fæddist í Argyle 16. ágúst, en bróðir hans var varamaðurinn Chris Friðfinnson. Bill var gjaldkeri Fálkanna og fór með liðinu á Ólympíu- leikana. Guðmundur Sigurjónsson Guðmundur Sigurjónsson fæddist í Suður-Þingeyjarsýslu 15. apríl 1883. For- eldrar hans voru Sigurjón Guðmundsson og Friðfinna Davíðsdóttir sem bjuggu á Grímsstöðum við Mývatn. Guðmundur var í íslenska hópnum sem sýndi íslenska glímu á Ólympíuleikunum í London 1908, en flutti síðar til Kan- ada. Hann gekk í herinn 1916 og eftir að hafa verið á vígvellinum í Evrópu kom hann aftur til Kanada 1919. Hann var aðstoðarþjálfari Fálkanna á Ólympíu- leikunum í Antwerpen. Hannes Marino Hannesson Hannes Marino Hannesson fæddist í Öxnadal í Eyjafjarðarsýslu 2. nóvember 1884, sonur Hannesar Hannessonar og Pálínu Þ.A. Jóhannesdóttur. Hannes Marino var í hópi þeirra sem höfðu forgöngu um myndun 223. herdeild- arinnar og var skipaður lautinant hennar í mars 1916. Í maí sama ár varð hann kapteinn og ári síðar fékk hann full umráð yfir deildinni áður en farið var til Englands. Hann var varaforseti Fálkanna en fór ekki til Antwerpen. Fred „Steamer“ Maxwell Fred „Steamer“ Maxwell, þjálfari, var sérfræðingur í því að ná því besta út úr hverjum leikmanni og byggði leikkerfi sitt á sterkri vörn og öflugri sókn sem einkenndust af hröðum leik. Hann gat ekki fylgt liðinu frá Toronto til Antwerpen vegna anna í starfi. Íshokkílið Fálkanna og forsvarsmenn Frank Fredrick- son, fyrirliði og miðherji Fálkanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.