Morgunblaðið - 03.02.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.02.2002, Qupperneq 6
6 B SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDSAÐGANGUR felurí sér að allir tölvunot-endur, sem kaupa net-þjónustu í gegnum ís-lenskar veitur geta leitað í rafrænum gagnasöfnum og tíma- ritunum á vefnum. Engin önnur þjóð hefur náð slíkum samningum. Án þeirra hefðu íslenskir vísinda- menn ekki aðgang að nýjustu upp- lýsingum og um 2.200 nemendur í fjarnámi hér á landi ættu erfitt með að stunda sitt nám. Á vefnum www.hvar.is, sem er vefur verk- efnisstjórnarinnar, er að finna ógrynni upplýsinga í alfræðiritum, gagnasöfnum og niðurstöður nýj- ustu rannsókna, sem birtar eru í virtum vísindatímaritum að ógleymdu fjölbreyttu afþreyingar- efni. Sólveig Þorsteinsdóttir, sem var formaður undirbúningsnefndar og situr nú í verkefnisstjórn, benti á að fyrir nokkrum árum hafi ekki verið hægt að nálgast þessar upp- lýsingar, sem nú væru í boði á www.hvar.is, nema í prentuðu formi á bókasöfnum. Sagði hún að með tilkomu tölvunnar og í gegn- um mótald hafi bókasafnsfræðing- ar haft aðgang að ákveðnum gagnagrunnum og sáu þeir jafn- framt um leit fyrir einstaklinga og fræðimenn. Í fyrstu hafi upplýs- ingarnar verið mjög takmarkaðar og nær eingöngu vísað í prentaðar greinar og hvar þær væri að finna. Seinna var hægt að fá útdrætti úr greinunum og loks urðu þær allar aðgengilegar í framhaldi af leit. „En notendur þurftu að koma á söfnin til að leita og það er ekki fyrr en með tilkomu Netsins og Vefsins að allar þessar upplýsing- ar verða aðgengilegar,“ sagði hún. „Þá opnuðust leiðir og mörg söfn, sérstaklega Háskólabókasafnið, bókasafn Háskólans á Akureyri, bókasafn Landspítalans og bóka- söfn rannsóknastofnana, sömdu um áskrift að ákveðnum gagna- söfnum og veittu þannig notendum sínum aðgang frá eigin tölvum. Þetta gekk vel. Það er svo auðvelt að leita á Netinu en áskrift að gagnasöfnunum var og er mjög dýr. Fljótlega fóru önnur söfn og einstaklingar að leita til okkar með óskir um beina tengingu við gagnasöfnin en samningarnir voru þannig að ekki var hægt að verða við því. Bókasafnsfræðingarnir veltu því þá fyrir sér hvort ekki mætti reyna að ná hagkvæmari samningum um aðgang að gagna- grunnum fyrir fleiri söfn um Netið og helst að semja fyrir alla lands- menn.“ Jafnfætis öðrum þjóðum Fyrirmyndin var fengin erlendis frá að hluta og þá helst frá Banda- ríkjunum. Þar höfðu einstök fylki samið um aðgang fyrir sína íbúa og nokkrir háskólar höfðu tekið sig saman og náð samningum fyrir sína nemendur. Engum hafði kom- ið til hugar að reyna að semja um aðgang fyrir heila þjóð. Eftir fund bókasafnsfræðinga með Birni Bjarnasyni mennta- málaráðherra, var skipuð undir- búningsnefnd, sem lagði fram til- lögur um framkvæmd verkefnisins og kannaði hún jafnframt hvaða gagnagrunnar það væru, sem flestir hefðu áhuga á, hvaða tíma- rit og í hvaða röð ætti að leita samninga um áskriftir. Í framhaldi var stofnuð verkefnisstjórn með það hlutverk að hrinda verkefninu í framkvæmd. Í verkefnisstjórn- inni sitja fimm manns og formaður hennar er Haukur Ingibergsson. Sólveig sagði að strax hafi komið fram áhugi á að kanna möguleika á að ná samningum um aðgang að gagnasöfnum á landsvísu. Var þá meðal annars verið að hugsa til fjarnámsins og þeirra nemenda sem dreifðir eru um allt land en þó sérstaklega að íslenska vísinda- samfélagið hefði aðgang að nýj- ustu upplýsingum og stæði þannig jafnfætis öðrum þjóðum. Frumkvöðlar „Þetta er það sem við höfum verið að gera og gengið ótrúlega vel með,“ sagði hún. „Við erum fyrsta landið, sem náð hefur að semja á landsvísu um aðgang að rafrænum gagnasöfnum og tíma- Stærsta bókasafnið komið heim Samningar um lands- aðgang að rafrænum gagnasöfnum þykja ein- stakir. Kristín Gunn- arsdóttir ræðir við Sól- veigu Þorsteinsdóttur, forstöðumann bóka- safns Landspítala – Há- skólasjúkrahúss, og Þóru Gylfadóttur, verk- efnisstjóra vefjarins í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bókasafnsfræðingarnir Sólveig Þorsteinsdóttir og Þóra Gylfadóttir.                      !                                                   !"# !#! "!$" !#%&" % ! &# " "$$$ "  !     Á VEFNUM http.www. hvar.is er að finna upplýsingar og aðgang að um 31 gagnasafni, sem samið hefur verið um landsaðgang að auk 6.700 tímarit með aðgang að fullum texta og útdrættir úr 3.900 öðrum tímarit- um. Jafnframt 330.000 rafrit engil- saxneskra bókmennta, þrjú alfræði- orðasöfn, orðabók og vefgáttir. Íslensk gagnasöfn Af gjaldfrjálsum íslenskum tilvís- anasöfnum má nefna safnið Gegnir, sem er samskrá íslenskra bóka- safna. Greinir hefur að geyma tilvís- anir í efni um 230 íslenskra tímarita. Loks er Vefbókasafnið en þar er að finna valdar íslenskar vefsíður. Gjaldfrjáls aðgangur er að gagna- söfnunum ees.is, sem er upplýs- ingavefur um EES og Evrópusam- starfið og að Hæstaréttardómum og Héraðsdómum. Á Ísmús, sem einn- ig er gjaldfrjáls er að finna íslenska tónlist í handritum. Aðgangur að Lagasafni er á vef Alþingis og að Fornum Íslandskortum, á vef Landsbókasafnsins. Reglugerða- safn og Réttarheimildir á vef stjórnarráðsins og loks er Sagn- anetið en þar er að finna handrit ís- lenskra fornbókmennta. Erlend gagnasöfn Meðal erlendra gagnasafna er beinn aðgangur að gagnasöfnum Institute for Scientific Inform- ation, sem felur í sér aðgang að þremur gagnasöfnum í Web of Science. Það eru Science Citation Index Expanded, Social Science Citation Index og Arts & Hum- anities Citation IndexTM. Vísað er í efni um 8.600 helstu fræðirita, sem gefin eru út í heim- inum, einkum á ensku. Birtir út- drættir úr greinum en ekki grein- arnar í heild. Hægt er að leita heimilda eftir efni, höfundi og sjá hverjir hafa vitnað í tilteknar grein- ar eða höfunda. Samið hefur verið við ProQuest Information and Learning Comp- any, sem felur í sér aðgang að 19 gagnasöfnum á ýmsum sviðum og að 3.120 rafrænum tímaritum nokk- ur ár aftur í tímann. Það er Pro- Quest 5000 með aðgang að 17 gagnasöfnum, Literature Online en þar er að finna 330.000 ritverk á ensku, skáldsögur, leikrit og ljóð og í proquest learning LITERATURE er að finna upplýsingar um breskar og bandarískar bókmenntir einkum fyrir grunn- og framhaldsskóla. Samningurinn við OVID, felur í sér aðgang að níu gagnasöfnum og eru þau einkum á sviði læknisfræði og heilbrigðisvísinda. Úr leit í OVID er hægt að tengjast inn á tímarits- greinar, sem samið hefur verið um landsaðgang að. Önnur gjaldfrjáls gagnasöfn sem hægt er að tengjast eru Ask ERIC, sem er upplýsingavefur (Educatio- nal Resources Information Center). ECONbase, gagnasafn um hag- fræði, viðskipti og fjármál. NLM Gateway, sem er upplýsingakerfi U.S. National Library of Medicine. PubMed, sem er þjónustuvefur The National Library of Medicine og Scirus, en þar er að finna vísinda- upplýsingar og akademíska þekk- ingu á Netinu. Rafræn tímarit Af rafrænum tímaritum má nefna landsaðgang að fullum texta 174 tímarita Academic Press útgefnum frá árinu 2001 um vef IDEAL. Samningurinn við Blackwell Pu- blishers veitir landsaðgang að 268 tímaritum frá upphafi, á sviði vís- inda, tækni og læknisfræði auk ann- arra fræðasviða um vefinn ingenta. Blackwell Sience og Munksga- ard veitir aðgang að 303 tímaritum frá upphafi á sviði vísinda, tækni og læknisfræði auk annarra fræðisviða um vef Synergy. Samningurinn við Elsevier Science@Direct veitir aðgang að 1.180 tímaritum frá 1995 á mörgum fræðasviðum, einkum vísinda, tækni og læknsifræði og samningurinn við Karger veitir aðgang að 75 tímarit- um á sviði læknisfræði frá 2001. Samið hefur verið við Kluwer Academic Publishers um aðgang að 733 tímaritum frá 1997 um vef Kluwer Online. ProQuest 5000 veitir aðgang að tæplega 7.000 tímaritum, þar af eru 3.120 altextuð en úr öðrum eru ým- ist birtir útdrættir eða efnisyfirlit. Við Springer Verlag hefur verið samið um landsaðgang að 479 al- textuðum tímaritum á mörgum fræðisviðum. Gjaldfrjálst erlent tímarit á vefn- um er HighWire Press, tímarit fræðifélaga – Stanford University. Alfræðirit og söfn Beinn aðgangur er að Britannica Online sem hefur að geyma allt al- fræðiritið, og að auki ensku Merr- iam-Webster orðabókina og Árbók Britannicu, Britannica Book of the Year. Gagnasafnið nær einnig yfir safn valinna vefsíðna á Netinu, Int- ernet Directory. Beinn aðgangur er einnig að Grove’s Dictionaries. Þar er að finna aðgang að The Dictionary of Art, sem er eina tæmandi alfræði- safnið um listir frá forsögulegum tíma til okkar daga. Ennfremur The New Grove Dictionary of Music and Musicians og The New Grove Dictionary of Opera, sem eru við- urkennd grundvallarrit um tónlist Landsaðgangur að gagnasöfnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.