Morgunblaðið - 03.02.2002, Page 14

Morgunblaðið - 03.02.2002, Page 14
Glæsileg hljómtækjalína frá Alpine Toyota Corolla T-Sport Aflmikil sport- útfærsla af níundu kynslóð Corolla. DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið hefur dregið til baka hækkun á gjöldum fyrir að geyma núm- eraplötur ökutækja. Ráðuneytið tilkynnti 150% hækkun á þessum gjöldum 17. janúar sl. Eftir stendur að skráningarnúmeraplötur á ökutæki hækka um 50%. Númeraplatan kostaði fyrir hækkun 1.875 kr., eða 3.750 kr. parið, en kostar nú 2.815 kr. stykkið, eða 5.630 kr. parið. Stærsti hluti sértekna fangelsanna í landinu eru tekjur vegna skráningarnúmera. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að númeraplötur á Íslandi séu þær dýr- ustu í þessum heimshluta. Þær séu notaðar sem skattstofn í þágu fangelsismála. „Út af fyrir sig er það mjög umdeilanlegt að láta bifreiðaeig- endur standa straum af rekstri fangelsanna í landinu og á skjön við jafnræðisreglu. Einnig er það furðuleg tilhögun að hækka gjaldið síðari hluta janúarmánaðar á sama tíma og heyra má yfirlýsingar frá ríkisstjórninni að stemma eigi stigu við hækkun opinberra álagna.“ Morgunblaðið/Þorkell  TÖLVUTÆKNIN hefur nú rutt sér til rúms með afgerandi hætti í Mercedes Benz Actros- vörubílunum. Tilgangurinn með víðtæku eftirlitskerfi, sem vaktar vélrænan búnað bílsins, vökva og vessa, er sá að vara ökumanninn við ef eitthvað fer úr- skeiðis, búnaður er kominn að slitmörkum, eða þarfnast hefðbundins eftirlits. Tímanleg aðvörun kemur í veg fyrir að drátt- ur á viðhaldi valdi frekara tjóni með tilheyrandi kostnaði, rekstrarstöðvun og óþægindum. Einn mikilvægur þáttur er sá að kerfið reiknar sjálft út raunverulega þörf fyrir olíuskipti, og kemur í veg fyrir að menn hendi smurolíu, þó að hrein- leiki hennar og gæði séu enn vel innan marka. Mælaborðsskjárinn þar sem kerfi bílsins birta upplýsingar þessar, hefur hingað til eingöngu getað tjáð sig á erlendum tungumálum, en nú hefur Mercedes Benz kennt honum íslensku. Allar Actros bifreiðar smíðaðar árið 2000 eða síðar geta lært íslensku. Boðið verður upp á „íslenskukennsluna“ án endurgjalds á verkstæði Ræsis hf. næst þegar viðkomandi bifreið á erindi við verkstæðið vegna þjónustueftirlits eða af öðrum ástæðum. Íslenska fyrir íslenska Benz-eigendur Mælaborðið í Actros tjáir sig á íslensku. Sala á Lexus fer vel af stað  JAFNMIKIÐ hefur selst af Lexus bílum á fyrstu fjórum vikum þessa árs og í janúar og febrúar 2001 samanlagt. Níu bílar seldust fyrstu fjórar vikur ársins. Lexus kom fyrst á markað hérlendis á árinu 2000. Það ár seldust 76 bílar en í fyrra seldust 79 bílar. Alls hafa því selst 164 Lexus bílar frá því hann kom á markað, þar af 94 IS200, 57 RX300 jepplingar og sjö GS300. Þá hafa þrír LS430 selst, einn IS300 og GS430 og einn sportbíll af gerðinni SC300 hefur selst. Lada flutt í Dugguvog  FYRIR u.þ.b. einu ári var opnað nýtt Lada- umboð á Íslandi. Í grein um ódýra bíla sl. sunnu- dag láðist að geta þess að Lada er með þrjár gerðir bíla á undir 1,1 milljón kr. Lada fólksbíllinn kostar 940.000 kr., langbakurinn, þ.e. 111 Grand Tour, kostar 990.000 kr. og Lada Sport, fjór- hjóladrifinn jepplingur, kostar 1.090.000 kr. Að sögn Sigurðar Ásgeirssonar hjá Lada- umboðinu, seldust um 30 Lada bílar á síðasta ári en umboðið er nú flutt í Dugguvog 10 í fram- tíðarhúsnæði, að sögn Sigurðar. Mazda Cosmo 21 MAZDA sýnir sérstæðan sportbíl á bílasýning- unni í Tókíó sem nú er nýafstaðin. Bíllinn heitir Cosmo 21. Þetta er tvennra dyra kúpubakur og með sama útliti og hinn upprunalegi Mazda Cosmo 110S sem kom á markað 1967. Sá bíll, sem var með snúningshverfli, seldist ekki mikið í Evrópu. Mazda hefur ekki upplýst hvort nýi bíll- inn fari á markað í Evrópu. Cosmo 21 er með sama afturhjóladrifna undirvagninum og MX-5 en undir vélarhlífinni er snúningshverfill af nýj- ustu kynslóð, sem einnig verður í boði í RX-8 of- ursportbílnum sem Mazda setur á markað síðar á þessu ári. Vélin skilar 250 hestöflum og vænta má að hinn léttbyggði Cosmo 21 kitli taugar sportbílamanna þegar hann kemur á markað. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Mazda RX8 sportbíllinn kemur á markað í haust. Númeraplötur hækka um 50%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.