Morgunblaðið - 03.02.2002, Page 22

Morgunblaðið - 03.02.2002, Page 22
22 B SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ bíó VIÐ erum vanari því að kynferð- islega bældar eða brenglaðar aðal- persónur í kvikmyndum séu karlar. Píanókennarinn er kona á miðjum aldri, Erika Kohut, virtur prófessor í píanóleik og Schubertsérfræðingur við tónlistarskólann í Vínarborg. Í skólanum er hún dáð, köld og vægð- arlaus við nemendur sína; hún nið- urlægir þá með þeim hætti að engu er líkara en niðurlægingin sé ekki, a.m.k. ekki eingöngu, kennsluaðferð til að brýna þá og stæla, heldur njóti hún þess að vera í hlutverki kval- arans. Þegar heim er komið að af- loknum vinnudegi snýst staðan við: Erika er kúguð og kvalin af aldraðri móður sinni, sem hún deilir ekki að- eins íbúð með heldur á stundum einnig svefnherbergi og rúmi. Þær rífast og skammast hvor út í aðra í óbærilega tíðindalitlum hversdags- leikanum, nema hvað Erika leitar útrásar og fróunar með því að fara á klámmyndasýningar og horfa á pör í ástarleikjum án þess þau viti af. En hún er ekki aðeins haldin gægju- þörf; hún er masókisti í ófullnægðu einkalífinu, rétt eins og hún er sad- isti í starfi. Þegar einn af nemendum og aðdáendum Eriku verður gagn- tekinn af henni og vill hefja við hana ástar- og kynferðissamband raskast jafnvægi hins brenglaða hversdags- lífs hennar með afgerandi og átak- anlegum hætti. Hinar tvær tegundir hláturs Í einu af mörgum nístandi, ef ekki hreinlega kvalafullum, atriðum Pí- anókennarans sjáum við Eriku sitja á baðkersbarmi. Hún dregur pilsið upp, tekur rakvélarblað og byrjar að skera sig í skautið – utan myndar, vel að merkja. Við sjáum blóðið renna niður á baðkersbotninn en um leið heyrist móðir hennar kalla: „Maturinn er tilbúinn!“ Og Erika svarar: „Ég er að koma!“ Áhorfendur hafa átt það til að hlæja að þessu atriði. Þegar Michael Haneke, leikstjóri og handritshöf- undur, er spurður hvort það sé til- gangurinn svarar hann: „Mörg at- riðanna eru bæði hryllileg og fyndin í senn. En í raun og veru er til tvenns konar hlátur; annars vegar er hlátur sem helgast af því að sjá og skynja hið kunnuglega og hlæja þar með að sjálfum sér, en hins veg- ar er hýsteríski eða taugaspennu- hláturinn sem er viðbrögð við því sem kemur okkur úr jafnvægi. Í hversdagslífinu leitum við til hlát- ursins eins og öryggisventils.“ Sá, sem hefur séð Píanókennar- ann, velkist ekki í vafa um að mynd- in kallar oftar fram síðarnefnda hláturinn en þann fyrri. Haneke er sérkennilegur leikstjóri; það hvílir kyrrð og ró yfir köldu myndmálinu, hann beitir engum bellibrögðum en fangar áhorfandann í sálfræðilegu neti óhugnaðar og ónota, sem hann getur trauðla losað sig úr þótt hann gjarnan vildi. Mest af því öfgafulla kynlífi og ofbeldi sem Haneke fjallar um er ekki sýnt; það er utan mynd- ar. En við vitum hvernig það er. Leikstjórinn nær hámarksáhrifum með því að framkalla þessi atriði í hugskoti áhorfandans fremur en af- hjúpa þau berstrípuð á tjaldinu. Pí- anókennarinn gerist því ekki aðeins í lífi aðalpersónanna heldur okkar eigin lífi. Ofbeldi innan myndar og utan Þeir gestir Kvikmyndahátíðar í Reykjavík fyrir þremur árum sem sáu fjórðu mynd Hanekes, Funny Games (1997), þekkja þessar aðferð- ir hans. Lýsing hennar á hroðaleg- um ofbeldisverkum aðvífandi ribb- Furður (skor-) dýraríkisins Sigursæl í Cannes: Isabelle Huppert og Michael Haneke. Kvikmyndin Píanókennarinn eftir Austurríkismanninn Michael Haneke hefur verið afar umdeild undanfarna mánuði en hlotið jafnframt ýmiss konar viðurkenningu, deildi m.a. dómnefndarverðlaunum á Cannes-hátíðinni sl. vor og aðalleikararnir hrepptu leikaraverðlaunin. Hvorki deilurnar né viðurkenningarnar koma á óvart, skrifar Árni Þórarinsson í tilefni frumsýningar Píanó- kennarans hérlendis um helgina; mögnuð lýsing mynd- arinnar á kynferðislega brenglaðri eða bældri aðal- persónu á hvort tveggja skilið. SCOTT Hicks var svo gott sem óskrifað blað á heimstorgi kvik- myndanna árið 1996 þegar fimmta mynd hans Shine var frumsýnd. Nokkrum mánuðum síðan hafði sú staða snarlega breyst því myndin sú um líf einhverfa píanóleikarans Dav- ids Helfgotts sló rækilega í gegn. Gagnrýnendur héldu ekki vatni yfir þessari hádramatísku en í senn mjög svo kómísku sögu frá Nýja-Sjálandi og áhorfendur um heim allan flykkt- ust á hana og heilluðust af sérvitr- ingnum Helfgott. Þótt afrek Hicks megi ekki vanmeta þá var það leik- frammistaða Geoffrey Rush í hlut- verki Helfgott sem gerði gæfumun- inn enda hirti hann nær öll verðlaun sem kostur er á. Það er síður en svo auðvelt fyrir óþekktan kvikmyndagerðarmann að fylgja eftir sigri á borð við Shine enda varð raunin sú að næsta mynd hans, Snow Falling on Cedar, gerð eftir frægri skáldsögu, féll ekki nánd- ar nærri eins vel í kramið þótt hún hafi síður en svo talist vond. Sögumaðurinn King Hearts in Atlantis er líkt og Snow Falling on Cedar byggð á skáldverki, í þetta sinn nokkrum smásögum ná- tengdum að efninu til, sem metsölu- höfundurinn Stephen King gaf út ár- ið 1999 í bók sem bar sama nafn og myndin. Sögurnar eru minningar- brot ljósmyndarans Bobbys Gar- fields (David Morse) frá atburðum er gerðust sumarið 1960. Þá var hann á ellefta aldursári og lék sér dag hvern með góðvinum sínum Carol og Sully. Líf þeirra breytist snögglega með til- komu Ted Brautigans (Anthony Hopkins) sem sest að í sama húsi og hinn ungi Bobby og móðir hans, sem er bitur og sár vegna eiginmanns- missis. Ted reynist hinn blíðasti mað- ur, hafsjór af fróðleik og sýnir vin- unum ungu ríkan áhuga. Sérstaklega er Bobby hændur að aðkomumann- inum og sér í honum föðurinn sem hann þarfnast svo heitt. Hinn sjón- dapri Ted skynjar það og ræður drenginn unga til að lesa fyrir sig. Smám saman kemur í ljós að Ted er ekki allur þar sem hann er séður, á sér leyndardómsfulla fortíð og virðist búa yfir óskiljanlegum, jafnvel yfir- náttúrulegum kröftum. Þegar hann hugsar aftur áttar hinn fullorðni Bobby sig á að sambandið við þennan sérstaka náunga hefur haft mótandi áhrif á líf hans og hvernig hann lítur umhverfið. Það var hinn margfrægi William Goldman sem vann handritið upp úr sögum Kings en hann hefur áður komið að verkum hrollvekjumeistar- ans er hann gerði handritið úr Mi- sery. „Sögurnar í bók Kings hreyfðu mjög við mér,“ segir Goldman sem síðan hefur unnið handrit uppúr enn einni sögu Kings, vísindaskáldsög- unni Dreamcatcher. „Mér finnst King miklu betri þegar hann segir frá manneskjum en skrímslum. Það sem hreif mig mest við sögurnar er samband ungu vinanna og hvernig þeir takast á við öll vandamálin sem þeir standa frammi fyrir. King kemst á magnað flug við að draga upp mynd af samskiptum þeirra og raunum. Hann er frábær sögumaður.“ „Það sem heillaði mig við sögu Kings er hversu breiða skírskotun hún hefur,“ segir leikstjórinn Hicks. „Mitt verk fannst mér mjög blátt áfram. Að búa til myndræna útgáfu af sterkri sögu og sjá til þess að inn- tak hennar komist ómengað og sem greinilegast til skila. Þetta er mikið drama. Drama sem gengur út á sam- skipti ólíkra einstaklinga, aðkomu- mannsins Teds, hins unga Bobbys, móður hans og síðan ungu vinanna. Sambönd þessi eru svo ekta að mað- ur getur ekki annað en velt fyrir sér hvort King sé ekki að byggja á eigin minningum.“ Hagur heimildarmyndasmiður Scott Hicks er fæddur í Úganda árið 1953 og ólst þar upp. 22 ára gam- all brautskráðist hann með BA-gráðu frá Flinders-háskóla í Suður-Ástral- íu og gerði sama ár sína fyrstu mynd, stuttmynd sem heitir Down the Wind. Þremur myndum og fjórtán árum síðar, árið 1989, náði hann fyrst hylli fólks með fjölskyldumyndinni Sebastian and the Sparrow er hlaut verðlaun á þremur alþjóðlegum barnamyndahátíðum. Sneri hann sér þá að gerð heimild- armynda fyrir Discovery-sjónvarps- stöðina með prýðis árangri. Mynd hans The Great Wall of Iron, sem fjallar um aðdragandann að blóðugri- aðför kínverska hersins að stúdent- um á Torgi hins himneska friðar 1989, fékk metaðsókn. Hicks sló síð- an eigin met er fjögurra klukku- stunda löng heimildarmynd hans, Submarines: Sharks of Steel, var sýnd 1994. Hann hlaut Emmy-verð- laun fyrir framúrskarandi einstak- lingsframtak. Gerði hann og tvær aðrar myndir fyrir Discovery-stöð- ina, The Space Shuttle og The Ult- imate Athlete. Leikstjóri leikaranna Það var því kunnur fagmaður í heimildarmyndageiranum sem steig fullskapaður fram á sjónarsviðið með hina margrómuðu Shine, mynd sem endaði með að hala inn vel yfir 100 milljónir dollara á heimsvísu. Hicks hlaut mikið lof fyrir sinn hlut í mynd- inni, var meðal annars tilnefndur til tvennra Óskarsverðlauna sem besti leikstjóri og sem meðhöfundur hand- ritsins. Eins og áður segir var það leikframmistaðan í Shine sem þótti í sérflokki og á Hicks vissulega sinn þátt í því enda segist hann leggja mjög mikla áherslu á sjálfa leik- stjórnina, að vinna með leikurunum og að ná sem bestu út úr þeim. „Ég hef unun af því að vinna með leikurum. Að velja í hlutverk og leiða saman leikara með ólíkan bakgrunn, reynda og óreynda. Þannig höfðaði verkefnið Hearts in Atlantis sértak- lega sterkt til mín því þar gafst mér færi á að vinna annars vegar með hinum þaulreynda Hopkins og hins vegar ungu krökkunum. Annars veg- ar leikara sem hefur fullmótað stíl sinn og hins vegar leikurum sem eru enn óskrifað blað. Mitt verk er að sjá til þess að svo ólíkir leikarar átti sig á að þeir séu að leika í sömu mynd- inni.“ Hicks segist vonast til þess að myndin sýni áhorfendum fram á mik- ilvægi barnæskunnar og hvernig hægt er að leita endalaust aftur til hennar við úrlausn vandamála full- orðisáranna. „Auðvitað vonast maður alltaf til að áhorfandinn geti dregið einhvern lærdóm af myndum manns. Markmiðið var að myndin höfðaði til allrar fjölskyldunnar og að hver með- limur fjölskyldunnar gæti dregið sinn lærdóm af, t.d. að foreldrarnir skilji börnin sín betur og börnin átti sig á að njóta æskuáranna.“ Leyndardómar minninganna Leikarar með ólíkan bakgrunn: - Anthony Hopkins og Anton Yelchin. Scott Hicks segist hafa sérstakt dálæti á að vinna með leikurum og því hafi samstarfið við reynsluboltann Hopkins verið hreinn draumur. Scott Hicks hlaut mikið lof fyr- ir mynd sína Shine. Nýjasta mynd hans, sem frumsýnd er hérlendis um helgina, heitir Hearts in Atlantis, skartar Anthony Hopkins og er byggð á sögum Stephen King. Skarp- héðinn Guðmundsson skoð- aði feril þessa nýsjálenska kvikmyndagerðarmanns. skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.