Morgunblaðið - 03.02.2002, Page 23

Morgunblaðið - 03.02.2002, Page 23
alda á grandalausri fjölskyldu í sumarleyfi fólst mest í því að sýna ekki ofbeldið. En áhrifin urðu mun sterkari en af brellugusugangi am- erískra ofbeldismynda þar sem allt er sýnt. Funny Games var ekki síður umdeild en Píanókennarinn og hreppti einnig fjölda viðurkenninga. Michael Haneke er 58 ára, fæddur í München en er austurrískur rík- isborgari. Hann nam heimspeki, sál- fræði og leikhúsfræði í Vínarborg en starfaði um árabil við þýskt sjón- varp. Síðan 1970 hefur hann verið sjálfstætt starfandi leikstjóri og handritshöfundur, bæði við kvik- myndir og leikhús í Þýskalandi og Austurríki. Fyrsta mynd hans var Sjöunda meginlandið (1989), sem m.a. hreppti bronshlébarðann á Loc- arnohátíðinni, en það var önnur myndin, Benny’s Video (1992), sem vakti verulega athygli á höfundin- um; þar fremur 14 ára drengur morð eftir að hafa horft á svíni slátr- að á myndbandi og er enn ein athug- un Hanekes á tvíeggjuðu sambandi ofbeldis og kvikmynda, veruleika og sýndarveruleika. Í næstu mynd á undan Píanókennaranum, Óþekktur kóði (2000), verður aðalpersónan, leikin af Juliette Binoch, fyrir lík- amsárás um borð í lest án þess að meðfarþegar hennar í klefanum að- hafist nokkuð henni til hjálpar. Þannig eru viðbrögð okkar eða við- bragðsleysi við aðsteðjandi ofbeldi viðvarandi hugðarefni Hanekes í kvikmyndum. Fegurð tónlistarinnar, ljótleiki lífsins Píanókennarinn er byggð á sam- nefndri sjálfsævisögulegri skáld- sögu austurríska höfundarins Elf- riede Jelinek, sem þykir með þeim bölsýnustu í bransanum. Jelinek ólst upp hjá kaþólskri móður sem kúgaði hana og vildi að hún yrði konsertpí- anisti, rétt eins og aðalpersónan í sögunni. Og eins og í sögunni lést faðir hennar á geðveikraspítala. Skáldsagan er sögð m.a. ádeila á smáborgaraskapinn í austurrísku tónlistarlífi en þann þátt hefur Han- eke ekki með í myndinni. Austurríki er sem slíkt í aukahlutverki. Hins vegar er mikið um tónlist í myndinni; við liggur að hin löngu at- riði við flygilinn séu fullfyrirferðar- mikil fyrir söguna á stundum. En sannarlega er tónlistin falleg og skýrt dramatískt mótvægi við ljót- leikann í lífi þess sem leikur hana. Haneke er mikill tónlistarunnandi og segir í viðtali við The Guardian að tónlistarvalið hafi verið einna skemmtilegasti þáttur myndgerðar- innar. „Ég ber of mikla virðingu fyr- ir tónlist til að henda henni kæru- leysislega inn í myndir mínar. Þess vegna er lítið um tónlist í þeim. Oft- ar en ekki er tónlist notuð í kvik- myndum til að breiða yfir galla þeirra. Í þessari er hún hluti af sög- unni.“ Í skáldsögunni segir Erika Kohut að eftirlætistónskáld hennar séu Schubert og Schumann, en Han- eke valdi síðan hvaða verk yrðu not- uð í myndinni. Skáldsaga Jelineks er sögð gefa örlögum Kohuts siðferðilega, jafnvel feminíska vídd, en Haneke tekur ekki afdráttarlega áróðursafstöðu í mynd sinni. Og hann dæmir ekki persónurnar. Við kannski náum ekki að skilja þær til fulls, en við ánetj- umst þeim, höfum jafnvel samúð með þeim, ekki síst Eriku, sem lifn- ar í feikna sterkri en lágstemmdri túlkun Isabelle Huppert. Nærmynd- ir Hanekes af látlausu andliti henn- ar lýsa öllum þeim flóknu tilfinn- ingum sem bærast innra með Eriku, sársauka hennar og togstreitu bæl- ingar og hamsleysis sem að lokum stappar nærri sturlun. Samband Eriku og móður hennar, sem Annie Girardot leikur einnig svo vel að mann langar til að lemja hana, er af- ar flókið og sérkennilegt, ekki síður en samband hennar við stúdentinn unga. Hin undirliggjandi kynferðis- lega/tilfinningalega þörf þessara sambanda verður á köflum jafn- óbærileg fyrir áhorfendur og hún er illskiljanleg. Sama gildir um lyktir myndarinnar. Michael Haneke vill ekki hjálpa áhorfendum að skilja niðurstöðuna. „Þú verður að túlka hana sjálfur. Ég leyfi áhorfandanum að ljúka við myndina í eigin höfði.“ Elfriede Jelinek, höfundur skáld- sögunnar, kveður Michael Haneke sérstaklega vel til þess fallinn að flytja verk sitt upp á tjald. „Við vinnum bæði kalt og yfirvegað, greinum efnið ekki ósvipað vísinda- mönnum að rannsaka atferli skor- dýra.“ Píanókennarinn er sannarlega furðulegt skordýr. Ástríða á salernisgólfi: Isabelle Huppert og Benoit Magimel í Píanóleikaranum en þau hrepptu leikaraverðlaunin í Cannes, auk þess sem Huppert fékk evr- ópsku kvikmyndaverðlaunin. ath@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 B 23 bíó FYRIRTÆKIÐ Dark Castle, sem þeir Joel Silver og Robert Zemeckis settu á stofn til að framleiða ódýrar hrollvekjur í anda þeirra sem William heit- inn Castle gerði á 7. áratugn- um, hóf starfsemina með end- urgerð 13 drauga eða 13 Ghosts fyrr á árinu. Sú mynd gekk vel og nýlegahóf Dark Castle tökur á næsta verkefni. Það er Ghost Ship sem segir frá björgunarleiðangri sem finn- ur flak farþegaskips sem sakn- að hefur verið í 40 ár. Eins og gefur að skilja eru farþegarnir allir framliðnir. Í aðalhlutverkum eru Julianne Margulies, Ron Eldard, Isaiah Washington og Desmond Harrington, sem sagt ekta B-myndalið. Leikstjórinn er Steve Beck, sem einnig ann- aðist 13 drauga. Hrollvekjuútsala heldur áfram Robert Zemeckis: Heldur áfram með litlu hryllingsbúðina. Lotus Professional dúkur TexStyle 1,2x50 m á rúllu Lotus Professional servéttur 150 stk. í pk. 40x40 cm 2 laga. LOWBOY kerti í glasi 75 klst. Keilulagað kerti Dúkar, servéttur og kerti á tilboði Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8–17. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2 Opið kl. 8–18 alla virka daga. Verð nú frá: 391kr.Verð áður frá: 489 kr. Verð nú frá: 365kr.Verð áður frá: 456 kr. Verð nú: 4.557kr.Verð áður: 5.696 kr. Verð nú: 138 kr.Verð áður: 173 kr. Austursíða 2 - 603 Akureyri Sími: 464 9000 – Fax: 464 9009 20% afs látturRekstrarvörut ilboð í f ebrúar og mar s

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.