Morgunblaðið - 07.02.2002, Síða 31

Morgunblaðið - 07.02.2002, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 31 AGNAR Már Magnússon hefur þegar skipað sér á bekk með fremstu píanóleikurum íslenskrar djasssögu. Hann var ungur kallaður heim frá námi í Hollandi til að leika hlutverk goðsagnar ís- lenska djasspían- ósins, Jonna í Hamborg, og lék þá m.a. dúó með nestor íslenskra djasspíanista, Árna Elfar. Eng- inn íslenskur djasspíanisti stendur Agnari framar nú um stundir nema Ey- þór Gunnarsson. Kristján Magnús- son hættur að spila, Kjartan Valdimarsson leikur sjaldan djass en Davíð Þór Jónsson bankar á dyrnar. Selfossdívan Kristjana Stefáns- dóttir er fyrsta íslenska atvinnudjass- söngonan og verðugur fulltrúi í söng- kvennakvintett íslenskrar djasssögu ásamt Sigrúnu Jónsdóttur, Ellý Vil- hjálms, Ellen Kristjánsdóttur og Andreu Gylfadóttur. Hún og Agnar sendu frá sér fyrsta flokks djassskíf- ur fyrir jólin; Agnar 01 með banda- rískri hrynsveit og Kristjana disk sem bar hið einfalda nafn: Kristjana. Agnar Már fór fyrir hljómsveitinni og einn dúett áttu þau þar: Sweet Lor- raine. Í Norræna húsinu urðu dúett- arnir ellefu, en í tveimur verkanna, Autumn leaves eftir Josep Kosma og Journey to Iceland eftir Tómas R. Einarsson, lék Helga Björg Ágústs- dóttir með þeim á selló. Þau voru öll samskipa við nám í Hollandi. Sellóið bætti nýrri vídd við flutning Agnars og Kristjönu og hljómaði dásamlega í troðfullum sal Norræna hússins. Tómas er eitt alfremsta djasstón- skáld okkar og ekki dró hið undur- samlega ljóð W.H. Audens úr áhrifa- mætti Íslandsfararinnar. Þetta voru ekki tónleikar söngkonu með píanóundirleik heldur var fullt jafnræði með þeim Agnari Má og Kristjönu og hugmyndaríkur undir- leikur hans og magnaðir sólóar lyftu tónleikunum í hæðir. Vinstri höndin í Lullaby of Birdland, eftir hinn vin- sæla breska djasspíanista George Shearing, eða þá í söngdansi Jeromes Kerns, The Way You look Tonight, var upp á klassískasta djassmáta og með skvettu af Peterson í sóló. Aftur á móti eiga þeir Agnar ekki margt sameiginlegt. Hann er af skóla im- pressjónimans, sem Bill Evans leiddi til öndvegis í djassinum, eins og Ey- þór Gunnarsson og þótt mönnum detti þá Debussy oftar en ekki í hug er jarðbundinn kraftur og sveifla þar ekki síðri aflvaki eins og í leik Agnars Más í Jody Grind Horaces Silvers. Þótt söngdansar Georges Gershw- ins, Someone To Watch Over Me, og Richards Rodgers, It Never Entered My Mind, yrðu dálítið flatir í túlkun Kristjönu tókst henni að gæða tvær klassískar ljóðaperlur nýju lífi. Fra- sering Kristjönu í upphafi Misty Er- rolls Garners var dásamleg, söngur hennar í Lush life eftir Billy Stray- horn makalaus; túlkun þeirra á því snilldarverki var fágætlega glæsileg, meira að segja brá fyrir stríðum hljómum, sem undirstrikuðu aðeins mýkt verksins. Auðvitað skattaði Kristjana stund- um af lífi og sveiflu og það er hægt að gera með píanista á borð við Agnar Má sér við hlið. Megum við fá meira að heyra. Stórkost- legur ljóða- djass DJASS Norræna húsið Kristjana Stefánsdóttir söngur, Agnar Már Magnússon píanó og Helga Björg Ágústsdóttir selló. Sunnudaginn 3. febr- úar. AGNAR OG KRISTJANA Vernharður Linnet Kristjana Stefánsdóttir Agnar Már Magnússon „TOLLI er afbragðsgott ljóðskáld og hefur gefið út tvær ljóðabækur en hann er þó umfram allt þekktur sem listmálari,“ segir í þýska blaðinu Magdeburger Volksstimme en nú er verið að sýna nokkur verka Tolla í viðskiptaráðuneyti Sachsen-fylkis í Magdeburg. „Hann er sífellt að töfra fram á léreftið landslag heimkynna sinna. Tolli kemur litasamspili náttúru þessa harðgerða útkjálka í norðri vel til skila í alls kyns afbrigðum. Með frjóum augum og opnu hjarta lista- mannsins horfir hann á þetta ey- land, sem við fyrstu sýn virðist svo eyðilegt. Án velþóknunar og mik- illar ástar á landinu væri ekki mögulegt að mála slíkar myndir.“ Í Elbe Zeitung segir að af mynd- um Tolla stafi innri ró en verkin séu í senn kröftug og litsterk. Af mynd- um Tolla skynji áhorfandinn bar- áttu Íslendinga við eldfjöll, jökla, hafið og hinn langa og dimma vet- ur. Þesssi náttúra endurspegli eins konar þjóðerniskennd sem beinist einkum inn á við og hafi löngum einkennt menningu og list Íslend- inga. Málverk frá út- kjálka heimsins Tolli (fyrir miðju) við opnun sýningarinnar í viðskiptaráðuneytinu í Magdeburg á dögunum. Með honum eru Alfreð Gíslason handknatt- leiksþjálfari og Manfred Maas, ráðherra í Sachsen-fylki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.