Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 31 AGNAR Már Magnússon hefur þegar skipað sér á bekk með fremstu píanóleikurum íslenskrar djasssögu. Hann var ungur kallaður heim frá námi í Hollandi til að leika hlutverk goðsagnar ís- lenska djasspían- ósins, Jonna í Hamborg, og lék þá m.a. dúó með nestor íslenskra djasspíanista, Árna Elfar. Eng- inn íslenskur djasspíanisti stendur Agnari framar nú um stundir nema Ey- þór Gunnarsson. Kristján Magnús- son hættur að spila, Kjartan Valdimarsson leikur sjaldan djass en Davíð Þór Jónsson bankar á dyrnar. Selfossdívan Kristjana Stefáns- dóttir er fyrsta íslenska atvinnudjass- söngonan og verðugur fulltrúi í söng- kvennakvintett íslenskrar djasssögu ásamt Sigrúnu Jónsdóttur, Ellý Vil- hjálms, Ellen Kristjánsdóttur og Andreu Gylfadóttur. Hún og Agnar sendu frá sér fyrsta flokks djassskíf- ur fyrir jólin; Agnar 01 með banda- rískri hrynsveit og Kristjana disk sem bar hið einfalda nafn: Kristjana. Agnar Már fór fyrir hljómsveitinni og einn dúett áttu þau þar: Sweet Lor- raine. Í Norræna húsinu urðu dúett- arnir ellefu, en í tveimur verkanna, Autumn leaves eftir Josep Kosma og Journey to Iceland eftir Tómas R. Einarsson, lék Helga Björg Ágústs- dóttir með þeim á selló. Þau voru öll samskipa við nám í Hollandi. Sellóið bætti nýrri vídd við flutning Agnars og Kristjönu og hljómaði dásamlega í troðfullum sal Norræna hússins. Tómas er eitt alfremsta djasstón- skáld okkar og ekki dró hið undur- samlega ljóð W.H. Audens úr áhrifa- mætti Íslandsfararinnar. Þetta voru ekki tónleikar söngkonu með píanóundirleik heldur var fullt jafnræði með þeim Agnari Má og Kristjönu og hugmyndaríkur undir- leikur hans og magnaðir sólóar lyftu tónleikunum í hæðir. Vinstri höndin í Lullaby of Birdland, eftir hinn vin- sæla breska djasspíanista George Shearing, eða þá í söngdansi Jeromes Kerns, The Way You look Tonight, var upp á klassískasta djassmáta og með skvettu af Peterson í sóló. Aftur á móti eiga þeir Agnar ekki margt sameiginlegt. Hann er af skóla im- pressjónimans, sem Bill Evans leiddi til öndvegis í djassinum, eins og Ey- þór Gunnarsson og þótt mönnum detti þá Debussy oftar en ekki í hug er jarðbundinn kraftur og sveifla þar ekki síðri aflvaki eins og í leik Agnars Más í Jody Grind Horaces Silvers. Þótt söngdansar Georges Gershw- ins, Someone To Watch Over Me, og Richards Rodgers, It Never Entered My Mind, yrðu dálítið flatir í túlkun Kristjönu tókst henni að gæða tvær klassískar ljóðaperlur nýju lífi. Fra- sering Kristjönu í upphafi Misty Er- rolls Garners var dásamleg, söngur hennar í Lush life eftir Billy Stray- horn makalaus; túlkun þeirra á því snilldarverki var fágætlega glæsileg, meira að segja brá fyrir stríðum hljómum, sem undirstrikuðu aðeins mýkt verksins. Auðvitað skattaði Kristjana stund- um af lífi og sveiflu og það er hægt að gera með píanista á borð við Agnar Má sér við hlið. Megum við fá meira að heyra. Stórkost- legur ljóða- djass DJASS Norræna húsið Kristjana Stefánsdóttir söngur, Agnar Már Magnússon píanó og Helga Björg Ágústsdóttir selló. Sunnudaginn 3. febr- úar. AGNAR OG KRISTJANA Vernharður Linnet Kristjana Stefánsdóttir Agnar Már Magnússon „TOLLI er afbragðsgott ljóðskáld og hefur gefið út tvær ljóðabækur en hann er þó umfram allt þekktur sem listmálari,“ segir í þýska blaðinu Magdeburger Volksstimme en nú er verið að sýna nokkur verka Tolla í viðskiptaráðuneyti Sachsen-fylkis í Magdeburg. „Hann er sífellt að töfra fram á léreftið landslag heimkynna sinna. Tolli kemur litasamspili náttúru þessa harðgerða útkjálka í norðri vel til skila í alls kyns afbrigðum. Með frjóum augum og opnu hjarta lista- mannsins horfir hann á þetta ey- land, sem við fyrstu sýn virðist svo eyðilegt. Án velþóknunar og mik- illar ástar á landinu væri ekki mögulegt að mála slíkar myndir.“ Í Elbe Zeitung segir að af mynd- um Tolla stafi innri ró en verkin séu í senn kröftug og litsterk. Af mynd- um Tolla skynji áhorfandinn bar- áttu Íslendinga við eldfjöll, jökla, hafið og hinn langa og dimma vet- ur. Þesssi náttúra endurspegli eins konar þjóðerniskennd sem beinist einkum inn á við og hafi löngum einkennt menningu og list Íslend- inga. Málverk frá út- kjálka heimsins Tolli (fyrir miðju) við opnun sýningarinnar í viðskiptaráðuneytinu í Magdeburg á dögunum. Með honum eru Alfreð Gíslason handknatt- leiksþjálfari og Manfred Maas, ráðherra í Sachsen-fylki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.