Morgunblaðið - 07.02.2002, Side 47

Morgunblaðið - 07.02.2002, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 47 Sófa dagar Sveit Ljósbrár Baldursdóttur vann parasveitakeppnina Sveit Ljósbrár Baldursdóttur sigraði í Íslandsmótinu í parasveita- keppni sem fram fór í nýju húsnæði Bridssambandsins í Síðumúlanum um helgina. Í sveitinni spiluðu Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson, Þorlákur Jónsson, Jacqui McGreal og Jón Baldursson. Keppnin var annars mjög jöfn og spennandi. 21 sveit spilaði og voru spilaðar 7 umferðir með Monrad-fyr- irkomulagi. Fyrir síðustu umferðina var staðan svo tvísýn að 8 sveitir gátu unnið mótið. Lokastaða efstu sveita: Ljósbrá Baldursdóttir 136 Kristjana Steingrímsdóttir 130 Halldóra Magnúsdóttir 124 ÍRIS 121 Hjördís Sigurjónsdóttir 120 Dröfn Guðmundsdóttir 118 Þetta mót var fyrsta keppnin sem haldin er í nýstandsettu húsnæði Bridssambandsins í Síðumúla 37. Húsnæðið var keypt í haust af lækn- um og fékk sambandið lyklavöldin 27. desember sl. Var þá hafist handa. Allt var hreinsað út af hæðinni og húsnæðið nánast gert fokhelt. Arnfríður Sigurðardóttir arkitekt hannaði húsnæðið upp á nýtt með þarfir bridsspilara í huga. Þá kom Baldur Jónsson byggingameistari að verkinu auk margra annarra iðnað- armanna sem margir tengjast bridsíþróttinni. Í byggingarnefnd voru Þorlákur Jónsson, Sigtryggur Sigurðsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bridssambandsins. Forseti Bridssambands Íslands er Guðmundur Ágústsson. Þau sigruðu í Íslandsmótinu í parasveitakeppni sem fram fór um helgina. Talið frá vinstri: Þorlákur Jónsson, Jacqui McGreal, Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Fjöldi gesta mætti í hóf sem haldið var í lok parasveitakeppninnar en Bridssamband Íslands hélt upp á dag- inn í tilefni þess að flutt var í ný húsakynni í Síðumúla 37 á laugardag. Sambandið hefir nú fengið varanlegan samastað á ný en húsnæðið í Þönglabakkanum var selt fyrir nokkrum mánuðum. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 31. janúar hófst aðalsveitakeppni félagsins með þátt- töku 14 sveita.Vegna gífurlegs áhuga á EM í handbolta var ákveðið að spila síðasta kvöldið fyrst þannig að spilarar gætu horft á leik Íslands og Þjóðverja. Allir spilarar röltu nið- ur á Catalinu og fylgdust með leikn- um, síðan var spilaður einn leikur í sveitakeppninni. Nokkrar sveitir eru efstar og jafn- ar eftir einn leik en keppnin heldur áfram fimmtudaginn 7. febrúar. Spilað er í Þinghóli í Hamraborg- inni og hefst spilamennska kl. 19.30. Æfingakvöld Æfingakvöld fyrir yngri spilara verða haldin í Síðumúla 37, 3. hæð alla fimmtudaga kl. 19.30. Umsjón- armaður er Anton Haraldsson og þátttökugjald er ekkert. Allir spilar- ar yngri en 25 ára eru velkomnir. Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ Bridsskólinn og BSÍ bjóða nýlið- um upp á létta spilamennsku á fimmtudögum 20. Í kvöld, fimmtu- daginn 7. febrúar, verður fyrsta spilakvöldin. Spilaður verður tví- menningur 12–16 spil eftir atvikum. Þátttkökugjald fyrir manninn er 700 kr. Spilastaður er Síðumúli 37, 3. hæð. Spilamennskan verður í um- sjón Hjálmtýs R. Baldurssonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.