Morgunblaðið - 07.02.2002, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 07.02.2002, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 47 Sófa dagar Sveit Ljósbrár Baldursdóttur vann parasveitakeppnina Sveit Ljósbrár Baldursdóttur sigraði í Íslandsmótinu í parasveita- keppni sem fram fór í nýju húsnæði Bridssambandsins í Síðumúlanum um helgina. Í sveitinni spiluðu Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson, Þorlákur Jónsson, Jacqui McGreal og Jón Baldursson. Keppnin var annars mjög jöfn og spennandi. 21 sveit spilaði og voru spilaðar 7 umferðir með Monrad-fyr- irkomulagi. Fyrir síðustu umferðina var staðan svo tvísýn að 8 sveitir gátu unnið mótið. Lokastaða efstu sveita: Ljósbrá Baldursdóttir 136 Kristjana Steingrímsdóttir 130 Halldóra Magnúsdóttir 124 ÍRIS 121 Hjördís Sigurjónsdóttir 120 Dröfn Guðmundsdóttir 118 Þetta mót var fyrsta keppnin sem haldin er í nýstandsettu húsnæði Bridssambandsins í Síðumúla 37. Húsnæðið var keypt í haust af lækn- um og fékk sambandið lyklavöldin 27. desember sl. Var þá hafist handa. Allt var hreinsað út af hæðinni og húsnæðið nánast gert fokhelt. Arnfríður Sigurðardóttir arkitekt hannaði húsnæðið upp á nýtt með þarfir bridsspilara í huga. Þá kom Baldur Jónsson byggingameistari að verkinu auk margra annarra iðnað- armanna sem margir tengjast bridsíþróttinni. Í byggingarnefnd voru Þorlákur Jónsson, Sigtryggur Sigurðsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bridssambandsins. Forseti Bridssambands Íslands er Guðmundur Ágústsson. Þau sigruðu í Íslandsmótinu í parasveitakeppni sem fram fór um helgina. Talið frá vinstri: Þorlákur Jónsson, Jacqui McGreal, Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Fjöldi gesta mætti í hóf sem haldið var í lok parasveitakeppninnar en Bridssamband Íslands hélt upp á dag- inn í tilefni þess að flutt var í ný húsakynni í Síðumúla 37 á laugardag. Sambandið hefir nú fengið varanlegan samastað á ný en húsnæðið í Þönglabakkanum var selt fyrir nokkrum mánuðum. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 31. janúar hófst aðalsveitakeppni félagsins með þátt- töku 14 sveita.Vegna gífurlegs áhuga á EM í handbolta var ákveðið að spila síðasta kvöldið fyrst þannig að spilarar gætu horft á leik Íslands og Þjóðverja. Allir spilarar röltu nið- ur á Catalinu og fylgdust með leikn- um, síðan var spilaður einn leikur í sveitakeppninni. Nokkrar sveitir eru efstar og jafn- ar eftir einn leik en keppnin heldur áfram fimmtudaginn 7. febrúar. Spilað er í Þinghóli í Hamraborg- inni og hefst spilamennska kl. 19.30. Æfingakvöld Æfingakvöld fyrir yngri spilara verða haldin í Síðumúla 37, 3. hæð alla fimmtudaga kl. 19.30. Umsjón- armaður er Anton Haraldsson og þátttökugjald er ekkert. Allir spilar- ar yngri en 25 ára eru velkomnir. Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ Bridsskólinn og BSÍ bjóða nýlið- um upp á létta spilamennsku á fimmtudögum 20. Í kvöld, fimmtu- daginn 7. febrúar, verður fyrsta spilakvöldin. Spilaður verður tví- menningur 12–16 spil eftir atvikum. Þátttkökugjald fyrir manninn er 700 kr. Spilastaður er Síðumúli 37, 3. hæð. Spilamennskan verður í um- sjón Hjálmtýs R. Baldurssonar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.