Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á SVIÐI alþjóðastjórnmála er hann maðurinn sem allir vilja vita hver er – en fáir hafa hugmynd um. Varaforseti Kína, Hu Jintao, mun taka við embætti þjóðarleið- toga og gæti gegnt því í 15 ár á meðan landið tekst á við efnahags- umbætur og þrýst er á um að þar verði gerðar breytingar á stjórn- málaumhverfinu. Þess vegna vek- ur Hu mikla forvitni. Engu að síður er Hu ennþá ákaflega leyndardómsfullur mað- ur. Formleg ferilsskrá hans er þó ekkert leyndarmál – verkfræði- nám, ritari kommúnistaflokksins í Tíbet, á fertugsaldri varð hann yngsti maðurinn í innsta hring flokksins. En er kemur að þeirri spurningu hvert hann myndi vilja leiða Kína í framtíðinni heldur Hu, sem nú er 59 ára, skoðunum sínum fyrir sig. Utanaðkomandi gefst lítið færi á að grafast fyrir. Hu hefur aldrei veitt viðtal við erlendan fjölmiðil og aldrei hitt bandarískan stjórn- arerindreka. Nú er George W. Bush Bandaríkjaforseti væntan- legur til Kína á morgun, og ekki er útlit fyrir að hann hitti Hu. Richard Baum, sérfræðingur í rannsóknum á kínverskum stjórn- málum við Háskólann í Kaliforníu í Los Angels, segir að Hu hafi eig- inlega verið haldið í einangrun. „Við höfum ekki aðrar upplýsingar en brot úr stjórnmálaferli hans, auk augnabliksmynda af honum við mjög formlegar og skipulagðar kringumstæður.“ Kínverjar hafa ekki sagt það op- inberlega að Hu sé væntanlegur arftaki Jiangs Zemins forseta, en hann er kynntur þannig. Zemin er 75 ára og hefur verið við völd í rúman áratug. Þess er vænst að hann láti af embætti aðalritara Kommúnistaflokksins á þessu ári og forsetaembættinu á næsta ári. Hu kom fyrst fram á alþjóða- sviði stjórnmálanna í október þeg- ar hann fór til Evrópu. Leiðtogar Rússlands, Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Spánar vildu óðir og uppvægir fá tækifæri til að kynnast honum og tóku honum með kostum og kynjum. Viðræð- urnar snérust þó allar um barátt- una gegn hryðjuverkastarfsemi og önnur „hættulaus“ málefni. Ekkert nýtt kom fram í dagsljósið. Breskir embættismenn segja að Hu og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, hafi átt „mjög góð persónuleg samskipti“, Blair hafi minnst á mannréttindamál, en þeir sögðu ekkert um það hvort Hu hefði rofið þögnina um lýðræði, hnattvæðingu eða önnur viðkvæm mál. Eina skiptið sem Hu hefur hitt bandarískan ráðamann var 1998, er hann heilsaði Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseta, á flugvellinum í Peking þegar Clin- ton var í heimsókn í Kína. Það er þeim mun furðulegra hversu erfitt er að fá upplýsingar um Hu, að hann hefur falið sig fyr- ir allra augum í áratug meðan hann hefur verið settur inn í starf þjóðarleiðtogans. Jiang var álíka ráðgáta 1989 þegar þáverandi þjóðarleiðtogi, Deng Xiaoping, skipuleggjandi efnahagsumbót- anna í landinu, fól honum það verkefni að bera klæði á vopnin í flokki sem var við það að klofna vegna innbyrðis deilna. En valið á Jiang kom á óvart. Hu hefur aftur á móti verið meðal fremstu manna í kínverskum stjórnmálum síðan hann var skip- aður í miðstjórn flokksins 1992. Um það leyti mælti Deng með Hu sem arftaka Jiangs. Talið er að Ji- ang hafi reynt að koma því svo fyrir, að æðstu embættin – forseti, flokksleiðtogi og yfirmaður kín- verska herráðsins – féllu öll í skaut manninum sem hann hafði sjálfur valið, Zeng Qinghong. Ji- ang mun þó hafa lagt blessun sína yfir Hu eftir að hafa mistekist að afla sínum manni nægs stuðnings. Zeng er nú sagður helsti kand- ídatinn í embætti forsætisráð- herra. Hu er sagður hafa náð frama fyrst og fremst með því að forðast að bindast einhverri fylkingu inn- an flokksins, en þar eru deilur harðar á bak við tjöldin. „Hann er ekki líklegur til að verða mikill umbótamaður í stjórnmálum, en Kína mun standa frammi fyrir stórum málum og miklar kreppur krefjast mikilla umbóta,“ sagði Baum. Ráðgátan Hu Jintao Væntanlegur arftaki Jiangs Zemins Kína- forseta hefur verið í felum fyrir allra aug- um í áratug, en á Vesturlöndum virðist enginn vita neitt um manninn. Peking. AP. AP Varaforseti Kína, Hu Jintao, heilsar Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseta, á flugvellinum í Peking 1998. ’ Jiang var álíkaráðgáta 1989 ‘ GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti lofaði í gær að auka samstarfið við Asíuríki í öryggismálum og sagði að Japan gegndi „ómissandi hlutverki“ í heiminum. „Velgengni þessa heimshluta skipt- ir sköpum fyrir allan heiminn og ég er sannfærður um að 21. öldin verði öld Kyrrahafssvæðisins,“ sagði Bush þegar hann ávarpaði efri deild jap- anska þingsins. Forsetinn kvaðst einnig vera stað- ráðinn í að halda áfram baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi, þrátt fyrir óánægju nokkurra bandamanna Bandaríkjanna með hvernig sú bar- átta hefur þróast. „Við ætlum að halda áfram að sýna mátt og stefnufestu Bandaríkjanna til stuðnings Filippseyjum... Ástralíu... og Taílandi,“ sagði Bush í ræðunni. „Við ætlum að hindra árásir á Suður- Kóreu. Tengsl Japans og Bandaríkj- anna í öryggismálum verða efld og Bandaríkin muna skuldbindingar sín- ar gagnvart taívönsku þjóðinni.“ Hyggst reyna að draga úr spennunni á Kóreuskaga Bush sagði að Bandaríkjastjórn hefði einsett sér að koma áformum sínum um eldflaugavarnir í fram- kvæmd og sagði þau mikilvægan þátt í því að tryggja öryggi bandamanna Bandaríkjanna í Asíu. Þau ummæli hljóta að valda Kínverjum áhyggjum þar sem þeim stendur uggur af hug- myndum um að eldflaugavarnirnar verði látnar ná til nágranna þeirra, meðal annars Taívana. Bush kvaðst vera staðráðinn í því að draga úr spennunni milli kóresku ríkjanna, en hann hefur verið sakaður um að hafa magnað hana með um- mælum sínum um „öxul hins illa“, þ.e. Norður-Kóreu, Íran og Írak. „Við sækjumst eftir svæði þar sem hlut- laus belti og eldflaugaskotstöðvar að- skilja ekki lengur þjóðir með sameig- inlega arfleifð og sameiginlega fram- tíð.“ Háttsettur embættismaður í föru- neyti Bush sagði að forsetinn teldi að tengsl Bandaríkjanna við Japan og Suður-Kóreu hefðu verið vanrækt og hann vildi ráða bót á því. „Hann vill að þessi ríki fái aftur þann sess sem þau verðskulda, það er að þau verði álitin meðal mikilvægustu bandamanna okkar.“ Koizumi sagður „holdtekja krafts og staðfestu“ Japana Bush þakkaði Japönum fyrir stuðn- ing þeirra við hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna eftir hryðjuverkin 11. september. „Viðbrögð ykkar við hryðjuverkavánni hafa sýnt styrk bandalags okkar og ómissandi hlut- verk Japans – hlutverk sem er hnatt- rænt og hefst í Asíu,“ sagði Bush. Forsetinn lauk einnig lofsorði á Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sem hefur átt undir högg að sækja heima fyrir vegna vaxandi efa- semda um að hann geti komið á um- bótum sem taldar eru nauðsynlegar til að blása lífi í efnahag landsins, næststærsta hagkerfi heims. „Japan er á umbótabraut, þökk sé vini mín- um, forsætisráðherranum. Sem leið- togi er hann holdtekja krafts og stað- festu japönsku þjóðarinnar,“ sagði Bush og bætti við að hann liti á Koiz- umi sem „náinn vin“. Forsetinn hvatti Japani til að blása nýju lífi í efnahaginn og skírskotaði til þess hvernig Bandaríkjamenn leystu efnahagsleg vandamál sín á áttunda og níunda áratugnum. „Við lærðum að á tímum kreppu og stöðnunar er betra að ganga djarflega fram með umbótum og endurskipulagningu en að bíða og vona að gömlu aðferðirnar hafi einhvern veginn tilætluð áhrif aftur.“ Bush er þriðji bandaríski forsetinn sem flytur ræðu á japanska þinginu. Ronald Reagan ávarpaði það 1983 og Bill Clinton 1996. Eftir ræðuna snæddi Bush hádeg- isverð með Akihito keisara og konu hans, Michiko, í keisarahöllinni áður en hann hélt til Seoul. Hann ræddi í gær við Kim Dae-Jung, forseta Suð- ur-Kóreu, um leiðir til að fá Norður- Kóreumenn til að hætta meintri sölu á eldflaugum og koma á sáttum milli kóresku ríkjanna. Bush fer til Kína á morgun og kvaðst ætla að hvetja þarlenda ráða- menn til að standa við loforð sín um að opna fjölmennasta land heims fyrir bandarískum vörum. „Við ætlum að vinna með Kínverjum að því mikla verkefni að tryggja hagsæld, frið og stöðugleika í Asíu.“ George W. Bush boðar „öld Kyrrahafssvæðisins“ Tókýó, Seoul. AFP, AP. AP Suður-Kóreubúi mótmælir komu George W. Bush Bandaríkjaforseta til landsins. Margir S-Kóreumenn óttast, að yfirlýsingar Bush um Norður-Kóreu sem eitt af hinum illu öxulríkjum muni auka spennuna á Kóreuskaga. ÞRÍR íslamskir vígamenn, sem handteknir voru í Tyrklandi á föstudag, hugðust komast til Ísrael og fremja þar sprengjutilræði. Talsmaður tyrknesku lögregl- unnar greindi frá þessu í gær. Sagði hann að þremenningarnir tengdust al-Qaeda-samtökum hryðjuverkaforingjans Osama bin Ladens. Mennirnir hefðu fengið þjálfun í búðum bin Ladens í Afg- anistan en þeir hefðu ætlað að fremja sjálfsmorðsárásir í Ísrael. Um er að ræða tvo Palestínu- menn en sá þriðji er frá Jórdaníu. Mennirnir eru 24 og 25 ára. Fyrirskipun um sjálfsmorð Talsmaður lögreglunnar sagði að einn mannanna, hinn 24 ára gamli Firaz Suleiman, hefði fengið um það fyrirskipun að fremja sjálfsmorð með því að sprengja sig í loft upp á fjölförnum stað í Tel Aviv eða Ramat í Ísrael. Hefðu stjórnendur hryðjuverkasamtaka er nefnast Beyyiat El Imam fengið honum þetta verkefni og gert hon- um að segja félögum sínum ekki frá þessu ætlunarverki fyrr en þeir hefðu náð að komast inn í Jórdaníu. Mennirnir báru fölsuð skilríki og vegabréf en höfðu hvorki vopn né sprengiefni meðferðis. Mennirnir voru handteknir á föstudag í héraðinu Van í austur- hluta Tyrklands. Þeir laumuðust yfir landamærin frá Íran og hugð- ust fara um Istanbúl í Tyrklandi til Sýrlands, þaðan til Jórdaníu og loks til Ísraels. Í yfirheyrslum yfir þremenning- unum kom, að sögn tyrknesku lög- reglunnar, fram að þeir héldu til Írans eftir árásir hryðjuverka- manna á vegum Osama bin Ladens á Bandaríkin 11. september. Hugðu á sjálfs- morðs- árásir í Ísrael Ankara. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.