Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                        !"  #  $   ! "# $%  $&& ' ( &) &*$ $%  $&& (  +',' )  *$ $% )  %'  & $&& )& $% ) +',' # +','  $&& $! # $%  $&& $ # - )  % ' $%  $&& .  . .  .  . )- - -,,'.# %            /0(1           & !" '  (  )* (     +,!" & $%  ()  - $%  $&&  /&  $%  $&&   $% ) -!'  2 $%  $&& &- . )- .  .#   !      ( + / 0  -#     !" 3 -'   $%  $&& 4 )  ) +5   ) -!' /)6 $&&    $&& ,  - 7) (&   $&& +',' ' $)# %           +84    4)% 9:  ) 6' & %,  ! + ' ; $ ! 4 $      !"("*"      '    (    +,!" .. /  ' ( *!0!!    1  *$ 4 ) $ ) -  !   $&& <   $  $&&   ,' +!  & $ $ ) ; % '  $  $&&  - (  ) " -=& '' $%  $&& .  . )- . .  . # %      ("    +> + 0 .$  / 6%) & ) &', 2   3 (  4!" 5# $  6- *#    +'7  ' 5 " -7 $&&# %              " +? /    %$ ', @ 5 ;!    2  0 '    !" $%    ) # -7 $%  $&& ()-*$ ( ')  ! $%  $&& " - -' ) $% ' 4# $% ) )5 5 ,. -  .  . )- .  .  . # Þorlákur Þórðarson hefur kvatt þennan heim. Hann kvaddi örugglega eins og hann hefði óskað, hægt og hljóðlega. Þorlákur var einstakur öðlingur, mikill húmoristi og einstaklega stríðinn. Ég kynntist Þorláki fyrst í gegnum fjölskylduna, en síðan sem kaffifélaga gamalla og nýrra Víkinga sem hittast daglega í Ráðhúskaffi. Þorlákur var einlægur Víkingur, sofinn og vakinn yfir félaginu og lifði fyrir Víking allt sitt líf. Hann hefur hitt félaga sína gamla sem nýja ára- tugum saman í morgunkaffi, þar sem allt milli himins og jarðar er til um- ræðu, þó einkum og sér í lagi félagið okkar, Knattspyrnufélagið Víkingur. Ég persónulega er frekar ungur í þessum félagsskap, hef aðeins mætt í ÞORLÁKUR ÞÓRÐARSON ✝ Þorlákur Þórð-arson fæddist í Reykjavík 10. júní 1921. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. febr- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 18. febrúar. 20 ár, en Þorlákur og fleiri hafa hist á fjórða áratuginn. Þorlákur hafði ein- stakt lag á að hleypa kaffitímunum upp og gera hreinlega allt vit- laust. Hann hafði ein- staklega gaman af því að koma með einhverja fullyrðingu sem hleypti lífi í umræðurnar, sem hann sagði svo síðar að einhver hafi sagt sér. Hann var einstaklega hláturmildur, hafði smitandi hlátur, sem var bland af stríðni og kímni. Það var ekki gott að mæta í kaffið með tap á bakinu úr einhverjum leiknum. Mein- legar athugasemdir Þorláks biðu ekki boðanna og hann lét mann finna að nú væri starfið að veði. Hann sagði okk- ur hin síðari ár, að hann hefði sparn- aðardaga tvisvar í viku, því hann væri svo fátækur að hann hefði ekki efni á að mæta alltaf í kaffið. Þetta var auð- vitað tilefni mikillar umræðu en Láki gaf sig aldrei, sama hvaða árásir dundu á honum, alltaf hafði hann jafn gaman af að stríða okkur og æsa upp umræðurnar og hló svo innilega að öllu saman. Við félagarnir þökkum honum ein- læga vináttu. Þorlákur var einstakt ljúfmenni og skemmtilegur félagi. Blessuð sé minning hans. Við kaffi- félagarnir sendum innilegar samúð- arkveðjur til fjölskyldunnar. Viggó Sigurðsson. Föstudaginn 2. febrúar síðastliðinn komum við íbúarnir í Stóragerði 20 saman til fundar þar sem við ræddum um hugsanlegar framkvæmdir og ýmislegt annað sem framundan væri hjá húsfélagi okkar. Það var létt yfir öllum og við ósk- uðum hvert öðru velfarnaðar. Engan grunaði þá að viku síðar yrði einn úr hópnum, Þorlákur Þórðarson, allur. Það sannast nú eins og svo oft áður, að enginn ræður sínum næturstað. Með þessum fáu línum langar okk- ur til að þakka Þorláki störf hans í okkar þágu. Hann var í mörg ár umsjónarmað- ur húsfélagsins, gjaldkeri þess og fulltrúi okkar í flestum framkvæmd- um. Þorláki var mjög annt um velferð íbúanna og hússins. Oftast lét hann það verða sitt síðasta verk hvert kvöld, áður en hann gekk til náða að kanna útidyrnar hvort þær væru nú ekki örugglega í lás. Það verður tóm- legra í okkar litla samfélagi við fráfall Þorláks. Hans verður sárt saknað. Eftirlifandi eiginkonu, Björgu Rand- versdóttur, börnum þeirra og fjöl- skyldum, vottum við innilega samúð. Íbúarnir í Stóragerði 20. Ég vil með þessum fáu línum kveðja elsku- lega móðursystur mína, sem nú er búin að fá hvíldina, en fyrir nokkrum dögum var haldin vegleg afmælisveisla er hún varð níræð og gladdi það hana mikið að sjá svo marga ættingja og vini samankomna. Sigríður var að- SIGRÍÐUR G. GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Sigríður Guð-munda Guðjóns- dóttir fæddist á Ísa- firði 20. janúar 1912. Hún lést á Landspít- alanum – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi mánudaginn 11. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 19. febrúar. eins 2ja ára er hún missti föður sinn sem drukknaði ásamt tveim bræðrum sínum er þil- skipið Gunnar fórst í ofsaveðri 6. júní 1914. Fór hún þá í fóstur til afa síns og ömmu í Arn- ardal til 16 ára aldurs. Ég á margar kærar minningar af heimili frænku minnar og hennar góða manns, allt frá Ísafirði er hún, móðir hennar og fóst- urmóðir bjuggu allar í sama húsi. Síðar á Sel- tjarnarnesi og loks í Reykjavík. Þangað var alltaf gott að koma í heimsókn, kaffi á könnunni og góðar voru pönnukökurnar. Heimilið var stórt, hún eignaðist fjögur börn, og tvö fósturbörn svo ætíð var nóg að gera. Dvaldi móðir hennar síðustu ár ævi sinnar hjá henni. Barnabörnin voru orðin mörg og voru keyptar jólagjafir fyrir allan hópinn og eng- inn gleymdist. Eftir að Sigríður flutti í Seljahlíð fór hún að föndra og hafði mikla ánægju af. Eftir hana eru til margir fallegir hlutir. Hún var ætíð með eitthvað í höndunum og eru þeir ófáir vettlingarnir og sokk- arnir sem hún prjónaði, og hafa mín börn og barnabörn notið góðs af, var hún orðin sem amma í þeirra augum. Síðustu árin voru henni oft erfið en alltaf barðist hún til heilsu aftur. Þær eru margar minningarnar sem ég gæti rifjað upp, en ég mun varðveita þær í huga mínum. Sigga mín, nú líður þér vel þar sem þú ert í faðmi ástvina þinna sem farnir eru og þakka ég þér fyrir allar góðu stundirnar. Blessuð sé minning þín. Ég sendi börnum Sigríðar og fjöl- skyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ingveldur. Við kynntumst Ágústu og Hauki manninum hennar þegar Hallur, sonur okkar og Agla Heiður, dóttir þeirra, fóru að ÁGÚSTA EGILSDÓTTIR ✝ Ágústa Egils-dóttir fæddist á Eskifirði 3. október 1956. Hún lést í bíl- slysi föstudaginn 8. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Eskifjarð- arkirkju 16. febrúar. búa saman. Börnin okkar voru þá í menntaskóla en tóku sér hlé frá námi og unnu í fiski við Hrað- frystihúsið á Eskifirði. Viðmót þeirra hjóna fannst okkur vera sér- staklega hlýlegt og vinsamlegt. Ágústa reyndist Halli sem góður vinur og hún taldi það ekki eftir sér að aðstoða unga fólkið á allan hátt. Hallur og Agla eignuðust saman Ísar Tandra, en bjuggu ekki saman nema í stuttan tíma. Samskipti okk- ar við fjölskylduna í Svínaskálahlíð hafa þó síðan verið afar vinsamleg. Við höfum hist reglulega þegar litli drengurinn hefur komið í heimsókn- ir til okkar. Þá höfum við oftast farið í Svínaskálahlíð og sótt hann þang- að, þegið góðgerðir hjá Ágústu og spjallað við þau hjón og Öglu um daginn og veginn. Ísari þótti afskap- lega vænt um Ágústu ömmu sína. Hann undi sér vel hjá henni og Hauki afa, og talaði oft um þau þeg- ar hann var hjá okkur. Það var einn- ig auðséð hve vænt Ágústu þótti um Ísar og bar hag hans fyrir brjósti. Það er svo sárt til þess að vita hann fái ekki að eiga meiri tíma með Ágústu ömmu sinni. Kæri Haukur, Agla, Björn Ívar, Sara, Birkir, Hlynur, elsku litli Ísar Tandri og öll fjölskylda Ágústu. Missir ykkar er mikill. Eftir lifir minning um ljúfa konu. Við sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Harpa og Jón Ingi. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.