Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
18 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
TAP af reglulegri starfsemi Tanga
hf. á Vopnafirði nam 95,6 milljón-
um króna árið 2001 samanborið við
263,6 milljóna króna tap árið áður.
Verulegur afkomubati var á rekstri
félagsins síðari helming ársins og
nam hagnaður tímabilsins 197
milljónum króna. Rekstrartekjur
hækkuðu um 30% á milli ára en
rekstrargjöld um 12%. Veltufé frá
rekstri hækkaði í 283,5 milljónir
króna úr 11,7 milljónum króna árið
2000.
Afkomubatinn stafar fyrst og
fremst af verulegum verðhækkun-
um á afurðum, m.a. vegna geng-
islækkunar. Gengislækkunin er
einnig aðalástæða taps félagsins en
vaxtagjöld, gengismunur og lang-
tímalán hækkuðu úr 308 milljónum
króna árið 2000 í 523 milljónir
króna árið 2001. Vergur hagnaður
nam 492,2 milljónum króna en nam
177,2 milljónum króna árið 2000
sem er 177% hækkun á milli ára.
Á árinu 2001 sameinaðist Sjóla-
ver ehf. Tanga hf. Við samein-
inguna jukust botnfiskveiðiheim-
ildir félagsins verulega eða úr
1.641 tonni í 2.951 tonn. Við sam-
eininguna var hlutaféð hækkað um
300 milljónir króna að nafnvirði.
Síðar var gefið út viðbótarhlutafé
að nafnvirði 80 milljónir króna og
hækkaði hlutafé félagsins því úr
502 milljónum króna í 882 milljónir
króna. Eigið fé sem var 304,3 millj-
ónir króna í árslok 2000 hækkaði í
637,6 milljónir króna í árslok 2001.
Ágætar horfur í
þróun afurðaverðs
Horfur fyrir rekstur félagsins
eru ágætar eins og annarra félaga
sem byggja afkomu sína að miklu
leyti á veiðum og vinnslu á upp-
sjávarfiski. Verð á afurðum upp-
sjávarfiska er hátt og markaðs-
horfur góðar.
Þróun afurðaverðs hefur mikið
að segja fyrir rekstur félagsins og
þróunin á mörkuðum fyrir fiski-
mjöl og lýsi mun ráða miklu um
niðurstöðu rekstrarins á þessu ári.
Verð á lýsi og mjöli hefur hækkað í
erlendri mynt, auk þess sem geng-
islækkun síðasta ár bætir um bet-
ur. Jafnframt þessu er verð á
frystri loðnu viðunandi og horfur
góðar með A-Evrópumarkað. Aðal-
fundur Tanga hf. verður haldinn
12. apríl 2002 nk.
!"
#
/
" )
$%
&
* +
'
% '
!(
$#!(
'()*
+,(-
'+.
/.*-
/0
,.1
'0.'
'10
(21'
'(213
)
)
01)
($
($
*
*+
" #$ " #$ " #$
! .++' .++'
!
Tangi tapaði
100 milljónum
Nær 200 milljóna króna hagnaður
á síðari hluta ársins
HAGNAÐUR af rekstri Verð-
bréfaþings Íslands hf. og dóttur-
félags þess, Upplýsingaþings ehf.,
nam 19,0 milljónum króna á árinu
2001. Árið áður var hagnaðurinn
19,4 milljónir.
Eigið fé samstæðunnar í árslok
2001 nam 144,7 milljónum og var
eiginfjárhlutfall 82,6% en 58,6%
árið áður. Rekstrartekjur ársins
2001 námu 267,5 milljónum en
211,3 milljónum árið 2000. Rekstr-
artekjur móðurfélagsins hækkuðu
um 25,4% á milli ára en þar af hafa
tekjur af kjarnastarfsemi, þ.e. eig-
inlegri kauphallarstarfsemi, aukist
um 3,6% á milli ára. Aukning
rekstrartekna samkvæmt rekstr-
arreikningi felst einkum í tengi-
gjöldum vegna tenginga þingaðila
við SAXESS-viðskiptakerfið og
hagnaði vegna sölu á fasteign fé-
lagsins. Á miðju ári 2001 var fast-
eign félagsins seld og nam hagn-
aður af sölu hennar 15,3 millj. kr.
án áhrifa tekjuskatts.
Í tilkynningu frá Verðbréfaþingi
segir að niðurstaða rekstarreikn-
ings sé nokkru betri en endur-
skoðuð rekstraráætlun frá því í
ágúst gerði ráð fyrir. Ástæðuna
megi fyrst og fremst rekja til
veltuaukningar á síðustu mánuðum
ársins.
Rekstraráætlun fyrir árið 2002
gerir ráð fyrir 3% hækkun á
tekjum frá fyrra ári. Hækkun
gjalda er áætluð 8,5% og hagnaður
11,8 milljónir.
Aðalfundur Verðbréfaþings Ís-
lands hf. verður haldinn 19. mars.
Stjórn félagsins leggur til að
greiddur verði 9 milljóna króna
arður, að gefin verði út jöfnunar-
hlutabréf að upphæð 35 milljónir
og að ákvæði um hömlur á með-
ferð hluta í félaginu verði fram-
lengt til ársloka 2004.
Hagnaður Verð-
bréfaþings 19
milljónir króna
KIMIKO segir sögu sína af rósemi
og yfirvegun. Hún rekur hvernig
eiginmaður hennar beitti hana iðu-
lega ofbeldi á þeim 32 árum, sem
þau bjuggu saman. Hann sló hana í
andlitið og magann, stundum barði
hann hana með spýtu; hann sparkaði
líka í hana þannig að hún rifbrotn-
aði.
Þegar hlé varð á líkamlegu ofbeldi
braut hann hana niður andlega, rúði
hana sjálfsvirðingu og gerði hana
sér undirgefna.
„Ég var þræll,“ segir Kimiko, sem
lætur það nafn eitt duga af ótta við
að eiginmaður hennar reyni að hafa
upp á henni. „Nei, ég bjó við enn öm-
urlegri aðstæður, jafnvel þrælar
hafa meira frelsi en ég naut.“
Þar til nýverið voru fórnarlömb
heimilisofbeldis óþekkt fyrirbrigði í
Japan. Samfélagið kaus að leiða
þennan vanda og þjáningar
kvennanna hjá sér; samfélag þar
sem miðaldra karlar móta lög og
reglur og fólki lærist að taka ekki
eftir skrámum og marblettum, sól-
gleraugum eða öðrum táknum þess
að heimilislífið sé linnulaus hrylling-
ur.
Ný lög og aukið áræði
Síðla árs í fyrra varð hins vegar
breyting á í Japan þegar landsmenn,
síðastir þróaðra iðnríkja, viður-
kenndu loks að heimilisofbeldi tíðk-
aðist og væri vandi, sem krefðist við-
bragða. Nú hafa lög verið sett í því
skyni að koma í veg fyrir slíkt of-
beldi og vernda fórnarlömbin.
Upplýsingar um hversu algengt
ofbeldið er og hversu hátt það nær
upp í samfélagsstigann hefur komið
mörgum Japönum á óvart og snortið
þá djúpt. Japanir hafa enda löngum
verið stoltir af samfélagsgerð sinni;
hófstillingunni, kurteisinni, yfirveg-
uninni.
Upplýsingar um að óskhyggja
mótaði mynd margra af japönsku
fjölskyldulífi bárust fyrst árið 1999.
Þá leiddi könnun í ljós að tuttugustu
hverri húsmóður hafði verið hótað
lífláti af maka sínum. Fjórum sinn-
um fleiri konur, um 20% þátttak-
enda, sögðust hafa orðið fyrir lík-
amlegu ofbeldi.
13. október síðastliðinn gengu í
gildi ný lög varðandi heimilisofbeldi
og réttarstöðu fórnarlamba þess. Á
þessum fjórum mánuðum hefur til-
kynningum til lögreglunnar fjölgað
um helming. Er nú svo komið að um
1.500 konur leita til lögreglu sökum
þessa í hverjum mánuði. Sérfróðir
segja að þá miklu aukningu megi ef
til vill að hluta rekja til aukins at-
vinnuleysis í Japan. En þyngst vegi
þó að konur hiki nú síður en áður við
að skýra frá því, sem þær mega þola.
Konur sækja á
Lögum má auðveldlega breyta.
Erfiðara er að knýja fram menning-
arleg umskipti og sigrast á hefðum.
Ráðgjafar og fórnarlömb, talsmenn
baráttuhópa og hreyfinga segja að í
Japan hafi löngum ríkt samsæri
þagnarinnar; sú viðtekna skoðun að
engum komi við hvernig eiginmaður
fer með konu sína innan veggja
heimilis þeirra.
Fræðimenn segja að tala megi um
vatnaskil í þessum efnum í Japan.
Verðmætamat hafi tekið breyting-
um og það sama eigi við um marg-
vísleg mynstur, sem greina má í
hverju samfélagi. Í Japan aukist
skriðþungi kvenna í samfélaginu
hægt en markvisst. Konur hafi verið
í hlutverki lítilmagnans en sumar
þeirra skori nú á hólm hefðir, sem
karlar hafi mótað. Þá hafi efasemdir
víða vaknað um þau neikvæðu fé-
lagslegu áhrif, sem fylgt hafi vegferð
Japana til auðs og allsnægta; kostn-
aður samfélagsins verði að teljast
umtalsverður.
Tilfinningar heftar
En gamlar hefðir reynast lífseig-
ar. „Margir líta enn svo á að eig-
inkonan sé eign karlsins og að ekki
megi þrengja að fjölskyldunni með
lagasetningu,“ segir Kazuhoto
Shinka, forstöðumaður jafnréttis-
skrifstofu ríkisins.
Noriko Yamaguchi starfar fyrir
samtök fórnarlamba heimilisofbeldis
í Tókýó. Hún bendir á að japanskir
karlmenn eigi í engin hús að venda
og geti því hvergi leitað sér ráðgjaf-
ar eða hjálpar. Hún telur hneigð jap-
anskra karla til heimilisofbeldis
menningarlegt fyrirbrigði. Karlar í
Japan séu aldir upp á þann veg að
þeim beri hvorki að sýna tilfinningar
né opinbera eitthvað það, sem sam-
félagið telji veikleikamerki. „Loks
þegar þeir sýna sinn innri mann
brýst það oft fram í reiði,“ bætir hún
við.
Sá misskilningur er einnig furðu
útbreiddur í Japan að vandi þessi sé
bundinn við lágstéttir og lítt mennt-
að fólk. Sagan segir annað. Þessi
vandi er greinanlegur í öllum þrep-
um samfélagsstigans. Og raunar
skýrði Hiroko Sato, eiginkona Eis-
aku Sato, fyrrum forsætisráðherra,
frá því að eiginmaðurinn hefði oft-
lega beitt hana líkamlegu ofbeldi.
Eisaku Sato er eini Japaninn, sem
hlotið hefur Friðarverðlaun Nóbels
en það gerðist árið 1974.
Börnin njóta ekki verndar
Hópar og hreyfingar japanskra
kvenna telja nýju lögin engan veg-
inn fullnægjandi. Fyrir það fyrsta er
ekki kveðið á um að refsi beri þeim,
sem gerist sekur um heimilisofbeldi.
Vandanum er vísað til fjölda stofn-
ana og ákvæði, sem varða kynferð-
islegt eða sálrænt ofbeldi, er ekki að
finna í lögunum.
Að auki er það svo, að kveðið er á
um að konur skuli njóta verndar en
börn þeirra eru undanskilin. Þetta
þýðir að karlar geta náð börnunum á
sitt vald og beitt eiginkonuna þrýst-
ingi í krafti þess. Nauðgun í hjóna-
bandi er aukinheldur ekki glæpur í
Japan.
Þá benda margir á að margar
konur standi höllum fæti í Japan nú
um stundir. Efnahagssamdráttur
geri að verkum að atvinnumöguleik-
ar þeirra hafi skerst, sem aftur þýði
að margar hiki þær við að flýja eig-
inmenn sína. „Margar konur neyð-
ast til að snúa aftur heim í ofbeldið
og yfirganginn vegna þess að þær
geta ekki séð sér farborða sjálfar,“
segir Ritsuko Nomoto, fyrrum fórn-
arlamb og ráðgjafi, sem jafnframt
rekur veitingastað þar sem konur,
er orðið hafa fyrir sömu reynslu,
hafa fengið vinnu.
Loks er þess að geta að á leigu-
markaði í Japan er mörgum húseig-
endum illa við að leigja einstæðum
konum.
Kimiko, sem rakti stuttlega sögu
sína í upphafi þessarar frásagnar,
segist dauðhrædd við fyrrum eigin-
mann sinn; raunar áræðir hún ekki
einu sinni að segja uppkomnum
dætrum sínum hvar hún er niður
komin.
En í fyrsta skiptið í áratugi kveðst
hún skynja sjálfa sig sem frjálsa
mannveru. „Ég er svo hamingjusöm
að hafa sloppið frá þessu hryllilega
lífi. Ég er frjáls.“
Heimilisofbeldi loks
viðurkennt í Japan
Los Angeles Times/Noboru Hashimoto
Ritsuko Nomoto, fórnarlamb ofbeldisins, rekur nú veitingastað í Tókýó.
Þar hafa nokkrar konur, sem urðu fyrir sömu reynslu, fengið vinnu.
Japanir hafa loks, síð-
astir iðnvæddra þjóða,
viðurkennt að heimilis-
ofbeldi fær auðveldlega
þrifist í samfélagi
þeirra. Ný lög hafa verið
sett en fórnarlömbin eru
sammála um að þau
gangi of skammt.
Tókýó. The Los Angeles Times.
’ Jafnvel þrælarhafa meira frelsi en
ég naut ‘
RÍKISSTJÓRN Bandaríkjanna
hefur lýst yfir stuðningi við, að
upp verði teknir framseljanlegir
kvótar en Magnuson-Stevens-
fiskveiðistjórnarlögin verða tek-
in til endurskoðunar á þessu ári.
Þá mun bann við einstaklings-
bundnum kvótum renna út í
október næstkomandi.
Kemur þetta fram á vefsíð-
unni News@worldcatch.com og
þar segir, að Bush hafi verið
hlynntur einstaklingsbundnum
og framseljanlegum kvótum er
hann var ríkisstjóri í Texas. Er
þetta mál nú í höndum nefndar á
vegum bandarísku fulltrúadeild-
arinnar en hingað til hefur veið-
inni verið stjórnað með ákveðn-
um veiðitímabilum og heildar-
kvóta. Hefur það leitt til gífur-
legs kapphlaups á þeim tíma,
sem veiðin er leyfð, og algengt,
að menn sæki þá sjóinn næstum
hvernig sem viðrar.
Framselj-
anlegir
kvótar
vestra?