Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 11 BJÖRN Steenstrup fv. aðalræðismaður Ís- lands í Gautaborg lést 11. þ.m. Hann var fæddur í Noregi 15. maí 1920. Að loknu stúdentsprófi stundaði hann verslunarnám. Björn flúði til Sví- þjóðar á stríðsárunum, þá rösklega tvítugur að aldri, en hélt fljótlega til Englands og þaðan til Kanada þar sem hann lærði flug og gekk í flugher frjálsra Norð- manna. Að stríðinu loknu fór hann aftur til Noregs og varð majór í flughernum. Árið 1947 gekk hann að eiga eftir- lifandi eiginkonu sína, Marie- Louise Johannsen. Þau eignuðust þrjú börn. Björn var umboðsmaður Loftleiða og síðan Flugleiða í Gautaborg og gegndi því starfi í hartnær ald- arfjórðung. Björn var ræðismað- ur Íslands og síðar að- alræðismaður í Gauta- borg í 21 ár eða frá 1967 til 1988. Hann bar mjög hlýjan hug til Íslands og heimsótti landið margsinnis, stundum ásamt fjölskyldu sinni. Eftir Heimaeyjar- gosið 1973 stóð hann fyrir mjög árangurs- ríkri fjársöfnun fyrir íbúa Vestmannaeyja. Hann var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1974 og kommandör- krossi orðunnar 1979. Útför Björn verður gerð fimmtu- daginn 28. febrúar frá Örgryte gamla kyrka í Gautaborg. Andlát BJÖRN STEENSTRUP FLOSI Eiríksson hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í Landssíma Ís- lands og segist með því vilja mót- mæla vinnu- brögðum sem við- höfð hafa verið varðandi fyrir- tækið. Flosi segir trúnað brostinn milli sín og stjórnarfor- mannsins. Flosi sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í gær: „Ég hef setið í stjórn Landssíma Ís- lands frá árinu 1998 og á þeim tíma reynt að vinna fyrirtækinu vel. Sem stjórnarmaður hef ég tekið þátt í að þróa fyrirtækið með starfsfólkinu og gera það hæfara til að mæta nýjum tækifærum í breyttu rekstrarum- hverfi. Margt af því hefur lukkast vel en annað miður eins og gengur í at- vinnurekstri. Stjórn Landssíma Íslands ber ábyrgð á rekstri félagsins og á að taka þær ákvarðanir sem henni ber, hvort sem um er að ræða ráðning- armál forstjóra, fjárfestingar eða framkvæmdaáætlun. Þetta hefur ekki verið raunin og samgönguráð- herra, einkavæðingarnefnd og aðrir hafa í sífellu verið að taka ákvarðanir sem stjórnarinnar er og jafnvel án vitundar hennar, sem er ámælisvert. Þetta hef ég oftsinnis gagnrýnt inn- an stjórnar og raunar utan hennar í einstökum málum. Síðasta dæmið, og kornið sem fyllir mælinn, eru sér- kennileg viðskipti stjórnarfor- mannsins og Landssímans. Þar með er brostinn trúnaður sem þarf auð- vitað að vera á milli stjórnarfor- manns og mín sem stjórnarmanns. Undir þessu get ég ekki lengur setið. Með tilliti til hlutafélagalaga og þeirrar ábyrgðar sem á stjórn- armönnum hvílir, hef ég tilkynnt Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra afsögn mína sem stjórnar- manns í Landssíma Íslands. Með því vil ég mótmæla fyrrgreindum vinnu- brögðum enda stangast þau á við það siðferðismat og þau vinnubrögð sem ég reyni að viðhafa í meðferð al- mannafjár. Vil ég undirstrika að samþykkt stjórnar frá í gærkvöldi, sem ég neitaði að eiga aðild að, breytir engu hér um. Vil ég nota tækfærið að leiðarlok- um og þakka frábæru starfsfólki Landssímans svo og stjórnarmönn- um fyrirtækisins samstarfið á liðn- um árum um leið og óska fyrirtæk- inu velfarnaðar í framtíðinni.“ Flosi Eiríksson segir sig úr stjórn Landssímans Flosi Eiríksson MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing Friðriks Páls- sonar, stjórnar- formanns Lands- símans, vegna yfirlýsingar Flosa Eiríkssonar um úrsögn úr stjórn fyrirtækinsins: „Samstarf okk- ar Flosa hefur verið gott og trúnaðarbrest á milli okkar kann- ast ég ekki við, enda hefur hann aldrei nefnt það við mig. Hans skoðun var, að það hefði verið óeðlilegt að ég skyldi ekki hafa upplýst stjórnina um fyrirkomulag útseldrar vinnu fyrirtækis míns og ég harmaði það. Hins vegar gerði hann ekki frekar en aðrir stjórnar- menn ágreining um fjárhæðina. Hann tók fullan þátt í umræðum á stjórnarfundi okkar í gær og þar á meðal í samningu fréttatilkynningar, en sagði síðan þegar hann gekk út í sjónvarpsviðtal í lok fundarins, að hann myndi gera það upp við sig á leiðinni út, hvort hann myndi verða með í afgreiðslu hennar eða ekki. Flosi er annars alla jafna málefna- legur, en hugur hans stendur hins vegar greinilega til meiri frama í stjórnmálum og ég óska honum góðs gengis á þeim vettvangi.“ Yfirlýsing Friðriks Pálssonar Kannast ekki við trúnaðarbrest Friðrik Pálsson STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir stjórn Lands- síma Íslands ekki geta „skotið sér á bakvið það aftur og aftur að hún hafi verið leynd öllum upplýsingum“, þegar hann var inntur álits á yfirlýs- ingu sex stjórnarmanna Símans í fyrradag um greiðslur til Friðriks Pálssonar, stjórnarformanns Sím- ans. „Situr stjórnin meðvitundarlaus og hirðir 65 þúsund á mánuði fyrir að vita ekki neitt?“ spyr hann. Sverrir Hermannsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, segist ekkert mark taka á yfirlýsingu stjórnarmannanna en Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, kvaðst ekkert vilja tjá sig um yfirlýsinguna að svo stöddu þegar til hans var leitað í gær. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær segir í yfirlýsingunni að stjórnarmennirnir hafi talið um- ræddar greiðslur sanngjarnar en óeðlilegt hafi verið að stjórninni var ekki greint frá fyrirkomulagi þeirra. Þegar Sverrir Hermannsson var inntur álits á yfirlýsingunni sagði hann þetta eitt: „Ég tek ekkert mark á yfirlýsingunni. Þetta eru menn á launum og vilja halda þeim sporsl- um.“ Situr stjórnin meðvitundarlaus? „Mér finnst stjórn Símans koma hörmulega út úr þessum málum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þeg- ar hann er spurður um afstöðu sína til yfirlýsingarinnar. „Stjórn Símans getur ekki bara skotið sér á bakvið það að hún hafi verið leynd öllum upplýsingum, aftur og aftur; fyrst um ráðningarkjör Þórarins V. Þór- arinssonar, fyrrverandi forstjóra, og slíka hluti og svo aftur núna um þessar þóknanir til stjórnarfor- mannsins, því ef það heldur svoleiðis áfram fer maður náttúrulega að spyrja: Til hvers situr þetta fólk þarna? Situr það þarna meðvitund- arlaust og hirðir 65 þúsund á mánuði fyrir að vita ekki neitt?“ Síðan segir Steingrímur: „En auð- vitað ef stjórnarmönnum er viljandi haldið utan við hluti og þeir leyndir upplýsingum er þeim auðvitað í sjálfu sér ákveðin vörn í því. En það ætti þó ekki að verða þeirra fyrsta hugsun að hlaupa til stuðnings þeim sem hafa komið þannig fram eins og mér finnst stjórnarmenn vera að gera með vissum hætti með þessari samþykkt frá því í gær [fyrradag].“ Steingrímur segir að sér finnist sem stjórnarmenn séu í yfirlýsingunni „hálfpartinn að afsaka þetta allt saman“, eins og hann orðar það. „Þau nöldra að vísu yfir því að þau hafi ekki verið látin vita en hlaupa þessu samt til varnar með vissum hætti.“ Nægir þeim einn eftirmiðdagur? Steingrímur segir auk þess með ólíkindum að stjórnarmenn skyldu vera tilbúnir til að gefa út yfirlýsingu aðeins nokkrum klukkutímum eftir að þeir vissu um greiðslurnar til Friðriks Pálssonar. „Ég spyr: Telja þau sig ekki þurfa að athuga sína lagalega stöðu, ábyrgð og hvar þau standa gagnvart því sem þarna hefur gerst? Og nægir þeim einn eftirmið- dagur á fundi með málsaðila sjálfum, þ.e. stjórnarformanni, til þess að ætla að reyna að hreinsa málin frá? Mér finnst þetta ekki trúverðug við- brögð. Þau eru allt of fljótræðisleg,“ segir Steingrímur. „Að síðustu verð ég að segja að mér finnst þetta fólk ekki mjög geð- ríkt að láta koma svona fram við sig aftur og aftur en sitja þarna áfram. Þetta er orðið eitt reginhneyksli allt saman og það á að fara að hreinsa þarna út.“ Afsögn Flosa fullkom- lega rökrétt Í yfirlýsingu frá Össuri Skarp- héðni sem barst Morgunblaðinu í gærkvöldi segir Össur að stjórnar- menn verði að eiga við samvisku sína hvernig þeir móta sína afstöðu, „og ég geri ekki athugasemdir við það. Miðað við þær upplýsingar sem hafa komið fram finnst mér þó afsögn Flosa Eiríkssonar fullkomlega rök- rétt. Ég lít svo á að þegar stjórnin var leynd upplýsingum um greiðsl- urnar til stjórnarformannsins þá hafi orðið trúnaðarbrestur milli stjórnar- manna annars vegar og stjórnarfor- manns og ráðherra hinsvegar. Ég fæ heldur ekki betur séð en sú launung stangist fortakslaust á við hluta- félagalögin. Sömuleiðis er ég líka þeirrar skoð- unar að það sé í ósamræmi við lögin að stjórnarformaðurinn sitji fund og taki þátt í að afgreiða ályktun sem varðar kjör hans sjálfs. Það er kanski það atriði sem ég á erfiðast með að sætta mig við af hálfu stjórn- armanna. Það er svo algerlega úr takti við þær hugmyndir sem ég geri mér um hæfi og vanhæfi manna við þessar aðstæður. Mér finnst að heil- brigð skynsemi hefði átt að segja stjórnarmönnum að það sé einfald- lega engum bjóðandi að stjórnarfor- maðurinn sitji sjálfur fundi þar sem rætt erum mál sem varðar beina hagsmuni hans sjálfs, því þetta er vitaskuld ekkert annað.“ Félagsstjórn taki ákvörðun um kaup á þjónustu „Áslaug Björgvinsdóttir, sérfræð- ingur í félagarétti, hefur svo sett fram rök fyrir þeirri skoðun að ákvörðun um kaup á þjónustu af stjórnarformanni þurfi félagsstjórn- in sjálf að taka og stjórnarformað- urinn víki þá sæti á meðan. Það tel ég rétt. Þannig má halda fram að hlutafélagalögin hafi verið þríbrotin í þessu máli og það þarf að skoða. Mestu skiptir þó að málið verði upplýst að fullu. Það er ekki gert með yfirlýsingu stjórnarinnar. Hver voru þau störf til dæmis sem stjórn- arformaðurinn innti af höndum og þáði fyrir sérstakar greiðslur? Sam- kvæmt því sem ríkisendurskoðandi hefur tjáð mér var þar ekki eingöngu um að ræða störf vegna einkavæð- ingar fyrirtækisins, einsog kemur þó afdráttarlaust fram í yfirlýsingunni. Ég vil vita hvernig stendur á því mis- ræmi. Voru það kanski ráðgjafar- störf vegna fjárfestinga erlendis? Ég vil líka fá að vitað hvort greiðslur af þessu tagi hafi verið hluti af um- sömdum kjörum milli stjórnarfor- mannsins og ráðherrans, og líka hve- nær þær hófust. Það kemur heldur ekki fram í yfirlýsingunni. Mér finnst málið þess vegna ekki upplýst. Þróun þess herðir enn frek- ar á því að öll þau mál sem tengjast einkavæðingu Símans verði tekin til gagngerrar skoðunar. Úr þessu get- ur ríkisendurskoðun ekki fram- kvæmt þá skoðun, því hún er auðvit- að vanhæf í málinu fyrst stofnuninni varð á að leggja blessun sína yfir fyr- irkomulagið á greiðslunum. Við þessar aðstæður sýnist mér að þing- ið eigi engan kost nema samþykkja að setja á stofn sérstaka rannsókn- arnefnd sem brjóti til mergjbæði þetta mál, og önnur sem tengjast því dæmalausa klúðri sem einkavæðing Símans er orðin í höndum þessarar mistæku ríkisstjórnar.“ Stjórnarandstaðan gagnrýnir stjórn Símans Situr stjórnin meðvitundarlaus? Í NÝJASTA hefti breska tímaritsins The Ecologist sem á íslensku nefnist Vistfræðingurinn er vikið að starf- semi Sólheima í Grímsnesi í tengslum við umfjöllun um annars konar samfélög. Þar kemur fram að Sólheimar er elsta samfélag sinnar tegundar í heiminum en það var stofnað árið 1930. Íbúar þar eru um 100, þar af um 40 fatlaðir. Í tímaritinu segir að Sólheimar sé elsta samfélag sinnar tegundar í heiminum þar sem fatlaðir og ófatl- aðir búa og starfa hlið við hlið. Þá séu Sólheimar jafnframt fyrsta sam- félagið á Norðurlöndunum til að stunda lífrænan landbúnað og að íbúarnir hafi nýlega gróðursett trjáplöntur á 250 hekturum. Kjarninn í hugmyndafræði Sól- heima er að staðurinn sé vistvænt byggðahverfi þar sem fatlaðir og ófatlaðir búa hlið við hlið. Starfið byggist á fjórum meginstoðum. Skírskotað er til kenninga Rudolfs Steiner um mannspeki og hugsjónar Sesselju um samskipti fatlaðra og ófatlaðra, ástundun lífrænnar rækt- unar, vistmenningu og byggðahverfi með það að markmiði að skapa sjálf- bært samfélag fólks sem leggur áherslu á ræktun manns og náttúru. Fjallað um Sólheima í breska tímaritinu The Ecologist Sólheimar elsta sam- félag sinnar tegundar Á miðopnu The Ecologist er kort af nokkrum þeim stöðum sem falla undir annars konar samfélög að mati tímaritsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.