Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Grunnskólann á Laugarvatni vantar kennara nú þegar vegna forfalla. Kennslugreinar: Náttúrufræði og kennsla yngri barna. Upplýsingar í síma 486 1224 eða 486 1199. Trésmiður Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi, Hveragerði, óskar eftir að ráða trésmið til starfa sem fyrst. Umsóknir skulu berast Dvalarheimilinu Ási/ Ásbyrgi, Hverahlíð 20, 810 Hveragerði. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri á virkum dögum milli kl. 10 og 12 í síma 480 2000. Víðines, hjúkrunarheimili aldraðra, Kjalarnesi, 116 Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á kvöldvaktir. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Til greina kemur að vinna frá kl. 17.00—22.00. Ennfremur eru næturvaktir í boði. Víðines, hjúkrunarheimili aldraðra, tók til starfa vorið 1999. Á heimilinu eru 2 hjúkrunardeildir, 19 og 18 rúma. Við viljum leggja áherslu á heimilislegt umhverfi fyrir íbúa og starfsfólk. Víðines er staðsett á fallegum og friðsælum stað ca 10 km fyrir utan Mosfellsbæ. Bifreiðastyrkur er greiddur samkvæmt reglum þar um. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Borghildur Ragnarsdóttir, í síma 563 8803 eða 563 8801. Verkefnastjóri í Snorrastofu Snorrastofa, sem er fræðasetur í Reykholti, óskar eftir að ráða verkefnastjóra í hálft starf. Verkefnastjóri annast umsýslu rannsóknarverk- efna og undirbúning ráðstefna og funda. Að auki kemur hann að undirbúningi sýninga, bókaútgáfu, gerð kynningarefnis o.fl. Verkefna- stjóri verður að hafa háskólapróf, vera tilbúinn til að takast á við krefjandi verkefni og geta unnið sjálfstætt. Boðið er upp á ódýrt húsnæði á staðnum. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 435 1491 og 435 1525 (á kvöldin). Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist Snorrastofu fyrir 1. mars nk. Snorrastofa, Reykholti, 320 Reykholti. ⓦ á Arnarnes Gæðastjóri og um- sjón bitaskurðarvéla Grandi hf. óskar eftir að ráða gæðastjóra sem hefur jafnframt umsjón með Marel bitaskurðar- vélum í fiskvinnslu Granda við Norðurgarð, Reykjavík. Starfið felur í sér skipulag og stjórnun gæða- eftirlits, úrvinnslu gæðaupplýsinga og inn- stillingu og eftirlit með tölvustýrðum skurðar- vélum frá Marel, sem skera flök í bita. Við leitum að duglegum og samviskusömum einstaklingi sem hefur menntun og/eða reynslu á sviði fiskvinnslu auk áhuga á að takast á við metnaðarfullt starf við þróun og vinnslu flaka- bita. Í frystihúsi Granda við Norðurgarð starfa um 100 manns í hátæknivæddu frystihúsi sem sérhæfir sig í framleiðslu lausfrystra flaka og flakabita úr karfa og ufsa. Skriflegar umsóknir sendist Svavari Svavars- syni, framleiðslustjóra, eða á netfangið svavar@grandi.is . Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TIL LEIGU Til leigu 140 fm íbúð í tvíbýli (þrjú svefnherb.) á besta stað í vestur- bænum, nálægt Háskólanum. Laus um páska og leigist til a.m.k. árs í senn. Viðmiðunarleiga 100 þús. á mán. Leigist með hluta af innbúi. Reglusemi og traustar greiðslur skilyrði. Gæti leigst fleirum en einum aðila. Vinsamlega sendið fyrirspurnir til augl.deildar Mbl. (box@mbl.is), merktar: „J — 12019“. TILKYNNINGAR Auglýsing Deiliskipulagstillaga fyrir frístunda- byggð í Þiðriksbæli í landi Kvía í Þverár- hlíð, Borgarbyggð Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreint deiliskipu- lag. Tillagan mun liggja frammi á bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 20. febrúar 2002 til 20. mars 2002. Athugasemdum skal skila inn fyrir 4. apríl 2002 og skulu þær vera skriflegar. Borgarnesi, 13. febrúar 2002. Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar. Hafnarfjarðarbær Auglýsing um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995—2015 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 18. des. 2001, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995 - 2015 á Völlum, samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felst í stækkun íbúðarsvæðis og stækkun svæðis til sérstakra nota. (Ú 11). Auglýsing um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995—2015 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 22. jan. 2002, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995— 2015 v/Hvaleyrarvatns og Höfðaskógar, sam- kvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997. Breytingin felst í að landnotk- un er breytt úr opnu svæði/almennt grænt svæði í opið svæði til sérstakra nota, sem liggja norðan og vestan við skipulagssvæðið. Tillögurnar verða til sýnis frá 20. febrúar 2002 í afgreiðslu umhverfis- og tæknisviðs, Strand- götu 8, þriðju hæð. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillög- urnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 15. mars 2002. Þeir, sem ekki gera athuga- semdir við tillögurnar, teljast samþykkir þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.