Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. NÝSKRÁNINGAR einkahluta- félaga hafa nær tvöfaldast það sem af er þessu ári samanborið við sama tímabil í fyrra, en um áramótin lækkaði skatthlutfall fyrirtækja úr 30% í 18% vegna breytinga á skatta- lögum. Í gær höfðu 570 ný hlutafélög og einkahlutafélög verið skráð hjá fyr- irtækjaskrá frá áramótum en á sama tíma í fyrra höfðu 294 ný félög verið skráð hjá fyrirtækjaskrá og er því aukningin frá því í fyrra tæp 95%. Allt árið í fyrra voru tæplega nítján hundruð ný einkahlutafélög skráð hjá fyrirtækjaskrá. Ekki liggja fyrir upplýsingar um í hvaða atvinnu- greinum þessi fyrirtæki starfa eink- um. Skráningum fækkaði í fyrra Skráningum einkahlutafélaga fækkaði um 10% allt árið í fyrra sam- anborið við árið 2000. Í fyrra voru nýskráð félög 1.871, en allt árið 2000 voru 2.075 ný félög skráð, sem er fækkun um 10% milli ára. Öll árin 1997-2001 voru flestar nýskráningar í flokknum fasteignaviðskipti, leigu- starfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta, en undir þennan flokk falla atvinnu- greinar eins og rekstur eignarhalds- félaga, leiga atvinnuhúsnæðis, hug- búnaðargerð, rekstrarráðgjöf og tækniráðgjöf arkitekta og tækni- fræðinga, að því er fram kemur í upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Árið 2001 voru nýskráningar í þess- um flokki 512 eða 27% af öllum ný- skráningum á árinu. Flokkurinn sem kom næstur á eftir er verslun og ým- is viðgerðarþjónusta en þar voru ný- skráningarnar í fyrra 274 talsins. Þegar einstakar atvinnugreinar eru skoðaðar kemur í ljós að ný- skráningar eru flestar í flokknum húsbyggingar og önnur mannvirkja- gerð, eða 126. Næst á eftir er rekstur eignarhaldsfélaga, 75 og þá leiga at- vinnuhúsnæðis, 69 og smábátaút- gerð 62 talsins. Nærri tvöfalt fleiri einkahlutafélög MIKILL skafrenningur, hálka og hvassviðri var á Suður- og Suðaust- urlandi í gærdag. Töluverð snjó- koma var í Vestmannaeyjum og þæfingur seinni partinn í Vík í Mýr- dal. Veðrið var að mestu gengið niður í gærkvöldi, en fram að því hafði verið mjög blint og ökumenn lent í erfiðleikum víða. Að sögn Jónasar Erlendssonar, fréttaritara Morgunblaðsins, sást ekki milli stika á vegum við Vík og lögreglan þurfti að aðstoða ökumenn sem fest höfðu í sköflum í Víkurþorpi og víð- ar. Börn af sveitabæjum í nágrenni Víkur komust ekki til skóla í gær vegna veðursins. Þá var töluvert hvassviðri undir Eyjafjöllum og á Mýrdalssandi. Þá var skafrenn- ingur sums staðar á Suðurlandi og Reykjanesi og eins á Fróðárheiði og víða á Vestfjörðum í gærdag. Veðrið var öllu bjartara í Reykja- vík í gær þó að þungt hefði verið yf- ir. Spáð er suðvestan 10-15 metrum á sekúndu á Suðausturlandi og élj- um upp úr hádegi í dag, en minnk- andi vestanátt og éljum um kvöldið. Þá er einnig von á éljagangi á höf- uðborgarsvæðinu í dag og snjó- komu með kvöldinu. Það er því ær- ið tilefni fyrir höfuðborgarbúa til að draga fram sleðana. Morgunblaðið/Golli Lögreglan þurfti að koma ökumönnum til hjálpar í Vík í Mýrdal í gær- dag þar sem ferðaveður var lítið og færðin þung. Höfuðborgarbúar voru heppnari með veður, þó að dimmt hafi verið yfir lengst af. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hálka og hvassviðri á Suðurlandi STJÓRN Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, SÍS, kemur saman til fundar á Bifröst í Borgarfirði í dag í tilefni 100 ára afmælis sambandsins, sem stofnað var 20. febrúar 1902 að Ystafelli í Köldukinn. Undirrita á tví- þætt samkomulag við Viðskiptahá- skólann á Bifröst um ritun á sögu SÍS í 100 ár annars vegar og hins vegar um að kanna hvernig samvinnu- félagsformið er notað í viðskiptum á erlendri grund og á hvaða sviðum það gæti hentað á Íslandi á 21. öldinni. Tíu ár eru liðin síðan starfsemi SÍS sem fyrirtækis lagðist niður og starf- seminni var skipt upp í sex deildir sem urðu sjálfstæð hlutafélög. Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, stjórnar- formaður SÍS, segir m.a. í viðtali við Morgunblaðið í dag að sögu sam- vinnuhreyfingarinnar hafi síður en svo verið lokið fyrir tíu árum. Sam- vinnufélagsformið henti á ákveðnum sviðum en öðrum ekki og það sé í notkun víða um heim. Ómaklegt að dæma formið dautt „Aðallega á það vel við á þeim svið- um þar sem ekki er þörf á miklu fjár- magni heldur fyrst og fremst þátt- töku margra aðila. Það er mjög ómaklegt ef menn dæma formið sem slíkt dautt,“ segir Jóhannes sem sér SÍS fyrst og fremst fyrir sér í fram- tíðinni sem regnhlífarsamtök sam- vinnufélaganna. SÍS hafi aldrei tekist að verða regnhlífarsamtök allra sam- vinnufélaga. Stjórn SÍS semur við Viðskiptahá- skólann á Bifröst Möguleikar samvinnu- félaga á 21. öld kannaðir  Samvinnufélögin/26–27 NOKKRAR tegundir af græn- meti lækka í verði í verslunum Hagkaupa í dag eða um 10,7% að meðaltali. Eru þetta fyrstu verðlækkanir á grænmeti til neytenda sem raktar eru til áhrifa af ákvörðunum græn- metisnefndarinnar svonefndu um niðurfellingu verðtolla af grænmeti. Útsöluverð á kína- káli lækkar úr 297 kr. kg í 249, blómkál lækkar úr 566 kr. í 529 kr. Verð á brokkólí lækkar úr 567 kr. í 539, sellerí lækkar úr 379 kr. í 314 kr. og púrra fer úr 319 kr. í 269 kr./kg. Hagkaup lækka grænmet- isverð LÖGREGLAN í Reykjavík segist merkja nokkra fjölgun ofbeldisbrota í Vesturbænum, þ.e. á svæðinu vestan Lækjargötu, á árinu 2000, en fækkun slíkra brota í Austurbænum, austan Lækjargötu, og sömuleiðis fækkun í miðbæ Reykjavíkur. „Okkur virðist sem það hafi heldur dregið úr ofbeldisbrotum á mynda- vélasvæðinu,“ segir Guðmundur Gígja aðstoðaryfirlögregluþjónn um þróunina í miðborg Reykjavíkur, þar sem eftirlitsmyndavélar hafa verið í notkun í rúm þrjú ár. Lögreglan hef- ur ekki handbærar tölur um um- rædda þróun en eftir því sem lögregl- an kemst næst virðast þessar breyt- ingarnar á tíðni ofbeldisbrota vera staðreynd. „Þarna er um að ræða ofbeldisbrot, allt frá minnstu líkamsárásum sem skráðar eru til manndrápa,“ segir Guðmundur. Benda má á, að sam- kvæmt ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík fyrir 2000, fjölgaði til- kynntum ofbeldisbrotum úr 681 árið 1997 í 831 árið 2000. Þar af fjölgaði al- varlegum árásum úr 11 í 20 og minni- háttar árásum úr 74 í 109. Í skýrsl- unni kemur fram að 50% tilkynntra brota áttu sér stað á póstnúmera- svæði 101, þar af tæplega 96% í og við miðborgina. Næst flest tilkynntra brota áttu sér stað í póstnúmerasvæði 105, í Hlíðum og Holtum og Túnum, eða 7,6% tilkynntra brota. Fjölgun ofbeld- isbrota í vest- urborginni Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.