Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MIÐBORG Reykjavíkur skortir
skýra stefnumótun í skipulags- og
fjárfestingarmálum. Friðun húsa við
Laugaveg og á öðrum stöðum í mið-
borginni hefur orðið til þess að fjár-
festar hika og seinagangur í málefn-
um borgarinnar af hálfu borgar-
yfirvalda orðið til þess að fjármagn
hefur farið annað. Þetta kom fram í
máli fulltrúa sjálfstæðismanna í
Reykjavík er efndu til fundar í Ráð-
húsi Reykjavíkur í gær til að ræða
málefni miðborgarinnar.
Björn Bjarnason, borgarstjóra-
efni Sjálfstæðisflokksins, sagði í er-
indi sínu á fundinum að tryggja
þyrfti að Reykjavík stæðist kröfur
um alþjóðlega samkeppni og að
borgin ætti að vera í fararbroddi
meðal höfuðborga. Hann taldi mik-
ilvægt að minjum í miðborginni yrði
sýnd full virðing, sérstaklega í ljósi
þess að þar er landnám talið hafa
hafist á Íslandi. Sameina bæri sögu,
samtíð og framtíð og nauðsynlegt
væri að Menntaskólanum í Reykja-
vík yrði sköpuð viðunandi aðstaða í
miðbænum.
Friðun húsa úr hófi fram
Inga Jóna Þórðardóttir borgar-
fulltrúi ræddi í erindi sínu um
Laugaveginn, aðalverslunargötu
Reykvíkinga. Sagði hún rekstur hafa
að undanförnu verið að færast frá
Laugaveginum, verslanir hafi verið
að hætta og gatan ætti því í vök að
verjast. Ræddi hún sérstaklega um
húsafriðun og sagði 32 hús friðuð við
Laugaveginn. Taldi hún ómögulegt
að þróun og uppbygging ætti sér
stað við slíkar aðstæður. Sjálfsagt
væri að friða ákveðin hús en gefa
þyrfti eigendum frelsi til frekari
uppbyggingar. Erfitt væri að fá fjár-
festa inn á svæðið vegna þessa.
Gagnrýndi hún seinagang borgaryf-
irvalda í gerð deiliskipulags fyrir
Laugaveg og sagði að á meðan þessi
mál drægjust á langinn færi fjár-
magnið annað. Sagði hún nauðsyn-
legt að ráðamenn hefðu þor til að
gera breytingar og nefndi sem dæmi
hús sem friðuð hafi verið samkvæmt
landslögum.
Skýrari stefnumótun
nauðsynleg
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arfulltrúi rakti framkvæmdir og að-
gerðir í skipulagsmálum sem gerðar
voru áður en R-listinn fékk meiri-
hluta í borginni. Taldi hann hins veg-
ar R-listann ekki hafa staðið fyrir
stórframkvæmdum á þessu svæði og
að á skorti skýrari stefnumótun í
skipulags- og fjárfestingarmálum
miðborgarinnar. Taldi hann nauð-
synlegt að endurskipuleggja sam-
starf hagsmunaaðila miðborgarinnar
og setja á stofn öflugt miðborgar-
félag. Varpaði hann fram hugmynd
um að setja á stofn sérstakan þróun-
arsjóð fyrir miðborgina til fram-
kvæmda og uppbyggingar. Þá
kynnti hann aðra hugmynd sem lýt-
ur að bílastæðamálum borgarinnar
sem hann telur að þurfi að endur-
skoða. Í hugmyndinni felst að leggja
niður stöðumæla og þess í stað yrði
tekið upp kerfi sem tíðkast víða er-
lendis, að ökumenn hafi tímamæla í
framrúðum bíla sinna.
Í máli Júlíusar Vífils Ingvarssonar
borgarfulltrúa kom fram að verslun-
um og veitingahúsum í miðborginni
hafi fækkað verulega undanfarin ár.
Sagði hann veitingahúsum hafa
fækkað um 24% árin 2000-2001.
Taldi hann Kvosina eiga í mestri vök
að verjast og þarfnast endurupp-
byggingar. Kvosin væri miðstöð
stjórnsýslu höfuðborgarinnar og
þarfnaðist sterks baklands. Sagði
hann sjálfstæðismenn sjá möguleika
á uppbyggingu svæðisins með því að
halda í ákveðinn hluta götumyndar-
innar og vernda ákveðin hús, en
byggja að öðru leyti upp.
Jóna Gróa Sigurðardóttir borgar-
fulltrúi fjallaði um umferðarmál í
borginni og sagði öll bílastæðahús
miðborgarinnar hafa verið byggð er
Sjálfstæðisflokkurinn var við völd.
Síðan hafi lítið gerst í bílastæðismál-
um.
Auðvelda þarf aðgang
að miðborginni
Taldi hún lykilatriði að auðvelda
aðgengi borgaranna að miðborginni
og til þess þyrfti sveigjanlegra
skipulag og fleiri bílastæði. Annars
muni miðborgin koðna niður.
Guðlaugur Þór Þórðarson borgar-
fulltrúi sagði á fundinum nauðsyn-
legt að háskólasvæðið yrði tengdara
miðborginni og auðvelda þyrfti að-
gang gangandi vegfarenda yfir
Hringbraut við Háskólann. Tengja
þyrfti miðborgina betur við göngu-
stígakerfi borgarinnar sem sífellt
fleiri notfærðu sér. Sagði hann
markmið sjálfstæðismanna að
stækka miðborgarsvæðið.
Guðlaugur fjallaði sérstaklega um
framtíð Hegningarhússins við Skóla-
vörðustíg. Sagði hann starfsemi
hússins verða fundinn nýr staður á
næstunni og þá væri hægt að nýta
húsið með ýmsum hætti, t.d. sem
veitingastað eða safn. Nefndi hann
sérstaklega Hljómskálagarðinn og
Miklatún í erindi sínu og sagði síðari
útivistarstaðinn enn ókláraðan.
Hann mætti hins vegar nýta með
mun betri hætti fyrir almenning og
að nauðsynlegt væri að fá betri teng-
ingu miðborgar við Kjarvalsstaði. Þá
mætti hugsa sér að á túninu yrði
gerður höggmyndagarður eða lysti-
garður. Í Hljómskálagarðinum safn-
aðist fólk saman á tyllidögum og
vanda þyrfti vel allar breytingar á
garðinum. Sagði hann sjálfstæðis-
menn vera opna fyrir öllu en ítrekaði
að varlega yrði að fara. Nefndi hann
hugmyndir um lítið kaffihús og svið
til smærri uppákoma í garðinum.
Hlúa þarf að skólum
Síðasti ræðumaður á fundinum
var Kjartan Magnússon borgar-
fulltrúi og fjallaði hann sérstaklega
um framtíð Menntaskólans í Reykja-
vík og Kvosina. Í tíð R-listans sagði
hann einstefnugötum hafa fjölgað og
bílastæðum fækkað sem komið hafi
niður á aðsókn að miðborginni. Sagði
hann nauðsynlegt að löggæsla í mið-
bænum yrði efld og að lögreglan yrði
sýnilegri. Næturklúbbum hefði
fjölgað á kostnað verslana undanfar-
in misseri og aðsókn að listasafninu í
Hafnarhúsinu væri dræm. Kjartan
sagði miðbæinn öflugt skólasvæði og
nauðsynlegt væri að tryggja stöðu
skólanna í miðbænum. Sagði hann
vonast til þess að skólahald hæfist
aftur af krafti í gamla Miðbæjarskól-
anum sem nú hýsti aðallega skrif-
stofur. Ræddi Kjartan sérstaklega
um MR og sagði að hugmyndin væri
sú að byggja yfir byggingar skólans
sem dreifðust nú um lítið svæði. Með
því yrði til nokkurs konar skólaþorp.
Lokaorð Kjartans voru á þá leið að
hlúa þyrfti að skólastarfi í miðborg-
inni og láta uppbyggingu tala í stað
ofverndunar og úrræðaleysis.
Borgarfulltrúar sjálfstæðismanna efndu til fundar um málefni miðborgarinnar
„Uppbygg-
ing í stað of-
verndunar“
Morgunblaðið/Ásdís
Inga Jóna Þórðardóttir og Björn Bjarnason fluttu ávörp á fundinum í
Ráðhúsinu í gærkvöld og Eyþór Arnalds var fundarstjóri.
STEFÁN Jón Hafstein fékk afger-
andi kosningu í fyrsta sætið og varð
sigurvegari í prófkjöri Samfylkingar-
innar vegna borgarstjórnarkosning-
anna í vor. Steinunn Valdís Óskars-
dóttir varð í öðru sæti og Helgi
Hjörvar í því þriðja.
Niðurstöður lágu fyrir í gærkvöldi
og fékk Stefán Jón Hafstein 1.029 at-
kvæði í fyrsta sæti. Hann segir að sér
þyki vænt um hvað margir hafi hringt
í sig í kosningabaráttunni og lýst yfir
stuðningi við sig. „Mér tókst það sem
ég ætlaði mér, sem var að vekja fólk
til umhugsunar og þátttöku út fyrir
raðir þrengsta hrings flokksfólks og
það skilar þessum árangri fyrst og
fremst.“ Hann bætir við að greinilegt
sé að engar línur eða hólf séu lengur
innan Samfylkingarinnar. „Við erum
samfylkingarfólk. Það eru engin göm-
ul flokksbönd,“ segir hann og bætir
við að ekkert mynstur hafi verið á
seðlum. Fólk hafi kosið frjálst en ekki
eftir forskrift einhverra foringja.
Stefán Jón Hafstein kemur nýr inn
á Reykjavíkurlistann og verður þar í
þriðja sæti. Hann segir að ekki liggi
fyrir hverjir verði fulltrúar Vinstri
grænna og Framsóknarflokksins auk
þess sem eftir eigi að skipa í sjöunda
sætið, „en við höfum alla burði til að
vera með frábæran lista og ég er
mjög bjartsýnn“. Hann segir að
Reykjavíkurlistanum verði stillt upp í
lok mánaðarins og þá hefjist starf
með nýjum frambjóðendum.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir fékk
337 atkvæði í fyrsta sæti og 1.217 í
fyrsta til annað sætið, en hún hefur
verið borgarfulltrúi Samfylkingarinn-
ar í tvö kjörtímabil og fékk flest at-
kvæði í prófkjörinu. Hún segir að
margir hafi spáð sér öðru sæti og
innst inni hafi hún vonast eftir því en
samt hafi hún óttast að slagurinn sem
Stefán Jón og Helgi hafi búið til um
fyrsta sætið myndi ýta sér neðar. Því
segist hún vera sérstaklega ánægð
með víðtækan stuðning í prófkjörinu,
rúmlega 60% greiddra atkvæða, og
fjórða sætið á Reykjavíkurlistanum.
„Ég lít á þetta sem stuðning við okkar
störf og mín störf frá því Reykjavík-
urlistinn var stofnaður og lít ekki svo
á að þessi endurnýjunarkrafa, sem
kom meðal annars fram af hálfu Stef-
áns Jóns, hafi beinst gegn mér.“
Steinunn Valdís Óskarsdóttir segir
að listinn sé góður og sigurstrangleg-
ur. Þrjú efstu sætin séu bindandi,
Helgi Hjörvar sé í níunda sæti
Reykjavíkurlistans og það sé sæti
sem gæti hrokkið inn í góðu árferði.
„Helgi er mikill bardagamaður og ég
treysti honum vel til að sitja í því sæti
og gera sitt besta þar. Þetta þriggja
manna lið er mjög gott.“
Vonbrigði
Helgi Hjörvar varð í þriðja sæti.
Hann segir að Stefán Jón Hafstein sé
ótvíræður sigurvegari og hann óski
honum til hamingju. Fyrirsjáanlegt
hafi verið að sá þeirra sem ekki næði
fyrsta sætinu yrði í því þriðja. Hann
hafi aldrei sagt fólki í hvaða sæti það
ætti að kjósa sig. Stuðningsmennirnir
tækju ákvörðun um það og hann tæki
því hlutverki sem þeir óskuðu, en
samt væru það vonbrigði að falla úr
fyrsta sætinu. Kjósendur væru að
lýsa mati sínu á störfum fulltrúanna á
kjörtímabilinu og sá dómur væri með
þeim hætti fyrir sig að hann hlyti að
yfirvega störf sín og reyna að læra af
niðurstöðunni.
Talningu lokið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík
Stefán Jón Haf-
stein sigurvegari
!
"
#
$
!
"#
$%
& !
% & &
'
&
#
(!
'
&
(
ÍSLENDINGAR taka á móti Þjóð-
verjum í Evrópukeppninni í knatt-
spyrnu 6. september 2003 og segir
Eggert Magnússon, formaður
Knattspyrnusambands Íslands, að
mikilvægt sé að KSÍ, Reykjavík-
urborg og ríkisvaldið taki höndum
saman fyrir þann tíma og ljúki við
stúkubygginguna á vellinum svo
rými verði fyrir 12.000 til 15.000
áhorfendur í sæti.
Samið var um leikdaga í riðli Ís-
lands á fundi í Frankfurt í Þýska-
landi í gær. Eggert Magnússon seg-
ir að lögð hafi verið áhersla á að
heimaleikurinn á móti Þjóðverjum
yrði í lok riðlakeppninnar með það í
huga að stúkan yrði tilbúin, en
hann hafi sagt á ársþingi KSÍ í lið-
inni viku að ríkið hlyti að koma að
byggingunni þar sem um þjóð-
arleikvang væri að ræða. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri,
hefði lýst því yfir að hún væri tilbú-
in að ganga til viðræðna við KSÍ
varðandi fjármögnun á stúkubygg-
ingunni og Björn Bjarnason,
menntamálaráðherra, hafi gefið
stuðning ríkisins við málið í skyn á
heimasíðu sinni. Borgin hefði staðið
sig mjög vel varðandi stúkubygg-
inguna fyrir fimm árum en þetta
væri ekki einkamál hennar og KSÍ
heldur yrði ríkið líka að koma að
málum.
Eggert Magnússon segir að við
núverandi aðstæður komist mun
færri að en vilji á leikinn við Þjóð-
verja. Þýskaland sé einna sigursæl-
ast í heimsmeistarakeppninni og
Evrópukeppninni og framundan sé
stærsti viðburðurinn í íslensku
íþróttalífi. Því sé mikilvægt að KSÍ,
borgin og ríkið setjist niður sem
fyrst og reyni að leysa stúkuað-
stæður.
Morgunblaðið/Þorkell
Mikilvægt að ljúka
stúkubyggingunni