Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLDI fólks gengur sér til hress- ingar og heilsubótar í Reykjanes- höllinni í Njarðvík á hverjum degi. Daglega koma þangað 60 manns og suma daga fer fjöldinn upp í 100. „Þetta er mjög gott þegar það er snjór og kalt úti,“ sagði Ragnar F. Jónsson þegar hann og kona hans, María Einarsdóttir, voru að teygja eftir sína daglegu gönguferð í Reykjaneshöllinni. Þau koma þang- að alltaf þegar opnað er, klukkan tíu á morgnana. Ragnar gengur venjulega um það bil fjóra kíló- metra og María um þrjá, en það er þó breytilegt. Þau segjast ganga mikið úti þegar gott er veður en síðustu fimm vikurnar hafi þau gengið í Reykjaneshöllinni. Þau segja að auk hreyfing- arinnar fái þau þarna ákveðinn fé- lagsskap þegar fólk setjist niður eftir gönguna. En það sé þó mis- jafnt, fólk sé á hreyfingu og fari svo út þegar markmiðinu er náð. Helga Pétursdóttir, umsjón- armaður í Reykjaneshöllinni, segir að fólkið sitt, eins og hún nefnir göngufólkið, komi gjarnan klukkan tíu á morgnana og vilji helst mæta fyrr. Fólk sé síðan að koma fram til hálfþrjú en þá taki knattspyrnan við og erfiðara sé að ganga á með- an á æfingum standi. Einnig sé erf- itt að ganga um helgar þegar æf- ingar og leikir eru allan daginn í höllinni. Fólkið þarf ekki að greiða fyrir aðgang að göngusvæðinu en er beðið um að skrá sig í gestabók svo hægt sé að halda utan um fjöldann sem mætir. Helga segir að um sex- tíu manns komi á hverjum degi, ekki sama fólkið, og talan hafi farið upp í 107 þegar mest hefur orðið. Helga segir ekki hægt að flokka fólkið neitt, þetta séu almennir íbú- ar í Reykjanesbæ, meðal annars eldri borgarar og sjúklingar sem séu að þjálfa sig upp. Hún segir að yngra fólk komi einnig, meðal ann- ars starfsfólk af vinnustöðum í há- degi og kaffitímum. „Það er gaman að heyra hvað fólki finnst því hafa gott af þessu,“ segir Helga. Hún segist hafa mikla ánægju af því að umgangast „fólkið sitt“. „Ég var að vinna með börnum þar sem mikið líf og fjör var á vinnustaðnum og hélt að heimurinn myndi hrynja þegar ég flutti mig hingað. En það var aldeilis ekki þannig,“ segir hún. Göngugarpar í Reykjaneshöllinni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Njarðvík KEFLAVÍKURKIRKJA og Mið- stöð símenntunar á Suðurnesjum standa fyrir bókmenntakvöldi með Ara Trausta Guðmundssyni jarð- fræðingi í Kirkjulundi í Keflavík á morgun, fimmtudag, kl. 20. Ari Trausti mun kynna í máli og myndum verk sitt, Íslenskar eld- stöðvar, sem var tilnefnt til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita árið 2001. Að loknu erindinu gefst fundargestum tækifæri til fyrirspurna og um- ræðna um íslenskar eldstöðvar og eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga og fleira sem tengist umfjöllunar- efninu. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Eldstöðva- kerfin á Reykjanes- skaga Keflavík BÆJARSTJÓRN Sandgerðis hefur tekið vel í hugmyndir um að efna til heimsmeistaramóts, Ólympíuleika eða Evrópu- meistaramóts í þorskveiðum. Eyþór Jónsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, rak augun í umfjöllun um heimsmeistaramót í þorskveið- um sem haldið er í Vaagan á Lófótensvæðinu í Noregi. Til leiks mæta veiðimenn víða að og er markmið þeirra að veiða sem allra stærstan þorsk. Fram kemur að heimsmeist- aramótið er fundið fé fyrir íbúa í Vaagan, talið er að næsta mót, sem haldið verður í byrjun apríl, skilji eftir sig 90– 110 milljónir íslenskra króna. Eyþór vakti til gamans at- hygli á þessu við bæjaryfirvöld og varpaði því fram hvort það væri kannski hugmynd fyrir Vestmannaeyinga, Grindvík- inga eða Sandgerðinga að slá Norðmönnum við og efna til Ólympíuleika eða Evrópu- meistaramóts í þorskveiðum hérlendis. Málið var tekið upp í bæjarstjórn Sandgerðis í vik- unni og ákveðið að vísa því til Markaðs- og atvinnumála- skrifstofu Reykjanesbæjar til skoðunar og frekari úrvinnslu eftir umsögn umhverfis- og menningarráðs bæjarsins. Evrópu- meistara- mót í þorsk- veiðum? Sandgerði UNGLINGARÁÐ Víðis í Garði hef- ur óskað eftir að taka Samkomuhús- ið á leigu í eitt ár til reynslu og hefur hreppsnefnd samþykkt það og falið sveitarstjóra að semja um málið. Núverandi leigutakar Samkomu- hússins hafa sagt upp samningum og hætta rekstri um næstu mánaðamót. Unglingaráðið hefur áhuga á að reyna reksturinn til fjáröflunar fyrir deildina. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Jónssonar sveitarstjóra er ekki ætlunin að hafa vínstúku opna, Garðmenn séu greinilega ekki nógu drykkfelldir til þess, en hægt verður að útvega vínveitingaleyfi þegar hópar sem eru í mat óska þess. Unglinga- ráð vill leigja Sam- komuhúsið Garður BÚIÐ er að koma Bátaflota Gríms Karlssonar fyrir í nýjum sýning- arsal í Duushúsunum í Keflavík. Verið er að ganga frá öðrum þátt- um sýningarinnar sem opnuð verð- ur í vor. Nú hefur Bátafélagið, áhugamannahópur um Bátaflota Gríms, hafið fjársöfnun til að kosta uppbyggingu á fræðslu- og upplýsingastarfsemi í safninu. Nokkrir útgerðarmenn og fyrr- verandi skipstjórar í Reykjanesbæ og fleiri áhugamenn stofnuðu Bátafélagið til að vinna að því að varðveita bátalíkön sem Grímur Karlsson skipstjóri og líkana- smiður í Njarðvíkum hefur gert. Fékk félagið styrk á fjárlögum sem notaður var til að Reykjanes- bær gæti eignast 58 líkön Gríms og byggja utan um þau sýning- arkassa. Margir bátanna eru af Suðurnesjum en einnig víða að af landinu, bátar sem eru meira og minna kunnir úr sjávarútvegssögu landsmanna. Á vegum Reykjanesbæjar hefur verið unnið að því að útbúa sýn- ingaraðstöðu í fiskvinnsluhúsum Duushúsanna í Keflavík, vestasta og yngsta hluta húsanna. Hús- næðið er tilbúið og líkönunum hef- ur verið komið þar upp en verið er að vinna að lokafrágangi sýning- arinnar og uppsetningu muna og minja. Einn skipstjóranna hafði á orði þegar hann skoðaði líkönin í gær að þetta væri eins og í Kefla- víkurhöfn í gamla daga og annar bætti við: Í brælu. Að sögn Valgerðar Guðmunds- dóttur, menningarfulltrúa Reykja- nesbæjar, hefur verið stefnt að því að opna safnið um mánaðamótin apríl og maí. Hafsteinn Guðnason skipstjóri, sem er í forystu fyrir Bátafélagið, segir að í röðum þess sé áhugi á að opna safnið á Loka- daginn, 11. maí. Til þess að ljúka verkinu og búa safnið eins vel og kostur er fyrir opnun hefur Bátafélagið hafið fjársöfnun til að kosta fræðslu- og upplýsingastarfsemi í safninu sjálfu. Hafsteinn nefnir stækkun ljósmynda sem muni setja mikinn svip á sýningarsalinn, gerð skilta, myndband og sjónvarp með upp- lýsingum um hvern bát fyrir sig og gerð heimasíðu. Félagið hefur sent bréf til fyr- irtækja í sjávarútvegi, ferðaþjón- ustu og verslun með ósk um stuðn- ing. Einnig geta einstaklingar stutt verkefnið með því að leggja framlög inn á reikning félagsins, númer 4192 í Sparisjóðnum í Keflavík. Markmiðið er að safna 5 milljónum króna til að ljúka verk- inu fyrir opnun safnsins. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hópur skipstjóra og útgerðarmanna stendur fyrir fjársöfnun vegna sýningar á bátaflota Gríms Karlssonar, f.v.: Jón Björn Vilhjálmsson, Þorsteinn Árnason, Þorsteinn Erlingsson, Ólafur Björnsson, Hafsteinn Guðna- son, Arnbjörn Ólafsson og Áki Guðni Granz. Gunnlaugur Karlsson var ekki viðstaddur myndatökuna. Söfnun til að byggja upp fræðslustarf Keflavík Bátafloti Gríms Karlssonar opnaður í Duushúsunum í vor TÍU konur úr Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands tóku þátt í nám- skeiði fyrir svokallaða heimsóknar- vini á dögunum en um tuttugu konur eru virkir heimsóknarvinir hjá deild- inni. Suðurnesjadeildin hefur starfrækt heimsóknarþjónustu um árabil. Að sögn Guðmundar R. J. Guðmunds- sonar, formanns deildarinnar, felst starf sjálfboðaliðanna í því að heim- sækja reglulega þá einstaklinga sem þess óska, aldraða, sjúka og þá sem eru einmana af einhverjum ástæðum. Á námskeiðinu var farið yfir helstu atriði heimsóknarþjónustunnar og þess að starfa í þágu Rauða krossins. Guðmundur segir að meðal annars hafi verið lögð áhersla á mikilvægi trúnaðarins sem fólkið þurfi að gæta. Námskeiðið var haldið í húsnæði Suðurnesjadeildarinnar að Smiðju- völlum 12 í Keflavík. Guðmundur segir ánægjulegt hversu áhugasamir Suðurnesjamenn séu fyrir starfi í þágu Rauða krossins. Nefnir hann, auk heimsóknarþjónustunnar, ötult starf hóps fólks að fatasöfnun og ung- lingastarf sem dæmi um það. Tíu konur á námskeiði fyrir heim- sóknarvini Reykjanesbær ♦ ♦ ♦ GRINDAVÍKURBÆR og sóknar- nefnd Grindavíkur hafa náð sam- komulagi um stækkun kirkjugarðs- ins að Stað og framlag bæjarins til framkvæmdanna. Að sögn Einars Njálssonar bæj- arstjóra er það lögbundið hlutverk sveitarfélaga að sjá kirkjugörðum fyrir graftrarhæfu landi og sjá um að aðkoma sé góð. Garðurinn við gamla kirkjustaðinn að Stað sé á hrauni og þurfi að flytja þangað jarðveg til þess að hægt sé að stækka garðinn. Sóknarnefndin tekur að sér að vinna verkið en bæjarráð Grindavíkur hef- ur samþykkt að bærinn leggi fram 7,3 milljónir vegna þess hluta kostn- aðar sem hann eigi að standa undir. Kirkjugarð- urinn stækkaður Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.