Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 2
MÚGUR og margmenni var í skíðalandinu í Bláfjöllum síðdegis í gær og fram á kvöld. Þá var komið blíðuveður og skíðafæri með besta móti að sögn Grétars Halls Þórissonar rekstrarstjóra. Fyrir hádegi voru nemendur frá einum átta til tíu skólum í skíða- ferðalagi en þá var heldur hvasst og ekki unnt að hafa stóru lyft- urnar í gangi. Bláfjallasvæðið er opið virka daga milli kl. 12 og 21. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Margmenni í Bláfjöllum Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isDeportivo yfirspilaði Arsenal og er komið í 8 liða úrslit / B2 Fjórir nýliðar í landsliðshópi Guðmundar / B1 4 SÍÐUR Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið Zeta frá NC- útgáfunni ehf. Blaðinu verður dreift um allt land. Sérblöð í dag FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblað- inu í dag fylgir auglýsinga- blaðið LIFUN frá Eddu – miðlun. Blaðinu verð- ur dreift á höfuðborgar- svæðinu. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sat í gær fund ráðherra- ráðs Evrópska efnahagssvæðisins, EES, í Brussel sem formaður EES- og EFTA-ríkjanna. Josep Pique, ut- anríkisráðherra Spánar, var í for- ystu fyrir þríeyki Evrópusambands- ins, ESB. Þetta var sautjándi fundur ráðsins, en fundir eru haldn- ir á hálfs árs fresti. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að fulltrúar Evrópusam- bandsins hefðu á fundinum viður- kennt að laga þyrfti EES-samn- inginn að breyttum aðstæðum. Þeir hefðu hins vegar ekki verið tilbúnir að taka tillit til breytinga sem orðið hefðu á Evrópusambandinu síðan EES-samningurinn var gerður, einkum varðandi áhrif og völd. „Við höfum engan aðgang að ráðherra- ráði Evrópusambandsins, Evrópu- þinginu eða ýmsum stofnunum sem hafa fengið mun meiri völd en þegar EES-samningurinn var gerður. Við það situr. Þeir segja að ekki verði farið í mögulegar lagfæringar á samningnum fyrr en að loknu stækkunarferli Evrópusambands- ins. Að mínu mati gæti það tekið mörg ár,“ sagði Halldór. Hann sagði að fulltrúar Evrópu- sambandsins hefðu gert athuga- semdir við að löggjöf í EES-ríkj- unum væri ekki í öllum tilvikum í samræmi við Evrópulögin. „Við töldum óþarft af þeim að taka þetta upp þar sem gengið var út frá þessu þegar EES-samningurinn var und- irritaður,“ sagði Halldór og tók dæmi um hvernig EES-ríkin hefðu þurft að laga sína löggjöf að Evr- ópusambandinu varðandi skattlagn- ingu á bækur. Stækkun ESB og EES fari fram samtímis Í umræðu um stækkun áréttaði Halldór mikilvægi þess að innganga nýrra aðildarríkja ætti sér stað samtímis í ESB og EES, þannig að einsleitni innri markaðarins yrði ekki raskað. Hann fagnaði því að viðræður sérfræðinga beggja aðila um tilhögun stækkunar væru komn- ar vel á veg. Í þessu samhengi benti utanríkisráðherra á að fríverslunar- samningur EFTA við nýju aðildar- ríkin myndi falla úr gildi við aðild þeirra að ESB og þar með myndi markaðsaðgangur fyrir sjávarafurð- ir frá EES- og EFTA-ríkjunum versna. Miklu skipti að stækkun yrði ekki til þess að reisa nýjar við- skiptahindranir innan EES. Halldór sagði að viðbrögð við þessum mál- flutningi hans hefðu verið jákvæð en ekkert væri fast í hendi hvað það varðaði. Um önnur mál á fundi ráðherra- ráðsins sagði utanríkisráðherra að pólitísk skoðanaskipti hefðu farið fram um hryðjuverkastarfsemi í Miðausturlöndum og ástandið á Balkanskaga. „Það var mikil samstaða á fund- inum um ástandið í Miðausturlönd- um og framferði Ísraelsmanna. Mik- il reiði kom fram í þeirra garð,“ sagði Halldór. Utanríkisráðherra að loknum fundi ráðherraráðs EES-ríkjanna í Brussel EES-samningur ekki lagfærður fyrr en að lokinni stækkun ESB SJÓPRÓF vegna Bjarma VE 66, sem fórst vestur af Þrídröngum 23. febrúar síðastliðinn, fara fram á föstudag í Héraðsdómi Reykja- víkur, viku eftir að Tryggingamið- stöðin hf. lagði fram beiðni um þau. Fjórir skipverjar voru um borð í Bjarma á leið til Grindavíkur frá Vestmannaeyjum og var tveimur þeirra bjargað á lífi. Sá þriðji fórst og þess fjórða er saknað. Sjóslysið er til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa. Sjópróf vegna Bjarma á föstudag LÖGREGLAN í Kópavogi rannsak- ar nú mannslát í íbúð við Hamraborg aðfaranótt sunnudags sem sakamál og hafa maður og kona, sem voru í íbúðinni, verið handtekin á ný. Bráðabirgðaniðurstöður krufn- ingar á hinum látna benda til þess að hann hafi látist af völdum innvortis áverka. Hefur konan verið úrskurð- uð í sjö daga gæsluvarðhald og lík- legt er að farið verði fram á gæslu- varðhald yfir manninum í dag. Þau eru grunuð um brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningar- laga, þ.e. stórfellda líkamsárás sem leiðir til bana. Maðurinn sem lést var á sextugs- aldri og var hann búsettur í íbúðinni. Dánarorsök var ekki ljós er lögregla var kölluð á vettvang aðfaranótt sunnudags. Ekki voru sjáanlegir áverkar á líkinu sem bentu til þess að manninum hefði verið ráðinn bani. Í íbúðinni voru gestkomandi karlmað- ur fæddur árið 1965 og kona fædd 1947, bæði undir áhrifum áfengis. Þau voru handtekin þá um nóttina og yfirheyrð síðdegis á sunnudeginum. Að yfirheyrslum loknum var þeim sleppt. Í ljósi bráðabirgðaniðurstöðu krufningar, sem Þóra Steffensen réttarmeinafræðingur framkvæmdi, var fólkið handtekið aftur, konan á mánudagskvöld og maðurinn í gær. Friðrik Björgvinsson, yfirlög- regluþjónn í Kópavogi, segir að ekki hafi verið staðfestur grunur um refsiverðan verknað fyrr en að lok- inni krufningu. Ekki hafi verið merki um átök í íbúðinni við frumrannsókn lögreglu, rannsókn tæknideildar lög- reglunnar á íbúðinni er ekki lokið. Að öðru leyti varðist hann fregna af gangi rannsóknarinnar. Grunuð um stór- fellda líkamsárás Innvortis áverkar fundust við krufn- ingu ♦ ♦ ♦ ÞAÐ sást til sílamávs í Sandgerði á mánudag, en mávurinn sá er farfugl og er því einn fyrstu vorboðanna. Það bólar hins vegar ekkert enn á farfuglunum á Hornafirði, fyrir utan nokkra hrossagauka sem sýndu sig þar í síðustu viku febrúar. Björn G. Arnarson á Höfn segir gaukana enn haldast við í skurðum og lækjum í nágrenni bæjarins. „Það er bara ekkert títt ennþá af öðrum farfugl- um hér um slóðir,“ sagði Björn, „en það styttist nú senn í það, samkvæmt dagatalinu að minnsta kosti.“ Björn segir að oftast séu það álftir og gæsir sem komi fyrstar farfugla hingað til lands að vori eftir vetrardvöl á hlýrri slóðum. Sílamávur í Sandgerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.