Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 39 Elsku mamma mín, nú ertu farin án þess að ég gæti kvatt þig, þú fórst svo snöggt en hljótt, sofnaðir, hjarta þitt var búið að fá nóg, eftir sitjum við döpur en eigum allar góðu minningarnar. Ég hringdi í þig á föstudagskvöldinu og við buðum hvor annarri góða nótt eins og við gerðum allltaf og ætl- uðum að hittast daginn eftir, en það mun bíða betri tíma. Minningarnar streyma fram, þú sitjandi yfir þínum fína útsaum, því- líkir dúkar sem urðu til. Oft var erf- itt að greina réttuna frá röngunni, slík voru vinnubrögðin. Þú á leið í dagsferðir með eldri borgurum full tilhlökkunar að sjá nýja staði. Minn- ingin er ógleymanleg af þér inn í stofu að fægja allt mitt silfur- og messingdót, það var góð nafngift sem tengdasonur þinn gaf þér „silf- urdrottningin“. Þú gladdist með okkur systkinun- um og lést þig varða allt sem á okkar daga dreif, barnabörnunum varst þú góður félagi og vinur. Fjögur barna- barnabörn hafðir þú eignast sem þú naust að vera með og kölluðu þau þig ávallt Unn-ömmu, ekki lang- ömmu af því þú varst svo ung. Síðastliðið sumar óskaðir þú eftir því að fara heim á æskustöðvarnar á Eskifirði, ég er svo fegin að af því gat orðið. Við pökkuðum okkur í litla jeppann minn um miðjan júlí og héldum í hringferðina tvær einar, spenntar eins og ungpíur með spari- fötin okkar til að geta gengið um götur bæjarins, forfeðrum okkar til sóma. Erindið var að vitja grafreita foreldra þinna og systkinanna tveggja sem létust ung, oft höfum við minnst þessarar ferðar með gleði. Ævi þín var ekki alltaf dans á rós- um, þú varst svo ung þegar þú misstir móður þína og þú hefur ef- UNNUR LÚTHERSDÓTTIR ✝ Unnur Lúthers-dóttir fæddist á Eskifirði 4. apríl 1928. Hún lést laug- ardaginn 23. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey að ósk hinn- ar látnu. laust aldrei komist yfir þann missi. Þér og pabba sem þekktust frá barnæsku á Eski- firði og giftust ung auðnaðist ekki að eyða ævinni saman en hann átti alltaf stórt rúm í hjarta þínu. Heilsan var farin að gefa sig síðustu árin, verkirnir miklir og meiri en þú vildir láta uppi, þú barst þig ætíð eins og hetja. Snyrti- legra heimili og penni konu var vart að finna, þú vannst þér hlýju og vináttu allra í kringum þig með einlægri fram- komu, hjálpsemi og hógværð. Einni manneskju langar mig sérstaklega að þakka og ég veit að þú hefðir vilj- að gera það líka, það er Sigríður Sörensdóttir sem við köllum alltaf Sirrý vinkonu hennar mömmu. Hún var þér ætíð til hjálpar ef eitthvað var, en fyrst og fremst trausta vin- konan. Ég og mín fjölskylda kveðj- um þig með virðingu og miklum söknuði, þökkum þér hvað þú varst okkur. Þín dóttir, Lára Ósk. Nú er kær tengdamóðir mín búin að kveðja þennan heim. Síðasta hálfa árið hrakaði heilsu hennar, en ávallt hélt hún virðingu og reisn. Ég kynntist Unni fyrst fyrir 28 árum þegar ég og sonur hennar, Víðir, fórum að vera saman. Hún var einstaklega snyrtileg og vandvirk, gekk að öllum hlutum vís- um. Ekki var flanað að neinu og ró- semi höfð í fyrirrúmi. Börnin okkar tvö, Lúðvík og Lára, nutu þess bæði að fá að vera hjá ömmu og gista. Ég minnist þess þegar við sátum og saumuðum grímubúning fyrir öskudaginn. Búningurinn var svo vel saumaður og átti hún heiðurinn af því. Ég var stolt af því að lána hann seinna til annarra barna. Við höfðum ekki samband dag- lega, en við gátum talað lengi saman þegar þannig lá á okkur og mér leið alltaf betur á eftir. Nú er komið að kveðjustund, Unnur mín. Þakka þér fyrir allt. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (Halldór K. Laxness.) Jóhanna. Kæra amma. Við viljum fá að þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Eftir sitja ómetanlegar minningar sem við munum ávallt varðveita. Það var alltaf jafn gott að koma til þín og fá að gista hjá þér. Eftir freyðibaðið sem var fastur liður varst þú búin að leggja mat á borð. Ósjaldan var það brauð úr ristavél eða örbylgjuofni sem var alltaf best hjá þér. Við vitum að þér líður vel núna og þú getur farið allra þinna ferða. Guð blessi þig, amma okkar. Lúðvík og Lára Ósk Víðisbörn. Nú þegar ég hef kvatt vinkonu mína í síðasta sinn, þá streyma minningarnar fram í hugann, allt frá þeirri stundu er hún kom til starfa hjá KRON á Grettisgötu árið 1946 og ég tók á móti þessari ungu og fríðu stúlku, sem var nýkomin til borgarinnar frá Eskifirði, en þar unnum við saman og með okkur tókst ævilöng vinátta. Minningar þegar við vorum báðar orðnar giftar konur og mæður þriggja barna hvor. Við tókum okkur upp á góðviðris- dögum og fórum með fjölskyldurnar í Heiðmörkina, eða þegar fórum austur í Grímsnes og tjölduðum í sumarbústaðalandi og gátum lent í rigningu og þrumuveðri, en alltaf var jafn gaman að öllu saman. Árin liðu, alltaf var vinátta okkar jafn ein- læg, í gegnum lífsins ólgusjó. Síð- ustu árin eftir að við vorum báðar komnar í Kópavoginn, þá var svo sjálfsagt og eðlilegt að koma við hjá Unni, enda voru okkur báðum þess- ar samverustundir mjög kærkomn- ar. Þótt vinkona mín væri mjög þjáð líkamlega síðustu árin, þá lét hún ekki bugast, tókst á við sínar dag- legu þarfir, af mikilli alúð, þannig að mér fannst alltaf að við mundum eiga mörg ár framundan, en Guð ræður. Og hvíld er kærkomin þegar við erum orðin þreytt. Ég votta fjölskyldu og vinum Unnar samúð mína. Kveðja frá vinkonu. Sigríður Sörensdóttir. flest sumur. Síðustu árin var með okkur lítill dóttursonur, sem aldrei kallaði Stefán annað en nafna. Allar þessar ferðir og samvistir voru fastir liðir í tilveru okkar hjóna. Allt þetta er nú að baki og komið að kveðjustund. Eitt er samt alveg víst að þegar kemur að okkur að leggja yfir á hinn bakkann, þá mun bíða þar rauður Patrol, sem ekur okkur inn í land ljóssins. Stefán Skaftason. Kynni okkar Stefáns hófust á Aðal- dalsflugvelli sumarið 1979 er ég ung- ur lögreglumaður kom þar ásamt yf- irmanni mínum til að forvitnast um hvað „þristurinn“ væri að gera þarna á flugvellinum. Brosandi maður tók á móti okkur og upplýsti okkur um að verið væri að dreifa áburði þeim sem væri partur af þjóðargjöfinni frá 1974. Þetta var Stefán og bauð hann okkur að fara með í flug til að upplifa störf þeirra Landgræðslumanna. Þetta varð til þess að farin voru „eftirlits- flug“ á hverju sumri eftir þetta og eft- ir að ég fluttist suður endurnýjuðum við Stefán kynni okkar og ég hélt áfram að fljúga með strákunum hans. Þeir eru margir kaffibollarnir sem hafa verið drukknir og margar sög- urnar sagðar yfir vetrartímann og þegar sól fór að hækka á lofti fórst þú að ókyrrast. Þá tóku við áætlanir um komandi sumar og um leið spurningar þínar um hvort maður léti ekki sjá sig þegar farið yrði að fljúga. En síðasta sumar brá svo við að af þér var dregið og veikindi kom- in upp. Þú lést alltaf lítið uppi um þau og gerðir lítið úr þeim og er við hjón- in heimsóttum ykkur Landgræðslu- menn norður á Auðkúluheiði sl. sum- ar varst þú ekki til staðar. En okkur var ekki í kot vísað þar sem Sigrún eiginkona þín tók á móti okkur í stað- inn með sama hlýhugnum og hjá þér. Þótt ég kynntist ekki fjölskyldu þinni veit ég að þér var umhugað um þau og sendi ég fjölskyldu þinni sam- úðarkveðjur okkar hjónanna um leið og ég þakka þér fyrir samfylgdina á liðnum árum. Karl Hjartarson. Öldurótið sem varð í lok 7. áratug- arins skolaði mörgu ungmenninu upp í fjöru Maós formanns. Þaðan fetuðu sumir sig lengra inn á landið og þróuðu með sér lífsviðhorf og hugmyndafræði sem staðist hefur storma samtímans. Aðra tók útsogið með sér aftur. Sumir eru enn á reki en margir hafa villst af vegi og orðið sérgæslumenn einkahagsmuna og hagfræðikenninga sem fáa hefði ór- að fyrir að ættu eftir að festa hér rætur. Ýmsir sem reyndu að fóta sig á hálum stígum félagshyggjunnar vissu af sér eldra fólki sem hafði bar- ist fyrir réttlátara þjóðskipulagi og hvikaði aldrei frá settu marki. Þeir höfðu þekkt fólkið sem barðist fyrir bættum kjörum í kreppunni og höfðu fylgst af eldmóði með tilraunum sem gerðar voru í austurvegi til þess að skapa réttlát samfélög byggð á fé- lagslegum gildum. Stefán Sigfússon kom mér ætíð fyrir sjónir sem sanngjarn sósíalisti sem stóð föstum fótum í þróaðri hug- myndafræði og kunni um leið glögg skil á bellibrögðum nútímans sem einatt er beitt í viðskiptum manna á meðal. Þessi margþætta þekking kom stundum á óvart í viðræðum og leiddi til þess að Stefán kom oft fram með rök andstæðinganna af ótrú- legri skarpskyggni. Stefán var einn af stofnendum Kínversk-íslenska menningarfélags- ins fyrir tæpum 50 árum. Hann fylgdist grannt með þróun mála þar eystra, hreifst stundum af því sem þar gerðist en gagnrýndi einnig margt sem honum þótti miður fara. Þó taldi hann mikinn einfeldnings- hátt þegar ungir eldhugar á Íslandi vildu kenna fjölmennustu þjóð heimsins að hegða sér eftir íslensk- um viðmiðum. Ræddi hann oft um að samskipti þjóða í millum þyrfti að byggja á þekkingu í stað þess að eig- in þekkingu væri þrengt inn á aðra. Þessi skoðun staðfestist í huga hans þegar þau hjónin, Sigrún Júlíusdótt- ir og hann, fóru til Kína í sendinefnd KÍM árið 1994, en Sigrún var ætíð hans einlægasti bandamaður og vin- ur. Fyrir nokkrum árum var Stefán kjörinn til setu í stjórn Kínversk-ís- lenska menningarfélagsins. Innan stjórnarinnar var hann tillögugóður og ráð hans reyndust oftar en ekki vel. Hann var mikill mannþekkjari og gat því oft séð viðbrögð manna fyrir. Ekki var hann ætíð sammála því sem meirihluti stjórnar sam- þykkti. Hann lét þá sjaldan sverfa til stáls en byrgði innra með sér tilfinn- ingar sínar. Stundum brutust þær fram síðar í tveggja manna tali. Þætti honum við einhvern innan stjórnar gætti hann þess að geyma það ekki lengi innra með sér heldur hreinsaði andrúmsloftið. Þessi hreinskilni hans leiddi til þess að okkur stjórnarmönnum þótti meira til hans koma eftir því sem við kynnt- umst honum betur. Stefán var einbeittur baráttumað- ur. Hann átti fjölmörg áhugamál og sinnti þeim af stakri alúð. Hann tók miklu ástfóstri við starf sitt og óhætt er að segja að flugvélin Páll Sveins- son hafi verið hans einkavinur enda ræddi hann stundum um sig og Pál sem „okkur félagana“. Þegar krabbameinið tók að herja á hann fyrir alvöru fjallaði hann um það eins og einhverja bilun og hvert annað viðhald sem þeir Páll Sveinsson þyrftu að þola. Þegar minnst er góðs samverka- manns og vinar missa orðin marks og hugurinn fær ekki komið til skila því sem helst skyldi. Stefán Sigfús- son, mannvinur og heiðvirður sósíal- isti, verður hverjum þeim sem kynntist honum hugstæður. Þótt þjáningin setti nokkurt mark á við- mót hans síðustu vikurnar var áhug- inn óbilandi og hann jafnan reiðubú- inn til allra góðra verka. Stjórn Kínversk-íslenska menn- ingarfélagsins minnist góðs drengs og samverkamanns er léði mörgum lið og leysti hvert það mál vel sem honum var falið. Blessuð sé minning hans. Arnþór Helgason. Þegar ég var lítil komu alltaf þrír menn upp í huga mér þegar talað var um landnámsmenn. Það voru pabbi minn, Hreinn Pálma og Stebbi. Hreinn og Stebbi unnu með pabba á Landnámi ríkisins og tengdust þeir þrír þar órjúfanlegum böndum, sem aldrei hafa slitnað. Þessir menn eru mikilvægir föður mínum, hjartkærir fjölskyldu minni og stór hluti æsku- minninga minna. Hreinn Pálmason féll frá í fyrra og nú hefur Stefán Sig- fússon kvatt og haldið yfir til betri heims. Laus úr viðjum eftir langa baráttu. Samferðamenn manns um lífið, til lengri eða skemmri tíma, skilja eftir sig misdjúp spor í sálu hans. Stefán Sigfússon er einn þeirra sem steig hvað dýpst í mína. Ekki annað hægt enda held ég ekki að ég hafi kynnst betri manni um ævina. Stebbi jós hjartagæsku sinni yfir okkur öll. Til- hugsunin um þennan geðprúða, góða og gegnheila mann, óhagganlegan og síbrosandi, færir mér ró í hjarta og bros á vör og fyllir mig trú á hið góða í mannverunni. Hann reyndist fjölskyldu minni bjargvættur á erfiðum tímum og fáum við aldrei fullþakkað honum það. Foreldrum mínum var hann sannur og ómetanlegur vinur og fyr- irmynd okkur öllum sem fengum að kynnast honum. Ég er forsjóninni þakklát fyrir nýliðnar samveru- stundir mömmu, pabba, Sigrúnar og Stebba, því ég veit hversu mikla gleði sú samvera hefur veitt þeim. Elsku Sigrún, Sigga, Steinunn og fjölskyldur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Stefáns Sig- fússonar. Ingveldur Lára Þórðardóttir. Stefán H. Sigfússon sat lengi í stjórn Íslenska flugsögufélagsins. Störf hans einkenndust jafnan af þekkingu og hógværð. Við þökkum framlag hans til íslenskrar flugsögu. Aðstandendum vottum við samúð. F.h. stjórnar. Sævar Þ. Jóhannesson formaður. Hann elsku afi okk- ar er dáinn. Margar góðar minningar fara í gegnum hugann þeg- ar við minnumst hans og flestar tengjast þær barnæsk- unni. Á hverjum sunnudegi fórum við systurnar í heimsókn til afa og ömmu í Miðtúnið og var alltaf tek- ið vel á móti okkur með pönnukök- um eða öðru góðgæti. Stundum fengum við líka sælgæti en í eitt skipti gaf afi okkur heilar 5.000 krónur, sem þótti nú ekki lítill peningur. Við ljómuðum af ánægju og var svipurinn á honum afa ekki síðri, hann var svo glaður yfir við- brögðum okkar við þessum óvænta auði. Á hverju vori fórum við til afa að skoða lömbin sem voru í kinda- kofanum „uppi á hól“. Já hann hugsaði vel um kindurnar sínar sem voru svo spakar að hægt var að gefa þeim úr hendinni, svo spakar, að þegar afi fór að ná í ÞORSTEINN BJARNASON ✝ ÞorsteinnBjarnason fædd- ist á Hlemmiskeiði á Skeiðum 15. október 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 6. febrúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Sel- fosskirkju 16. febr- úar. þær á haustin þurfti hann ekki annað en að kalla í þær og þá komu þær á harða- spretti til hans. Eitt er manni minnisstætt í sambandi við kind- urnar og afa, og það var þegar hann fann ekki eina rolluna í haustsmöluninni. Fór afi þá aftur stuttu síð- ar upp að fjalli og fann þá skjátuna þar og viti menn; hann setti hana bara í aft- ursætið á rauða es- cortinum sínum og keyrði með hana eins og fína frú heim í Mið- tún. Á hverjum jólum var farið til ömmu og afa og borðað hangikjöt og ís. Þar þökkuðu allir fyrir gjaf- irnar og átti öll fjölskyldan góðar stundir saman við orgelspil og söng og auðvitað var tekið í spil. Okkur var það mikið tilhlökkunar- efni að fara í heyskapinn með afa „út á blett“ og fá að sitja aftan á heyvagninum á leið út í hlöðu þar sem við stukkum ofan úr hest- húsgatinu niður í lausaheyið. Minningarnar streyma fram þegar maður sest niður og fer að rifja upp, og þá skilur maður hvað stundirnar með ástvinunum eru dýrmætar. Afi var eins og klettur í tilverunni sem við héldum að yrði alltaf til staðar, alltaf svo vin- gjarnlegur, þolinmóður og hjarta- hlýr. Að kveðjustund er nú komið elsku afi og söknuðurinn er mikill, en það er hughreysting að vita til þess að nú ert þú kominn á góðan og fallegan stað og líður vel. Guð geymi þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, við samhryggj- umst þér hjartanlega og megi guð styrkja þig, pabba, Hjördísi og Guðrúnu í sorginni. Helena og Elfa Dögg. Margar minningar eru tengdar samverustundum með elskulegum afa okkar sem hafa gefið okkur dýrmætt veganesti út í lífið. Við hlutum þau forréttindi að alast upp í nánu sambýli við afa. Hann bjó ásamt ömmu á jarðhæð- inni að Miðtúni 15 á Selfossi en við uppi á lofti með foreldum okkar. Samgangur á milli hæðanna mikill og ósjaldan var hlaupið niður til að spjalla og spila á spil eða bara að njóta nærveru afa og ömmu. Afa okkar minnumst við með hlýju í hjarta og þakklæti fyrir all- ar þær stundir sem við höfum átt saman. Þín barnabörn, Þorsteinn, Laufey Ása og Arnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.