Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNARANDSTÆÐINGAR gagnrýndu harðlega það sem þeir kölluð m.a. „ófremdarástand á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi“ á Al- þingi í gær og kölluðu eftir aðgerðum stjórnvalda til að bæta úr þeim mál- um. Ásta R. Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, var máls- hefjandi utandagskrárumræðu um stöðu sjúkrahússins og sagði að að undanförnu hefði borist neyðarkall frá starfsfólki í heilbrigðiskerfinu, þar sem fullyrt væri að mannréttindi væru brotin á sjúkrahúsinu; sjúkling- ar lægju á göngum, skolherbergjum og salernum. Á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi ríkti með öðrum orð- um stríðsástand og kreppa. Spurði hún heilbrigðisráðherra hvort hann teldi ástandið á sjúkrahúsinu viðun- andi. „Mönnum ber saman um að hluti vandans sé sú sparnaðarkrafa sem gerð var til spítalans á sama tíma og sameiningin er í fullum gangi, sameining sem mun án efa skila hagræðingu, en hún er kostn- aðarsöm á meðan hún stendur yfir. Yfir 800 millj. kr. sparnaðarkrafa á þessum tíma er því allsendis óraun- hæf. Það er því ljóst að við þessu ófremdarástandi verður að bregðast skjótt,“ sagði hún. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði það almennt skoðun sína að sú þjónusta sem starfsmenn Landspítalans – háskólasjúkrahúss væru að veita sjúklingum væri ekki bara viðunandi heldur mjög góð og í mörgum tilvikum framúrskarandi. „Það er hins vegar alveg ljóst að flutningar, endurnýjun á aðstöðu, húsnæði sem verið er að gera upp og skipulagsbreytingar hafa valdið röskun á sumum deildum spítalans,“ sagði hann m.a. „Margt af þessu var fyrirséð og það hefur komið fram í samtölum mínum við starfsmenn og stjórnendur spítalans að strax sl. haust hafi menn verið varaðir við að þetta ástand kynni að koma upp.“ Ráðherra vék síðan að ummælum lækna í blaðagreinum um ástandið á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. „Í umræddum blaðagreinum hafa höf- undar notað gífuryrði eins og mann- réttindabrot og stríðsástand, sem háttvirtur þingmaður endurtekur hér. Ég vara við slíkri orðanotkun, hvort sem það eru háttvirtir þing- menn eða starfsmenn...slíkt er eng- um til gagns; ekki stofnuninni, þaðan af síður sjúklingum og enn síður að- standendum.“ Fjölgun hefur áhrif á Lsp Ráðherra benti á að íbúum höfuð- borgarsvæðisins hefði fjölgað um 20% á síðustu árum eða um 1,8% á ári. Á sama árabili hefði einstakling- um 67 ára og eldri fjölgað um 26% eða 2,4% á ári. „Slíkar breytingar á búsetu hafa mikil áhrif á álag á Land- spítalann enda fjölgaði innlögnum á spítala um 3,5% á milli áranna 2000 og 2001.“ Benti ráðherra þvínæst á að stærstum hluta sameiningar spít- alanna á höfuðborgarsvæðinu yrði lokið á þessu ári. Síðan sagði ráðherra: „Háttvirtur þingmaður, Ásta R. Jóhannesdóttir, spyr um áætlanir ráðherra vegna út- skriftarvanda sem spítalinn glímir við. Ég viðurkenni það fyrstur manna að hér er um erfiðleika að ræða. Á hverjum tíma eru um eða yf- ir 60 sjúklingar á bráðadeildum Landspítalans sem að mati sérfræð- inga hafa lokið sinni meðferð er eru ekki færir til að útskrifast heim; flestir þessir sjúklingar bíða eftir vistun á öldrunarstofnunum. Eins og ég nefndi fyrr er hlutfall aldraðra að hækka, sérstaklega hér á höfuðborg- arsvæðinu, sem kallar á sérstök úr- ræði fyrir þann hóp...“ Sagði ráð- herra að síðustu að á næstu dögum myndi hann leggja fyrir ríkisstjórn- ina skýrslu um uppbyggingu á öldr- unarþjónustu á árunum 2002 til 2007. Gagnrýndu „ófremdar- ástand“ á háskólasjúkrahúsi Morgunblaðið/Golli Þingmenn stinga saman nefjum á sal Alþingis. JÓHANN P. Jóhannsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir að flugmenn séu tilbúnir að koma að hagræðingamálum hjá Flugleiðum með opnum huga. Þeir átti sig á því að staða félagsins sé erfið en þeir séu ekki sáttir við að stjórnendum gefist betur að tala um starfsmennina frekar en við þá. Ásdís Eva Hannesdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, tekur í sama streng varðandi hagræð- inguna en segir að Flugleiðir nýti tíma flugfreyja alveg í botn. Hörður Sigurgestsson, stjórnar- formaður Flugleiða, sagði meðal annars á aðalfundi félagsins í fyrra- dag að auka þyrfti framleiðni og hagkvæmni í allri stjórnun félags- ins. Óhjákvæmilegt virtist fyrir hin hefðbundnu flugfélög að tileinka sér að verulegu marki einfaldleika lág- gjaldaflugfélaganna og eðlilegt væri að Flugleiðir breyttu ákveðnum þáttum rekstrarins í sömu átt og nýttu þær aðferðir lággjaldaflug- félaga sem hentuðu starfsemi fé- lagsins. Í þessu sambandi nefndi hann að vegna ákvæða í kjarasamn- ingum næðu Flugleiðir ekki að nýta nema tvo þriðju hluta þeirra flug- tíma sem flugmenn megi lögum samkvæmt fljúga. Lækka beri annan kostnað Jóhann P. Jóhannsson segir að samningar flugmanna séu ekki lausir fyrr en á næsta ári. Hins veg- ar hafi þeir bent stjórnendum Flug- leiða á leiðir til að nýta þá betur samkvæmt eigin samningi, en um sé að ræða útfærsluatriði hjá skipu- lagsdeild flugmanna. Hann segir að ef stjórnarformað- urinn sé að vitna í alþjóðlegar regl- ur megi líka koma fram að íslenskir flugmenn standist ekki alþjóðlegan samanburð í launum. Samt sem áð- ur sé vilji allra til að hjálpa stjórn- endum félagsins við að lækka kostnað. Í ársskýrslunni komi fram að laun og launatengd gjöld séu um 25% heildarkostnaðar en hjá stærri félögum sé þumalputtareglan að þessi liður sé um 30%. Sagt sé að annar kostnaður sé um 10 til 12 milljarðar eða um þriðjungur út- gjalda félagsins og ef hægt sé að hjálpa til við að lækka þessi útgjöld verði það gert. Stjórnendur ættu frekar að einbeita sér að þessum lið en að vaða í starfsfólkið, því þegar hafi mörgum óbreyttum verið sagt upp störfum. Í þessu sambandi mætti líka benda á að taka Lands- símann sér til fyrirmyndar varðandi fækkun í stjórn félagsins. Heyrst hefði að félagið hefði orðið af verk- efnum vegna þess að stjórnin hefði verið svo lengi að taka ákvarðanir en fámennari stjórn yrði skilvirkari. Jóhann segir að lækka megi kostnað sem falli til af völdum þriðja aðila, sem hvorki nýtist flug- mönnum né félaginu. Í þessu sam- bandi nefnir hann ferða- og hót- elkostnað vegna flugs sem hefst ekki á Íslandi. Hægt sé að tína til krónur og aura hér og þar og nú sé verið að fara yfir þetta í viðræðum. Því sé taktlaust hjá stjórnendum að senda starfsmönnum neðanbeltis- skot á meðan. Varðandi samanburð við lág- gjaldaflugfélögin segir Jóhann að þau séu í allt öðru umhverfi. Þau einbeiti sér að eins til tveggja tíma flugi á daginn milli borga í Evrópu og nái þar af leiðandi miklu betri nýtingu út úr mannskapnum. Sagt hafi verið að ein af ástæðum þess að Go hafi hætt að fljúga til Íslands hafi einmitt verið sú að flugið hafi verið á nóttunni og því hafi mann- skapurinn nýst illa vegna hvíldar- ákvæða sem séu mjög ströng þegar flogið sé á nóttunni. Að sögn Jóhanns eru þessi mál í skoðun. Hins vegar segir hann að í þessu sambandi verði að hafa árs- tíðasveiflur í flugi félagsins í huga. Verulega dragi úr flugi á veturna og þótt félagið vildi nýta flugmenn betur á þeim tíma gerði félagið það ekki vegna þess að ekki væri meira að gera. Með sumaráætluninni færi svo allt aftur á fullt. Flugfreyjur fullnýttar Ásdís Eva Hannesdóttir segir að undanfarna mánuði hafi flugfreyjur tekið á sig vinnu án þess að krefjast greiðslu fyrir hana í ljósi þess hvað fyrirtækið standi illa og þetta hafi gleymst í umræðunni. Í þessu sam- bandi nefnir hún öryggisskoðun áð- ur en komið sé til Bandaríkjanna vegna leiguflugs Flugleiða frá Bost- on. Kjarasamningar flugfreyja renna út á næsta ári. Ásdís Eva segir að flugfreyjur hafi hafnað því að taka þátt í launafrystingu um áramótin en ekki megi gleyma ábyrgð Flug- leiða á kjarasamningunum. Um sé að ræða samkomulag tveggja aðila og það sé ekkert í samningnum sem sé hamlandi fyrir Flugleiðir. Félag- ið kaupi ákveðinn flugtíma af flug- freyjum og noti hann í botn í hverj- um mánuði og rúmlega það. Þó séu viðræður í gangi um hugmyndir um meiri framleiðni og flugfreyjur séu opnar fyrir öllu en alltaf sé við- kvæmt að opna kjarasamninga á miðju tímabili. Ásdís Eva segir að reynt hafi verið að veita tímabundið frávik frá kjarasamningsákvæðum. Hins veg- ar sé ekki við flugfreyjur að sakast varðandi mikinn kostnað. Þær hafi reynt að taka þátt í sparnaðarað- gerðum á öllum sviðum nema hvað varði launin, því þau séu ekki þess eðlis að þar sé einhver afgangur. Hugmyndir um aukna framleiðni hjá Flugleiðum til skoðunar hjá stéttarfélögunum Starfsmenn allir af vilja gerðir til að lækka kostnað STJÓRNARANDSTÆÐINGAR fóru fram á það í upphafi þingfundar í gær að stjórnvöld fyndu varanlega lausn á vanda Greiningar- og ráðgjaf- arstöðvar ríkisins. Kom m.a. fram í máli Kolbrúnar Halldórsdóttur, þing- manns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, að það vantaði fjög- ur stöðugildi hjá stöðinni þannig að hún teldist fullmönnuð. „Það er til há- borinnar skammar að börn sem eru með alvarleg þroskafrávik skuli þurfa að bíða jafnvel á annað ár eftir grein- ingu til þess að hægt sé að nálgast vanda þeirra og veita þeim úrlausn,“ sagði hún. Aðrir stjórnarandstæðingar tóku undir málstað hennar. Jóhanna Sig- urðardóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, sagði það með ólíkindum hvað það vefðist fyrir stjórnvöldum að leysa brýnasta vanda stöðvarinnar. „Það kostar einungis tuttugu milljón- ir að leysa brýnasta vandann,“ sagði hún. Benti hún jafnframt á að um 100 börn væru á biðlista eftir þjónustu á stöðinni. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, svaraði fyrir þessi mál í fjarveru félagsmálaráð- herra. Ítrekaði hann vilja félagsmála- ráðuneytisins og félagsmálaráðherra til að taka á vanda stöðvarinnar. Tók hann fram að starfsemi hennar væri mikilvæg og mikilvægt að halda þjón- ustunni gangandi. Vilja að lausn verði fundin á vanda Greiningarstöðvarinnar INGUNN Guðmundsdóttir, forseti borgarstjórnar Ár- borgar, lenti í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg um síðustu helgi. Ing- unn hlaut 370 atkvæði í fyrsta sæti, eða tveimur fleiri en Páll Leó Jóns- son skóla- stjóri, sem hafnaði í öðru sæti. Ingunn hlaut alls 657 atkvæði en Páll Leó 630, þar af 368 í fyrsta sætið. Alls kusu 913 manns í prófkjörinu en gild atkvæði voru 892. Þetta er mun meiri þátttaka en fyrir fjórum árum. Tólf manns gáfu kost á sér í prófkjörið en kosningin er ekki bindandi fyrir fjóra efstu frambjóðendurna sem hlutu ekki yfir 50% greiddra at- kvæða í sín sæti. Að sögn Guð- rúnar Erlu Gísladóttur, for- manns kjörnefndar, er verið að ræða við frambjóðendur og stefnt að birtingu formlegs lista í lok næstu viku. Hún sagði að enginn frambjóðenda hefði enn lýst því yfir við kjör- nefnd að hann ætlaði ekki að taka sæti á listanum. Halldór Valur Pálsson varð þriðji í prófkjörinu, Björn Ingi Gíslason bæjarfulltrúi fjórði, Ari Thorarensen lenti í fimmta sæti, Magnús Gíslason í því sjötta og Samúel Smári Hreggviðsson, einn þriggja bæjarfulltrúa flokksins, hafn- aði í sjöunda sæti. Jón Sig- urðsson varð áttundi og síðan komu Sigurður Þór Sigurðs- son, Benedikt Benediktsson, Ragnhildur Jónsdóttir og Nína Björg Borgarsdóttir. Prófkjör Sjálfstæð- isflokksins í Árborg Lítill munur á efstu mönnum Ingunn Guð- mundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.