Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Vísitala neysluverðs mið-að við verðlag í mars-byrjun var 221,8 stig oghækkaði um 0,4% frá fyrra mánuði. Þetta er mun meiri hækkun er forystumenn samtaka á vinnumarkaði gerðu sér vonir um og sérfræðingar á fjármálamark- aði höfðu spáð. Ef vísitalan á að haldast innan rauða striksins í maí [222,5 stig], sem samkomulag aðila vinnumarkaðarins er miðað við, má hún ekki hækka um meira en 0,3% í næstu tveimur mælingum í apríl og maí. 6,7% hækkun á fötum og skóm eftir lok útsalanna Skv. útskýringum Hagstofunnar á hækkun vísitölunnar er vetrarút- sölum nú víðast lokið og leiddi það til 6,7% verðhækkunar á fötum og skóm (áhrif þess á hækkun vísitöl- unnar voru 0,31%). Gjöld vegna heilsugæslu hækkuðu um 6,0% (vísitöluáhrif nema 0,11%), aðal- lega vegna mikillar hækkunar á hlut einstaklinga í kostnaði við sjúkraþjálfun (0,1%), að því er fram kemur í frétt Hagstofunnar. ,,Ástæðurnar eru annars vegar breyttar reglur um greiðsluþátt- töku Tryggingastofnunar, hins vegar hærri taxtar sjúkraþjálfara. Verð á mat og drykkjarvörum lækkaði um 1,1% (0,2%). Vó þar þyngst verðlækkun á kjöti um 3,4% (0,11%). Síðastliðna tólf mán- uði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,7% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 9,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,0%, sem jafngildir 4,3% verð- bólgu á ári,“ segir í fréttatilkynn- ingu Hagstofunnar. Hafa ekkert með almenna verðlagsþróun að gera Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir ekki tilefni til að hafa verulegar áhyggjur af þessum hækkunum vísitölunnar þegar litið er til þess hvaða þættir valda hækkun vísitölunnar nú. ,,Þegar ég fékk töluna inn á rík- isstjórnarfund í morgun brá mér svolítið en svo þegar ég sé hvernig hún er sundurliðuð þá verður mér rórra,“ segir Davíð. Hann segir að þegar skoðað sé hvaða liðir valda þessari hækkun sé alveg ljóst að þeir hafi ekkert með almenna verðlagsþróun að gera. ,,Verðlagið hækkar um 0,4% en þar af stafa ¾ af því að vetrarútsöl- ur ganga til baka. Þar er því ekki um eiginlega verðlagsþróun að ræða. 0,1% eru vegna þess að það eru ekki í gildi samningar við sjúkraþjálfara og hækkaði taxti þeirra þess vegna gagnvart al- menningi að mér skilst um nálægt 200%. Það hlýtur að mælast tals- vert í vísitölunni en hefur heldur ekkert með almennt verðlag að gera. Ef samningar þar nást og þegar útsölurnar eru út úr dæminu er ljóst að almennt verðlag er í all- góðu lagi. Matvörur eru til dæmis að lækka,“ segir Davíð. Forsætisráðherra segir ekki ástæðu til að ætla að aðstæður af þessum toga verði uppi þegar næsta vísitölumæling fer fram. ,,Ef þá verður búið að semja við sjúkra- þjálfara lækkar þessi tala aftur og útsöluáhrifin ættu ekki að verða nein. Gengi krónunn- ar hefur verið nokkuð gott og því gætu þessi 0,3 prósent dugað okk- ur,“ segir hann. Davíð segist því alls ekki vilja útiloka að verðbólgumarkmiðið í maí muni nást en á hinn bóginn geti breytingar orðið á alþjóðavett- vangi sem við höfum ekki á valdi okkar. ,,Umræður um hugsanlegar árásir á Írak hafa leitt til olíuverðs- hækkunar úti í heimi. Hvort það skilar sér á okkar fjörur skal ég ekki segja um eða hvort verðið verður lækkað aftur þegar menn róast.“ Þriggja mánaða verð- bólga mælist nú 4½% ,,Hvað sem þessum mælingum líður er meginatriði að verðbólgan er á niðurleið. Þriggja mánaða verðbólga er nú 4½%, tólf mánaða verðbólga er að vísu enn há eða 8,7% vegna þess að við erum með gamla slóð á eftir okkur en ég hygg að menn muni sjá eftir tvær mæl- ingar til viðbótar að þriggja mán- aða verðbólgan verður orðin lág og tólf mánaða verðbólgan hefur lækkað mjög mikið.“ Forsætisráðherra segir miklar líkur á að verðbólgumarkmið Seðlabankans, (2½% á árinu 2003), muni nást. ASÍ segir ástandið mjög tvísýnt ,,Þetta er mun meiri hækkun en við áttum von á,“ segir Grétar Þor- steinsson, forsti Alþýðusambands Íslands. ,,Þetta er helmingi hærra en við bjuggumst við. Málið er allt orðið miklu tvísýnna en við vonuð- um að yrði á þessum tíma,“ segir Grétar. Hann vill þó ekki útiloka á þessu stigi að verðbólgumarkmiðið muni nást en svigrúmið sé mjög lít- ið. ,,Þetta er orðið afar tvísýnt og menn þurfa virkilega að taka á ef þetta á að takast,“ segir Grétar. ,,Ef skýringarnar eru skoðaðar kemur fyrst í ljós að fjórðungur hækkunarinnar snýr að stjórn- völdum og breytingum í heilbrigð- iskerfinu. Það verður að segjast eins og er að við áttum ekki von á því í þessum mán- uðum fram í maí. Tæplega fjórðung- ur er afleiðing af deilu sjúkraþjálfa og veit enginn hvernig það mál endar en vonandi fær það farsælan endi á næstu vikum. Stóri liðurinn er svo föt og skór. Auðvitað vissum við að þar átti sér stað veruleg lækkun í seinustu mælingu vegna útsalanna. Okkur finnst hins vegar að þessi breyting sé ískyggilega mikil og erum að velta fyrir hvort við blasi annað og h verð eftir útsölurnar en það sem var fyrir útsölurnar. Þa ur alls ekki gengið upp vegn að bæði hefur gengið ver styrkjast og það hefur líka áhrif á flutningskostnað til ins. Allir flutningar til landsin tengdir genginu þannig að það styrkist, þá lækkar flut kostnaður. Þótt það sé ekki stór póst er þarna líka lítilsháttar hæk lyfjakostnaði sem kemur ok óvart. Ef ég man rétt var n hækkun á lyfjum í janúar se ein af skýringunum á hækku janúar,“ segir Grétar ennfrem 50% hækkun á númerapl bíla kolröng skilaboð Hann segir forsvarsmenn ekki ánægða með að hækkan að eiga sér stað á vettvangi s valda á sama tíma og menn st þessum slag við að halda ver hækkunum niðri. ,,Eitt dæm það er 50% hækkun á númer um á bíla fyrir hálfum mánuð það hafi lítil sem engin áhrif töluna þá eru þetta náttúrleg röng skilaboð út í samfélagið ir Grétar. ,,Hið sama má au segja um aðildarfyrirtæki taka atvinnulífsins. Við sjáu ýmis smávara hefur ver hækka og tel ég að þar þurfi líka að líta í eigin barm,“ Grétar. Grétar bendir einnig á að gengið var frá samkomulagi vinnumarkaðarins og stjórnv desember hafi menn gert ráð að vextir myndu lækka á tímabili, þó það væri ekki ei forsenda samkomulagsins. skiptir mjög miklu máli að það hefur ekki gerst. Það snýr bæði að Seðlabank- anum og bankakerf- inu. Fyrirtæki og þjónustuaðilar þurfa að endurselja vaxtako inn með einhverjum hæt verkafólk tekur það út á laun sínum. Það hefur valdið mjög um vonbrigðum að ekki skul komið til vaxtalækkunar,“ Grétar. Davíð Oddsson sagðist í vera sama sinnis og Alþýð 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs kom forystu ASÍ Má aðeins hækk upp að rauðu s Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,4% í febr og má ekki hækka um meira en 0,3% á næs tveimur mánuðum ef hún á að haldast inna rauðu strikanna í maí. Forsætisráðherra seg samtali við Ómar Friðriksson, að hækkunin s af liðum sem hafi ekkert með almenna verð lagsþróun að ræða og gefi ekki tilefni til sva sýni. Hækkunin veldur forystumönnum samt vinnumarkaðarins miklum vonbrigðum.                                           ! S ko og k Jaðrar við að tala megi um áfall að sjá þessa útkomu KYNLÍFSIÐNAÐUR OG KYNFERÐISLEGT OFBELDI Tæpast hefur auglýsing Stígamóta íblöðum um síðustu helgi farið fram hjá neinum sem fletti þeim á annað borð. Auglýsingin sýnir sam- anhnipraðar naktar konur í „neyt- endaumbúðum“ á borð við þær sem notaðar eru til að selja kjöt, en á verð- miðanum sem límdur er á pakkann stendur „Söluvara?“. Áhrifamáttur auglýsingarinnar felst ekki hvað síst í því að hún afhjúpar á afar nöturlegan máta hlutverk neytandans í kynlífs- iðnaði og vændi. Einsleitni og fjöldi kvennanna í pakkanum verður til þess að má út einstaklingseðli þeirra svo hlutgerving hins nakta kvenlíkama verður enn sterkari fyrir vikið, rétt eins og þær séu einungis hversdagleg neysluvara. Kunnugleg orðin á verð- miðanum, „best fyrir“ „kr./kg.“, og „verð krónur“, þjóna sem áleitin vísun í markaðstorg þar sem líkamar á borð við þá sem eru í pakkanum ganga raunverulega kaupum og sölum, nán- ast samkvæmt sömu lögmálum og þegar keypt er í matinn. Það er ekki þægilegt að horfast í augu við þær staðreyndir sem auglýsingin dregur fram í dagsljósið, en þeim mun mik- ilvægara að skorast ekki undan því. Stígamót eru nú að hefja átaks- verkefni til þess að bæta stuðning sinn við konur í kynlífsiðnaði en í árs- skýrslu þeirra, sem kynnt var á blaða- mannafundi sl. föstudag, kemur fram að tengsl á milli kynferðisofbeldis og vændis verða æ ljósari. „Vændi er mjög falin starfsemi á Íslandi og margar konur og nokkrir karlar sem leitað hafa til Stígamóta vegna kyn- ferðislegs ofbeldis hafa skýrt frá störfum í kynlífsiðnaðinum,“ sagði Rúna Sigurðardóttir fræðslu- og kynningarfulltrúi samtakanna. Í frétt hér í blaðinu á laugardag kemur einn- ig fram að aðsókn að Stígamótum eykst þriðja árið í röð, en frá árinu 1999 hefur aðsókn þangað aukist um 26,4%. Hverju það sætir sagðist Rúna ekki getað svarað, en hún sagði Stíga- mótakonur ekki geta hugsað sér að túlka tölurnar sem aukið ofbeldi. „Við getum vonað að tölurnar séu hærri en áður vegna þess að það hafi orðið ákveðin vitundarvakning í samfélag- inu.“ En „ef vitundarvakning hefði orðið, hefði hún líka átt að virka á þá sem beita ofbeldinu en það hefur hún greinilega ekki gert.“ Í okkar smáa samfélagi er tiltölu- lega auðvelt að ná til flestallra sem það byggja og í því ljósi hlýtur að telj- ast dapurlegt ef ekki hefur tekist að draga úr kynferðislegu ofbeldi þrátt fyrir opinbera umræðu um vandann á síðustu árum. Á Alþingi fóru fram umræður um jafnréttismál sl. föstu- dag í tilefni af alþjóðlegum baráttu- degi kvenna og Páll Pétursson félags- málaráðherra benti þar m.a. á að afleiðingar ofbeldis gegn konum væru mjög kostnaðarsamar fyrir samfélag- ið. Hann sagðist álíta betra að verja þeim fjármunum í forvarnir og benti á að efla þyrfti fræðslu á öllum skóla- stigum um ofbeldi gegn konum. Markviss uppfræðsla við hæfi hvers aldurshóps gæti vissulega orðið öfl- ugt vopn í baráttu gegn kvenfyrirlitn- ingu, kynferðisofbeldi og vændi. Í þeim misvísandi skilaboðum sem margvíslegir miðlar senda ómótuðu ungu fólki um kynhlutverk þess í samtímanum, en um það var fjallað í ítarlegri grein í blaðinu á föstudag, veitir ekki af uppbyggilegu mótvægi er afhjúpar ábyrgð hvers einasta „neytanda“ sem verslar við kynlífs- iðnaðinn eða beitir aðra ofbeldi til að ná vilja sínum fram. HERNAÐARAÐGERÐIR ÍSRAELS Ísraelar hafa hafið umfangsmestuhernaðaraðgerð sína frá því aðþeir réðust inn í Líbanon árið 1982. Á undanförnum tveimur vikum hafa þeir ráðist inn í sex bæi og flótta- mannabúðir Palestínumanna. Talið er að allt að tuttugu þúsund hermenn taki þátt í aðgerðunum. Uppreisn Palestínumanna, Intifada, hefur nú staðið í 17 mánuði. Stefna Ísr- aela hefur verið að brjóta Palestínu- menn á bak aftur með öllum tiltækum ráðum. Nú eru þeir komnir vel á veg með að leggja Gaza undir sig að nýju. Palestínumenn á hernámssvæðunum búa við stöðugt óöryggi, börn eru skelfingu lostin, atvinnulíf í rúst, borg- ir og bæir í herkví. En Palestínumenn hafa ekki látið bugast. Þvert á móti hafa hinar ýmsu fylkingar snúið bökum saman, liðsmenn Fatah og Hamas berjast hlið við hlið og stuðningur eykst við Yasser Arafat. Í intifada Palestínumanna fyrir tæp- um 15 árum féll einn Ísraeli á móti hverjum 24 Palestínumönnum fyrstu 17 mánuðina. Nú er hlutfallið einn Ísr- aeli á móti hverjum þremur Palestínu- mönnum, sem falla. Sagt er að Ísraelar séu að missa móðinn og þeir hafi misst trúna á for- sætisráðherrann. Á mánudagskvöld mótmæltu 50 þúsund manns í Tel Aviv og kröfðust þess að Arafat yrði steypt af stóli. Í gær sögðu tveir ráðherrar úr öfgaflokknum Þjóðarbandalagið af sér þar sem aðgerðir Ísraela gegn Palest- ínumönnum væru ekki nógu harðar. Á sama tíma gagnrýnir utanríkisráð- herra landsins, Shimon Peres, aðgerð- irnar með þeim orðum að Ísraelar „verði að passa sig að niðurlægja ekki, að koma ekki fram við manneskjur af fyrirlitningu“. Það er undarlegt á meðan þessu fer fram að sjá auglýsingar frá ferðamála- skrifstofu ríkisstjórnar Ísraels um sér- stakt kynningarkvöld á „landi and- stæðnanna“. Ástandið á svæðinu er ekki beinlínis til þess fallið að laða að ferðamenn og engin ástæða til að láta eins og allt sé í himnalagi. Nýr sendi- herra Ísraels mun í vikunni afhenda trúnaðarbréf. Íslendingar studdu Ísraela þegar að þeim var sótt úr öllum áttum. Fram- ganga Ísraela í garð Palestínumanna er hins vegar með þeim hætti að ekki er hægt að styðja hana. Bæði Davíð Odds- son forsætisráðherra og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra hafa gagn- rýnt framferði Ísraela. Það verður að nýta öll tækifæri til að gera Ísraelum grein fyrir að þeir eru á rangri braut og þeir verði að snúa við blaðinu. Fyrr muni þeir ekki uppskera öryggi og frið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.