Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 17 Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn laugardaginn 23. mars. n.k. kl. 15.00 á Hótel Loftleiðum, Þingsölum 1-4. Fundarefni: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins síðastliðið starfsár. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar sparisjóðsins fyrir síðastliðið reikningsár. 3. Tillögur um breytingar á 23. gr. samþykkta sparisjóðsins sem fjalla um að aðalfundur kjósi fimm menn í stjórn í stað þriggja, breyt- ingu á fyrirkomulagi framboðs til stjórnar- setu og aldurshámarks frambjóðenda. 4. Ákvörðun um greiðslu arðs. 5. Kosning sparisjóðsstjórnar. 6. Kosning endurskoðanda. 7. Ákvörðun um þóknun til stjórnar. 8. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir stofn - fjáreigendum eða umboðsmönnum fimmtudaginn 21. og föstudaginn 22. mars n.k. í afgreiðslu spari - sjóðsins í Borgartúni 18 og á fundarstað og hefst afhending þeirra kl. 14:00. Stjórnin Aðalfundur www.spv.is einn lítri Málið er Egils Kristall í nýjum umbúðum 1L skiptir máli Rétta stærðin ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O LG 1 70 81 03 /2 00 2 FJÖLSKYLDA Þráins Þórissonar skólastjóra efndi til veislu í Sl Hót- eli Skútustöðum síðastliðinn laug- ardag, 2. mars til að fagna með honum áttatíu ára afmæli. Mikið fjölmenni kom þar saman og gladd- ist af þessu tilefni með Þráni, konu hans, Margréti Lárusdóttur frá Brúarlandi, fimm börnum þeirra og fjölmörgum barnabörnum. Þráinn er innfæddur Mývetn- ingur og uppalinn í Baldursheimi. Hann fór ungur til náms við kenn- araskólann og kom þaðan til starfa við barnafræðslu í Skútustaða- hreppi ásamt konu sinni Margréti 1947 löngu áður en skólahús var byggt í hreppnum. Í Mývatnssveit hefur síðan verið starfsvettvangur þeirra beggja við uppeldi mý- vetnskrar æsku og fjölþætt störf að menningarmálum sveitar og hér- aðs. Einkum var Þráinn fyrirferð- armikill á sviði söngmála. Hann söng með Karlakór Mývetninga sem starfaði fram til 1970, menn muna hann þar t.d. í lögunum Sum- arkvöld á Fróni og Steinka Rasín, sem til eru á hljómplötu Heklu. Til skamms tíma söng hann í karla- kórnum Hreim. Hjónin syngja bæði enn með kór Skútustaðakirkju. Fyrir öflugt uppbyggingarstarf að glímukennslu við Skútustaða- skóla varð til sigursælt lið mý- vetnskra glímumanna sem gerðu garðinn frægan á síðasta fjórðungi nýliðinnar aldar. Þar verður hlut- ur skólastjórans Þráins seint full- þakkaður. Þráinn var driffjöður í leik- starfsemi Ungmennafélagsins og einkum grunnskólans þar sem gild- ur þáttur í mannrækt æskunnar fólst í danskennslu og uppfærslu leikverka á hverjum vetri. Hann virkjaði nemendur og kennara með smitandi krafti sínum og dugnaði í leik og starfi. Ógleymanlegur þeim sem nutu sýninga skólans. Einkum verður sumardagurinn fyrsti lengi í minnum hafður en þá blómstraði árangur skólastarfsins með veg- legri hátíðardagskrá í Skjól- brekku. Þráinn er einarður maður í skoð- unum og framgöngu. Í honum speglast margt það besta sem þótt hefur einkenna Mývetninga. Einna minnisstæðust er hljómmikill rödd- in, barítón bassi sem ekki þarf magnara en fyllir þó hvern krók og kima. Eftir að venjulegum starfs- degi lauk hefur Þráinn séð um að hirða kirkjugarðinn á Skútustöð- um og er þar síðan allt til mikillar fyrirmyndar svo sem hans er von og vísa. Skörulegur veislustjóri á laug- ardaginn var Höskuldur Þráins- son. Kraftmiklum fjöldasöng að hætti Þráins stjórnaði Steinþór Þráinsson og kippir í kynið. Fríður Lárusdóttir lék undir á píanó. Fjöl- margar ræður voru fluttar. Fjöl- mennur fjölskyldukór söng Litlu Stínu og að sjálfsöðu var mikill fjöldasöngur á milli ræðuhalda. Þau hjónin byggðu sér fyrir löngu myndarlegt heimili á hólnum við skólann þar sem starfsvettvangur þeirra var lengstum. Sveitungarnir óska þess að þar megi þau lengi búa við gæfu og góða heilsu. Þráinn Þórisson áttræður Morgunblaðið/BFH Margrét Lárusdóttir og Þráinn Þórisson í Skjólbrekku í Mý- vatnssveit á afmælisdaginn. Mývatnssveit LESTRARVIKU er nú nýlokið í Hrollaugsstaðaskóla hér í Suðursveit sem lið í lestrar- keppni 7. bekkja grunnskóla víða um land. Allir nemendur komu fram einn morguninn, að æfingum loknum, og þuldu sögur og ljóð af hinni mestu íþrótt. Heyrðust þar mörg góð tilþrif, að foreldr- um og velunnurum skólans við- stöddum. Sigurvegarinn, ef svo má kalla, keppir síðan á sýsluvísu innan skamms. 10 nemendur eru nú í Hrollaugsstaðaskóla og hefur fækkað talsvert á milli ára, eins og víða í dreifbýli. Skólahljómsveitin Hrollur framleiddi ljúfa tóna á milli at- riða. Að öllu þessu var gerður góð- ur rómur. Lestrar- vika í Hrollaugs- staðaskóla Suðursveit Frá ljóðaupplestri. Morgunblaðið/Einar Jónsson STJÓRN Kaupfélags Vestur-Hún- vetninga furðar sig á þeirri ákvörðun Mjólkursamsölunnar, að loka mjólk- urbúinu á Hvammstanga hinn 1. september í ár. Stjórn KVH hefur fundað með forstjóra M.S. og afhent honum mótmæli við aðgerð þessari og ályktun stjórnarfundar KVH frá 2. mars 2002. Þar er vitnað til kaup- samnings þess sem undirritaður var við kaup M.S. á mjólkursamlaginu fyrir um tveim árum. Í því söluferli bauð MS í fyrirtækið, með markmið um að leggja það niður og flytja mjólk af svæðinu m.a. til Búðardals. Þá buðust aðrir aðilar til að kaupa samlagið og höfðu uppi áform um framtíðarrekstur á Hvammstanga. MS lagði þá fram nýtt kauptilboð, sem stjórn KVH er hér að vitna til. Ýmsir aðilar hafa rætt þetta mál, m.a. sveitarstjórn Húnaþings vestra og verkalýðsfélagið Samstaða, sem hefur ályktað um málið. Mjólkursamlag KVH hefur verið starfrækt á Hvammstanga frá 1959, lengst í samvinnu við Kaupfélag Húnfirðinga, en KVH keypti þeirra hlut fyrir fáum árum. Þjónustusvæði samlagsins var Vestur-Húnavatns- sýsla og innanverð Strandasýsla, innvegið mjólkurmagn á þriðju millj- ón lítra árlega og framleiðslan eink- um hinn landsþekkti brauðostur, þ.e. sá með rauðu skorpunni. Alls vinna sjö manns í stöðinni, auk eins bíl- stjóra, sá er eini starfsmaðurinn sem ekki hefur verið sagt upp stöðu sinni. Hefðu skoðað aðra möguleika Í ályktun stjórnar Kaupfélags Vestur-Húnvetninga segir m.a.: „Stjórn KVH furðar sig á þeirri ákvörðun Mjólkursamsölunnar að ætla að loka mjólkursamlaginu á Hvammstanga. Í þeim kaupsamningi sem gerður var milli KVH og MS segir í 7. gr., Rekstur mjólkursamlags. „Mjólkur- samsalan mun starfrækja mjólkur- vinnslu áfram á Hvammstanga. Verður ostagerð þar aukin með flutningi á mjólk úr A-Húnavatns- sýslu sem annars færi í Búðardal til vinnslu. Er talið að miðað við núver- andi innvigtun, muni mjólkurmagn til ostagerðar á Hvammstanga geta aukist um a.m.k. 30%, með aðgerð þessari.“ Ljóst má vera að áðurnefnd grein kaupsamningsins var grundvöllur þess að samningar náðust um sölu mjólkursamlagsins til MS, einnig var hún ein af forsendum samnings KVH og mjólkurbænda um stofnun sjóðs til kvótakaupa. Ef ekki hefði komið til þessara lof- orða um áframhaldandi rekstur á mjólkursamlaginu hefðu aðrir mögu- leikar sem tryggt hefðu betur fram- tíð rekstrar í mjólkurstöðinni verið skoðaðir.“ Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Mjólkursam- lagið lagt niður Hvammstangi SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Ægir, Þorlákshöfn, var með prófkjör föstu- daginn 8. mars síðastliðinn, vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí. Metþátttaka var í prófkjörinu eða um 490 manns. Hjörleifur Brynjólfs- son, núverandi oddviti, hlaut flest at- kvæði í 1. sætið. Niðurstöður urðu annars þessar: í sæti alls 1. Hjörleifur Brynjólfss. 269 391 2. Sigurður Bjarnas. 234 347 3. Stefán Guðmundss. 247 378 4-5. Sesselja Pétursd. 228 342 4-5. Guðbrandur Einarss. 228 339 6. Ásgerður Eiríksd. 283 307 7. Ingibjörg Kjartansd. 215 215 8. Guðni Birgiss. 194 194 9. Jón Hólm Stefánss. 192 192 10. Valdimar Jónss. 123 123 Prófkjör sjálfstæðis- manna í sveitarfé- laginu Ölfusi Hjörleifur Brynjólfs- son oddviti efstur Þorlákshöfn KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.