Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
hreinlætistæki
Heimilisdagar
Ver› á›ur 27.885 kr.
Ver› nú 22.295 kr.
33,3x33,3 cm
Ver› 2.389 kr. m
10-40%
afsláttur
2
gólfefni
málning
ljós
Miramar loftljós, hvítt
Verð áður 1.695 kr.
Verð 995 kr.
Sími 525 3000 • www.husa.is
Kúpull
Blöndunartæki
Gólfflísar Innanhússmálning
JOTAPROFF 10 ltr, gljástig 07
Verð áður 6.795 kr.
Verð 4.990 kr.
Það er hákarl í lauginni…
7. bekkingar heimsækja kirkjugarða
Börnin frædd
um dauðann
NÚ UM stundir ernýhafið sam-starfsverkefni
grunnskólanna annars
vegar og Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæm-
is hins vegar sem miðar að
því að nemendur í 7. bekk
grunnskólanna, 12 ára
krakkarnir, heimsæki
KGRP og kynni sér þá
starfsemi sem þar fer
fram. Þórsteinn Ragnars-
son, forstjóri KGRP, svar-
aði nokkrum spurningum
Morgunblaðsins.
Hvað er búið að vinna í
þessu máli lengi?
„Undirbúningur af hálfu
Kirkjugarða Reykjavíkur-
prófestsdæma (KGRP)
hefur staðið yfir með
hléum í rúmlega ár. Skip-
uð var fjögurra manna undirbún-
ingsnefnd sem í voru skólastjóri,
sálfræðingur, sóknarprestur og
forstjóri KGRP. Fyrsti nemenda-
hópurinn kom 6. mars sl. og voru
þar á ferðinni 60 börn úr Breiða-
gerðisskóla ásamt kennurum.“
Hver er tilgangurinn með verk-
efninu?
„Fyrir rúmum mannsaldri var
dauðinn ekki það tabú sem hann
er í dag. Í gegnum aldanna rás og
fram undir miðja síðustu öld var
algengast að fólk andaðist inni á
heimilunum. Allur þorri fólks,
jafnt ungir sem aldnir, upplifðu
hvernig dauðinn knúði dyra. Nú
deyja flestir á sjúkrahúsum eða
elliheimilum og einstaklingar sem
komnir eru um eða yfir miðjan
aldur hafa jafnvel aldrei séð lík.
Við höfum forðast eins og heitan
eldinn að horfast í augu við þá
staðreynd að eitt sinn skal hver
deyja. Þessi ótti skapar ákveðna
firringu. Tilgangur fræðslu
KGRP er að gera börnin hæfari
til að mæta og vinna úr áföllum
vegna ástvinamissis og gefa þeim
tækifæri til að ræða þessi mál út
frá eigin forsendum og í samhengi
við námsefnið sem farið er yfir í
skólunum fyrir heimsókn.“
Hvernig eru börnin undirbúin?
„Undirbúningsnefndin tók
saman námsefni: Kennarahefti og
nemendahefti. Í kennaraheftinu
er farið yfir helstu áhersluþætti,
s.s. hvers ber að gæta, þegar
þessi mál eru rædd og farið er yfir
helstu þætti útfarar. Í nemenda-
heftinu er uppistaðan sagan
„Auða sætið“ sem segir frá bíl-
slysi sem leiðir til dauða ungs
nemenda og hvernig bekkjar-
félagarnir og skólinn taka á því.
Námsefnið er sent með tveggja
vikna fyrirvara í þá skóla sem
ætla að senda 7. bekk í heimsókn.
Skólastjóri og kennari ákveða síð-
an með hvaða hætti þeir tengja
námsefnið skólastarfinu og þegar
yfirferð er lokið kemur hópurinn í
heimsókn í Fossvogskirkju á
ákveðnum degi.“
Er ekki heldur snemmt að
ræða dauðann við svo unga
krakka?
„Nei, allir sem að þessu máli
hafa komið eru sam-
mála um að 7. bekkur í
grunnskóla sé rétti
aldurinn, 12 ára. Börn
eru mun opinskárri nú
til dags en þau voru
fyrir 20 til 30 árum og þau eru
mjög móttækileg á þessum aldri,
sérstaklega fyrir þeim hlutum
sem þau vita að hafa legið í lág-
inni, en eru hluti af lífi hvers og
eins. Þessi áhugi þeirra er hluti af
þroskaleit hvers einstaklings.“
Er þetta umdeilt eða talið hið
besta mál?
„Ég hef ekki heyrt neinn gagn-
rýna þetta framtak KGRP en fjöl-
margir hafa hvatt okkur áfram.
Við teljum að þessi fræðsla rúm-
ist vel innan starfsemi KGRP.
Rétt er að taka fram að hér er
ekki um trúmálafræðslu að ræða,
kirkjugarðarnir eru fyrir alla, án
tillits til trúarbragða.“
Hvernig fer svo kynningin
fram?
„Heimsóknin hefst að morgni
dags og dagskráin tekur tæpar
sextíu mínútur. Myndbandið „Frá
vöggu til grafar“ er sýnt og er það
fræðslumyndband um starfsemi
kirkjugarða og útfararþjónustu.
Sýndar eru myndir úr líkhúsi og
bálstofu og sagt er frá því hvernig
kistulagningarbæn og útför fara
fram og fylgst er með jarðsetn-
ingu í kirkjugarði. Eftir sýningu
myndarinnar tekur við fyrirlestur
með myndrænu ívafi. Fyrirlesar-
inn gefur nemendum kost á að
spyrja jafnóðum og leitast við að
svara hverjum og einum. Segja
má að fyrirlesturinn sé útdráttur
helstu þátta af myndbandinu.
Óhætt er þó að segja að tilgangur
umfjöllunarinnar í Fossvogs-
kirkju sé ekki að gera börnin
sorgbitin heldur að vekja hjá
þeim ábyrgðartilfinningu, fræða
þau og gera þau hæfari til að tak-
ast á við veruleika lífsins.“
Hvað munu mörg börn koma og
skoða hjá ykkur?
„Við tökum á móti pöntunum
frá grunnskólum Reykjavíkur út
mars og heimsóknir til okkar
verða skipulagðar fram yfir miðj-
an apríl.Þrír grunn-
skólar með um 200
börn hafa tilkynnt
þátttöku og vonumst
við til að fleiri bætist í
hópinn á næstu dögum.
Námsefninu er dreift án endur-
gjalds og heimsóknin er skólun-
um að kostnaðarlausu, ef undan
er skilinn akstur með börnin til og
frá kirkju. Það er skoðun mín að
þessi fræðsla sé verulegt búsílag
fyrir grunnskólanna og þeir eigi
sem flestir að nýta sér tilboð
KGRP. Á næsta skólaári munum
við taka á móti hópum frá nóv-
ember og út janúar 2003.“
Þórsteinn Ragnarsson
Þórsteinn Ragnarsson er
fæddur á Akureyri 25. sept-
ember 1951. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR 1971 og Cand Theol
frá HÍ 1978. Lauk prófi frá end-
urmenntun HÍ í viðskipta- og
rekstrarfræðum 1991. Var sókn-
arprestur, bóndi og kennari á
Miklabæ í Skagafirði frá 1978–
85. Prestur Óháða safnaðarins
1985–95 og deildarstjóri við-
skiptadeildar Rafmagnsveitu
Reykjavíkur á sama tíma. Er nú
forstjóri KGRP. Maki er Elsa
Guðmundsdóttir bankaritari og
eiga þau fjórar dætur.
...ekki að
gera börnin
sorgbitin