Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 11 ÞRÍR sundmenn syntu svonefnt Guðlaugssund í sundhöllinni í Vest- mannaeyjum í gær. Um er að ræða 6 km árlegt sund til að minnast afreks Guðlaugs Friðþórssonar árið 1984, en tilgangurinn með sundinu er að minna á öryggismál sjómanna. Magnús Kristinsson, útvegsbóndi í Vestmannaeyjum, Kristján Gíslason, stjórnarformaður Eykis, og Matt- hías Sveinsson, yfirvélstjóri á Þór- unni Sveinsdóttur VE, syntu að þessu sinni og var þetta í fjórða sinn sem Magnús þreytti sundið, en um var að ræða frumraun hinna. Guðlaugur Friðþórsson heiðraði sundkappana með nærveru sinni, en 1984 bjargaði hann sér á ótrúlegan hátt með fræknu sundi í land á Heimaey eftir að bátur sem hann var á fórst. Friðrik Ásmundsson, fyrr- verandi skólastjóri Stýrimannaskól- ans í Vestmannaeyjum, kom sundinu á 1985 til að minnast afreksins og hefur það verið þreytt á hverju ári síðan nema hvað það féll niður í fyrra. Magnús Kristinsson synti einn fyrir tveimur árum og var þá tvo tíma og 44 mínútur, en nú fór hann 6 km á tveimur tímum og 40 mínútum. Þegar hann synti fyrst 1997 fór hann vegalengdina á tveimur tímum og 20 mínútum en 1999 var tími hans tveir tímar og 35 mínútur. Guðlaugur var 6 klukkustundir á sundi Sundið hefur alltaf farið fram í lauginni nema 1994 þegar nem- endur Stýrimannaskólans sigldu á staðinn þar sem báturinn sökk 10 ár- um áður og syntu í land, vissa vega- lengd hver. Friðrik Ásmundsson segir að þar sem talið sé að Guð- laugur hafi synt í sex klukkutíma á sínum tíma hafi nemendur skólans haldið uppteknum hætti og skipt tímanum á milli sín, en sennilega hafi mest um 30 manns þreytt sund- ið í einu. Eftir að skólinn hafi hætt hafi sundköppunum hins vegar fækkað til muna. Friðrik Ásmundsson afhenti sund- köppunum viðurkenningarskjal að loknu sundinu. Hann segir að til- gangurinn með sundinu sé að minna á öryggismál sjómanna. Mikilvægt sé að minna alla útgerðarmenn og sjómenn á að hafa allan örygg- isbúnað í góðu lagi. „Við viljum líka minna björgunaraðila í landi á að vera ekki með neitt hangs og hik, þegar neyð er annars vegar, og kalla hverju sinni út allt tiltækt lið sem gæti komið að gagni.“ Guðlaugssundið hefur verið þreytt í Eyjum síðan 1985 Tilgangurinn að minna á öryggismál sjómanna Að loknu afrekinu. Frá vinstri: Guðlaugur Friðþórsson, Magnús Krist- insson, Matthías Sveinsson, Kristján Gíslason og Friðrik Ásmundsson. ÞORKELL Ágústsson hefur verið skipaður aðstoðarrannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa. Þor- kell er vélvirki og hefur lokið iðn- rekstrarfræði frá Tækniskóla Ís- lands, en einnig hefur hann M.Sc.-próf í verkfræði frá Álaborg- arháskóla í Danmörku. Þorkell starfaði sem vélvirki í Ál- verinu í Straumsvík um átta ára skeið, í tæknideild Flugleiða í níu ár, m.a. yfir kostnaðareftirliti deildar- innar, en síðast gegndi hann starfi framkvæmdastjóra hjá Íslensku vef- stofunni. Þorkell er kvæntur og á þrjú börn. Rannsóknarnefnd flugslysa Nýr aðstoð- arrannsókn- arstjóri LANDSSÖFNUN Geðhjálpar fór fram laugardaginn 2. mars sl. Alls safnaðist 17,1 milljón. Þessi upphæð safnaðist í gegnum 907-númer Geðhjálpar, símanúmer frjálsu framlaganna, 590-7070 og bankareikning Geðhjálpar hjá SPRON. Leitast var eftir að fara sem ódýrustu leið við undirbúning söfnun- arinnar og í því sambandi komu fjöl- miðlar mikið til móts við okkur við að kynna málefni Geðhjálpar. Heildar- kostnaður Geðhjálpar vegna undir- búnings og framkvæmd landssöfnun- arinnar nemur 3 milljónum króna, segir í fréttatilkynningu. Landssöfnun Geðhjálpar 17,1 milljón safnaðist ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.