Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 13  BRYNHILDUR Davíðsdóttir varði á dögunum doktorsritgerð sína við Boston-háskóla. Aðalleiðbein- andi hennar var dr. Matthias Ruth, prófessor við Maryland- háskóla. Aðrir leiðbeinendur voru dr. Ingo Vogelsang, pró- fessor við Bost- on- og Stanford- háskóla, dr. Cutl- er Cleveland, prófessor við Boston-háskóla, prófessor T.R. Lakshmanan við Boston-háskóla og prófessor William Anderson við Boston-háskóla. Doktorsritgerð Brynhildar er sprottin af verkefni sem hún vann fyrir Umhverfisstofnun Bandaríkj- anna (EPA) við þróun gagnvirkra tölvulíkana til notkunar við mótun og mat á mismunandi umhverfis- og hagstjórnaraðgerðum sem ætlað er að vinna gegn loftslagsbreytingum. Ritgerðin er fjórþætt: Fyrst er hegðun orkufrekra fyrirtækja í Bandaríkjunum skoðuð hvað varðar fjárfestingar í skilvirkari fram- leiðslutækni. Næst er litið á sveigj- anleika í notkun orkufrekra fyr- irtækja á mismunandi gerðum orkugjafa og annarra fram- leiðsluþátta. Áhersla er lögð á að taka tillit til aldurs fjárfestinga og sýnt er fram á að sveigjanleiki minnkar er fjárfestingar eldast. Í þriðja hluta ritgerðar sinnar rannsakar Brynhildur svæðisbundna hegðan orkufrekra fyrirtækja, með tilliti til framboðs framleiðsluþátta. Að lokum notar Brynhildur allar þær upplýsingar sem safnað var í fyrri hlutum rannsóknanna til að hanna gagnvirkt dýnamískt tölvulíkan til að meta fjárfestinga- og framleiðslu- hegðan pappírsiðnaðarins í Banda- ríkjunum til ársins 2020. Út frá því er skoðað hversu mikinn koltvísýring og metangas pappírsiðnaðurinn í Bandaríkjunum muni framleiða ann- ars vegar ef ekkert er að gert og hins vegar ef Bandaríkjastjórn leggur kolefnisskatta á eldsneyti. Niðurstöður Brynhildar sýna fram á að nauðsynlegt er að taka bæði til- lit til orkunotkunar og annarra fram- leiðsluþátta við mótun löggjafar og reglugerða sem ætlað er að taka á loftslagsbreytingum. Til dæmis er sýnt að líklegt er að ef kolefnisskattar verða lagðir á elds- neyti í Bandaríkjunum muni heild- arlosun kolefnis frá pappírsiðn- aðinum í raun aukast þegar tillit er tekið til allra framleiðsluþátta. Þá eru áhrif reglugerða mjög mismun- andi eftir fylkjum, sem staðfestir þá trú að nauðsynlegt er að greina mis- munandi aðstæður fyrirtækja þegar áhrif umhverfisstjórnunar eru skoð- uð. Að lokum er sýnt fram á að um- hverfisreglugerðir í Bandaríkjunum hafa í raun hægt á tækniframförum í orkufrekum iðnaði, bæði er varðar fjárfestingar í nýjum tækjabúnaði og hraða á úreldingum. Í öllum rannsóknum sínum leggur dr. Brynhildur áherslu á að tengja saman hina margslungnu þætti hag- kerfis og lífkerfis sem nauðsynlegir eru til að skilja áhrif hinna ýmsu að- ferða sem beitt er í umhverfis- og auðlindastjórn. Brynhildur nam líffræði og hag- fræði við Háskóla Íslands, lauk BS- prófi í líffræði árið 1991 og MA-prófi í alþjóðasamskiptum og alþjóðlegri umhverfis- og auðlindastjórn frá Boston-háskóla árið 1995. Rann- sóknir hennar hafa verið birtar i fjölda erlendra fræðirita. Brynhildur býr í Cambridge í Massachusetts og starfar nú að frek- ari rannsóknum og kennslu við Bost- on-háskóla. Sambýlismaður hennar er Einar Örn Sigurdórsson hönn- unarstjóri og eiga þau eina dóttur, Urði. Foreldrar Brynhildar eru Dav- íð Aðalsteinsson og Guðrún Jóns- dottir á Arnbjargarlæk. Doktor í umhverfis- fræðum Brynhildur Davíðsdóttir Á ALMENNUM fundi Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Kópavogi mánudaginn 11. mars, var samþykkt eftirfarandi tillaga uppstillingar- nefndar að skipan framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar til bæjarstjórnar Kópavogs: 1. Sigurður Geirdal bæjarstjóri, 2. Hansína Ásta Björgvinsdóttir bæj- arfulltrúi, 3. Ómar Stefánsson for- stöðumaður, 4. Sigurbjörg Vilmund- ardóttir leikskólakennari, 5. Gestur Valgarðsson vélaverkfræðingur, 6. Una María Óskarsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur, 7. Hjalti Björnsson áfengis- og vímuefnaráð- gjafi, 8. Linda Bentsdóttir lögfræð- ingur, 9. Andrés Pétursson ráðgjafi, 10. Sigrún Edda Eðvarðsdóttir verk- efnisstjóri, 11. Ólafur Hjálmarsson vélfræðingur, 12. Margrét Sig- mundsdóttir flugfreyja, 13. Hjörtur Sveinsson nemi, 14. Hrefna Sölva- dóttir fjármálastjóri, 15. Gísli Tryggvason framkvæmdastjóri, 16. Svanhvít Eygló Ingólfsdóttir rann- sóknarlögreglumaður, 17. Willum Þór Þórsson knattspyrnuþjálfari og framhaldsskólakennari, 18. Guðrún Alisa Hansen húsmóðir, 19. Unnur Stefánsdóttir leikskólastjóri, 20. Stefán Arngrímsson iðnrekstrar- fræðingur, 21. Birna Árnadóttir hús- móðir, 22. Magnús Bjarnfreðsson fyrrverandi bæjarfulltrúi. Framsóknarflokkurinn myndar meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs ásamt Sjálfstæðisflokki. Hefur sam- starf flokkana staðið óslitið síðan 1990. Sigurður Geirdal hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 1990 og sinnt starfi bæjarstjóra allan þann tíma. Listi Framsóknarflokksins í Kópavogi samþykktur LÖGREGLAN í Reykjavík hefur upplýst rán, sem framið var í versluninni Sparkaup í Suðurveri hinn 24. febrúar sl. Tveir menn um tvítugt áttu þar hlut að máli, bundu af- greiðslustúlku með límbandi niður á stól og fóru á brott með peninga, sem þeir komu hönd- um yfir. Mennirnir hafa báðir viðurkennt aðild sína að málinu og telst það að mestu upplýst. Viður- kenndu rán í Sparkaupi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.