Morgunblaðið - 13.03.2002, Page 13

Morgunblaðið - 13.03.2002, Page 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 13  BRYNHILDUR Davíðsdóttir varði á dögunum doktorsritgerð sína við Boston-háskóla. Aðalleiðbein- andi hennar var dr. Matthias Ruth, prófessor við Maryland- háskóla. Aðrir leiðbeinendur voru dr. Ingo Vogelsang, pró- fessor við Bost- on- og Stanford- háskóla, dr. Cutl- er Cleveland, prófessor við Boston-háskóla, prófessor T.R. Lakshmanan við Boston-háskóla og prófessor William Anderson við Boston-háskóla. Doktorsritgerð Brynhildar er sprottin af verkefni sem hún vann fyrir Umhverfisstofnun Bandaríkj- anna (EPA) við þróun gagnvirkra tölvulíkana til notkunar við mótun og mat á mismunandi umhverfis- og hagstjórnaraðgerðum sem ætlað er að vinna gegn loftslagsbreytingum. Ritgerðin er fjórþætt: Fyrst er hegðun orkufrekra fyrirtækja í Bandaríkjunum skoðuð hvað varðar fjárfestingar í skilvirkari fram- leiðslutækni. Næst er litið á sveigj- anleika í notkun orkufrekra fyr- irtækja á mismunandi gerðum orkugjafa og annarra fram- leiðsluþátta. Áhersla er lögð á að taka tillit til aldurs fjárfestinga og sýnt er fram á að sveigjanleiki minnkar er fjárfestingar eldast. Í þriðja hluta ritgerðar sinnar rannsakar Brynhildur svæðisbundna hegðan orkufrekra fyrirtækja, með tilliti til framboðs framleiðsluþátta. Að lokum notar Brynhildur allar þær upplýsingar sem safnað var í fyrri hlutum rannsóknanna til að hanna gagnvirkt dýnamískt tölvulíkan til að meta fjárfestinga- og framleiðslu- hegðan pappírsiðnaðarins í Banda- ríkjunum til ársins 2020. Út frá því er skoðað hversu mikinn koltvísýring og metangas pappírsiðnaðurinn í Bandaríkjunum muni framleiða ann- ars vegar ef ekkert er að gert og hins vegar ef Bandaríkjastjórn leggur kolefnisskatta á eldsneyti. Niðurstöður Brynhildar sýna fram á að nauðsynlegt er að taka bæði til- lit til orkunotkunar og annarra fram- leiðsluþátta við mótun löggjafar og reglugerða sem ætlað er að taka á loftslagsbreytingum. Til dæmis er sýnt að líklegt er að ef kolefnisskattar verða lagðir á elds- neyti í Bandaríkjunum muni heild- arlosun kolefnis frá pappírsiðn- aðinum í raun aukast þegar tillit er tekið til allra framleiðsluþátta. Þá eru áhrif reglugerða mjög mismun- andi eftir fylkjum, sem staðfestir þá trú að nauðsynlegt er að greina mis- munandi aðstæður fyrirtækja þegar áhrif umhverfisstjórnunar eru skoð- uð. Að lokum er sýnt fram á að um- hverfisreglugerðir í Bandaríkjunum hafa í raun hægt á tækniframförum í orkufrekum iðnaði, bæði er varðar fjárfestingar í nýjum tækjabúnaði og hraða á úreldingum. Í öllum rannsóknum sínum leggur dr. Brynhildur áherslu á að tengja saman hina margslungnu þætti hag- kerfis og lífkerfis sem nauðsynlegir eru til að skilja áhrif hinna ýmsu að- ferða sem beitt er í umhverfis- og auðlindastjórn. Brynhildur nam líffræði og hag- fræði við Háskóla Íslands, lauk BS- prófi í líffræði árið 1991 og MA-prófi í alþjóðasamskiptum og alþjóðlegri umhverfis- og auðlindastjórn frá Boston-háskóla árið 1995. Rann- sóknir hennar hafa verið birtar i fjölda erlendra fræðirita. Brynhildur býr í Cambridge í Massachusetts og starfar nú að frek- ari rannsóknum og kennslu við Bost- on-háskóla. Sambýlismaður hennar er Einar Örn Sigurdórsson hönn- unarstjóri og eiga þau eina dóttur, Urði. Foreldrar Brynhildar eru Dav- íð Aðalsteinsson og Guðrún Jóns- dottir á Arnbjargarlæk. Doktor í umhverfis- fræðum Brynhildur Davíðsdóttir Á ALMENNUM fundi Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Kópavogi mánudaginn 11. mars, var samþykkt eftirfarandi tillaga uppstillingar- nefndar að skipan framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar til bæjarstjórnar Kópavogs: 1. Sigurður Geirdal bæjarstjóri, 2. Hansína Ásta Björgvinsdóttir bæj- arfulltrúi, 3. Ómar Stefánsson for- stöðumaður, 4. Sigurbjörg Vilmund- ardóttir leikskólakennari, 5. Gestur Valgarðsson vélaverkfræðingur, 6. Una María Óskarsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur, 7. Hjalti Björnsson áfengis- og vímuefnaráð- gjafi, 8. Linda Bentsdóttir lögfræð- ingur, 9. Andrés Pétursson ráðgjafi, 10. Sigrún Edda Eðvarðsdóttir verk- efnisstjóri, 11. Ólafur Hjálmarsson vélfræðingur, 12. Margrét Sig- mundsdóttir flugfreyja, 13. Hjörtur Sveinsson nemi, 14. Hrefna Sölva- dóttir fjármálastjóri, 15. Gísli Tryggvason framkvæmdastjóri, 16. Svanhvít Eygló Ingólfsdóttir rann- sóknarlögreglumaður, 17. Willum Þór Þórsson knattspyrnuþjálfari og framhaldsskólakennari, 18. Guðrún Alisa Hansen húsmóðir, 19. Unnur Stefánsdóttir leikskólastjóri, 20. Stefán Arngrímsson iðnrekstrar- fræðingur, 21. Birna Árnadóttir hús- móðir, 22. Magnús Bjarnfreðsson fyrrverandi bæjarfulltrúi. Framsóknarflokkurinn myndar meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs ásamt Sjálfstæðisflokki. Hefur sam- starf flokkana staðið óslitið síðan 1990. Sigurður Geirdal hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 1990 og sinnt starfi bæjarstjóra allan þann tíma. Listi Framsóknarflokksins í Kópavogi samþykktur LÖGREGLAN í Reykjavík hefur upplýst rán, sem framið var í versluninni Sparkaup í Suðurveri hinn 24. febrúar sl. Tveir menn um tvítugt áttu þar hlut að máli, bundu af- greiðslustúlku með límbandi niður á stól og fóru á brott með peninga, sem þeir komu hönd- um yfir. Mennirnir hafa báðir viðurkennt aðild sína að málinu og telst það að mestu upplýst. Viður- kenndu rán í Sparkaupi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.