Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN
28 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NÚ þegar daglegar
fréttir berast af því að
Ísraelar og Palestínu-
menn drepa hver annan
undrast maður þögn ís-
lenskra stjórnvalda. Er
ekki kominn tími til að
stjórnvöld hér á landi
beiti sér – þó af veikum
mætti sé – fyrir réttlátri,
og því varanlegri, lausn?
Það virðist gefa auga
leið að á meðan Palest-
ínumenn fá ekki að lifa
með höfuðið hátt á eigin
landi, þá getur aldrei
orðið friður meðal þess-
ara tveggja þjóða. Fyrir hundrað ár-
um var landið arabískt, en nú hafa
mál þróast þannig að Palestínumenn
búa hvergi við eðlilegar aðstæður í
eigin ríki. Stór hluti þeirra býr í
flóttamannabúðum eða í útlegð en
aðrir eru annars flokks þegnar í Ísr-
ael. Víst var þeim skammtað sjálf-
stjórnarsvæði fyrir nokkrum árum,
en nú veður þar Ísraelsher inn og út
með ofbeldi og morðum.
Nú væri hægt að fjalla um ástæður
ofbeldisins í löngu máli en það skal
ógert hér. Hins vegar ber að huga að
því sem kemur í veg fyrir það að frið-
ur náist: Palestínu-
menn eru kúgaðir, auð-
mýktir og órétti beittir.
Eins og eðlilegt er við
slíkar aðstæður bregð-
ast menn við á ólíkan
hátt: sumir kvarta
óánægðir en aðrir berj-
ast fyrir réttlæti með
hryðjuverkum og fórna
lífi sínu… og taka um
leið líf annarra.
Lausnin á vandanum
hlýtur að vera sú að
báðir geti lifað í góðri
sátt. Þess vegna verða
Palestínumenn að fá að
stofna ríki á því landi sem Sameinuðu
þjóðirnar úthlutuðu þeim árið 1947 og
þeir verða að fá hluta Jerúsalem fyrir
höfuðborg. Þetta eru grundvallarat-
riði. Önnur mál, eins og afdrif Palest-
ínumanna í útlegð, hljóta að vera sam-
komulagsatriði.
En nú má spyrja hvað þetta komi
okkur Íslendingum við; hvað getum
við gert? Það er víst að deiluaðilar
munu ekki hlusta í andakt á orð okk-
ar, og hvað þá hlýða fyrirmælum héð-
an. Því völdum við sjálfsagt ekki
miklu. Þó gætum við eitthvað gert.
Stundum getur valdalaus sáttaaðili
komið nokkru til leiðar, eins og Norð-
menn hafa sýnt bæði í þessari deilu og
á Sri Lanka. En þó að við Íslendingar
göngum ekki svo langt að verða sátta-
menn, þá getum við haft áhrif með því
að veita siðferðilegan stuðning. Til að
mynda er næsta víst að íslensk utan-
ríkisstefna hafði áhrif þegar við við-
urkenndum sjálfstæði Eystrasalts-
ríkjanna eða Króatíu. Utanrík-
isráðherra Íslands, Halldór Ás-
grímsson, hefur talað skynsamlega
um þessi mál, og er það vel. En hví
ekki að ganga lengra? Af hverju ekki
að heimsækja Arafat þar sem honum
er haldið föngnum í eigin landi, og
lýsa því yfir að friður hljóti að byggj-
ast á réttlátri lausn mála, og það það
hljóti að felast í stofnun palestínsks
ríkis?
Hvað geta Íslendingar gert?
Jóhann M. Hauksson
Miðausturlönd
Stundum getur valda-
laus sáttaaðili, segir Jó-
hann M. Hauksson,
komið nokkru til leiðar.
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
SKÓLAMÁLIN eru stærstu
verkefni sveitarfélaganna. Eftir að
allur rekstur grunnskólans var
fluttur til sveitarfélaganna má segja
að börnin okkar séu að mestu leyti í
umsjá sveitarfélaganna fram til 16
ára aldurs. Flestir foreldrar vinna
úti og því þurfa börnin að dvelja á
öruggum stað þar sem þörfum
þeirra er sinnt. Skipulagsmál og
fjármál eru mikilvæg en velferð
barnanna okkar, þroski þeirra og
menntun skiptir þó mestu.
Í Reykjavík eru góðir skólar. Í
leikskólum og grunnskólum borg-
arinnar starfar velmenntað og gott
fólk, hugsjónafólk. Það er gríðar-
lega mikilvægt að kraftar þessa
ágæta fólks fái að njóta sín til fulls.
Til þess að svo megi verða þarf
styrka stjórn þeirra sem þekkingu
hafa á skólamálum.
R-listinn hefur nú stýrt Reykja-
vík í bráðum 8 ár. Það er mín skoð-
un að einkum tvennt hafi ráðið því
að R-listinn vann borgina. Í fyrsta
lagi náðu smáflokkarnir að mynda
bandalag undir styrkri stjórn Ingi-
bjargar Sólrúnar. Í öðru lagi lofaði
R-listinn, fyrst árið 1994 og svo aft-
ur 1998 að eyða biðlistum leikskól-
anna og fólkið treysti því að þeir
myndu efna það loforð.
Einhvern veginn hefur sú blekk-
ing náð að grafa um sig að R-listinn
sé fulltrúi mjúku málanna í borg-
inni. Raunveruleikinn er annar.
Skólamálin eru ekki í nógu góðu
lagi, t.d. voru í janúar sl. 2360 reyk-
vísk börn á biðlista eftir leikskóla-
plássi. Í Garðabæ og á Seltjarnar-
nesi, þar sem sjálfstæðismenn eru
við stjórnvölinn, ríkir ekki slíkt
neyðarástand í leikskólamálum. R-
listinn hefur fengið 8 ár til spreyta
sig. Ég spyr: „Er ekki
kominn tími til að leyfa
öðrum að sýna hvað í
þeim býr?“ Grunnskól-
ar Reykjavíkur hafa
heyrt undir Sigrúnu
Magnúsdóttur síðast-
liðin átta ár. Hún er
ekki í hópi fulltrúa R-
listans fyrir kosning-
arnar í vor.
Ekkert borgarfull-
trúaefni R-listans hef-
ur sérþekkingu á
skólamálum.
Sjálfstæðisflokkur-
inn teflir aftur á móti
fram fulltrúum með yf-
irburðaþekkingu á skólakerfinu.
Björn Bjarnason er án efa sá
menntamálaráðherra sem hefur
komið mestu í verk að öðrum ólöst-
uðum. Eitt lítið dæmi um verk
Björns, sem ekki hefur verið haldið
á lofti, er sú ákvörðun hans að
tryggja einhverfum og þroskaheft-
um unglingum fjögurra ára fram-
haldsskólanám. Auk
Björns Bjarnasonar er
Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir á lista sjálfstæð-
ismanna en hún hefur
verið í forystu fyrir
grunnskólakennara um
árabil. Reykvísk börn
eiga það skilið að fá að
njóta krafta Björns
Bjarnasonar og Guð-
rúnar Ebbu Ólafsdótt-
ur.
Allir eru sammála
um að búa sem best að
börnunum okkar.
Leik- og grunnskól-
arnir eru þær stofnan-
ir sem sjá að miklu leyti um uppeldi
og menntun þeirra. Ég er í engum
vafa um það að ef Sjálfstæðisflokk-
urinn vinnur kosningarnar í vor er
bjart framundan í skólamálum
Reykvíkinga og að börnin okkar
muni njóta þess.
Bjart framundan í skóla-
málum Reykvíkinga ef…
Nám
Sjálfstæðisflokkurinn,
segir Gísli Ragnarsson,
teflir fram fulltrúum
með yfirburðaþekkingu
á skólakerfinu.
Höfundur er aðstoðarskólameistari.
Gísli Ragnarsson
BJÖRN Bjarnason, borgar-
stjórakandídat Sjálfstæðisflokks-
ins, hefur gefið tóninn í kosninga-
baráttu flokksins í Reykjavík. Haft
var eftir honum í þessu blaði að
fjármálastjórn R-listans minnti á
starfsaðferðir orkufyrirtækisins
Enron. Eins og alkunna er stóð
Enron-risinn á brauðfótum. Tíu
þingnefndir á Bandaríkjaþingi
hafa tekið málefni fyrirtækisins til
sérstakrar rannsóknar. Dóms-
málaráðuneyti Bandaríkjanna hef-
ur höfðað sakamál gegn fyrirtæk-
inu. Ríkisendurskoðun Banda-
ríkjanna hyggst höfða mál gegn
Hvíta húsinu til þess m.a. að fá
upplýsingar um þátttöku Enron í
gerð orkuáætlunar Bandaríkja-
stjórnar. Uppljóstrarar hafa leikið
lykilhlutverk í Enron-málinu.
Lái mér hver sem vill, en ég
hygg að Enron-hneykslið veki ekki
upp hugrenningatengsl við fjár-
málastjórn Reykjavíkurlistans hjá
stærstum hluta Íslendinga. Önnur
og betri dæmi eru mun nærtækari.
En ég skil vel að Björn Bjarnason
finni hjá sér litla þörf til þess að
benda á þau, enda Sjálfstæðis-
flokknum varla til framdráttar.
Hitt er svo annað mál að frambjóð-
endur Sjálfstæðisflokksins munu
seilast eins langt og ímyndunarafl
þeirra leyfir til þess að koma höggi
á R-listann. Örvænting þeirra hlýt-
ur að vera algjör.
Enron
Höfundur er þingkona Samfylk-
ingarinnar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir
KOSNINGAR til
borgarstjórnar og
sveitarstjórna eru nú í
nánd og fulltrúar
þeirra flokka sem
keppa um hylli almenn-
ings tala gjarnan um
skipulag og leggja fram
alls kyns tillögur sem í
raun eru að miklu leyti
eins hvert sem litið er.
Í Reykjavík tala
menn um flugvöll eða
ekki flugvöll, hjólreiða-
stíga, lóðaskort o.s.frv.
Einn frambjóðenda tal-
aði um alþjóðlega
staðla í skipulagi. Það
er hæpið að almenningur skilji hvað
átt er við, og ekki er sjálfgefið að
slíkir staðlar séu til góðs.
Fyrir skömmu var sýndur athygl-
isverður þáttur um skipulag í ríkis-
sjónvarpinu, þar sem kom í ljós að
skipulag eins og það er oft fram-
kvæmt höfðar ekki til fólks.
Ástæðan er sú að þungar umferð-
aræðar og veigamiklar byggingar
með lokuðum og háum
veggjum virka nei-
kvætt á folk. Stór opin
svæði gera aðeins illt
verra a.m.k. hér á landi
þar sem þau eru far-
vegur fyrir vindstrengi.
Þetta kemur heim og
saman við það að marg-
ir vilja búa í hverfum
sem eru ekki skipulögð
samkvæmt einhverjum
fræðilegum vangavelt-
um. Hér má til dæmis
nefna Þingholtin í
Reykjavík, og hluta af
vesturbænum í
Reykjavík.
Það mætti hugsa sér
að Reykjavík og önnur sveitarfélög
tækju tillit til þessara staðreynda og
,,skipulegðu “ svæði fyrir þá sem
vildu byggja sér íbúðir í slíkum
hverfum.
Það er augljóst að menn yrðu að
endurskoða allskonar reglugerðir
sem lúta að byggingum, og skipulagi.
Þetta myndi einnig kalla á aðra þjón-
ustu sveitarfélaganna á byggingar-
stigi slíkra hverfa.
Auðvitað mundi þetta alls ekki
hindra að hefðbundin svæði væru
skipulögð og byggð.
Augljóst er að það ætti að vera
hægt að lækka lóðaverð með ofan-
greindum aðferðum.
Þétting byggðar með þessu móti
myndi einnig draga úr þörfinni fyrir
þungar umferðaræðar og stytta
lagnaleiðir holræsa vatns hita o.s.frv.
Að þétta byggðina er þjóðhags-
lega hagkvæmt ef aðeins er litið til
minni ferðatíma bifreiða og minni
slysatíðni þar af leiðandi.
Nokkur orð um
skipulag þéttbýlis
Björgvin
Víglundsson
Höfundur er verkfræðingur.
Skipulagsmál
Að þétta byggðina er
þjóðhagslega
hagkvæmt, segir
Björgvin Víglundsson,
ef aðeins er litið til
minni ferðatíma bifreiða
og minni slysatíðni
þar af leiðandi.