Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þær erum margar minningarnar sem streyma fram í hugann þegar ég hugsa til ömmu minnar, minn- ingar sem ég get yljað mér við og eng- inn getur tekið frá mér, þó svo að amma hafi nú kvatt þennan heim. Við Stína systir nutum þeirra for- réttinda að hafa ömmu og Hannes afa hjá okkur á Þverá, þar sem við ólumst ARNFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR ✝ Arnfríður Jónas-dóttir fæddist í Grundarkoti, Akra- hreppi, 12. nóvem- ber 1905, hún lést á Sjúkrahúsi Sauðár- króks 9. febrúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Flugumýrarkirkju 16. febrúar. upp með mömmu og pabba, og eldri systkin- um okkar, Svövu og Guðna. Sama hvaða vit- leysa okkur datt í hug, alltaf höfðu þau enda- lausan tíma til að hlusta á bullið í okkur, segja okkur sögur eða kenna okkur gamlar vísur, leika og spila á spil, þrátt fyrir að við reynd- um oft að svindla held að að þau hafi alltaf látið sem þau sæju það ekki. Amma hafði meira að segja þrautseigju til að reyna að kenna okkur að prjóna. Ég held að okkur systkinunum beri öllum saman um það að eitt eftir- minnilegasta atvikið hafi verið þegar við spiluðum „hæ gosi“ við ömmu, hvað við hlógum mikið það kvold. Amma var lífsglöð kona sem lagði hart að sér allt sitt líf. Frá því að ég man eftir mér hafði hún alltaf eitt- hvað fyrir stafni. Meðan hún mögu- lega gat hjálpaði hún við bústörfin jafnt utan dyra sem innanhúss. Amma hafði yndi af öllum dýrum og ég man að það gladdi hana mikið þeg- ar við fengum Max litla sem hvolp og hann tók fljótt uppá því að stökkva í fangið á henni og kúra sig þar. Elsku amma mín, ég á þér svo mikið að þakka. Þú sagðir alltaf að það væri um að gera að nýta hvert tækifæri meðan maður er enn ungur og ég man hvað þú varst ánægð fyrir hönd okkar systranna þegar við ákváðum að flytja út. Það var ómetanlegt að fá að eyða svo miklum tíma með þér og þú munt alltaf eiga stóran hlut í mínu hjarta. Ég sakna þín meira en orð fá lýst, amma mín, en ég veit fyrir víst að þú ert hamingjusöm núna með Hannesi afa, líklega á baki Glettu gömlu sprettandi úr spori einhversstaðar til fjalla. Þín sonardóttir, Arnfríður Hanna, London. Elsku afi Frímann. Mikið finnst mér leiðin- legt að hafa ekki getað kvatt þig núna og verið við útförina. Þú varst ótrúlegur maður, allt sem þú gekkst í gegnum, með þessi veikindi. Sama hversu veikur þú varst, alltaf þegar maður kom í heim- sókn þá fékk maður alltaf bros eða eitthvert skot frá þér. Seinasta ár er búið að vera mjög erfitt og ég er fegin að þú fáir loksins að hvílast, þótt ég vildi óska þess að þú værir ennþá hjá mér og ég gæti kysst þig allavega einu sinni enn. Ég útskrifaðist á þessu ári úr Verzlunarskóla Íslands og fannst svo leiðinlegt að þú kæmist ekki og gætir ekki séð hvað ég var fín, svo ég og Vignir komum til þín eftir veisluna og fyrir athöfnina. Ég vildi að þú sæir hvað ég var fín, vildi ekki FRÍMANN GUNNLAUGSSON ✝ Frímann Gunn-laugsson fæddist í Reykjavík 27. mars 1933. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 2. febrúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 10. febrúar. að þú misstir af þessu. Eða þegar ég og Vignir giftum okkur. Eftir at- höfnina komum við aft- ur til þín og ég man hvað þú varst svo ynd- islega hissa. Ég sá hvað þetta gladdi þig mikið, þú knúsaðir mig þétt- ingsfast, þessu á ég aldrei eftir að gleyma. Þetta augnablik geymi ég með mér. Þú varst alltaf sérstakur, ég gat talað um allt sem lá á mínu litla hjarta við þig, og þú komst alltaf með sniðugu og skynsömu lausnirnar. Elsku afi minn, ég veit að þú átt eft- ir að fylgjast með mér og ég ætla að gera þig stoltan af mér. Þitt afabarn, Silja Úlfarsdóttir. Það ríkir söknuður í íþróttamið- stöðinni í Laugardal. Starfsfélagarnir voru búnir að fylgjast með baráttu Frímanns Gunnlaugssonar, sjá hann standa upp aftur og aftur, á einhvern óskiljanlegan hátt, ekkert virtist geta sigrað þetta ótrúlega baráttuþrek. Frímanni fannst engin ástæða til að ræða um veikindi sín, það var svo margt miklu skemmtilegra sem hægt var að ræða um og það gerðum við oft, vinnufélagarnir, í ÍSÍ, ekki síst yfir hádegismatnum hjá Bibbu. Hann var ómissandi í hádegishópn- um og mörg gullkornin hrutu af vörum hans sem við geymum hvert og eitt. Þegar leitað var til Frímanns í tengslum við starfið, duldist engum að starf hans var ekki bara vinna, það var brennandi áhugamál sem hann sinnti af einlægni og alúð, þá skipti ekki máli, hvort komið var yfir hefð- bundinn vinnutíma, vinnutími í hans huga virtist ekki eiga sér nein tak- mörk. Frímanni fannst eðlilegt að allir ættu að fá tækifæri til að stunda golf, og með hans stuðningi tókst að koma á farsælu samstarfi GSÍ og ÍF sem nú er komið í formlegan farveg. Verkefni voru unnin án hávaða, af fagmennsku og þekkingu og þannig vinnubrögð skila alltaf árangri. Frímann var ekki aleinn í þessari baráttu, okkum var öllum ljóst að Hildur tók fullan þátt í því að gera honum kleift að komast þangað sem hann ætlaði sér hverju sinni. Aðrir eru til að segja frá lífshlaupi Frímanns og öllum þeim verkefnum sem hann kom að. Í okkar huga er horfinn frá okkur, góður vinur og samstarfsmaður sem við söknum sárt. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Hildi og fjölskyldunni allri. Samstarfsfélagar, KKÍ, ÍF og FSÍ. Mig langar til að kveðja minn kæra mág með örfáum orðum, þó GUÐMUNDUR BJÖRNSSON ✝ GuðmundurBjörnsson fædd- ist á Akureyri 7. október 1935. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 25. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Akur- eyrarkirkju 8. febr- úar. að orð séu fátækleg þegar sorgin er mikil. Ég kynntist Guð- mundi fyrst þegar hann vann á skrifstofu Ú. A. og ég þurfti oft að leita til hans þar. Alltaf reyndist hann mér vel og vildi allt fyrir mig gera. Svo þegar hann fór að búa með Lillu systir og þau giftust var ég al- sæl, hún eignaðist svo góðan mann. Og öllum börnum og barnabörnum þeirra reyndist hann alveg frábær. Öll börn hændust að honum af því að hann var svo ljúfur og góður við þau. Þær voru margar stundirnar sem ég átti með ykkur í sumarbústaðnum og við eldhúsborðið í Bjarmastíg þegar Konni var á sjónum, og alltaf var svo gott að vera með ykkur. Þið voruð svo góð saman, höfðuð sömu áhugamál og voruð svo samhent og góð hvort við annað. Hann mágur minn átti það til að koma mér á óvart með smágjöf eða blómum, sem þakklæti fyrir eitt- hvað, nú síðast um jólin þegar hann var orðinn svo veikur, fékk ég gjöf og yndislega fallega skrifað kort, sem mér þykir svo óskaplega vænt um. Mikið hef ég dáðst að því hvað þið stóðuð ykkur bæði vel, allt síðast lið- ið ár. Aldrei kvartaði hann eða hafði orð á því hvað þetta væri erfitt. Þess vegna er svo sárt að hann skyldi þurfa að lúta í lægra haldi fyrir sjúk- dómnum. Hann ætlaði ekki að gera það, hann ætlaði að sigra. En vegir Guðs eru órannsakanlegir og við þökkum fyrir það að hann þurfti ekki að kveljast lengur. Við vitum að nú líður honum vel. Við í Akurgerði 1a þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast honum og kveðjum hann með miklum söknuði. Hann lifir áfram hjá okkur í minn- ingunni. Við biðjum Guð að styrkja elsku systur mína, börnin ykkar, barnabörn og tengdabörn og alla þá sem syrgja hann. Aðalbjörg Kristjánsdóttir. =%   &  ?5 0#  .      * .    )  .   5    55# #!   " , %  $ -$% -$ ' :  6  %  .   6    (   2 ( .    2  %      )           # 0':4  " ) "> <- / ' -  6     &/    -       .     = .)+     ( .   8  6  . .     .   -     +  ( . .  > / +  -$ $-!"" $--#! - ' /!""  -:--#! )  )+$)  )  )+' 8             7 0 ,4,6 ? ??5 1/ - %  9-- .        0  .)       "   1##  % 0+%/ !"" <"!#!  " - 0+%/   --$% ,  !"" 0+%/  , %- $ 4  !""    )  )+$)  )  )+' :  6    6     (   2   (  .     2                   7 , ;1  ??  (3%%' 0+ "$ )+ )  )+$- $+ )+' $ %           7 :4 ??5 "- C /  .        -      !   55# $ % D%!""  'G-$ :--D% - )$, % !""  $- D%!"" 0 -/ --! , %  D%  -  $ $!""     )  )+$- $+ )+' 8   % ,  5 ( H ) "IJ <- /    > .  >     #      = .)     "   1## *+   -$1<"* , %)  <"*'                             !" #    " #   $   #  %&'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.