Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MANNANÖFN á Sri Lanka reyna allajafna mjög á framburðarfærni útlendinga, en vopnahlé á milli stjórnarhersins og skæruliða úr röðum Tamílatígra hefur leitt til þess, að mörgum heimamanninum vefst tunga um tönn. Fjöl- miðlar á Sri Lanka misþyrma hvað eftir annað nöfnum Skandinavanna sem fylgjast með vopna- hléinu í norð-austurhéruðum eyjarinnar og einn- ig nöfnum norskra frammámanna sem taka þátt í friðarumleitunum. Yfirmaður vopnahléseftirlitsnefndarinnar, norskur hershöfðingi á eftirlaunum, reyndist sérstaklega erfiður tungubrjótur. Hann heitir Trond Furuhovde, en ekki er víst að hann myndi kannast við nafnið eins og það er borið fram á öldum ljósvakans á Sri Lanka. Sjónvarps- fréttaþulir hafa líka skrumskælt nafnið hans. Eftir að hafa reynt nokkrum sinnum að bögglast í gegnum „Furuhovde“ tóku sum dagblöðin til bragðs að kalla hann bara norska eftirlauna- hershöfðingjann, til að forðast vandræði. Tveir aðrir Norðmenn sem eru í för með Furu- hovde, þeir Svein Marius Myklebust og Helge Syversen, hafa vart verið nefndir á nafn. „Ef þér finnst norsku nöfnin erfið, bíddu bara þangað til Svíarnir og Finnarnir koma,“ sagði embætt- ismaður í utanríkisráðuneytinu, sem við- urkenndi að skandinavísku nöfnin hefðu reynst heimamönnum erfið. Vopnahléseftirlitsnefndin verður skipuð 18 mönnum frá Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Dan- mörku. Furuhovde verður yfirmaður nefnd- arinnar. Hann mun aftur á móti þurfa að ráða fram úr nöfnum tveggja helstu ráðamannanna á Sri Lanka, forsætisráðherrans Ranil Wickremes- inghe, og leiðtoga Frelsishreyfingar Tamíla, Velupillai Prabhakaran. Nafn þess síðarnefnda er stafað og borið fram á ýmsan máta, t.d. Piripaharan, Prabakharan, eða Prabhakaran. Skírnarnafn forsætisráð- herrans, Ranil, er ekki mjög erfitt að bera fram, en Wickremesinghe getur reynst þrautin þyngri. Hægt er að stafa nafnið á nokkra mismunandi vegu, t.d. Wickramasingha, Wickremasinha. Allt hljómar þetta eins, en mismunurinn á stafsetn- ingunni skírskotar til mismunandi stéttarstöðu. Röng stafsetning gæti móðgað hreintungusinna. Ritstjórinn Manik de Silva rifjaði upp, að fyrir nokkrum áratugum voru blaðamenn stærsta út- gáfufyrirtækisins á Sri Lanka, Lake House, sekt- aðir fyrir að sjást yfir mismunandi stafsetningu. Nú beinist athygli manna að skandinavískum nöfnum, sem flest eru Sri Lanka-búum framandi. Fjölmiðlar hafa aldrei fyrr rekið sig á viðlíka tungubrjóta við vinnslu stærstu fréttanna í land- inu. Talsmaður norska sendiráðsins, Tomas Strangeland, hefur einnig orðið fórnarlamb nafnamisþyrminga fjölmiðla, sem sumir hafa kallað hann „Strangle-land“ (sem á ensku myndi þýða „kyrkingarland“), eða „Strangeland“ („furðuland“). Jafnvel í fréttatilkynningu frá ríkisstjórn Sri Lanka var nafni fyrrverandi for- sætisráðherra Noregs, Kjell Magne Bondevik, klúðrað og hann nefndur „Bonda Vik“. Skandinavískir tungubrjótar Colombo á Sri Lanka. AFP. AP Trond Furuhovde heilsar upp á Vellupillai Prabhakaran í síðustu viku. FÁNI Grænhöfðaeyja var með- al þeirra þjóðfána sem sjá mátti á forsíðumynd Morgunblaðsins í gær frá athöfn við Hvíta húsið í Washington í tilefni þess að hálft ár var liðið frá hryðju- verkunum í Bandaríkjunum 11. september. Fáninn er ekki ósvipaður íslenska fánanum og höfðu margir lesendur sam- band við Morgunblaðið og veltu því fyrir sér hvort þarna væri um íslenska fánann að ræða. Fáninn var gerður að þjóðfána Grænhöfðaeyja 1992 þegar landið rauf tengsl við Gínea- Bissá. Fáninn er blár í grunn- inn með tveim hvítum röndum og rauðri rönd og tíu gulum stjörnum í hring, sem tákna Grænhöfðaeyjarnar tíu. Ekki íslenski fáninn SPÁR um að mannfjöldi á jörðunni verði um 10 milljarðar í lok 21. aldar virðast ekki ætla að ganga eftir, að sögn sérfræðinga Sameinuðu þjóð- anna í lýðfræði. Á ráðstefnu þeirra á mánudag var rætt um að lækka spárnar í 8–9 milljarða. Margt veldur lækkandi fæðing- artíðni, ekki síst notkun getnaðar- varna. Þær valda því að konur geta nú stýrt betur þróun mála og ákveð- ið sjálfar hvort og hvenær þær vilja verða barnshafandi. Breyttar hug- myndir um stöðu kvenna hafa sín áhrif, einnig fer ungbarnadauði víð- ast lækkandi og heilsugæsla tekur framförum. Áður fyrr eignaðist sveitafólk fjölda barna vegna þess að reynslan kenndi að mörg þeirra myndu deyja í æsku. Sveitafólk flykkist til borganna og þar er ekki þörf á að eignast fjölda barna til að sinna jarðrækt- inni eins og í heimahögunum. Fæð- ingartíðni hefur lækkað hratt síð- ustu áratugi í mörgum löndum í fjölmennum þróunarríkjum sem áð- ur átt mikinn þátt í að heildartala fólks á jörðunni hækkaði lengi hratt. Stofnunin notar tölur frá 74 aðild- arríkjum sem viðmiðun um fæðing- artíðni en þar á hver kona að jafnaði 2,1 til 5 börn um ævina. Um 43% íbúa heims búa í þessum löndum en meðal þeirra eru Bangladesh, Bras- ilía, Egyptaland, Indland, Indón- esía, Íran, Mexíkó, Filippseyjar og Íran. Rannsóknir benda til þess að um 2050 verði fæðingartíðnin orðin að meðaltali 1,85 í þessum ríkjum sem myndi merkja verulega fækk- un. Í Indlandi einu yrði fækkunin um 85 milljónir manna. Tíðnin er nú þegar komin í 1,8 í Kína en í Guate- mala og Súdan er hún enn mjög há eða 4,9. „Þetta eru vatnaskil vegna þess að þegar tíðnin fer niður fyrir tvö börn, eins og reyndin er í Evrópu, fer þjóðinni að fækka,“ sagði Joseph Chamie, yfirmaður mannfjölda- stofnunar SÞ. Standist nýju spárnar mun fara svo að lokum að heildar- mannfjöldi á jörðunni taki að lækka þó að það gerist ekki á þessari öld. Mannfjölgun í heiminum minni en spáð hafði verið Sameinuðu þjóðunum. AP. Konur kjósa að eiga færri börn en áður TVEIR menn í búningi rómverskra skylmingaþræla skemmtu ferðafólki við Colosseum í Róm í gær. Var annar þeirra með alvörusverð og það varð til þess, að hann var kærður. Getur hann átt þriggja ára fangelsi yfir höfði sér fyrir ólöglegan vopnaburð. Hinn maðurinn var bara með plastsverð. Reuters Vígalegir skylmingaþrælar við Colosseum ERHARD Jakobsen, eindreg- inn talsmaður evrópskrar ein- ingar og stofnandi Miðdemó- krataflokksins, lést síðast- liðinn sunnudag, 85 ára að aldri. Jakobsen sagði sig úr Jafn- aðarmannaflokknum 1973 og stofnaði þá ásamt fleiri Mið- demókrataflokkinn. Hefur enginn flokkur tekið jafn ein- dregna afstöðu með náinni samvinnu Evrópuríkjanna og berst fyrir því, að Danir taki upp evruna sem gjaldmiðil. Stjórnmálaferill Jakobsens hófst fyrir alvöru 1953 er hann var kjörinn á þing fyrir jafnaðarmenn en taldi sig lengi vera heldur hægra meg- in við þá. Var hann síðan for- maður Miðdemókrataflokks- ins frá stofnun til 1989 er dóttir hans, Mimi Jakobsen, tók við formennskunni. Jakobsen var stundum kall- aður „Höfðingi einbýlishús- anna“ vegna baráttu hans fyr- ir hagsmunum húseigenda og „hins venjulega Dana“. Hefur hans verið minnst mjög hlý- lega og meðal annars sagði Poul Nyrup Rasmussen, fyrr- verandi forsætisráðherra jafn- aðarmanna, að Jakobsen hefði ávallt barist fyrir hag allra og aldrei gert sér mannamun. Erhard Jakobsen látinn Kaupmannahöfn. AP. ÞÚSUNDIR húseigenda í bæjar- félaginu Farum í Danmörku sjá fram á verðfall á húseignum sínum á næsta ári vegna mikilla og óhjá- kvæmilegra skattahækkana. Kemur þetta m.a. fram í Jyllands-Posten. Talið er, að verð á húseignunum muni falla um 15% vegna skatta- hækkana og ástandsins í bænum, sem lengi hefur verið litið til sem fyr- irmyndar annarra bæjarfélaga. Þar hefur verið mikill uppgangur, mikil einkavæðing og einkaframkvæmd, sem fólst þó í því að binda bæjarbúa á skuldaklafa næstu 20 árin. Nú er bæjarfélagið gjaldþrota og undir op- inberu eftirliti. Verðfall í Farum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.