Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opinn fyrirlestur Opinn fyrirlestur um leikjafræði til heiðurs John Forbes Nash. Nash hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði fyrir framlag sitt til leikjafræði árið 1994. Hann er söguhetja kvikmyndarinnar “A Beautiful Mind”. Fyrirlesari er dr. Gylfi Magnússon, dósent, Viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Odda fimmtudaginn 14. mars og hefst kl. 20. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands Odda við Sturlugötu Sími 525 4500 www.vidskipti.hi.is Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands N O N N I O G M A N N I Y D D A • s ia .is DÓTTURFÉLAG Skagans hf. í Noregi og norska sjávarútvegsfyr- irtækið Pan Fish ASA hafa und- irritað samning um að Skaginn smíði og setji upp allan vinnslubún- að fyrir uppsjávarfisk í verksmiðju sem Pan Fish er að undirbúa bygg- ingu á í Bandaríkjunum. Samnings- upphæðin er 52,2 milljónir norskra króna eða um 575 milljónir ís- lenskra króna. Samningurinn er stærsti einstaki samningur sem Skaginn hefur gert og með stærstu samningum sem íslenskt fyrirtæki hefur gert um framleiðslu og sölu á fiskvinnslubúnaði. Pan Fish er eitt stærsta sjávar- útvegs- og fiskeldisfyrirtæki heims en fyrirtækið er nú að reisa verk- smiðju fyrir uppsjávarfisk, einkum síld og makríl, á austurströnd Bandaríkjanna, í grennd við Boston. Uppsetning búnaðarins hefst í októ- ber nk. en stefnt er á að unnið verði á fullum afköstum í verksmiðjunni í febrúar á næsta ári. Vinnslubúnaðurinn sem um ræðir nær allt frá móttöku afla þar til var- an er komin í frystigeymslu. Í bún- aðinum felst flutningur aflans með dælukerfi í tanka í verksmiðjunni og dreifingu hans um verksmiðjuna, flokkara þar sem aflinn er flokkaður eftir stærð, afkastamikið og ná- kvæmt vigtarkerfi með mikilli sjálf- virkni. Þessu til viðbótar framleiðir Skaginn þvottakerfi í verksmiðjuna, undir vörumerkinu IceClean. Þvottakerfið er háþrýstiþvottakerfi með lagnakerfi um alla verksmiðj- una Ör þróun í hönnun búnaðar fyrir uppsjávarfisk Sigurður Guðni Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Skagans, segir að fyr- irtækiðbyggist á áralangri reynslu í þróun og framleiðslu búnaðar fyrir fiskvinnslu. „Fyrir tveim árum var tekið stökk fram á við í þróun tækja fyrir vinnslu uppsjávarfisks, þegar fyrirtækið framleiddi vinnslubúnað í Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, og Guðrúnu Gísladóttur KE. Með smíði þessa búnaðar kom ný kynslóð búnaðar á þessu sviði, sem síðan hefur verið í þróun. Vinnslubúnaður sem Skaginn smíð- aði og setti upp hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja, þegar uppsjávarvinnsla fyrirtækisins var byggð upp eftir brunann sem þar varð, er byggður á lausnum sem eru um borð í þessum tveim skipum. Nú verður tekið eitt skref enn fram á við í þróun bún- aðar fyrir þessa vinnslu, þar sem enn er aukið á sjálfvirkni.“ Sigurður Guðni segir samninginn mikla viðurkenningu á stöðu Skag- ans sem framleiðanda á fiskvinnslu- búnaði en Skaginn hafi að undan- förnu verið í mikilli sókn inn á markaði fyrir vinnslubúnað fyrir uppsjávarfisk. Nú eru í framleiðslu hjá fyrirtækinu vinnslukerfi fyrir tvö skip Samherja, Þorstein EA og Hannover. Skaginn selur Pan Fish búnað fyrir 575 milljónir LOÐNUSKIPIN fengu góðan afla við Snæfellsnes um síðustu helgi og gerðu sjómenn sér vonir um að þar væri á ferðinni loðna úr svokallaðri vestangöngu og vegna hennar væri hægt að auka við heildarloðnukvóta vertíðarinnar. Nú eru um 160 þúsund tonn eftir af heildarkvóta vertíðar- innar og gott útlit fyrir að kvótinn ná- ist. Fjölmörg loðnuskip eru þó þegar búin eða langt komin með kvóta sinn. Ætla má að útflutningsverðmæti loðnuaflans á þessari vertíð sé vel yf- ir 10 milljarðar króna. Nokkur loðnuskip voru í gær að veiðum við Öndverðarnes en ekki fór miklum sögum af aflabrögðum. Ágæt veiði var hjá loðnuskipunum í Faxa- flóa í gær. Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson RE var í gær á loðnumiðunum í Breiðafirði en Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðing- ur, sagði enn of snemmt að segja til um hvort grundvöllur væri fyrir því að auka kvótann. „Það leikur enginn vafi á því að það hefur komið eitthvað af loðnu að vestan en það er enn erfitt að segja til um í hversu miklu magni. Þessi loðna sem við höfum séð er komin álíka langt í kynþroska og sú sem nú veiðist við Reykjanes og á því stutt eftir í hrygningu, þannig að það bendir þá ekki til þess að ástæða sé til að auka við kvótann. Hinsvegar eigum við eftir að skoða þetta betur og ég á von á því að hér sé töluvert magn á ferðinni, því loðnan sem menn höfðu áður orðið varir við í Vík- urál virðist nú horfin þaðan og er sennilega gengin upp að landinu.“ Hjálmar segir algengt að loðna komi inn á Breiðafjörð að vestan en hinsvegar ekki oft í miklu magni. Á síðustu vertíð kom mjög stór vest- anganga inn á Breiðafjörð og var uppistaðan í heildarafla vertíðarinn- ar. „Það er stærsta vestanganga sem ég hef séð. Veturinn 1979 kom einnig mjög stór ganga að vestan og var þá um helmingur af heildarafla vertíð- arinnar. Í gengum árin hafa oft kom- ið svolitlar gusur að vestan og stund- um ekki neitt,“ segir Hjálmar. Nýtingin versnar eftir hrygningu Loðnan sem nú veiðist við Reykja- nes á enn um viku eftir í hrygningu. Heildarafli vertíðarinnar er nú orð- inn um 836 þúsund tonn, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fisk- vinnslustöðva. Þá eru um 159 þúsund tonn eftir af loðnukvótanum og góðar líkur á að hann náist, svo fremi að veður haldist skaplegt. Loðnan þykir ekki fýsilegt hráefni eftir að hún er búin að hrygna en þá vinnst nánast ekkert lýsi úr henni og mjölnýting er léleg. Ætla má að úr þeim afla sem nú þegar er kominn á land sé búið að vinna um 140 þúsund tonn af mjöli og rúm 50 þúsund tonn af lýsi. Verð á mjöl- og lýsismörkuðum hefur verið framleiðendum mjög hagstætt að undanförnu en þó hefur lítið verið selt af lýsi síðustu vikurnar. Miðað við markaðsverð í dag má ætla að út- flutningsverðmæti loðnuafla vertíð- arinnar sé á bilinu 10–12 milljarðar króna, sé miðað við að hann hafi allur farið til bræðslu. Morgunblaðið/Grímur Mörg loðnuskipanna eru þegar búin með eða við það að klára kvóta sinn. Góð veiði hefur verið á miðunum og hér er Sigurður VE á „nösunum“. Góðar horfur á að loðnukvótinn náist Útflutningsverðmæti loðnuaflans komið vel yfir 10 milljarða króna SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf. skiluðu 590 milljóna króna króna hagnaði á árinu 2001. Þá hefur verið tekið tillit til afskrifta á kröfum, tekjufærslu vegna verðlagsbreytinga og skatta. Árið áður nam hagnaður- inn 424 milljónum og jókst hann því um 39% milli ára. Hagnaður félagsins af vátrygg- ingarekstri nam 61 milljón króna en tap var af þessari starfsmi upp á 460 milljónir á árinu 2000. Hagnaður af fjármálarekstri dróst hins vegar sam- an milli ára, var 485 milljónir í fyrra en 1.029 milljónir árið áður. Afkoma í samræmi við væntingar Í tilkynningu frá Sjóvá-Almennum segir að afkoman á árinu 2001 hafi verið viðunandi og í samræmi við væntingar stjórnenda. Ljóst sé að af- koma af vátryggingarekstri, einkum ökutækjatryggingum, hafi breyst til batnaðar eftir slæma afkomu undan- farinna ára. Ökutækjatjónum hafi fækkað um 7% milli áranna 2000 og 2001. Mest hafi þar munað um góðan fyrsta ársfjórðung en þá hafi tjónum fækkað um 30% miðað við sama tíma- bil á fyrra ári. Þróunin það sem eftir lifði árs hafi hins vegar ekki verið eins jákvæð. Segir í tilkynningunni að of snemmt sé því að fullyrða um hvort viðunandi jafnvægi hafi skapast milli iðgjalda og tjóna í ökutækjatrygging- um, sem sé megin forsenda fyrir já- kvæðri afkomu í vátryggingarekstr- inum. Sjóvá-Almennar sömdu á árinu 2001 um kaup á vátryggingastofnum Vélbátaábyrgðarfélagsins Gróttu og Bátatrygginga Breiðafjarðar. Stofn- arnir voru yfirfærðir til Sjóvár-Al- mennra 1. október síðastliðinn. Að auki eignuðust Sjóvá-Almennar allt hlutafé í Samábyrgðinni hf. Í tilkynn- ingu félagsins segir að kaupin séu lið- ur í að auka markaðshlutdeild félags- ins á sjótryggingamarkaði. Um rekstrarhorfurnar framundan segir í tilkynningu Sjóvár-Almennra að gert sé ráð fyrir betri afkomu af vátryggingarekstri hjá félaginu á árinu 2002. Ávöxtun fjármuna á árinu 2001 hafi verið góð og sé gert ráð fyrir að hún verði ekki lakari á yfirstand- andi ári. Áfram muni verða unnið markvisst að lækkun á kostnaðar- hlutfalli félagsins. Í gegnum aukinn eignarhlut sinn í Sameinaða líftrygg- ingarfélaginu hf. og með kaupum á meirihluta í Securitas hf. á árinu 2002 hyggist félagið sækja á áhugaverða markaði og bjóða viðskiptavinum víð- tækari þjónustu en áður. Gert er ráð fyrir að afkoma félagsins í heild á árinu 2002 verði svipuð og á fyrra ári. Hlutafé Sjóvár-Almennra í árslok 2001 nam 585 milljónum króna. Heildar eigið fé félagsins í árslok nam 4.398 milljónum og hækkaði um 24% milli ára. Þá hækkaði eiginfjárhluta- fall úr 18% í 20% milli ára. Rekstr- arkostnaðarhlutfall, þ.e. hreinn rekstrarkostnaður á móti eigin ið- gjöldum, lækkaði úr 24% á árinu 2000 í 22% í fyrra. Hluthafar í félaginu í árslok voru 855 og átti enginn þeirra yfir 10% hlut. Aðalfundur Sjóvár-Almennra trygginga verður haldinn fimmtudag- inn 21. mars næstkomandi. Hagnaður Sjóvár-Al- mennra eykst um 39%                                                         !  " "#         $ !       %& !                                  '(') **'* +,-,. +*-/ +**(* *-0   +1, +**0  1,'0 *,.1- *1/0-  .-. )(( *(2       !      "  "     #  $ % $ % $ %     #          #  FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur ekki áður gripið til aðgerða eins og eftirlitið gerði í fyrradag þegar það svipti FBA-Holding atkvæðarétti í Íslandsbanka á grundvelli 10. og 12. greinar laga um viðskiptabanka og sparisjóði. „Fjármálaeftirlitið hefur að sjálf- sögðu sinnt eftirliti með eigendum virkra eignarhluta í fjármálafyrir- tækjum, í samræmi við lögin. Það hefur hins vegar ekki áður gripið til þeirra úrræða sem greind eru í 12. grein laga um viðskiptabanka og sparisjóði. Rétt er í þessu sambandi að hafa í huga að ákvæði um eftirlit með virkum eignarhlutum voru styrkt verulega með lagabreyting- um árið 2001,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlits- ins. Í fyrsta skipti sem Fjármála- eftirlitið grípur til aðgerða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.