Morgunblaðið - 13.03.2002, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.03.2002, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 11 ÞRÍR sundmenn syntu svonefnt Guðlaugssund í sundhöllinni í Vest- mannaeyjum í gær. Um er að ræða 6 km árlegt sund til að minnast afreks Guðlaugs Friðþórssonar árið 1984, en tilgangurinn með sundinu er að minna á öryggismál sjómanna. Magnús Kristinsson, útvegsbóndi í Vestmannaeyjum, Kristján Gíslason, stjórnarformaður Eykis, og Matt- hías Sveinsson, yfirvélstjóri á Þór- unni Sveinsdóttur VE, syntu að þessu sinni og var þetta í fjórða sinn sem Magnús þreytti sundið, en um var að ræða frumraun hinna. Guðlaugur Friðþórsson heiðraði sundkappana með nærveru sinni, en 1984 bjargaði hann sér á ótrúlegan hátt með fræknu sundi í land á Heimaey eftir að bátur sem hann var á fórst. Friðrik Ásmundsson, fyrr- verandi skólastjóri Stýrimannaskól- ans í Vestmannaeyjum, kom sundinu á 1985 til að minnast afreksins og hefur það verið þreytt á hverju ári síðan nema hvað það féll niður í fyrra. Magnús Kristinsson synti einn fyrir tveimur árum og var þá tvo tíma og 44 mínútur, en nú fór hann 6 km á tveimur tímum og 40 mínútum. Þegar hann synti fyrst 1997 fór hann vegalengdina á tveimur tímum og 20 mínútum en 1999 var tími hans tveir tímar og 35 mínútur. Guðlaugur var 6 klukkustundir á sundi Sundið hefur alltaf farið fram í lauginni nema 1994 þegar nem- endur Stýrimannaskólans sigldu á staðinn þar sem báturinn sökk 10 ár- um áður og syntu í land, vissa vega- lengd hver. Friðrik Ásmundsson segir að þar sem talið sé að Guð- laugur hafi synt í sex klukkutíma á sínum tíma hafi nemendur skólans haldið uppteknum hætti og skipt tímanum á milli sín, en sennilega hafi mest um 30 manns þreytt sund- ið í einu. Eftir að skólinn hafi hætt hafi sundköppunum hins vegar fækkað til muna. Friðrik Ásmundsson afhenti sund- köppunum viðurkenningarskjal að loknu sundinu. Hann segir að til- gangurinn með sundinu sé að minna á öryggismál sjómanna. Mikilvægt sé að minna alla útgerðarmenn og sjómenn á að hafa allan örygg- isbúnað í góðu lagi. „Við viljum líka minna björgunaraðila í landi á að vera ekki með neitt hangs og hik, þegar neyð er annars vegar, og kalla hverju sinni út allt tiltækt lið sem gæti komið að gagni.“ Guðlaugssundið hefur verið þreytt í Eyjum síðan 1985 Tilgangurinn að minna á öryggismál sjómanna Að loknu afrekinu. Frá vinstri: Guðlaugur Friðþórsson, Magnús Krist- insson, Matthías Sveinsson, Kristján Gíslason og Friðrik Ásmundsson. ÞORKELL Ágústsson hefur verið skipaður aðstoðarrannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa. Þor- kell er vélvirki og hefur lokið iðn- rekstrarfræði frá Tækniskóla Ís- lands, en einnig hefur hann M.Sc.-próf í verkfræði frá Álaborg- arháskóla í Danmörku. Þorkell starfaði sem vélvirki í Ál- verinu í Straumsvík um átta ára skeið, í tæknideild Flugleiða í níu ár, m.a. yfir kostnaðareftirliti deildar- innar, en síðast gegndi hann starfi framkvæmdastjóra hjá Íslensku vef- stofunni. Þorkell er kvæntur og á þrjú börn. Rannsóknarnefnd flugslysa Nýr aðstoð- arrannsókn- arstjóri LANDSSÖFNUN Geðhjálpar fór fram laugardaginn 2. mars sl. Alls safnaðist 17,1 milljón. Þessi upphæð safnaðist í gegnum 907-númer Geðhjálpar, símanúmer frjálsu framlaganna, 590-7070 og bankareikning Geðhjálpar hjá SPRON. Leitast var eftir að fara sem ódýrustu leið við undirbúning söfnun- arinnar og í því sambandi komu fjöl- miðlar mikið til móts við okkur við að kynna málefni Geðhjálpar. Heildar- kostnaður Geðhjálpar vegna undir- búnings og framkvæmd landssöfnun- arinnar nemur 3 milljónum króna, segir í fréttatilkynningu. Landssöfnun Geðhjálpar 17,1 milljón safnaðist ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.