Morgunblaðið - 13.03.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 13.03.2002, Síða 2
MÚGUR og margmenni var í skíðalandinu í Bláfjöllum síðdegis í gær og fram á kvöld. Þá var komið blíðuveður og skíðafæri með besta móti að sögn Grétars Halls Þórissonar rekstrarstjóra. Fyrir hádegi voru nemendur frá einum átta til tíu skólum í skíða- ferðalagi en þá var heldur hvasst og ekki unnt að hafa stóru lyft- urnar í gangi. Bláfjallasvæðið er opið virka daga milli kl. 12 og 21. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Margmenni í Bláfjöllum Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isDeportivo yfirspilaði Arsenal og er komið í 8 liða úrslit / B2 Fjórir nýliðar í landsliðshópi Guðmundar / B1 4 SÍÐUR Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið Zeta frá NC- útgáfunni ehf. Blaðinu verður dreift um allt land. Sérblöð í dag FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblað- inu í dag fylgir auglýsinga- blaðið LIFUN frá Eddu – miðlun. Blaðinu verð- ur dreift á höfuðborgar- svæðinu. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sat í gær fund ráðherra- ráðs Evrópska efnahagssvæðisins, EES, í Brussel sem formaður EES- og EFTA-ríkjanna. Josep Pique, ut- anríkisráðherra Spánar, var í for- ystu fyrir þríeyki Evrópusambands- ins, ESB. Þetta var sautjándi fundur ráðsins, en fundir eru haldn- ir á hálfs árs fresti. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að fulltrúar Evrópusam- bandsins hefðu á fundinum viður- kennt að laga þyrfti EES-samn- inginn að breyttum aðstæðum. Þeir hefðu hins vegar ekki verið tilbúnir að taka tillit til breytinga sem orðið hefðu á Evrópusambandinu síðan EES-samningurinn var gerður, einkum varðandi áhrif og völd. „Við höfum engan aðgang að ráðherra- ráði Evrópusambandsins, Evrópu- þinginu eða ýmsum stofnunum sem hafa fengið mun meiri völd en þegar EES-samningurinn var gerður. Við það situr. Þeir segja að ekki verði farið í mögulegar lagfæringar á samningnum fyrr en að loknu stækkunarferli Evrópusambands- ins. Að mínu mati gæti það tekið mörg ár,“ sagði Halldór. Hann sagði að fulltrúar Evrópu- sambandsins hefðu gert athuga- semdir við að löggjöf í EES-ríkj- unum væri ekki í öllum tilvikum í samræmi við Evrópulögin. „Við töldum óþarft af þeim að taka þetta upp þar sem gengið var út frá þessu þegar EES-samningurinn var und- irritaður,“ sagði Halldór og tók dæmi um hvernig EES-ríkin hefðu þurft að laga sína löggjöf að Evr- ópusambandinu varðandi skattlagn- ingu á bækur. Stækkun ESB og EES fari fram samtímis Í umræðu um stækkun áréttaði Halldór mikilvægi þess að innganga nýrra aðildarríkja ætti sér stað samtímis í ESB og EES, þannig að einsleitni innri markaðarins yrði ekki raskað. Hann fagnaði því að viðræður sérfræðinga beggja aðila um tilhögun stækkunar væru komn- ar vel á veg. Í þessu samhengi benti utanríkisráðherra á að fríverslunar- samningur EFTA við nýju aðildar- ríkin myndi falla úr gildi við aðild þeirra að ESB og þar með myndi markaðsaðgangur fyrir sjávarafurð- ir frá EES- og EFTA-ríkjunum versna. Miklu skipti að stækkun yrði ekki til þess að reisa nýjar við- skiptahindranir innan EES. Halldór sagði að viðbrögð við þessum mál- flutningi hans hefðu verið jákvæð en ekkert væri fast í hendi hvað það varðaði. Um önnur mál á fundi ráðherra- ráðsins sagði utanríkisráðherra að pólitísk skoðanaskipti hefðu farið fram um hryðjuverkastarfsemi í Miðausturlöndum og ástandið á Balkanskaga. „Það var mikil samstaða á fund- inum um ástandið í Miðausturlönd- um og framferði Ísraelsmanna. Mik- il reiði kom fram í þeirra garð,“ sagði Halldór. Utanríkisráðherra að loknum fundi ráðherraráðs EES-ríkjanna í Brussel EES-samningur ekki lagfærður fyrr en að lokinni stækkun ESB SJÓPRÓF vegna Bjarma VE 66, sem fórst vestur af Þrídröngum 23. febrúar síðastliðinn, fara fram á föstudag í Héraðsdómi Reykja- víkur, viku eftir að Tryggingamið- stöðin hf. lagði fram beiðni um þau. Fjórir skipverjar voru um borð í Bjarma á leið til Grindavíkur frá Vestmannaeyjum og var tveimur þeirra bjargað á lífi. Sá þriðji fórst og þess fjórða er saknað. Sjóslysið er til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa. Sjópróf vegna Bjarma á föstudag LÖGREGLAN í Kópavogi rannsak- ar nú mannslát í íbúð við Hamraborg aðfaranótt sunnudags sem sakamál og hafa maður og kona, sem voru í íbúðinni, verið handtekin á ný. Bráðabirgðaniðurstöður krufn- ingar á hinum látna benda til þess að hann hafi látist af völdum innvortis áverka. Hefur konan verið úrskurð- uð í sjö daga gæsluvarðhald og lík- legt er að farið verði fram á gæslu- varðhald yfir manninum í dag. Þau eru grunuð um brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningar- laga, þ.e. stórfellda líkamsárás sem leiðir til bana. Maðurinn sem lést var á sextugs- aldri og var hann búsettur í íbúðinni. Dánarorsök var ekki ljós er lögregla var kölluð á vettvang aðfaranótt sunnudags. Ekki voru sjáanlegir áverkar á líkinu sem bentu til þess að manninum hefði verið ráðinn bani. Í íbúðinni voru gestkomandi karlmað- ur fæddur árið 1965 og kona fædd 1947, bæði undir áhrifum áfengis. Þau voru handtekin þá um nóttina og yfirheyrð síðdegis á sunnudeginum. Að yfirheyrslum loknum var þeim sleppt. Í ljósi bráðabirgðaniðurstöðu krufningar, sem Þóra Steffensen réttarmeinafræðingur framkvæmdi, var fólkið handtekið aftur, konan á mánudagskvöld og maðurinn í gær. Friðrik Björgvinsson, yfirlög- regluþjónn í Kópavogi, segir að ekki hafi verið staðfestur grunur um refsiverðan verknað fyrr en að lok- inni krufningu. Ekki hafi verið merki um átök í íbúðinni við frumrannsókn lögreglu, rannsókn tæknideildar lög- reglunnar á íbúðinni er ekki lokið. Að öðru leyti varðist hann fregna af gangi rannsóknarinnar. Grunuð um stór- fellda líkamsárás Innvortis áverkar fundust við krufn- ingu ♦ ♦ ♦ ÞAÐ sást til sílamávs í Sandgerði á mánudag, en mávurinn sá er farfugl og er því einn fyrstu vorboðanna. Það bólar hins vegar ekkert enn á farfuglunum á Hornafirði, fyrir utan nokkra hrossagauka sem sýndu sig þar í síðustu viku febrúar. Björn G. Arnarson á Höfn segir gaukana enn haldast við í skurðum og lækjum í nágrenni bæjarins. „Það er bara ekkert títt ennþá af öðrum farfugl- um hér um slóðir,“ sagði Björn, „en það styttist nú senn í það, samkvæmt dagatalinu að minnsta kosti.“ Björn segir að oftast séu það álftir og gæsir sem komi fyrstar farfugla hingað til lands að vori eftir vetrardvöl á hlýrri slóðum. Sílamávur í Sandgerði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.