Morgunblaðið - 24.03.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 24.03.2002, Síða 12
12 B SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ VELKOMIN til Síberíu. Úti er fimmtíu stiga gaddur og öskrandi stormur. Inni á spítala sitja sjúkling- ar sveipaðir teppum í kringum log- andi kamínueld. Rafmagnið er farið og eldurinn er eina uppspretta lýs- ingar og hita á sjúkrahúsinu. Þremur dögum síðar kemur þyrla og flytur skjálfandi sjúklingana burt. Velkom- in til Síberíu. Dudinka er 32 þúsund manna bær í Taymir-héraði í Síberíu, staðsettur við Jenisei-ána rétt undir 70. breidd- argráðu, eða talsvert norðar en Grímsey. Samband bæjarbúa við umheiminn er um höfnina, sem er einungis opin ísbrjótum og um flug- völlinn. Vellinum var lokað fyrir stórum flugvélum skömmu fyrir ára- mót vegna þess hversu ójafnar flug- brautirnar eru orðnar. Vellinum hefur ekki verið haldið við í tvo áratugi. Samgöngur í Taym- ir eru miklum takmörkum háðar vegna geipilegra vegalengda og óblíðra náttúruafla. Flutningar fara meðal annars fram í risastórum þyrl- um, sem eru niðurgreiddar af rúss- neska ríkinu. Þar sem þyrlurnar komast ekki fer fólk ýmist fótgang- andi, á hundasleðum eða í snjóbílum. Margir bæjarbúar starfa við stóru koparverksmiðjuna í nágrannabæn- um Norilsk. Strætisvagnar sem ganga innanbæjar og til verksmiðj- unnar gegna mikilvægu hlutverki. Þegar frostið bítur komast menn vart milli húsa nema með ökutæki. Innfæddir íbúar Síberíu búa meðal Rússneskir Volgu-bílar eru þungir og harðgerir eins og skriðdrekar og komast ótrúlega vel áfram við hinar erfiðu aðstæður sem ríkja í Dudinka. Kuldinn er oft gífurlegur og í febrúar fer frostið jafnvel niður í 50º C fro Strætisvagnar flytja fólk til vinnu í hinni risastóru koparvinnsluMargir hafa ekki önnur farartæki en eigin fætur. Síbería 70º norður                           SJÁ SÍÐU 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.