Morgunblaðið - 24.03.2002, Page 16

Morgunblaðið - 24.03.2002, Page 16
16 B SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ bílar CITROËN C5 er stór millistærðar- bíll sem ætti að geta höfðað til margra. Hann sker sig frá öðrum bíl- um í útliti en ekki síst búnaði. Þar á stærstan hlut að máli óvenjulegt fjöðrunarkerfi bílsins, sem um margt minnir á vökvafjöðrunarkerf- ið í DS. Þetta er frábært fjöðrunar- kerfi sem býður upp á marga still- ingarmöguleika og þægindi í akstri. Aksturseiginleikarnir eru nokkuð öðruvísi en í helstu keppinautum, sérstaklega Ford Mondeo. Fjöðrun- in er mýkri og svörunin í stýri ekki jafn næm; bíllinn virkar eins og ennþá stærri bíll en hann venst fljótt í notkun. Loks er að geta strax í upp- hafi að bíllinn er sérlega vel búinn og er rúmgóður jafnt í framsætum sem aftursætum og státar af miklu far- angursrými. Prófaður var fimm dyra hlaðbakurinn með sjálfskiptingu og 2,0 lítra vél. 12 cm styttri en Ford Mondeo C5 var kynntur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í París 1998. End- anleg útkoma er mjög í takt við þann bíl. Bíllinn er með sterkan, heildræn- an svip og minnir helst á stóra út- færslu af Xantia og er greinilega með sama genamengi og Picasso. Framrúðan er stór og hallandi og línan frá vélarhlíf að afturstuðara er aflíðandi og mjúk. Aftursvipurinn er eins og á stallbaki en í raun er bíllinn hlaðbakur með þeim kostum sem þeirri byggingargerð fylgir, þ.e. stóru farangursrými sem hægt er að stækka verulega með því að fella fram aftursætisbök. Prófunarbíllinn er sérlega glæsi- legt eintak. Hann er með svokölluð- um Elegance-pakka sem felur í sér leðuráklæði, viðarútlit á innréttingu og rafdrifin framsæti og að auki er hann með rafknúinni sóllúgu. Þetta er laglega hannaður bíll. Öll form eru ávöl og teygð. Vegna ílöngu formanna virkar bíllinn afar stór en í raun er hann tólf sentimetrum styttri en Ford Mondeo og fjórum sentimetrum mjórri. En hann er fjórum sentimetrum hærri og hefur að því leytinu nokkuð af fjölnotabíls- laginu falið í sér sem finnst líka þeg- ar sest er inn í bílinn. Þar er hátt til lofts og meira segja sætastaðan er hærri en í keppinautunum. Lúxushönnun að innan Hönnunin að innan er meira í ætt við lúxusbíla, sérstaklega þegar bíll- inn er kominn með Elegance-pakk- ann, en svolítið skortir á að efnisvalið sé alls staðar fyrsta flokks. Þetta er áberandi t.d. í hirslunum milli sæta sem eru úr fremur veigalitlu plasti. Það er í raun óskiljanlegt að Citroën spari á þessum sviðum því að öðru leyti er C5 hinn boðlegasti bíll og á mjög samkeppnisfæru verði. Vélin er 2ja lítra og skilar 136 hestöflum, en bíllinn er líka fáanleg- ur með 3ja lítra V6 vél, 210 hestafla, og 2ja lítra samrásardísilvél, 110 hestafla. 2ja lítra vélin er tengd við skynvæddan fjögurra þrepa sjálf- skiptan gírkassa sem býður jafn- framt upp á snertiskiptingu. Það er fín vinnsla í þessari vél og það eru skemmtilegir taktar í henni í þjóð- vegaakstri þar sem hún er fljót að skynja inngjöf og skipta sér niður. Með sportlegum akstri og inngjöf skiptir hún ekki upp fyrr en alveg við 6.000 snúninga. Í borgarakstrinum finnst hins vegar hik á henni sem erf- itt er að henda reiður á og er þá jafn- vel að flækjast á milli þrepa. Mesta veghæð eins og í jeppa Bíllinn er vel einangraður og ligg- ur vel á vegi. Það er ekki síst bylting- arkenndu fjöðrunarkerfinu að þakka. Í reynsluakstrinum var ekinn Nesjavallahringur og nálægt afl- stöðinni eru ennþá snjóhryggir á veginum, svo miklir að bíllinn tók niðri. Það er ekki síst við slíkar að- stæður sem fjöðrunarkerfið virkar. Þetta er tölvustýrt vökvafjöðrunar- kerfi og með einni takkasnertingu er hægt að hækka bílinn um 4 cm. Þannig er hægt að aka honum á allt að 40 km hraða en sé farið hraðar lækkar bíllinn sig aftur í eðlilega veghæð sjálfvirkt. Í enn erfiðari að- stæðum, t.a.m. miklum sköflum, er hægt að hækka bílinn um 6,8 cm að framan og 8,9 cm að aftan, og aka á allt að 10 km hraða. Í þessari still- ingu er veghæðin komin upp í 22,5 cm, eða svipað og í mörgum jeppum. Sömuleiðis er hægt að lækka bílinn um 5 cm að framan frá eðlilegri veg- hæð sem er 15 cm, og 5,5 cm að aft- an. Þetta kemur að góðum notum til að auðvelda tengingu fellihýsis eða annars búnaðar við dráttarkrókinn. Ekki dregur úr ágæti þessa kerfis að Citroën ábyrgist að það sé bilanafrítt í allt að 200.000 km. Bíllinn er að auki ríkulega búinn og er þar ýmislegt að finna sem keppinautarnir bjóða ekki upp á, eins og t.a.m. regnskynjara í fram- rúðum og rúðuvindum, þannig að hliðargluggar lokast sjálfkrafa þeg- ar rignir. Þá er C5 með velti- og að- dráttarstýri, aksturstölvu, útihita- mæli með ísingaraðvörun, hita- temprandi rúður, fjóra öryggispúða, ABS-hemlakerfi með hemlajöfnun og neyðarhemlunarbúnaði, loftkæl- ingu og 17 lítra kæli í hanskahólfi svo fátt eitt sé nefnt. Verðið á þessum bíl er 2.650.000 kr. með sjálfskipting- unni en 2.500.000 með beinskiptingu. Með Elegance-pakkanum, þ.e. leðri, rafstýrðum framsætum og viðarút- liti er verðið 2.974.000 kr. og bæti menn við sóllúgunni er það komið upp 3.067.000 kr. Til samanburðar má nefna að VW Passat Turbo Trendline kostar 2.790.000 kr. en er ekki jafnvel búinn og C5, og Ford Mondeo, sem er fremstur meðal jafningja þegar kemur að aksturs- eiginleikum, kostar í Trend-útfærslu 2.470.000 kr. sjálfskiptur og 2.620.000 kr. betur búinn í Ghia-út- færslu. Citroën C5 í flokki með þeim fremstu REYNSLUAKSTUR Citroën C5 Guðjón Guðmundsson Morgunblaðið/Kristinn Teygð form og stór framrúða en framendinn sver sig í ættina. Með Elegance fylgir leðuráklæði og viðarútlit. Eins og stallbakur en með rými eins og hlaðbakur. Plássgott skott sem rúmar 456 lítra. Í efstu veghæð, 22,5 cm. Vél: 1.997 rúmsentimetr- ar, fjórir strokkar, 16 ventlar, tveir yfirliggjandi knastásar. Afl: 136 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 190 Nm við 4.100 snúninga á mínútu. Gírkassi: Skynvædd, fjög- urra þrepa sjálfskipting með snertiskiptingu. Fjöðrun: Tölvustýrð vökvafjöðrun með þremur stillingum. Lengd: 4.618 mm. Breidd: 1.770 mm. Hæð: 1.476 mm. Eigin þyngd: U.þ.b. 1.318 kg. Farangursrými: 456/1.310 lítrar. Hemlar: Diskar að framan og aftan, kældir að framan. Hröðun: 10,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Hámarkshraði: 208 km/klst. Eyðsla: 8,7 lítrar í blönduðum akstri. Verð: 2.650.000 kr. Umboð: Brimborg hf. Citroën C5 Í venjulegri veghæð, 15 cm. gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.