Morgunblaðið - 24.03.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.03.2002, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 B 21 bíó REYNDAR er á mörkunum aðPearce teljist Ástrali. Hanner fæddur í Cambridgeshire á Englandi árið 1967. Faðir hans var flugmaður í hernum og þriggja ára að aldri fluttist Pearce með fjöl- skyldu sinni til Victoria í Ástralíu þar sem faðirinn gerðist flugstjóri á Nýja-Sjálandi. Hann fórst í flug- slysi þegar Pearce var átta ára. Móðirin, sem var kennari, ákvað að búa áfram í Ástralíu ásamt Guy og eldri systur hans Tracey. Strax í æsku vissi Guy Pearce hvað hann vildi leggja fyrir sig. Hann hafði engan áhuga á stærð- fræði og öðrum raungreinum en þeim mun meiri á listasögu og tón- mennt. Hann gekk til liðs við áhugamannaleikfélag aðeins 11 ára að aldri og kom m.a. fram í verk- um á borð við Kóngurinn og ég, Lísa í Undralandi og Galdrakarl- inn í Oz. Þrátt fyrir þessa fram- hleypni skorti hann sjálfsöryggi. Til að vinna bug á því hóf hann lík- amsrækt sem táningur og bar sig- ur úr býtum í vaxtarræktarkeppni unglinga. Eitthvað hefur sjálfs- öryggið styrkst við allt þetta því Pearce tók sig til og sendi bréf vítt og breitt um sjónvarpsiðnaðinn í Ástralíu og óskaði eftir því að komast í leikprufu. Það bar þann ávöxt að 17 ára að aldri fékk hann hlutverk í sápuóperu, sem þá var ný af nálinni og kallaðist Neigh- bours eða Nágrannar. Í fjögur ár lék hann Mike Young, vörpulegan stúdent sem gerist kennari og varð átrúnaðargoð stúlkna og táninga- stjarna í Ástralíu fyrir vikið. Fleiri hlutverk í sjónvarpi styrktu stöðu Pearce og juku vin- sældir hans og 1990 fékk hann sitt fyrsta verkefni í bíómynd, heldur tómlegu drama eftir ástralska leik- stjórann Frank Howson, Hunting. Um svipað leyti kom Heaven To- night, drama úr rokkheiminum, þar sem hæfileikar Pearce sem tón- listarmanns fengu að njóta sín, en hann hefur samið hundruð laga og syngur og leikur á gítar, saxófón og píanó. Nokkrum smámyndum síðar lék hann, sem fyrr segir, Errol Flynn í sjónvarpsmyndinni My Forgotten Man (1993). En það var í hinu sér- stæða klæðskiptingadrama Prisc- illa, Queen Of the Desert (1994), sem athygli kvikmyndaheimsins beindist fyrir alvöru að Pearce, ekki síður en félögum hans í myndinni, Terence Stamp og Hugo Weaving, en þar lék hann Adam sem einnig heitir Felicia. Þetta var býsna ýkt og sterk túlkun í anda verksins og Pearce hefur lýst því hversu gaman hann hafði af hlutverkinu. „Myndin var eins konar frelsun fyrir mig. Í lífinu held ég að við komum fram í samræmi við sjálfsmynd okkar. Þannig að þegar sjálfsmyndin breytist jafnafgerandi og í þessu hlutverki losar það um nýja þætti í manni.“ Leikur hans í Priscillu færði honum svo enn meiri frægð þegar hann hreppti eitt aðalhlutverk- anna, ásamt öðrum áströlskum leikara Russell Crowe, í þeim marg- brotna og magnaða krimma LA Confidential (1997) eftir Curtis Han- son. Nóg var að gera í framhald- inu, m.a. í umdeildri mannáts- stúdíu Antonia Bird Ravenous (1999), heldur mislukkuðu réttar- farsdrama Williams Friedkin Rules Of Engagement (2000) og þó umfram allt einni frumlegustu og flóknustu spennumynd allra tíma, Memento (2000) eftir Christopher Nolan. Þar var Pearce látlaus og pottþéttur í hlutverki manns sem misst hefur skammtímaminnið en reynir samt að rannsaka morð eiginkonu sinn- ar í sögu sem vindur sig afturábak. Klassísku búningaverkin tvö, sem Guy Pearce fer nú með aðal- hlutverk í, Greifinn af Monte Cristo og Tímavélin, eru bæði byggð á þekktum skáldsögum, sú fyrri eftir Alexandre Dumas, sú seinni eftir H.G. Wells, sem hafa verið kvikmyndaðar áður. Greifinn hefur getið af sér a.m.k. fjórar kvik- myndir og George Pal gerði Tíma- vélinni ógleymanleg skil árið 1960 með öðrum Ástrala, Rod Taylor í að- alhlutverki vísindamanns sem ferðast 800 þúsund ár um tímann. Pearce hefur sagt að aðdáun hans á mynd Pals hafi ráðið úrslitum um að hann tók að sér hlutverk manns, sem leggst í tímaferðalag með allt öðrum hætti en persóna hans í Memento. „Ég fann barnið í mér á ný,“ segir hann. Gerð Tímavélarinnar var brös- ótt. Leikstjórinn, Simon Wells, sem er barnabarn höfundar sögunnar og hefur áður fengist við teikni- myndagerð en aldrei stýrt leikinni bíómynd, fékk taugaáfall þegar leið á tökur og hljóp leikstjórinn Gore Verbinski í skarðið. Næsta viðfangsefni Guys Pearce færir hann bæði í tíma og rúmi heim til Ástralíu á ný, þar sem hann leikur í Blood and Guts, kol- svartri kómedíu Scotts Roberts um þrjá bræður og bankaræningja sem ekki hætta að ásælast illa fengið fé þótt þeir séu á bak við lás og slá. Tíminn flýgur hjá góðum gæja Árni Þórarinsson SVIPMYND Reuters Sumir segja að ástralski leikarinn Guy Pearce, með sinn skarpleita myndarleika og hvassan augnsvip, minni einna mest á karlstjörnur gömlu Hollywood. Það má til sanns vegar færa enda hefur hann leikið Errol Flynn ungan og nú, með fárra vikna millibili, fer hann með aðalhlutverk í tveimur endurgerðum sígildra hetjusagna – Greifanum af Monte Cristo og Tímavélinni – sem frumsýnd er hérlendis um helgina. Guy Pearcekvæntist óvænt æskuást sinni Kate Mestitz árið 1997. Gestir í brúðkaupinu töldu sig vera að koma í húshitunarboð, þar sem þau hjónin búa nú í Mel- bourne í Ástralíu.  DANSKI leikstjórinn Bille August sneri nýlega heim og gerði þar bíó- mynd, sem fékk betri viðtökur en þær alþjóðlegu myndir sem hann hefur ein- beitt sér að seinni árin (Hús andanna, Vesalingarnir). Þetta var Söngur handa Martin (En sang for Martin). August er hins vegar ekki hættur að gera myndir á alþjóðamarkaði og er nú að hefjast handa við fyrstu eig- inlegu Hollywoodmynd sína. Það er spennumynd í anda LA Confidential og heitir Without Apparent Motive eða Án sýnilegrar ástæðu. August gerir trylli í Hollywood KATE Winslet og Judi Dench fara með hlutverk Ír- isar í samnefndri kvikmynd í leik- stjórn Bretans Richard Eyre, sem sýnd verður á næstunni. Myndin er byggð á ævi breska rithöf- undarins Iris Murdoch sem á efri árum þjáðist af Alzheimer- sjúkdómnum. Mynd þessi hefur nú þegar fengið þrjár tilnefningar til Ósk- arsverðlauna. Iris Murdoch naut heimsfrægðar sem rithöfundur enda þótti hún miklum gáfum gædd, en færri vissu um sjálfa persónuna, sem sótti jafnt til karla og kvenna í ást- armálum. Eiginmaður hennar í 43 ár var óframfærinn hæglætismaður að nafni John Bayley, sem fylgdi henni í blíðu og stríðu þar til yfir lauk. Murd- och veiktist af sjúkdómi sínum árið 1995 sem dró hana svo til dauða fjór- um árum síðar og var á þeim tíma- punkti allt gleymt í huga hennar ef undan er skilið nafn eiginmannsins. Sár ástarsaga Iris: Judi Dench sem Iris Murdoch.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.