Morgunblaðið - 24.03.2002, Page 23

Morgunblaðið - 24.03.2002, Page 23
Sean Penn, I Am Sam Will Smith, Ali Besta leikkona í aðalhlutverki Aðall In the Bedroom (nafnið er dregið af hluta humargildru), öðru fremur, er afburða leikur í öllum hlutverkum, smáum sem stórum. Sissy Spacek, sem var áberandi á sjö- unda og áttunda áratugnum (aðal- leikkonur Hollywood enda sitt blómaskeið um leið og fyrsta hrukk- an verður sýnileg), er ólýsanlega kraftmikil í vandasömu hlutverki eig- inkonu og móður sem er snobbuð, langrækin og yfirmáta eigingjörn. En fyrst og fremst óendanlega sorg- bitin. Hún er stórfengleg og á öll verðlaun skilið, ásamt jafn góðum hlutverkum í framtíðinni. En þau spretta ekki á trjánum, hvorki í Hollywood né annarsstaðar. Önnur magnþrungin túlkun kemur úr óvæntri átt, hinni föngulegu Halle Berry. Hingað til hefur hún fengið hlutverk í samræmi við lostafagurt útlitið, hér fær hún loks tækifæri til að sanna að hún er engu síður góð leikkona en fegurðardís. Leikur óað- finnanlega erfitt hlutverk kærulausr- ar, ungrar móður, sem verður fyrir sárum harmi. Fær stuðning úr ólík- legustu átt (Billy Bob Thornton), í Monsteŕs Ball, hrífandi góðri mann- lífsskoðun á óvenjulegum slóðum, landfræði- en þó einkum þjóðfélags- lega. Nicole Kidman er þriðja leik- konan sem hæglega getur innbyrt verðlaunin fyrir stórsýningu á ótrú- lega víðfeðmum hæfileikum í Moulin Rouge. Reyndar var hún engu síðri í ofurhrollinum The Others, og var til- nefnd til BAFTA verðlaunanna fyrir frammistöðu sína í þeirri mögnuðu klassík. Þá er ógetið Dame Judi Dench, sem nú er tilnefnd til Óskars í fjórða sinn á fimm árum, fyrir róm- aða frammistöðu sína sem rithöfund- urinn Iris Murdoch, í Iris, sem sýn- ingar eru ekki hafnar á hérlendis. Þá er ein eftir, hin bráðflinka gaman- leikkona Renée Zellweger. Ég tel ólíklegra að hún vinni til verðlauna fyrir ágæta frammistöðu (og enskan hennar er fín), í Bridget Jones Diary, þeirri rúmlega meðalmynd, en að ég fari í megrun, núna rétt fyrir páska! Sissy Spacek, In the Bedroom Halle Berry, Monster’s Ball Nicole Kidman, Moulin Rouge Judi Dench, Iris Renee Zellweger, Bridget Jones’s Diary Besti karlleikari í aukahlutverki Í mínum huga stendur einn leikari örlítið uppúr hópi frábærra fimm- menninganna. Sá er enginn annar en breski stórleikarinn Ian McKellen, hjartað í bestu mynd ársins, LOTR. Gleymum heldur ekki hrikalegri per- sónusköpun snillingsins Bens Kings- ley, sem fékk fágætt tækifæri að sýna litríka hæfileikana í hlutverki gjörsamlega samviskulauss mann- djöfuls í hinni fáséðu perlu, Sexy Beast. Þriðji breski leikjöfurinn, Jim Broadbent, kemur einnig við sögu í ár. Ekki fyrir ógleymanlega túlkun sína í Moulin Rouge, heldur leik sinn í fyrrgreindri, ósýndri Iris. Sú mynd hlýtur að vera mikið tilhlökkunar- efni. Fjórði stórleikarinn er svo eng- inn annar en Jon Voight, sem kemur sannarlega á óvart, gjörbreyttur, í hlutverki íþróttafréttamanns í Ali. Við fáum að sjá glænýja hlið á þess- um ástsæla leikara, sem á svo sann- arlega allt gott skilið. Þá er husmélið eftir, Ethan Hawke í hlutverki græn- ingjans í Training Day. Í stuttu máli: Ég skal svelta yfir páskana ef hann vinnur. Ian McKellen, TLTR Ben Kingsley, Sexy Beast Jon Voight, Ali Jim Broadbent, Iris Ethan Hawke, Training Day Besta leikkona í aukahlutverki Hin glæsilega og hæfileikaríka Jennifer Connelly er tvímælalaust besta leikkonuefni sem komið hefur fram um árabil í Bandaríkjunum. Sýndi það eftirminnilega í Requiem for a Dream og Pollock. Hún er hjartað sem slær í A Beautiful Mind. Tvær ráðsettar, breskar stólpaleik- konur, Helen Mirren og Maggie Smith, koma við sögu í Gosford Park, og gera góða mynd betri. Hvort- tveggja örhlutverk, að vísu. In the Bedroom er svo vel skrifuð og leik- stýrð að jafnvel Marisa Tomei kemur við hjartað. Þá er ungfrú Kate Winsl- et eftir, í fyrrgreindri Iris, leikur skáldkonuna á yngri árum. Og gerir það vafalaust vel. Hér getur semsé allt mögulegt gerst, þó ég hafi á til- finningunni að Connelly merji sigur. Jennifer Connelly, A Beautiful Mind Helen Mirren, Gosford Park Maggie Smith, Gosford Park Marisa Tomei, In The Bedroom Kate Winslet, Iris Besta erlenda mynd ársins Það er nokkuð ljóst að Amélie fær Óskar í ár í þessum merkisflokki. Hún hefur gengið betur en nokkur frönsk mynd til þessa í Vesturheimi, er eftir heimsfræga og snjalla kvik- myndargerðarmenn og á allt mak- legt skilið. Persónulega þykir mér Einskismannsland mun athyglis- verðri og Elling langskemmtilegust. Já, þó norsk sé. Olíuauðurinn skyldi þó ekki vera að bæta skopskyn þjóð- arinnar? Hvað Lagaan og Syni brúð- arinnar viðkemur, þá eru þær ennþá óþekktar stærðir hérlendis. Líkt og alltof margar myndir sem hlotið hafa þessa mikilvægu tilnefningu í gegn- um árin. Amélie, Frakkland No Man’s Land, Bosnía Elling, Noregur Lagaan, Indland Son of the Bride, Argentina Besta frumsamda handritið Flestir geta verið sammála um að handrit Christopers Nolans, um mann sem misst hefur minnið og er að reyna að komast til botns í morð- máli, er það frumlegasta á árinu. Nolan rekur þráðinn afurábak og sleppur dæmalaust vel frá þeirri erf- iðu og geggjuðu leið svo úr verður ein besta mynd ársins og hefði að ósekju mátt fá fjölda tilnefninga. Þeir Milo Addica og Will Rokos eru aðrir lítt kunnir pennar sem komu á óvart með Monsteŕs Ball, ótrúlega þroskuðu verki þar sem farið er á skjön við hinn gamalkunna ameríska draum. Réttlætinu er fullnægt ef annaðhvort handritið vinnur í þessum flokki. Þá skal það tekið fram að The Royal Tenenbaums eftir Wes Anderson og Owen Wilson hefur fengið afbragðs- dóma en myndin er enn óþekkt stærð hérlendis. Þeir félagar eiga a.m.k. Rushmore, eitt firnagott verk eftir sig á tjaldinu. Memento, Christopher Nolan Monster’s Ball, Milo Addica og Will Rokos Amélie, Guillaume Laurant og Jean-Pierre Jeunet Gosford Park, Julian Fellowes The Royal Tenenbaums, Wes Anderson og Owen Wilson Besta handrit byggt á áður birtu efni Rob Festinger og Todd Field, höf- undar In the Bedroom, skapa sögu- þráð, persónur og samtöl sem halda manni föngnum út alla þessa löngu og myrku nærskoðun á lífi þriggja manna fjölskyldu í Maine, sem fram til þessa hefur verið rósadans í öruggu vernduðu umhverfi. Síðan fellur sprengjan og afleiðingar henn- ar koma alvarlegast fram í eftir- hreytunum. Í samanburði við tilgerð- ina sem plagar A Beautiful Mind, ber hún einsog gull af eiri. LOTR verður seint rómuð fyrir handritið, þó það þjóni sínum tilgangi óaðfinnanlega. Gæti þessvegna unnið, einkum ef myndin tekur uppá því að sópa til sín verðlaunum. Ghost World er óþekkt stærð á þessu heimili en mun vera nýkomin út á myndbandi hérlendis. In the Bedroom, Rob Festinger og Todd Field A Beautiful Mind, Akiva Goldsman LOTR, Peter Jackson, Fran Walsh, og Philippa Boyens Shrek, Ted Elliott, Terry Rossio, Joe Stillman, og Roger S.H. Schulman Ghost World, Terry Zwigoff og Daniel Clowes Besta kvikmyndatökustjórn Af öllum þeim fjölda frábærra fag- manna sem starfa í Hollywood er enginn hópur breiðari en kvikmynda- tökumanna. Nánast undantekning ef maður sér ekki vönduð vinnubrögð frá þeirri ómissandi stétt. Í ár eru fjórir snillingar tilnefndir sem ég voga mér ekki að gera upp á milli að öðru leyti en því að Roger Deakins er að fást við hluti, nánast gleymda í kvikmyndasögunni; svart/hvíta töku. Lýsingin og eggskörp takan er á við það besta þegar film noir lifði sitt blómaskeið, um miðja síðustu öld. Handverkið hans er stórfenglegt, því hafnar hún á toppnum. Roger Deakins, The Man Who Wasn’t There Donald M. McAlpine, Mo ulin Rouge Andrew Lesnie, LOTR Slawomir Idziak, Black Hawk Down Bruno Delbonnel, Amélie Besta búningahönnun Nú eru þeir flokkar að baki sem mesta athyglina vekja; í þeim sem á eftir koma verður farið fljótt yfir sögu Moulin Rouge LOTR Harry Potter and the Sorcerer’s Stone Gosford Park The Affair of the Necklace Besta listræna stjórnun (Hér gæti sópskenningin sannað sig, sem oftar í flokkunum sem á eftir koma) LOTR Moulin Rouge Harry Potter and the Sorcerer’s Stone Gosford Park Amélie Besta tónlist Howard Shore LOTR John Williams, A.I. James Horner, A Beautiful Mind Randy Newman, Skrímsli HF John Williams, Harry Potter Besta frumsamda lag If I Didn’t Have You, Monsters, Inc. May It Be, LOTR There You’ll Be, Pearl Harbor Until, Kate & Leopold Vanilla Sky, Vanilla Sky Besta klipping Black Hawk Down Memento LOTR Moulin Rouge A Beautiful Mind Besta hljóðsetning Black Hawk Down LOTR Moulin Rouge Pearl Harbor Amélie REUTERS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 B 23 bíó Jean Hersholt-verðlaunin Arthur Hiller Heiðursóskarsverðlaun Sidney Poitier og Robert Redford  Óskarsverðlaunaaf- hendingin hefst kl. 17.00, að staðartíma, í The Kodak Theatre, Los Angeles.  Sem svo oft áður verð ur hin vinsæla gamanleik kona og skemmtikraftur Whoopi Goldberg kynnir kvöldsins.  Þrír þeldökkir leikarar eru tilnefndir í ár; það er í fyrsta skiptið frá upphafi. Aukinheldur fær sá fjórði heiðursóskar.  Bandaríska kvikmynda- akademían er með rösk- lega 5.000 meðlimi með kosningarétt. Stærsti hópurinn, 1.300, kemur úr röðum leikara. Meðlimir í 9 kvikmyndagreinum til nefna árangur í 16 flokkum. Sérstakir kjörmannahópar velja í öðrum 6. Besta myndin er hinsvegar valin af öllum atkvæðisbærum mönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.