Vísir - 19.04.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 19.04.1980, Blaðsíða 4
4 vtsm Laugardagur 19. aprll 1980 Arið 1936 kom út í Bandarikjun- um bókin „A hverfanda hveli” eftir Margaret Mitchell. A sex mánuöum seldist þessi saga i yfir milljón eintaka og fjórum vikum siðar keypti David O. Selznick kvikmyndaréttinn á sögunni á 50 þús. dali. Aöalhlutverkin I mynd- inni skyldu leikin af Ronald Col- man og Tallulah Bankhead. En þegar milljón manns var búin að lesa söguna fékk Davið að vita i hvar hann keypti ölið. Hinn bók- menntalega hneigöi hluti al- menningsálitsins sagði að Tallulah væri ekki rétta leikkon- Ungur ókrýndur kóngur: „Eyrnastór” an til að leika hlutverk Scarlett O’Hara og til væru vinsælli leik- arar en Ronald Colman. Davið varð þvi aö eyöa 50 þús. dollurum i viðbót til að finna hina réttu Scarlett, sem milljónir Bandarikjamanna þekktu orðiö út og inn af þvi að lesa bók Margrétar um ástina, þjóðina, þrælahald og strið. Aldrei fyrr haföi kvikmynd verið auglýst svo slægðarlega fyrirfram. Leitin aö leikkonunni sem leika átti Scar- lett varð eins konar þjóöargesta- þraut Bandarikjamanna I tvö og Kvikmyndin heimsfræga er orðin rúmlega fertug < hálft ár. önnur hver leikkona I Hollywood var prófuð og 1400 ó- þekktar konur þar að auki. Þegar búið var aö þrengja hringinn og Bette Davis, Kathrine Hepburn, Joan Crawford, og Jan Fontaine (systir Olivia de Havilland, sem leikur i kvikmyndinni) komu ekki lengur til greina, voru aðeins fjórar eftir: Joan Bennett, Jean Arthur, Vivien Liegh og Paulette Goddard, sem féll sjálfkrafa úr leik þar sem hún var i óljósum saurlifistygjum við Chaplin, og hann hvort eð var að falla I stjórnmálalega ónáð á þessu svæöi. Vivien Leigh, sem hreppti hnossið.haföiveriðstaðráöiní að komast yfir hlutverkið. Hún haföi lesiö bókina fram og aftur ótal sinnum, og þar sem unnusti henn- ar, Laurence Olivier, hinn frægi enski leikari, var í Hollywood að leika, brá hún sér yfir hafið í 5 daga leyfi til að hitta hann og komast yfir þetta eftirsóttasta kvenhlutverk sem kvikmynda- heimurinn hafði boðið upp á. Sýnd samfleytt í fjögur ár Kvikmyndin „A hverfanda hveli” er um flest afar sérstæð i kvikmyndasögunni: Hún hreppti 10 Óskars-verðlaun, var lengsta mynd sem um gat fram aö þeim tima og lengi á eftir (3 klst. og 42 min. fyrir utan hlé), hún hefur að- eins einu sinni verið sýnd i sjón- varpi, og það kostaði sjónvarps- stööina 5 millj. dali, hún hefur verið endurprentuð og sýnd með hæfilegu millibili og alltaf tekist að fylla kvikmyndahúsin mánuð- um saman þessa undanfarna fjóra áratugi. 1 einu kvikmynda- húsinu I London var hún sýnd samfleytt I fjögur ár. A frum- sýningunni 15. des. 1939 voru 40 þús. manns sem vildu komast i hin 2000 sæti sem um var að ræða I kvikmyndahúsinu i Atlanta. Miðinn kostaði 10 dali, en á svört- um markaöi var verðið 200 dalir. Þessi frumsýning var aðeins fyrir hvitt fólk og Hattie McDaniel, sem fékk siöar óskarsverðlaun fyrir leik sinn i kvikmyndinni, fyrst allra svertingja, fékk ekki að vera á þessari vel auglýstu sýningu. Frumsýningardagurinn var gerður að opinberum fridegi I Atlanta og hinir 300 þús ibúar fengu 700 þús. gesti. Gallup könn: Clark Gable og Vivienne Leigh: A hverfanda hveli Þær kepptu til úrslita um að leika Scarlett O'Hara Pauiette Goddard Joan Bennett \RNI EINARSSON Jean Arthur un sagöi mönnum að 56 og hálf milljón Bandarikjamanna biði óþreyjufull eftir að sjá mynd ina. Eintakiö af myndinni til einkaafnota kostaði 3200 dali svo Clark Gable sá sér ekki fært að kaupa sér eintak, en átti hins veg- ar allar þær myndir sem hann haföi leikið i frá þvi 1930 talið. Kvikmyndunin sjálf var einnig mjög söguleg. Selznick var á- kveðinn I aö láta ameriska drauminn rætast I kvikmynda- heiminum: Nú skyldi besta, stærsta og mesta kvikmynd ver- aldar verða framleidd og einskis svifist. 4000 manns unnu að kvik- myndatökunni. t einu atriðinu vildi hann hafa 2500 aukaleikara en fjárhaldsmönnunum tókst að fækka þeim um 900 stk., en komu þess i stað meö 1200 brúöur, sem notaðar voru fyrir látna og slas- aða hermenn, sem tekin var mynd af úr krana miklum, og þótti þá tæknileg nýung i kvik- myndatöku. Leikstjórar koma og fara Leikstjórinn skyldi verða Ge- orge Cukor og hóf hann kvik- myndatökuna, en var fljótlega rekinn fyrir að einbeita sér of mikiö að kvenpersónum sög- unnar, sem Clark Gable hafði mikla skömm á, þvl hann hafði á- hyggjur af sinum eigin leik og þurfti á verulegri hjálp að halda, þar sem hann var ekki aö leika sin stöðluðu karl-kuldahlutverk- Einnig þótti framleiöandanum að Cukor væri of sjálfstæöur i vinnu- brögðum, því þetta skyldi jú veröa myndin hans Selznicks, en leikstjórinn átti að vera I öörú sæti. Clark Gable fékk að velja næsta leikstjóra og valdi vin sinn, mótorhjóla-og veiðifélaga, Victor Fleming, sem var aö ljúka við tökur á Galdrakarlinum i Oz. Viktor réð litiö við Vivien, sem fór reglulega á fund viö Cukor og lét hann hjálpa sér. Svo illa áttu þaú Viktor og Vivien saman aö þegar hún lét ekki að stjórn, en vitnaöi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.