Vísir - 19.04.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 19.04.1980, Blaðsíða 32
Laugardagur 19. apríl 1980 , j . -:’ mm síminneröóóll Lokl seglr Opnuð hefur veriö sérstök innheimtuskrifstofa fyrir van- skilaskuldir. Ætli þaö veröi byrjaö á aö innheimta þá átta milljaröa sem titgeröin hefur iátiö falla á rlkisábyrgöasjóö? Spásvæöi Veöurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiöafjöröur, 3. Vestfiröir, 4. Noröurland, 5. Noröausturland, 6. Austfiröir, 7. Suöausturland, 8. Suövest- urland. Rannsóknaráð hafnaöi umsóknunum: Rússar koma ekkl „Þaö hefur veriö ákveöiö aö samþykkja ekki rannsóknarleyfi til Rússa i sumar”, sagöi Vii- hjálmur Lúöviksson fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráös rikisins i samtali viö Visi. Vilhjálmur sagöi að Rússarnir heföu ekki staðið við þá skilmála sem rannsóknarstörfum þeirra heföu verið settir. i fyrsta lagi hefðu þeir ekki skilað þeim ritum um rannsóknir á islandi sem vit- að væri að þeir hefðu gefið út, en þeir skyldu láta Islendingum þau i té að hluta i enskri þýðingu. 1 öðru lagi hefðu Rússarnir svo ekki i vissum tilvikum skilað sýnishornum sem Náttúrufræði- stofnun islands hefði álagt þeim aö skila aftur til landsins. I þriðja íagi hefðu þeir svo gefið til kynna að þeir myndu hafa samstarf við Islenska visinda- menn, en það var eitt af skilyrð- unum fyrir rannsóknum þeirra hér. Sú hafi raunin ekki orðið eins og Visir greindi frá fyrir skömmu. Vilhjálmur sagði að Rann- sóknaráðið hefði óskað eftir að þessu yrði kippt I lag áður en hægt væri að veita leyfi til rannsókna Rússa hér á landi. —HR Kýiapest 190 púsund laxaselðum að Húsatóftum: Tjónið nemur tugum mllljóna Svonef nd kýlapest hef ur komið upp í tæplega ársgöml- um seiðum í f iskeldisstöðinni að Húsatóftum. Eru þegar dauð 40.000 seiði af 90.000 og sýnt að farga verður þeim sem eftir eru. Nemur tjónið tugum milljóna kr., að sögn Sigurðar Helgasonar, lífeðlisfræðings, sem rekur stöð- ina. Mánafoss bundinn biö bryggju I Sundahöfn i gsr. (VIsism.BG). Stöðin hefur verið sett I sóttkvi a.m.k. i mánuð og verður hún öll sótthreinsuö. „Þetta er mikill skellur fyrir mig fjárhagslega, en ég var búinn að selja öll þessi seiöi til eldis i Noregi”, sagði Sigurður. „Ljósi punkturinn i öllu saman er eldi á fiski i matarstærð sem hefur gengið mun betur en ég gerði mér vonir um. Ég hef náð vexti á lax- inum úr 100 grömmum i 5 pund á 7 mánuðum. Þaö er svona tvöfalt meiri vöxtur en hefur fengist I flotkviaeldi hjá Norðmönnum”. „Ég er þvi harður á þvi þegar þessari sóttkvi er lokið fer ég aft- ur af staö með eldi á laxi til mat- ar. Ef fjárhagurinn leyfir núna ætla ég að stækka þetta, fjölga steyptu kerjunum og koma þess- ari starfsemi upp I þá stærö, að það sé rekstrargrundvöllur fyrir henni”. „Ég hef fengið þennan vöxt hérna með þvi aö notfæra mér þær aðstæður sem til staöar eru og stjórnað hitanum og saltmagn- inu i kerjunum að nokkru leyti. Möguleikinn á þessum vexti hef- ur þvi bæði byggst á hitaskilyrð- unum og einnig saltmagninu, sem virðist ekki hafa siðri áhrif”, sagði Sigurður. Ekki hefur tekist að komast fyrir orsakir sjúkdómsins, né hvaðan hann gæti verið kominn. G.S. Tollverðir fundu smygl um borð í Mánaiossi: Fjórir sklpverjar handteknir „Viö fundum 60 flöskur af áfengi og 23 karton af sigarettum viö fyrstu leit, og teljum okkur hafa ástæöu til aö ætla, aö um meira magn sé aö ræöa”, sagöi Kristinn óiafsson, tollgæslustjóri, I samtali viö VIsi I gærkvöldi. Þegar Mánafoss kom til hafnar i Reykjavik i fyrrdag, fundu toll- verðir við fyrstu leit ofangreint magn af áfengi og tóbaki. Skipið var þá aö koma frá Hamborg, en hafði áður veriö I Antwerpen og Felixtow. „Fjórir skipverjar voru settir i einangrun og slðan afhentir rann- sóknarlögreglunni til áframhald- andi yfirheyrslna. Við höldum áfram frekari leit i skipinu, en það er ómögulegt aö segja til um hvenær henni verður lokið”, sagði Kristinn. —P.M. Veörið klukkan 18 i gær: Akureyri skýjaö -1, Helsinki korn snjór 0, Kaupmannahöfn rigning 7, Osló léttskýjað 8, Reykjavik léttskýjað 0, Stokk- hóimur skýjaö 8, Þórshöfn hálfskýjað 6. Aþena léttskýjaö 14, Berlin rigning 7, Frankfurt alskýjað 11, Nuuksnjókoma -5, London heiöskirt 17, Las Palmasskýj- að 18, Mallorka hálfskýjaö 15, New York - léttskýjaö 14, Paris alskýjað 12, Róm þoku- móða 19, Malaga hálfskýjaö 16, Vin rigning 10. VeðríO um helgina Horfur eru á vaxandi vestan og suövestan átt á landinu I dag meö rigningu og siöan súld sunnanlands. Deili um hver á að halda lolluppboðin - Tollstjórí vlll ná uppboðunum af fógeta „Þaö er viss meiningamunur á milli embættanna um þaö hvort þeirra á aö halda þessi uppboö, en þaö er ekkert striö”, sagöi Jónas Gústafsson, borgarfógeti, I samtali viö Visi. Samkvæmt heimiidum blaösins hefur verið ágreiningur á milli borgarfógetaembættisins og tollstjóraembættisins um hvort þeirra á aö halda uppboö á varn- ingi, sem ekkier tollafgreiddur innan ákveöins tfma. Segja heimild- ir aö uppboö hafi jafnvel tafist af þessum sökum. „Ég get eiginlega hvorki ját- að þvi né neitað, aö þessi uppboð hafi tafist af þessum sökum”, sagði Jónas. „Björn er tollstjóri og hann biður um uppboð þegar honum hentar. Við höfum ekk- ert vald til að segja honum fyrir i þeim efnum. Björn telur sig hafa heimild til að halda þessi uppboð sjálfur. Við erum hins vegar þeirrar skoðunar að það gangi þvert á gildandi lög i landinu og okkur beri aö halda uppboðin eins og verið hefur”. „1 54. grein laga um toll- heimtu og tollaeftirlit er heimild fyrir tollstjóra til að bjóða upp þessar vörur. Ég hef þvi verið að kanna ásamt fjármálaráöu- neytinu hvort þar sé ekki heim- ild handa tollstjóraembættinu til að annast þessi uppboö”, sagði Björn Hermannsson, toll- stjóri, I viðtali við Visi. Hann sagði jafnframt aö sér væri ekki kunnugt um aö borgarfógeti hafi mótmælt þvi formlega aö sá háttur veröi tekinn upp. En hver hefur þá siöasta orö- ið? Samkvæmt upplýsingum Jónasar þarf fjármálaráöherra að heimila tollstjóra að halda þessi uppboö. Siöan hefur dóms- málaráðherra sfðasta orðiö. En hvers vegna er þessi ágreiningur? „Við höfum vissan áhuga að halda þessum uppboðum áfram”. sagði Jónas. „Það er ákaflega óhagkvæmt að að- skilja tolluppboðin frá ööru sem viö þurfum að selja. Annaö en tollvarningur er svo litið, að þau uppboö yrðu ekki nema einu sinni til tvisvar á ári, sem yrði óviðunandi aöstaða. Að öðru ley ti viljum viö fá úr þessu skor- ið. Við erum ekki i neinum vafa um hvaö er rétt lagaskýring i þessu máli”, sagöi Jónas. G.S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.