Vísir - 19.04.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 19.04.1980, Blaðsíða 12
Laugardagur 19. april 1980 12 helgarp Að þessu sinni bregð- um við út af venjunni, birtum glefsur úr ýms- um poppþáttum, eins- konar samsull sem til tiðinda hefur talist á undanförnum vikum. í svartholið Breska hljómsveitin The Stranglers sem sótti okkur heim hér um áriö hefur oröiö aö sjá eftir einum liösmanna sinna i svartholiö. Sá er um ræöir er Hugh Cornwall, en heróin, hass og kókain fundust 1 bifreiö hans fyrir nokkru. Cornwell er fyrsti meiriháttar popparinn sem af- plánar fangelsisvist fyrir neyslu fikniefna i Bretlandi. Stranglers munu leika án fangans meöan hannvelur handan rimlanna, en fagnaöarhljómleikar eru á dag- skrá i byrjun jáni, þegar Corn- well er laus Ur pristundinni. Aftur á A-hlið_____________ Alan Price.sáer útsetti og lék lagiö „House Of The Rising Sun’’ inná plötu ásamt félögum sinum i The Animals hér til forna, hefur nú dustaö rykiö af þessu klassiska lagi og lætur þaö prýöa A-hliö nýrrar smá- skifu sinnar. Lagiö er jafnframt titillag væntanlegrar LP-plötu. Fróölegt veröur aö fylgjast meö viötökunum. Tók gisl____________________ Þeir sem eru „Crippled Inside” (eins og John Lennon myndi oröa þaö) eöa andlega brenglaöir, fá eölilega ýmsar flugur i höfuöiö. Unglingsgrey eitt meö innanhöföamein vatt sér t.d. inná aöalskrifstofur Elektra/Asylum hljómplötuút- gáfunnar i New York um dag- inn, tók þar starfsmann sem jisl, og kraföist þess aö fá annaö hvort aö berja Jackson Browne augum ellegar einhvern liösmanna Eagles. Eftirtveggja tima árangurslausa biö eftir goöunum lét pilturinn glslinn af hendi, og flúöi i faöm þeirra boröalögöu Nýr söngvari________________ Rokkhljómsveitin AC/DC hef ur nú ráöiö söngvara i staö Bon Scott sem lést á hörmulegan hátt í Lundúnum i febrúar af áfengiseitrun. Nýi söngvarinn heitir Alan Friar og var áöur i hljómsveitinni Feitu Vörinni. AC/DC eru frá Astraliu og nýi söngvarinn einnig. # Bill Wyman # George Harrison (10 ára) # Hugh Cornwell æfir flóttabrögð • Abba Yfirgefur Bill Stones? Þráláturorörómur er á kreiki um ósætti innan Rolling Stones og er hermt ab einn af uppruna- David Johansen — In Style Blue Sky JZ 36082 Eins og mörgum er kunnugt, var David Johansen aöalsöng- vari bandarisku rokk-hljóm- sveitarinnar The New York Dolls. Hefur hann undanfariö veriö aö byggja upp eigin sóló-feril, en ekki náö þvi' sem til þarf aö slá verulega i gegn. A þessari nýju plötu „In Style” leggur hann sig mikiö fram en tekst ekki sem skyldi. Mörg laganna eru ágæt, en ekki mjög aögengileg og lagiö sem hann stilar á „Swaheto Woman” er ósköp venjulegt diskólag, en þaö gengur vist ekki 1 dag. Johansen hefur meö sér góöa hljóöfæraleikara, og syngur vel en þaö er ekki nóg er neistann vantar. Veröur hann aö gera betur næst ef árangur á aö nást. legu liösmönnum þessarar rót grónu rokksveitar, Bill Wyman bassaleikari, vilji ólmur segja skiliö viö hljómsveitina. Ný breiöskifa er væntanleg frá Stones (var fyrst á áætlun i febrúar) og þykir margt benda tilþess aö Wyman hafi fengiö aö semja nafniö á plötuna. Hún heitir „Lonely At The Top” en Kristján Róbert Kristjánsson skrifar frægöarþreyta ku vera helsta ástæöa bassaleikarans fyrir uppsögninni. Taliö er þó liklegt ab Bill leiki meö Stones á væntanlegri sumarhljómleika- reisu. McGuinn, Hillman & Clark — City Capitol ST-12043 Alla tiö viröist samstarf þeirra McGuinn, Clark og Hillman hafa gengiö brösug- lega, Svo mun einnig nú enda Clark titlaöur sem aukamaöur. A þessari plötu sem hinni fyrri, skipta þeir á milli sin lög- unum en nú eru þeir Hillman og McGuinn aöalmennirnir og Gene Clark er meö tvö lög. Þessi plata er mun siöri en fyrri plata þeirra og segja má aö hún sé þab lakasta sem þeir hafa sent frá sér hingað til. Þaö er ekki þar meö sagt aö platan sé aö öllu leyti slæm. A henni eru margir góöir punktar sem og áöur hjá þeim félögum. Bestulögplötunnar eru án efa „Let Me Down Easy”, „Won’t Let You Down” og titillagiö „City”. Vinnsla á plötunni er meö ágætum enda valinn maöur I hverju rúmi.Hins vegar er hrá efniö ekki eins gott, en vonandi bæta þeir McGuinn og Hillman úr þvi á næstu plötu sem þegar er byrjaö á. Gunnar Salvarsson skrifar. Andlát___________________ Látinn er á besta aldri, John Glascock, 28 ára, fyrrum liös- maöur Jethro Tull. Þá er einnig látinn Jakob Miller söngvari reaggehljómsveitarinnar Inner Circle. Hjartveiki og umferöar- slys uröu þessum mönnum aö aldurtila. Abba vinsæl hjá þýsk- um. Sænska stórhljómsveitin Abba er i miklu uppáhaldi hjá Þjóöverjum ef marka má plötu- sölu i þvisa landi. A siöasta ári átti Abba bæöi vinsælustu smá- skifuna „Does Your Mother Know” og vinsælustu breiöskif- una „Voulez-Vous”. Vantar mann__________________ Ellen Foley, sem söng sig fræga með Meat Loaf blessuö- um á „BatOut Of Hell” plötunni hefur þotiö vltt og breitt um Evrópu' i vetur og vor og kynnt breiðskifu sina „Nightout” meö prýöisárangri. Verkiö er þó ekki fullkomnaö aö hennar sögn, þar eö hún hefur ekki enn fundiö karlmann viö sitt hæfi. Þá getur ungfrúin þess I viötölum aö fyr- irmyndhennar á rokksviöinu sé Mick Jagger, — og hann er vist sjaldan á lausu. Bláa bítið___________________ Skatónlistin eöa bláa bftiö sem sótt er I forna danstónlist og blandað reaggeáhrifum er nú á góöri leið meö aö ná geypi- vinsældum. Umtöluðustu hljómsveitirnar á þessu sviöi eru Madness, Specials, Selecter, og Beat, en þrjár siöustu hljómsveitirnar gefa allar út hjá Two Tone útgáfunni bresku. Selecter platan, „Too Much Pressure” hefur ein- hverra hluta vegna ekki enn borist hingaö upp á klakann, en er væntanleg innan tiöar. Snemma beygist... Bitillinn fyrrverandi George Harrison hefur I æ rlkari mæli á siöustu árum gefið kappakstri gaum og sjálfur sest undir styri nokkrum sinnum. Þessi árátta hans,sem talin var nýtilkomin, reyndist er betur var að gáö komin vel til ára sinna. Strax á unga aldri heilluöu kraftmikil tæki sveininn unga og myndin af honum hér ofar á siöunni var tekið af honum tiu ára gömlum á skellinööruspretti I Liverpool. Þessi áhugi vek slöan fyrir gitaráhuganum á unglingsárun- um, en hefur á siöustu árum sprottið fram aftur. Streð hjá Straits____________ Talsveröir erfiöleikar eru taldir hrjá Dire Straits um þess- ar mundir eftir hvildartimabil. Hefur lekiö út aö nokkur miskllð sé sprottin upp innan hljóm- sveitarinnar. Mark Knopfler er sagður eiga öröugt meö aö semja ný lög, sem aftur þýðir aukinn geöstiröleika sem leiöir til þess aö hinum strákunum finnst hann nær óþolandi o.s.frv. Nokkuð er farið aö hasta meö lagasmiöarnar þvi 3ja breiö- skif an veröur hljóörituö I sumar og hljómleikaferð er skipulögö út I æsar. Vonandi leysa strákarnir deiluna. Skothelt vesti____________ Nýlega festi John Lennon kaup á glæsilegri höll á Pálma- strönd Florida, en hann hefur til þessa búiö i New York og ekki látiö mikiö á sér kræla. Hann brá sér þó I verslun um daginn inn I miöborg Jórvikur og keypti sér skothelt vesti. Haföi hann á oröi viö blaöamenn nærstadda aö hann væri aö verja sig fyrir ágengni bandarlskra lögreglu- manna, sem væru býsna byssu- glaöir. Sagöi Lennon aö lögg- urnar heföu samkvæmt upplýs- ingum New York Times drepiö sex þúsund Bandarlkjamenn á siöasta áratug, þar af heföi helmingurinn verið blásaklaus. Ekki fylgdi sögunni hvort hann heföi fariö i vestinu heim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.