Vísir - 19.04.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 19.04.1980, Blaðsíða 20
20 vísm Laugardagur 19. aprll 1980 hœ kiokkar! Hestur i ferm- ingar- oiöf Nú stendur yfir tími ferminganna. Undanfar- in ár hefur skapast sú hefð að börn fá óhemju dýrar fermingargjafir. Auglýsingarnar eiga þar kannski hlut að máli. Nú virðist vera nokkuð um það/ að fermingarbörn fái hesta t fermingar- gjaf ir. Það er að vísu dýr gjöf, en jafnframt mjög góð. Það sannast á henni Grétu Guðmundsdóttur, sem fékk hryssu frá for- eldrum sínum, þegar hún fermdist fyrir ári síðan. Hryssan heitir Toppa og á þessu ári hafa þær Gréta og Toppa átt margar góð- ar stundir saman. Ég hitti Grétu af tilviljun á svæði Gusts í Kópavogi, þegar ég var að fara þangað til að hitta aðra stelpu, sem hafði fengið hryssu í fermingargjöf frá for- eldrum sínum nú í vor. Gréta og Toppa eru góðir vinir Ég spuröi Grétu, hvað Toppa væri gömul. — Toppa er sex vetra i vor, svaraði Gréta. — Hún var hálf- tamin, þegar ég fékk hana, en nú er hún þæg og góö. Ég hjálp- aöi til viö aö temja hana og þaö var mjög skemmtilegt. — Hefur hún hent þér af baki? Harri, 8 ára gamall frændi Ingu, fékk aö skreppa á bak Móskjónu. Inga og Móskjóna. Gréta og Toppa. Myndir Anna. — Já, þegar ég var aö temja hana. — Hugsaröu um hana sjálf? — Viö skiptumst á, viö sem höfum hesta i sama hesthúsinu. En ég fer alltaf hingaö 4-5 sinn- um i viku. — Eiga fleiri I fjölskyldunni hesta? — Nei. — Hvaöan kom Toppa? — Hún var, þar sem ég var i sveit, I Hólmshjáleigu i Land- eyjum. Ég þarf ekki aö spyrja Grétu aö því, hvort gaman sé aö eiga Toppu. Þaö sést á henni, þvi aö hún ljómaöi af ánægju. Þaö sést lika vel á myndinni, sem ég tók af þeim vinunum Grétu og Toppu. Ætla að verða bóndi En þegar ég skildi viö þær, hélt ég áfram aö leita aö hest- húsi nr. 7 viö Funaholt. Þaö fann ég loksins og þar hitti ég lngu Björk Gunnarsdóttur, 13 ára, meö hryssuna sina, Móskjónu. Inga fékk hana i fermingargjöf frá foreldrum sinum, en hún fermdist 3. april s.l. Hún fékk reyndar Móskjónu nokkru áöur. — Þegar ég fékk Móskjónu var hún hálftamin, segir Inga, en nú er hún fulltamin. Ég hjálpaði viö aö temja hana. — Hvaö er Móskjóna gömul? — Hún er 7 vetra. — Feröu á hverjum degi til hennar? — Ég fer alltaf, þegar ég get, alltaf um helgar og er þá lengi. Svo fer ég á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum, ef ég get. — Hvernig kemur ykkur Móskjónu saman? — Okkur kemur vel saman. Nú erum viö farnar aö kynnast. Hún var svolftiö skapstygg fyrst. — Hvar veröur hún i sumar? — Hún veröur á Snæfellsnesi. Ég get ekkert hugsaö um hana i sumar, þvi aö ég er búin aö ráöa mig i sumarvinnu aö Fjalli i Möörudal. Bóndinn þar er meö hesta og kindur. Þar eru 8 tryppi, sem þarf aö temja og ég vona aö ég fái aö hjálpa til viö það. Svo á ég lika aö vera i girö- ingarvinnu og aö hjálpa hús- móöurinni inni viö, og náttur- lega I heyskapnum. — Finnst þér gaman að sveitavinnu og hefurðu veriö i sveit? — Já, ég hef veriö i sveit og mér finnst mjög gaman aö sveitavinnu, sérstaklega aö um- gangast dýrin. — Ætlaröu kannski aö læra eitthvaö seinna i sambandi viö dýr? — Ég hugsa þaö, mig langar mest til aö veröa bóndi. — Hvaö kosta hestar núna, veiztu þaö? — Sæmilegir barnahestar kosta 200-400 þús. Það fer eftir gangtegundum, hvaöþeir kosta. Þeir sem hafa allar gangteg- undir, fet, brokk, stökk, tölt og skeið, þeir eru dýrastir og geta kostaö upp i milljón kr. — Hvaö búa margir hestar hérna I Funaholti 7? --- Þaö eru 11 hestar i húsinu og þar af 3 ótamdir. — Veistu um aöra krakka, sem hafa fengiö hesta I ferm- ingargjafir? — Já, nokkra. — Og er þetta bezta gjöfin, sem þú hefðir getað hugsaö þér aö fá? — Já, svo sannarlega, segir Inga og bregöur sér á bak Móskjónu. Ég kveö þær og Móskjóna fet- ar út tröðina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.