Vísir - 19.04.1980, Blaðsíða 17

Vísir - 19.04.1980, Blaðsíða 17
16 17 VlSIR Laugardagur 19. aprll 1980 VÍSIR Laugardagur 19. aprll 1980 Þegar komið er inn í súðarherbergið í Blönduhlíðinni þarf ekki sérstaka skarp- skyggni til þess að átta sig á því að þar muni búa tónskáld. Nótnablöð liggja á skrifborðinu við gluggann, þar er hálfkláraö tónverk og feitur penni bíöur þess að teikna upp fleiri nótur. Gegnt skrifborðinu er gamalt orgel — og hinum megin í herberginu fulltrúi nýja tímans, fullkomin hljómflutningstæki og stórir hátalarar. Ýmis fremstu verk klassískrar tónlistar standa í snyrtilegri röð f bókaskápnum bundin í hljómplötur — þar eru Ifka uppsláttarrit um tónlist, ævisögur og bréf tón- snillinga og óárennileg fræðirit. Á vegg hangir mynd af iliúðlegum Ludwig van Beethoven. Þarna býr Áskeli Másson, tónskáld. Hann býður okkur sæti og kaffilögg — á- kveðinn i framkomu en þó kurteis, snyrtilega klæddur á borgaralega vísu en eng- inn sundurgerðarmaöur, stuttklipptur og obboðlftið ráðsettur. Lokaði migaf — Þin fyrstu afskipti af tónlist, Askell? Byrjaöirðu snemma? „Ja, ég man nú ekki lengra aftur en til þriggja fjögurra ára aldurs. Þá man ég að ég var mjög hrifinn af chacconnu i G-dúr eftir Handel og ýmsum öðrum smá- verkum sem pabbi spilaði á grammófóninn. Hann átti stórt plötusafn og á reyndar enn, hann lék mikið klassiska músik. Svo þegar ég var átta ára fór ég i Barnamúsikskólann að læra á klarinett hjá Gunnari Egilsyni og var þar i einn vetur og siöan i stuttan tima niöri i Hljómskála. Þá sinnaðist mér við kennarann svo ég hætti og ekki varö meira úr þvi — i bili. En mig langaði alltaf að læra meira i tónlist og ég fór fljótlega að bisa við að skrifa einhverjar nótur. Fyrstu stefin hef ég samið svona þrettán ára gamall.” — En svo fórstu út i poppið? „Þegar ég var tiu ára fékk ég geysimikinn áhuga á trommum og æfði mig á allt sem fyrir varð, þvottabala, potta, pönnur og slikt. Ég ákvað fljótlega að leggja fyrir mig handtrommur en þær eru næstum eingöngu notaðar i léttri tónlist, dansmúsik, svo það lá beint við að ég færi aö spila slika tónlist. Eg kom hins vegar ekkert fram til að byrja með, en lokaði mig inni i nokkur ár og æfði mig á trommurnar...” — Einhver sagði mér að þú hefðir æft allt upp i sextán tima á sólarhring. „Það er nú orðum aukið, stund- um hef ég kannski æft mig upp i tiu tima. A þessum tima hlustaöi ég einnig mikið á hljómsveitar- verk Beethovens og ég hef alltaf haldið þvi fram að það sé einn stærsti þátturinn i minu tónlistar- námi. Ég fór svo i Myndlista- og handiðaskólann og þegar þar stóð fyrir dyrum árshátið einu sinni átti ég að taka þátt i skemmtiatriði ásamt nokkrum öðrum. Við vissum ekkert hvað viö ætluöum að gera. Þaö kom til mála að Þórður Hall yrði meö okkur en ekkert varö úr þvi og þess vegn fannst okkur upplagt að kalla þetta Combo Þórðar Hall — með mér i Comboinu voru Egill Eðvarösson, Ómar Skúlason og Grétar Guðmundsson. Við héld- um áfram eftir árshátiðina i nokkra mánuði og komum viða fram.” — Hvers konar númer var Combo Þórðar Hall? „Ja, það er nú erfitt að definera það,” segir Askell og er hugsi dá- litla stund. „Þetta var eiginlega leikhús, sambland af ails konar atriðum. Við vorum með galdrabrögö, lék- um teiknimyndaseriur og spiluö- um á alls kyns hljóöfæri. Mottóið hjá okkur var að ákveða aldrei fyrirfram hvað viö ætluðum aö gera tónleikum. Þó æfðum viö.. Já, viö æfðum töluvert. En ég var orðinn mjög leiður á þessu á endanum og yfirgaf Comboið i hasti, gekk skömmu siöar i hljómsveitina Náttúru og spilaði þar á ásláttarhlj'óðfæri i sex mánuði. Þá var ég búinn að fá meir en nóg af þvi og fór af landi brott til Kaupmannahafnar. Þar vildi ég prófa einhverja nýja músik og spilaði með djass- hljómsveit á þeim fræga stað Montmartre, auk þess sem ég kom fram bæði i útvarpi og sjón- varpi og viðar. I Kaupmannahöfn var ég i nokkra mánuði en varð enn einu sinni leiður og fór heim. Þá var ég orðinn átján, nitján ára og var ákveöinn i þvi að einbeita mér að þvi að skrifa sjálfur mús- ik. Það hafði ég reyndar gert allan timann, elsta verkið sem ég er nú með á efnisskrá er frá þvi Ballettónlist í Þjóöleikhús- inu og nám í London Askell nær nú i meira kaffi og ofurlitið koniakstár meö, heldur siöan áfram að segja frá, greiö- lega en yfirvegaö. „Ég byrjaði að skrifa músik af fullri alvöru eftir að ég kom heim frá Kaupmannahöfn. 1 desember 1973 bauðst mér svo starf i Þjóö- leikhúsinu sem tónskáld við ballettinn. Ég tók þvi náttúrlega fengins hendi og var þar á annað ár og stöðugt skrifandi. Þetta Snemma beygist krókurinn til þess er veröa vili. Askeii Mósson er tii hægri á myndinni, um það bii fjögurra ára gamalt. ég var sautján ára, þaö heitir „Silja” og er portrett af óþekktu stúlkubarni.” Poppiö hefur ekkert hstgildi „Ég var sifellt að leita fyrir mér, leita að sjálfum mér, má segja. Þau hljóðfæri sem ég haföi mestan áhuga á, siagverkshljóð- færi, voru litið notuð i klassiskri og rómantískri tónlist og þess vegna lék ég á timabili, eða frá þvi ég var um 16 ára i um þaö bil tvö ár, létta tónlist, popp, djass og Suður-Amerikumúsik. Þegar ég kom frá Kaupmanna- höfn langaöimig ekki lengur til að spila þessa músik. t nútimatónlist eru, ásláttarhljóðfæri mun meira notuð en i sígildri tónlist og reynsla min sem slagverksleik- ara hefur reynst mér ómetanleg sem tónskáldi.” Popp-tónlist á auðvitað rétt á sér eins og öli önnur músik. Popp- ið á sér sina stund og sinn stað, ýmist sem uppfylling við störf eða annaö eða þá sem dansmúsik, það hefur afþreyingargildi og má alls ekki gera litið úr þvi. Músik hefur mismunandi tilgang, þú hlustar ekki andaktugur á popp eða ferð a diskótek til þess að hlusta á sin- fóniur...” — Þér finnst það ekki hafa list- gildi? „Alls ekki!” starf var mér geysilega mikils virði enda var allt það sem ég skrifaði flutt jafnóðum. Meðan ég starfaði við Þjóðleik- húsiö fann ég mjög bagalega fyrir þvi að mig vantaði undirstöðu til þessaðbyggjaái tónsmiðum. Ég hafði verið við nám i Tónlistar- skólanum hér i einn vetur en var óánægður og fór i fússi, ég haföi einnig farið i gegn um orgelskóla upp á eigin spýtur heima hjá mér en það mátti heita öll min mennt- un þá. Mér fannst að ég þyrfti aö læra meira og ákvað að fara til náms i London þar sem ég var i tvö ár. Þar var ég i tónsmiðanámi hjá tónskáldinu og prófessornum Patrick Savill og I slagverksleik hjá James Blandes. Fyrra árið sem ég var i London lék ég lika I sinfóniuhljómsveit, en siðan tók Þeir hafa fyrirbæri eins og Rigs- konserter sem gefur út á prenti verk eftir sænsk og skandinavisk tónskáld, stendur fyrir hljómleik- um, upptökum og dreifingu á tón- list og gefur út bæklinga þar sem tónskáld og verk þeirra eru kynnt. Þetta er ekki til i neinni mynd hér á islandi.” Blanda saman hefðbundn- um og nýjum tónsmiöaaö- ferðum — Hvernig tónlist semur þú sjálfur? „Ég vona að ég sé að mynda mér eigin stil en hvernig min tón- list hljómar get ég ekki lýst I smáatriðum. Það má segja að ég blandi saman heföbundnum og nýjum tónsmiöaaðferðum. Tón- listin er hluti af mér sjálfum og ég þarf alltaf aö berjast viö ná- lægð þess sem ég er aö gera, reyna að öðlast fjarlægðarskyn á verk min svo ég geti betur dæmt þau rétt.” — Þú talaöir um'þaö hér áöan að þú heföir á timabili verið að leita fyrir þér, m.a. léttari tónlist og myndlist. Ertu nú kominn á rétta hillu? Askell hugsar sig lengi um. „Ja, það sem skiptir mestu máli held ég að sé að vera i sátt við sjálfan sig, að gera það sem maður tekur sér fyrir hendur af Nútímatónlistin fjöi- breytt og spennandi alvöru og festu, hvað svo sem þaö nú er. Ef maður gerir þaö finnst mér að maður hljóti aö vera sæmilega ánægöur. Ég ákvað það að einbeita mér að tónsmiðum og sé það alltaf betur og betur að það er það sem á best við mig.” — Hvað eða hverjir hafa helst haft áhrif á þig sem tónskáld? Eins og ég sagði áðan þá er hljómsveitartónlist Beethovens mjög stór hluti af minu músik- uppeldi. Ég hef þó alltaf hlustaö á alla vega tónlist... Það er kannski best að kikja á plötusafnið til að sjá hvað ég hlusta á nú...” Askell ris á fætur og fer I bóka- skápinn þar sem hljómplöturnar standa I röðum. „Hér er alls konar tónlist, þjóð- leg, klassisk og rómantisk tónlist, impressjónisk tónlist, nokkrar plötur með hljóðfærum sem ég hef sérstakt yndi af, slagverk, orgel og harpa, svo nútimatónlist og hér út á enda eru fáeinar plöt- ur sem má kalla ný-djass, sem ég hef til þess að spila þegar gestir koma...” Tónlistin ekki áhugamál/ heldur lífiðsjálft — Attu þér önnur áhugamál en tónlistina? spyr ég þegar við erúm sestir aftur. „Tónlist er eiginlega ekki á- hugamál fyrir mér, hún er lifiö sjálft og óaðskiljanleg frá mér. En annars eru það kannski alltof margirhlutir sem ég hef áhuga á, án þess þó aö ég hafi framkvæmt sérlega mikiö. Ég hef þó til dæmis verið i keramik og bjó til þessa kaffibolla, öskubakkann og fleira og einnig hef ég ofiö t.d. vegg- teppi og fleira. Svo þegar ég kom frá London þá fór ég i Tækni- teiknaraskólann og starfaði á timabili með arkitektum, mér likaði það mjög vel og fannst það fara vel saman við tónsmiðarnar. ég þá ákvörðun að leggja hljóð- færaleik á hilluna og einbeita mér að tónsmiðum.” — Aður en lengra er haldið: hvað er nútimatónlist? Er hún beint framhald af klassikinni eða er hún eitthvað nýtt? „Hún er hvorttveggja,” segir Askell eftir að hafa velt vöngum andartak. „I kringum seinna strið komu fram á sjónarsviðiö ýmsir nýjir hlutir i músik, það má nefna tólf tóna tækni, raðtækni og elektrón- iska tónlist og i sambandi við hljóðfæri, hljómar á tréblásturs- hljóöfæri, og heimur slagverksins opnaöist. Það er kannski fyrst nú hin siðari ár sem farið er að vinna að ráði úr þessum nýjungum en þá er einnig byggt mjög á þvi sem áður var gert. Núna er tónlistin mjög fjölbreytt og spennandi, margt sem er að gerast.” — En hér á Islandi, er eitthvaö að gerast hér? Askell tekst nú allur á loft, aug- sýnilega komiö að kæru umræðu- efniö. Hér á tslandi er geysilegur áhugi á nútimatónlist eins og sannaðist til dæmis með Myrkum músikdðgum eöa þá þegar Ung Nordisk Musik, hátiö sem haldin er til skiptis á Norðurlönd- unum fimm og var t.d. haldin hér i Reykjavik 1977. Þessar hátiðir eru mjög góður vettvangur fyrir okkur sem erum aö stiga okkar fyrstu spor á þessu sviði. Askell heldur áfram: „Og tón- listin sjálf, hún stendur þvi ekkert að baki sem verið er að gera i öðr- um löndum, nema síður sé. A tón- listarhátlðum þar sem flutt eru islensk verk með erlendum sann- ast að þau eru ekkert siöri aö gæðum.” — Hvernig hlutskipti er það að vera ungt tónskáld á Islandi? „Mér finnst stórkostlegt að hér skuli vera jafn mikill áhugi fyrir nýrri tónlist eins og raun ber vitni. Hins vegar er tæpast hægt að lifa af tónsmiðum eingöngu hér og þá fyrst og fremst vegna fámennis, markaðurinn er svö lit- ill. Hér er ekki nema ein sinfóniu- hljómsveit og ekki margar kammersveitir og það er ekki hægt að flytja sama verkið oft. Þá má nefna að það tekur þvi varla að gefa verk út, flytjendur geta auðveldlega náigast tiltekið verk hjá tónskáldinu sjálfu, þó Tón- verkamiðstöðin sé mikilsverður milliliður og hafi gefiö út talsvert af músik. Ef við miðum við Skandinaviu, til dæmis Sviþjóð, þá er þar mun meira stutt við tónsköpun en hér. Reyndar hef ég alltaf haft áhuga á hönnun og arkitektúr.” — Hvað er það sem þú ert að vinna að núna? „Nú er ég að semja tónlist viö Galdra-Loft, það eru nóturnar þarna á borðinu. Þaö er fyrir há- tiðaruppfærslu útvarpsins á leik ritinu i tilefni af 100 ára fæðingar- afmæli Jóhanns Sigurjónssonar. Ég hef unnið óvenju mikið fyrir leikhús að undanförnu, ég gerði til dæmis tónlist við Heimilis- drauga eftir Böðvar Guðmunds- son sem Alþýðuleikhúsið sýndi I vetur, ég leik á ýmsar flautur i „Krisiblóm á Norðurfjalli” i Þjóöleikhúsinu og er aö vinna viö leikrit Jökuls Jakobssonar, „1 öruggri borg”. Svo fékk ég veit- ingu úr Tónskaldasjóði Rikisút- varpsins til þess að vinna að stóru hljómsveitarverki sem væntan- lega veröur frumflutt snemma á næsta ári. Einhvern tima næstu vikurnar kemur svo út hljóm- plata með verkum eingöngu eftir mig, það er þriðja platan i plötu- röð sem Steinhljóð gefur út. A henni spila Manúela Wiesler, Reynir Sigurðsson og Einar Jó- hannsson og svo leik ég sjálfur eitt verk, sem segja má að sé minn svanasöngur sem hljóð- færaleikari. Auk þess er ég eins og venjulega með átta til tiu tón- verk i takinu sem eru enn í skissuformi. Það kemur að þvi siðar að ég tek eitthvert þeirra fram og einbeiti mér þá algerlega að þvi.” — Ot frá hverju vinnurðu? „Það er allur gangur á þvi. Stundum fæ ég hugmynd af lestri bókar eða málverkasýningu og stundum þegar ég er að vinna að einhverju verki dettur mér eitt- hvaö i hug sem mér finnst passa betur i ööru verki. Svo er þessi margumtalaða inspirasjón, hún erþarna einhverstaöar, stundum. Annars er það nú oftast svo að ég hreinlega sest niður við borö og byrja að vinna, þetta er eins hversdagslegt og hvaö annaö.” —IJ. Askeli Másson 13 ára iemur húðirnar. Músikhópurinn, sem við nokkur ung tónskáld og hljóöfæraleik- arar myndum, hélt i fyrra mán- uði tónleika á Kjarvalsstöðum. Þar var sneisafullt og tónlistinni ákaflega vel tekið. Mér er reyndar til efs aö hægt hefði veriö að fylla húsið á mörgum öðrum stöðum, ég hef til dæmis veriö á fjölda tónleika i London þar sem flutt heur verið nútimatónlist. Þar hefur iðulega verið hálftómt hús þó um viöurkennda listamenn væri að ræða,og þaö væri ræki- lega auglýst. Nú eru einnig nokkur tónskáld á svipuðum aldri og ég að koma heim úr löngu námi erlendis og eru að verða aktif hér. Það er reyndar merkilegt aö verk eftir okkur hafa veriö flutt mun meira erlendis en hér, til dæmis i Skandinaviu. Til þess eru margar ástæður en ekki minnstan þátt &

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.